Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 — Stuttsíðan Framhald af bls. 15 voru Stuðmenn, sem „produceruðu" plötuna. V: Platan var bara ákveðin eigingirni hjá Jakobi, sem við skulum nú ekkert fara að tfunda. SB: Jakob var með miklar hugmyndir um að gera kvik- mynd um Sumar f Sýrlandi og nota tónlistina við kvikmynd- ina. V: Jakob talar nú svo margt. ST: Já, hver er þáttur Jakobs f plötunni? V: Hann spilaði svo til öll hljómborð. ST: Atti hann engar hug- myndir í þessu? V: Jú, jú þetta var náttúrulega hópvinnu verkefni. Og hann ásamt Livingstone nokkrum hönnuðu myndaserfuna á al- búminu. Livingstone þessi gerði einnig grímurnar þekktu. ... það getur jú notað grfmurnar f rúminu ... SB: Hvar eru Grímurnar? B: Eg heid, að Jakob hafi tekið þær með sér. E: Nei, ætli það sé ekki búið að stela þeim. V: Já, þær þekkjast strax ef þær sjást. Það dugar nú Iftið fyrir fólk að eiga grfmur, sem ekki er hægt að nota. Það getur að vfsu notað þær f rúminu. ST: í sumar voru svo Stuðmenn skipaðir ykkur þrem ásamt Jakobi (hljómborð), Þórði (bassi) Preston Ross (trommur) Alan Murphy (gftar) og Steinunni Bjarna- dóttur (söngur) V: Já, þetta voru þeir sem við fórum með á öll sveitaböllin. E: Við æfðum aldrei „band- ið.“ Bandið hefur aldrei verið æft, ekki fyrir plötuna heldur. V: Það var nú ýmislegt sem kom upp á í þessari ferð Stuð- manna á Sveitaböllin og ýmsar furðulegar stöður komu upp. ... maraþon spilarf fyrir sveitamanninn, sem hristi sig og drakk af stút.. . E: Það var t.d. auglýst meira heldur en í raun kom fram. Það var ekki diskótek og Baldur Brjánsson kom ekki fram. Og Whitebachman tríó, sem voru með klukkutfma prógramm urðu því að spila f fjóra tfma. Þeir höfðu aldrei kynnst svona maraþon spiliríi fyrir sveitar- manninn sem hristi sig og drakk af stút og skyldi ekkert f tónlistinni. ST: Hvernig var stemmning- in, þegar Stuðmenn komu fram. V: Hún var nú oft helvfti mögnuð, t.d. í Vestmannaeyj- um grét fólk og einnig var mjög gaman á Akureyri og f Vala- skjálf. E: Já, það var stórkostlegt. ST: Þið komið fyrst fram f Festi snemma f sumar, eða var að ekki? V: Það var nú alveg ferlegt. E: Það var upphafið að þessu öllu saman. Þá kom Jakob 10 mínútum áður en við áttum að byrja með flugvél frá Bret- landi, blindfullur. Honum var þá fleygt f sturtu til að hressa hann við og svo beint inn á svið. Þar sem byrjað var í algerri óvissu. V: Svo sat Jakob með grfmuna sem var nokkurs konar andarhaus skakka og kinkaði kolli allan tímann en sá ekkert út og við sem vorum að reyna að hafa samband við hann héldum við að allt væri f góðu gengi, sem reyndist svo ekki vera meira en svo. E: Þetta var alveg ofsalegt. Svonalagað gerist ekki nema einu sinni. ST: Hver var þáttur Stein- unnar f þessu ferðalagi. V: Hún söng. — Steinunn er perla. E: Hún er sú hjartahreinasta. Hún er nákvæmlega, eins og FJOLBREYTTUR MATSEÐILL Allir réttir okkar eru serlagaöir. Viö höfum opiö frá kl. 9-21.30 alla daga nema sunnudaga 10-21.30 Viö bjóöum i dag fjölbreyttari matseðil en nokkru sinni áöur m.a. 28 steikur, 15 tegundir af pizza og 20 smárétti. Pizzurnar okkar eru rómaöar, en þar höfum viö líka langa reynslu aö baki. og Nautasteikurnar, i miklu úrvali.eru ekki síöri Hreindýrasteikur okkar eru í sérflokki Sendum heim of óskað er: Smárett fyrír einn eða snittur fyrir heilt partý — en þá verður að panta með fyrirvara. Sími 34780 JM Viö bjóðum ydur skjóta þjónustu í þægilegu og notalegu umhverfi. Ljúffengt og gott HALTI HANINN LAUGAVEG 178 (VIÐ HLIÐINA Á SJÓNVARPINU) hún kemur fyrir, það var illa farið með hana í sjónvarpinu. E: En svo Iagaðist tónlistin með hverjum firðinum sem farið var um. Og á Austf jörðum slóst hljómsveit Lótust f förina og bjargaði miklu varðandi „diskótek“-vandamálin. ........Stuðmannaplatan háalvarleg plata..... ST: Hversu mikil alvara liggur bak við Stuðmenn og plötur þeirra? V: Stuðmenn byggjast náttúrulega upp á þvf að fá alls konar fólk. Virkja krafta og fá ákveðna breidd. Ég hlustaði mjög mikið á Stuðmannaplöt- una áður en hún kom út og ég spilaði hana fyrir alls konar fólk og var alltaf að sjá hana f nýju Ijósi. Ég er Ifka alltaf að lesa nýtt og nýtt milli línanna. B: Stuðmannaplatan er háalvarleg plata. SB: Ég hef alltaf skilið Stuð- mannaplötuna sem mjög alvar- lega plötu. ST: Mér hefur fundist þetta grfn um sveitamennskuna vera mjög f ætt við sveitamannagrfn Ómars Ragnarssonar sbr. lagið Sveitaball. V: Hann er bara að segja brandara. Við vorum að reyna að búa til stemmninguna en ekki brandara. Grfnið er bara á yfirborðinu. Stærsti hlustenda- hópurinn lítur aldrei neitt lengra. E: Platan er nokkurs konar dæmisaga. Hún byrjar á þessu brennivínsþrugli, sem okkar kynslóð byrjaði á og var þá f ákveðinni músfk. Svo þróuðust þeir áfram með nýrri músik og nýjum efnum. B: Já, músfkin breytist mjög greinilega upp úr „Lyfja gras- inu“ (1 Bláum Skugga). ... Það langaði marga að ljóstra upp um Stuð- menn... ST: Var það ákveðið fyrir- fram, þegar Ijóstrað var upp um Stuðmenn. B: Nei, það gerði Ómar Valdi- marsson án Ieyfis. ST: Var ákveðið með leynd- ina yfir Stuðmönnum fyrir- fram? V: Þetta kom með litlu plöt- una (Honey Will you merry Me, og Gjugg f Borg). Þegar verið er að gera svona grfn þá getur kannski verið gott að fela sig. En það er kannski Ifka ein- hvers konar skræfuskapur. S.B: Ómar Valdimarsson sagði að þetta væri sölutrikk, og það hvfldi Iengi á samvizku hans að verið væri að pretta þjóðina. B: Ég held að hann hafi nú bara verið að þessu til þess að koma með eitthvað grand. Það vissu allir blaðamenn hverjir Stuðmenn voru. SB: Það langaði marga að uppljóstra þessu og Ómar sér- staklega. Ómar sagði það strax áður en Sumar á Sýrlandi kom út. B: Ómar ræddi um uppljóstrunina við okkur á Akureyri, en við sögðum nei, eða „Alla vega láttu okkur vita hvenær þú gerir það og hvern- ig“ Hann hefur ætlað að hætta glæsilega. (Að skrifa stuttsfðu M.b.l.). Annars var þessi leynd ekkert sölutrikk. Mér fannst þetta aftur mjög jákvætt fyrir músikina á plötunni. Þetta skapar t.d. engar poppstjörnur. SB: Fólk kaupir ekki plöt- una, af þvf það eru einhverjir ónafngreindir menn úti f bæ, sem eru að gera hana. Það „pælir“ ekki f því hverjir spila, fyrr en það hefur heyrt tón- listina. Þess vegna er fáránlegt að halda því fram að leyndin sé sölutrikk. ST: Hvað með nýja Stuð- mannaplötu. V: Aldrei er öll von úti lengi er von á einum. M (a,YSIN(,ASIMINM EH: é'Fk 22480 ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.