Morgunblaðið - 02.11.1975, Page 29

Morgunblaðið - 02.11.1975, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NOVEMBER 1975 29 — Reykjavíkur- bréf Framhald af bls. 25 dag dæmdir til útskúfunar fyrir það eitt að negla saman tvær spýt- ur i kross. Að lokum: Will Durant segir m.a. í Rómaveldinu, hinu mikla sagnfræðiriti sínu, um Dlókletf- anus: „Tilskipanir stjórnendanna urðu þegar að lögum, og þurfti ekki samþykki öldungaráðsins I Róm. Allir embættismenn rfkis- ins voru tilnefndir af stjórnend- um, og geysileg skriffinnska teygði anga sfna um gervallt ríkið. Til að styrkja stjórnkerfi sitt ennfremur breytti Dfókletíanus tilbeiðslunni á anda keisarans (genius) í per- sónulega dýrkun sjálfs sín, svo sem væri hann Júpiter holdi klæddur... Hann sat f höll sinni hátt hafinn yfir lýðinn, og þurftu þeir sem heimsóttu hann að ganga undir ok hirðsiða hjá geld- ingum og herbergisþjónum, krjúpa fyrir honum og kyssa klæðafald hans. Hann mun hafa talið nauðsynlegt að íklæða sig hátign og guðdómi til að halda í skefjum sviksömum her og ólgu- fullum undirlýð. „Hann lét ávarpa sig: dóminus, en kom fram eins og faðir,“ segir Árelíus Victor. Þegar sonur þrælsins tók upp hátt austurlenzkra einvalds- herra, þegar guðinn og konungur- inn urðu eitt, þá var með öllu úti um lýðræðislegar stofnanir forn- aldarinhar; þá var lokið ávöxtun- um frá Maraþon...“ Og enn halda geldingar og her- bergisþjónar áfram að ofsækja kristið fólk og þá, sem eru svo bernskir og bjartsýnir að trúa enn á frelsi og lýðræði; trúa enn á aðrar kokkabækur en þær sem kenndar eru í sovézkum skólum. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur BASAR Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 2 eftir hádegi í Iðnó uppi. Notið tækifærið. Komið og gerið góð kaup. líífii-jll1 ÓDYRIR OG HENTUGIR I mörgum stærðum og gerðum. Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STIL-HÚSGOGN AUDBREKKU. 63 KÓPAVOGI Si'MI 44600 Telpnakjólar frá V2 til 5 ára. Verð frá 1 395. Drengjaföt frá V2 til 4ra ára. Verð frá 1 495. Barnaúlpur. Barnasokkabuxur verð frá 267. Vettlingar — Húfur. Allur ungbarnafatnaður. Póstsendum. _ ,, Bella Laugaveg 99, Austfirðingamót verður haldið í Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 7. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 19. Húsið opnað kl. 18.30. Dagskrá: Ávarp Guðrún K. Jörgensen formaður félagsins. Að austan Árni Halldórsson lögmaður. Karlmaður á kvennaári frú Helga Þorsteinsdóttir. Skemmtiatriði. Veislustjóri Helgi Seljan, alþingismaður. Heiðursgestir dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur og frú. Aðgöngumiðar afhentir í anddyri Hótel Sögu miðvikudag og fimmtudag kl. 17 —19. Borð tekin frá um leið. Austfirðingafélagið. — Landhelgin Framhald af bls. 19 Hafrannsóknaráðsins. Á þeim vettvangi hefur hann verið góður forvfgismaður um hafrannsóknir, bæði sem slfkar, vegna fiskveiða og nú siðustu árin vegna mengunarvandamála og vaxandi hættu á eyðingu fiskstofna og annars sjávarlffs. Hann er formaður í fámennri ráðgefandi nefnd sérfræðinga um mengunarvandamál hjá Alþjóða- Hafrannsóknaráðinu, sem er m.a. ráðgefandi f sambandi við losun úrgangsefna f sjó. Að mati greinarhöfundar er þessi Englendingur hinn ágætasti maður, sem gott er að eiga sam- skipti við. Að gefnu tilefni lýk ég þá þessari grein með áleitinni spurningu: Hvers vegna var íslenskum starfsbræðrum þessa fræga Englendings ekki gefinn kostur á að vera í samninganefnd íslend- inga nýverið í Reykjavík, þótt ekki væri nema til að þeir gætu kynnst sjónarmiðum hans þar um friðunarviðleitni Islendinga og baráttu þeirra til að vernda fisk- stofnana við lartdið, sem hann vissulega veit að eru f mikilli hættu? Reynum nú hver á sínu sviði að taka höndum saman og vinna að farsælli lausn á landhelgismálinu svokallaða innanlands og utan. Skrifað í Seattle í október 1975 í tilefni 200 sjómílna fiskveiðilög- sögu við Island. Svend Aage Malmberg. AUOI.VSINOASÍMINN ER: 22480 2M«r0unbfabiþ pFinnskir barnagallar fyrir 6 ára Finnskar barnahufur miklu urvali Postsendum í r 83 Laugaveg Bosch l bílinn RAFKERFIÐ Vandió valió - veljió BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON HF LÁGMÚLA 9 - SÍMI 38820 i_BOSCK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.