Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 35
MOHGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 35 JEANS ÞU ERT NÆSTUR 48 LAUGAVEGUR 3r-21599 s?«?< BANKASTRÆTI ^ 1 ®-14275 ^ Bírgír Þorvaldsson, iðnrekandi Teikning eflir örlyg Sigurðsson. ,,hringnum“ f köldum keppni- bragga á Hálogalandi í gamla daga, og ekki hvað sízt áhorfend- um, sem iðuðu sér til hita f titrandi spennu leiks og átaka. Eftir að hafa marga hildi háð í „hringnum" fór Birgir alltaf með sigur af hólmi, nema í eitt skipti, að ég hygg. Það var víst þegar „brútall“ bullu-Bauni barði Bigga bylmingshögg undir beltisstað. Þegar Birgir lagði sfðar box- hanzkana á hilluna vegna lög- banns leikanna hérlendis, var hann jafn heill og óskaddaður andlega sem lfkamlega, án þess að hafa hlotið teljandi skrámu og merkjanleg glóðaraugu. Slíkt má teljast einstætt um jafn harðsnú- inn leik, hættulegan og hrotta- fenginn. Þá sneri Birgir sér brátt að jákvæðari og verðugri verkefn- um og tók upp haldbetri og heilla- vænlegri hanzka og fór að hamra málminn í staðinn og „sló í gegn“ með framleiðslu hinna lands- kunnu Rúntal-ofna. Þeir hlýja nú mörgum landsmönnum engu sfð- ur en rauðglóandi leikirnir á Há- logalandi forðum. Hann hefir stofnað til þriggja öfnaverk- smiðja, í Reykjavfk, á Ákureyri og i Keflavík. Egill sterki á Borg var jafnvfg- ur á járn og ljóð, en Birgir sterki á járn og hljóð, þegar hvetja þarf gamla íþróttafélagið hans, K.R., til stórræðanna með tilheyrileg- um brýningum og hvatningarköll- um. Þá skortir Birgi sjaldnast óp og hróp, ráð né dáð. Meira að segja, þegar mikið liggur við, fæst Birgir við að berja saman drápu eins og afl-bróðir hans á Borg og kappinn Cassius Clay. Hann sendi mér eina slíka fimmtugum ásamt meiru. Aldrei hefi ég séð afmælis- barnið berja nokkurn utan „hringsins“ og misnota hæfileik- ann. Þó tel ég ekki örgrannt um, að sumir ókunnugir séu orðvarari en ella f návist hans, þegar þessi þrekvaxni og vígabarðalegi bangsi birtist. Svo var um mig fyrir mörgum árum, sem lítt er um slagsmál gefið nema með kjaftinum. Ég átti smávegis vantalað við Birgi.út af samskipt- um, sem gátu leitt til hitamáls. Þá greip ég í barnslegri einfeldni minni og hræðslu til símans í öryggisskyni til að langur og eld- snöggur sleggjuarmur og slag- hamar hans næði sfður til mín. Síðar kynntumst við betur og þá sá ég brátt, að innst inni er Biggi gæflyndur sem saklaust barn í þfugu hlutfalli við fyrirferðina og órótt gufuhvolfið í kring um hann. Ég hefi jafnvel oft síðar fundið til mikillar öryggiskennd- ar í návist hans á öldurhúsum höfuðborgarinnar. Slíkir geta oft reynzt bjargvættir og lífgjafar í raun og reynd, án þess að þurfa að hreyfa legg né lið. Stundum nægir aðeins að sýna litla Tarz- anspennu brjóstkassans með viðeigandi smáhnykk. Birgir er sonur Þorvalds Helgason- ar, skósmfðameistara, og konu hans Kristínar Súsönnu. Birgir vann í nokkur ár hjá Burmeister og Wain og Titan-smiðjunum miklu og lauk tæknifræðiprófi í sinni grein í Höfn, eftir að hafa lokið bæði iðnskóla- og vélskólaprófi í konan, Helga fagra, dóttur-dóttir Helga f Tungu við Suðurlands- braut er fædd á þeim fræga stað, Kvfabryggju, glæsileg kona á velli og f vatni (sundlaugunum). Ef svo snöggar sveiflur í hjúskapar- málum og skammur tfmi hefði ekki liðið milli eiginkvenna er ómögulegt að vita nema Biggi hefði sjálfur getað lent sem vist- maður á Kvíabryggju, þvf að fjöldaframleiðsla virðist kapps- mál hans og keppikefli, altént í stórframleiðslu Rúntal-ofna. Að lokum óska ég þessum inn- fædda reykvfska kappa úr Vestur- bænum, frækna framkvæmda- manni og iðjuhöldi til hamingju með daginn og megi honum heppnast að berja alla aðvífandi ellibelgi framtíðarinnar f klessu með leiftursnöggum „upper cut“ og „knock out“ glaðlegs og gáska- fulls lífernis, jákvæðra hugsana og framkvæmda, svo að seint frjósi á Rúntal-kerfi hjartans með viðeigandi frostlegi. Hnefaleikum hætti loks, án heilinn færi að dofna. t uppbætur sér Biggi Box býr til Rúntal-ofna. örlygur Sigurðsson. Birgir tekur á móti gestum í dag, milli kl. 15.00—19.00 í Félags- heimili tannlækna að Sfðumúla 35, 3. hæð. — Bridge Framhald af bls. 16 h/f. Það er í annað sinn í röð sem Sigrfður og Sigurður vinna þennan grip. XXX Frá Bridgefélagi Akureyrar. Fjögurra kvölda tvimennings- keppnin er nú lokið. Spilað var f tveimur riðlum og urðu úrslit þau að Gunnlaugur Guðmunds- son og Magnús Aðalbjörnsson sigruðu nokkuð örugglega, hlutu 532 stig. Röð efstu para varð annars þessi: Ármann Helgason — Jóhann Helgason 511 Alfreð Pálsson — Guðmundur Þorsteinsson 497 Mikael Jónsson — Þórir Leifsson 485 Dfsa Pétursdóttir — Soffía Guðmundsdóttir 472 Friðrik Steingrímsson — Davfð Zophonissson 461 Ingimundur Árnason — Stefán Sveinsson 438 Adam Ingólfsson — Hörður Steinbergsson 437 Haki Jóhannesson — örn Ragnarsson 434 Angantýr Jóhannsson — Friðfinnur Gfslason 432 Næsta þriðjudag verður spil- að í landstvfmenningi BSÍB en aðalsveitakeppni félagsins hefst svo annan þriðjudag. I fyrra varð sveit Alfreðs Páls- sonar Akureyrarmeistari. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. XXXX Nýlega hófst sveitakeppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur og er spilað eftir svissneska kerfinu, sem margir kalla Monrad. Af fyrstu umferð lokinni eru þessar sveitir efstar: Sveit Helga Jóhannssonar 20stig Einars Juðjohnsen (NPC) 20 stig Benedikts Jóhanness. 20 stig Stefáns Guðjohnsen 20 stig Gylfa Baldurssonar 18 stig Jóns Hjaltasonar 17stig Lárusar Hermannssonar 17 stig Hjalta Elíassonar 12 stig I næstu umferð spila saman sveitir 1 og 2, 3 og 4 o.sv.frv. og má búast við áhugaverðum leik er Benedikt og Stefán leiða saman hesta sfna. Þetta eru gamlir keppinautar í gegnum árin og láta ógjarnan undan sfga. Spilað er f Domus Medica á miðvikudögum. A.G.R. Reykjavfk. Hann er tvfkvæntur. Fyrri konan er Guðrún, dóttir Einars þess er fyrstur dró íslenzk- an fána við hún. Dugnaðar- og hæfileikakona hin mesta. Síðari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.