Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 47 300 millj. kr. nýtt happ- drættislán ríkissjóðs GEFIN hefur verið út reglugerð um happdrættislán rfkissjóðs 1975, skuldabréf G, vegna upp- byggingar þjóðvegakerfisins. Samtals er happdrættislánið að upphæð 300 milljónir króna og falla bréfin f gjalddaga eftir 10 ár eða hinn 1. desember 1985. Hvert bréf er að nafnvirði 2 þúsund krónur og fyrsti útdráttardagur lánsins er 23. janúar 1976. Bréfin bera ekki vexti, en vaxtafjárhæð, 10%, verður varið f happdrættis- vinninga. Þau eru verðtryggð með vfsitölu framfærslukostnaðar. Vinningar í happdrættisláninu eru á ári samtals 942 að upphæð 30 milljónir króna. 6 vinningar eru að upphæð ein milljón, 6 á hálfa milljón, 130 á 100 þúsund krónur og 800 vinningar á 10 þús- und krónur. Bréfin eru undan- þegin framtalsskyldu og eignar- sköttum, en vinningar svo og verðbætur eru undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. t reglugerðinni segir m.a.: „Við innlausn happdrættisskuldabréfs greiðir ríkissjóður verðbætur á höfuðstól bréfsins í hlutfalli við þá hækkun, er kann að verða á lánstímanum á þeirri vísitölu framfærslukostnaðar, er reiknuð er 1 nóvember 1975 til gjalddaga hinn 1. desember 1985. Miðað við skráningu Hagstofu Islands á visi- tölum framfærsiukostnaðar. Kauplagsnefnd reiknar vísitölu framfærslukostnaðar, og eru nú- gildandi lög um hana nr. 70 29. nóvember 1967, sbr. lög nr. 1 frá 30. janúar 1959. Happdrættis- skuldabréfin skulu innleyst á nafnverði, þótt vísitala fram- — Flugleiðir Framhald af bls. 2 ur minni ef eitthvað er. Ferða- málafrömuðir ættu ekki von á aukningu farþega á Atlantshafs- leiðinni á næsta ári, m.a. vegna þess hve mikið verður um að vera í Ameríku þá. — Sáttafundur Framhald af bls. 2 sögn fulltrúa BSRB úr kjaradómi og efasemdir BSRB-manna um lögsögu dómsins i kjaradeilu þeirra af þeim sökum. Höskuldur kvað samninganefnd rfkisins hafa ritað BSRB bréf þar sem skýrt væri frá því að samninganefndin liti svo á að þeir menn er setið hefðu í Kjaradómi af hálfu BSRB sætu þar áfram þar til Bandalagið hefði tilnefnt nýja menn í þeirra stað, þar eð litið væri svo á að mennirnir hefðu sagt sig úr dóminum sem einstaklingar en ekki sem fulltrúar BSRB. Höskuldur sagði að af hálfu ríkis- ins væri þannig litið á að það væri kjaradóms að úrskurða hvort hann væri hæfur til að fjalla um mál BSRB eða ekki þegar að því kæmi að dómurinn ætti að taka á þessu máli og svo færi að enginn mætti fyrir hönd BSRB en á það hefði eðlilega ekki reynt ennþá. Basar og kaffisala Foreldra og styrktarfélag heyrnardaufra heldur basar og kaffisölu að Hallveigarstöóum íunnudaginn 2. nóv. kl. 2. e.h. Á boðstólum er margt eigulegra muna, svo sem lopapeysur og aðr- ar prjónavörur, mikið af fallegum barnafatnaði, ýmsir góðir munir til jólagjafa og lukkupokar. Kökusala verður í tengslum við basarinn. Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra vinnur að gerð orðasafns fyrir heyrnarskert börn, bæði yfir bendimál það, er þeir nota mikið sín á milli og orðasafn með skýringum í máli og myndum. Fyrrnefnda orðasafnið er nú að koma út í tilraunaútgáfu. Félagið starfar einnig með Fé- lagi heyrnarlausra að félagsmál- um þeirra. færslukostnaðar hafi á timabilinu til gjalddaga þeirra verið lægri en hún var reiknuð i nóvember 1975 og sé lægri á gjalddaga þeirra. Happdrættisskuldabréfin verða ekki innleyst að hluta.“ Sala bréfanna hefst í nóvember og lýkur fyrir dráttardag, sem er 23. janúar 1976. — Herða þarf Framhald af bls. 48 einum sem staðnir eru að slíku og afhenda þau ekki aftur fyrr en menn hafa greitt sektir sem þá munar um. I dag geta menn ekið á ofsahraða um göturnar og það eina sem þeir fá eru allt of lágar sektir sem svo koma eftir dúk og disk. Það er ekkert samræmi í því að þessir menn sleppi en t.d. maður sem sezt ölvaður undir stýri og kannski hreyfir bílinn 1—2 metra, miss- ir ökuleyfið í ár og borgar stór- sektir. Með þessu er ég alls ekki að mæla brennivininu bót, þvert á móti. En það er alveg augljöst að eitthvað þarf að gera, menn geta bara litið i kringum sig i umferðinni stutta stund til að sannfærast. Þar er alltaf eitthvað að gerast sem telja má forkastanlegt hjá veg- farendum," sagði Torfi Jónsson að lokum. — Glit Framhald af bls. 2 Þýzkalands á u.þ.b. helmingi framleiðslunnar, sem orðin er bæði mikil og fjölbreytt. Sýningin i Blómabúðinni Lauf- ási verður opin á venjulegum af- greiðslutíma verzlana til 8. nóvember. — Sv. P. — Aðalskipulag Framhald af bls. 48 nefndin sjálf gæti lokið sinum störfum fyrir áramót og stefnt væri að þvi að ganga frá endur- skoðuninni á þessum vetri. Ölafur var að því spurður hvort endurskoðunin myndi hafa i för með sér miklar breytingar á aðal- skipulaginu. Játaði Ölafur því og benti á að i fyrsta lagi væru þegar orðnar nokkrar smávægilegar breytingar á aðalskipulaginu en siðan yrði nú gerð tilraun til að ákveða nánar t.d. landnotkunina í gamla bænum og inn í myndina kæmu einnig nýju svæðin sem ekki hefði verið búið að taka ákvörðun um við gerð aða.lskipu- lagsins, svo og hafnarsvæðið, þar sem núna yrði gengið frá tillögum um að aðskilja meira einstaka þætti við höfnina en verið hefði. Auk þess kæmi nú inn í endur- skoðunina nýi miðbærinn, þar sem búið væri að ganga frá skipu- lagi fyrsta áfanga og að öðru leyti lægi það fyrir þeim mæli að skipulagsnefnd hefði samþykkt ákveðnar forsendur til að nota við gerð umferðarlíkans þess sem nefnt var í upphafi, þannig að segja mætti að komnar væru hinar breiðu linur I það mál. — íþróttir Framhald af bls. 46 leika stffan sóknarleik. Melavöllurinn er f góðu ásig- komulagi um þessar mundir og Baldur Jónsson, forstjóri fþróttavallanna f Reykjavfk, lofar þvf að haldist veðrið eins milt og undanfarið verði völlur- inn eins og á sumardegi. Nauðsynlegar breytingar verða gerðar á vellinum fyrir leikinn og Háskólavöllurinn verður notaður sem bflastæði. Leikmenn Dvnamo Kiev koma til landsins á morgun með cinkaþotu og fara væntan- lega á æfingu annað kvöld. A þriðjudaginn er ætlunin að þeir fari í kynnisferð til Akra- ness. Það er þó hæpið að þeir hitti þá leikmenn lA, sem flestir verða eflaust við vinnu sfna. Á miðvikudaginn klukkan 20.00 hittast leikmenn beztu liða tslands og Ráðstjórnarrfkj- anna, hins vegar á Melavell- inum. — Samráð Framhald af bls. 2 hið opinbera hefur með höndum, og hvort það þjóni betur almanna- hagsmunum að sú starfssemi fær- ist í hendur einstaklinga eða félaga þeirra. „EG hefi ákveðið,“ sagði ráð- herrann, „að fá til liðs við mig menn, sem hafa reynslu og góða þekkingu á rekstri og fjármálum þjónustu og atvinnufyrirtækja í einkaeign eða i eigu samvinnu- félaga, til þess að meta og leggja á ráðin um, hvaða aðgerðir teljist skynsamlegar i þessu efni.“ "STEREO 2 — QUADRADIAL4" SYRPAN Fyrir nokkru síðan kynntu MARANTZ verksmiðj- urnar nýja syrpu utvarpsmagnara. sem nefnd var „Stereo 2—Quadradial 4“ syrpan. Þykja þessir út- varpsmagnarar enn sanna yfirburðasnilli þeirra manna, sem að baki MARANTZ framleiðslunni standa. Um þetta má nefna eftirfarandi dæmi: Um 1—2ja ára skeið hafa allir meiriháttar framleiðend- ur byggt svokallað Dolby kerfi inn í segulbands- tæki sín, en þetta kerfi eyðir suði og aukahljóðum og eykur tóngæði verulega. Hafa segulbandstækja- framleiðendur stórbætt stöðu sina á þennan hátt, en notkun þessarar tækni hefur verið takmörkuð við þau tæki. Hér varð MARANTZ til að marka þáttaskil, eins og oft áður, þvi að i „Stereo 2 — Quadradial4“syrpunni erstillanlegt Dolby kerfi inn- byggt i utvarpsmagnarana sjálfa, og gætir hinna hagstæðu áhrifa Dolby kerfisins þvi við alla notkun tækjanna (hvort heldur er útvarpsnotkun eða magn- aranotkun með plötuspilara, segulbandi eða hljóð- nema). — Að öðru leyti eru tækin í „Stereo 2 — Quadradial4“syrpunni byggð fyrir stereo-,fjórvídd- ar- og fjögrarása notkun, og er viðtækið gert fyrir fjögrarása útsendingar útvarps, en tilraunir með slikar útsendingar eru byrjaðar i Bandaríkjunum. — Ekki þarf að fjölyrða um gæði eða almenna tæknilega byggingu og frágang þessara tækja frek- ar en annara MARANTZ tækja. — MARANTZ 4230, sem sýnt er hér að ofan, er eitt tækjanna i „Stereo 2—Quadradial 4“ syrpunni, og kostar það krónur 171.200,00 án húss. Dýrasta tækið í þessari syrpu er MARANTZ 4400, sem er jafnframt öflugasti og fullkomnasti útvarpsmagnari veraldar, en hann kost- ar kr. 417.600,00. — Tækin i „Stereo 2—Quadradial 4“ syrpunni eru framleidd fyrir þá, sem vita, hvað þeir vilja og vilja það bezta. NESCO NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviói sjónvarps-útvarps- og hljómtækja, Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.