Morgunblaðið - 15.11.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NOVEMBER 1975
13
Sjálfstæðis-
konur álykta
um jafnréttismál
Á þingi Landssambands sjálf-
stæðiskvenna, sem haldið var um
síðustu helgi, voru samþykktar
tvær ályktanir, báðar f tengslum
við aðalumræðuefni þingsins,
sem var hið alþjóðlega kvennaár
Sameinuðu þjóðanna:
„Þing Landssambands sjálf-
stæðiskvenna haldið í Reykjavík
8. nóvember 1975 tekur undir
áskorun, sem ráðstefna í tilefni
alþjóðlega kvennaársins, haldin
20. og 21. júní 1975, beindi til
íslenzkra stjórnvalda, svo og til
nefndar þeirrar, er Alþingi hefur
falið að endurskoða stjórnarskrá
Islands, að sett verði f stjórnar-
skrána ákvæði um jafnrétti milli
karla og kvenna, sbr. yfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna 7. nóvember
1967, um afnám misréttis gagn-
vart konum, en þar segir m.a. í 2.
grein: „Grundvallaratriði jafn-
réttis skal sett í stjórnarskrá eða
tryggt á annan hátt með lögum.“
Hin ályktunin er svohljóðandi:
„Þing Landssambands sjálf-
stæðiskvenna, haldið i Reykjavfk
8. nóvember 1974, fagnar þeirri
samstöðu, sem íslenzkar konur
hafa sýnt á hinu alþjóðlega
kvennaári Sameinuðu þjóðanna
og þannig lagt sitt af mörkum til
að gera að veruleika þær hug-
sjónir, er liggja að baki kvenna-
ári.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ætíð haft forystu i jafnréttismál-
um og það er mikilvægt, að hann
haldi þeirri forystu. I því sam-
bandi skal á það minnst, að hann
var fyrstur íslenzkra stjórnmála-
flokka til að veita konum brautar-
gengi til sétu á Alþingi og að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafn-
an verið f fararbroddi um skipun
kvenna til trúnaðarstarfa i stjórn-
málum.
Á yfirstandandi kvennaári hafa
sjálfstæðiskonur tekið forystu í
veigamiklum málum og m.a. átt
verulegan þátt í því að fram-
kvæmd kvennafrísins þann 24.
október tókst svo glæsilega sem
raun varð á. Megi sú von rætast,
að samstaðan, er nú hefur náðst,
verði upphaf að áframhaldandi
sókn fslenzkra kvenna til jafnrar
stöðu á við karla á grundvelli
lagalegs jafnréttis."
Bindindisdagur-
inn í Hafnarfirði
A bindindisdeginum í Hafnar-
firði, sunnudaginn 17. nóv.,
verður messa í Hafnarfjarðar-
kirkju kl. 2 e.h. Sr. Helgi
Tryggvason prédikar, en sr. Bragi
Friðriksson þjónar fyrir altari.
Frú Inga Maria Eyjólfsdóttir
syngur einsöng.
Um kvöldið verður skemmti-
samkoma á vegum ungtemplara-
félagsins Depils f Góðtemplara-
húsinu.
Sjóðakerfi sjávarútvegs:
._ c __’_
Sjóðakerfi sjávarút-
vegsins hefur verið á
dagskrá þjóðmála undan-
farnar vikur. Það er
margþætt og spannar
flesta rekstrarþætti
þessa höfuðatvinnuvegar
þjóðarinnar. Engu að síð-
ur gegna hinir ýmsu
sjóðir aðskildum og
nokkuð mismunandi
hlutverkum. Fjölmiðlar
hafa naumast sinnt
kynningu á starfsemi
þeirra með þeim hætti,
að almenningur geti
glöggvað sig sem skyldi á
eðli þeirra og tilgangi.
Morgunblaðið sneri sér
til Más Elíssonar, fiski-
málastjóra, og leitaði
fregna af starfsemi afla-
tryggingarsjóðs, sem er
einn af sjóðum sjávarút-
vegs, og er f umsjá Fiski-
félags Islands, og fer við-
tal við hann hér á eftir.
0 — Fiskimálastjóri.
Vilt þú í stuttu máli gera
lesendum Mbl. grein
fyrir forsendum og til-
gangi aflatryggingar-
sjóðs?
Það kom fljótlega í ljós, eftir
að sjómenn og útvegsmenn
höfðu samið um kauptrygg-
ingu, að útgerðinni reyndist
erfitt, og á stundum ókleift, á
aflaleysistimum að standa við
umsamdar skuldbindingar við
starfsmenn sina. Þetta kom
fyrst og glöggt á daginn á síld-
arleysisárum fimmta áratug-
arins.
Aflatryggingarsjóður, sem í
upphafi var nefndur hluta-
tryggingarsjóður, var stofnaður
með lögum árið 1949 og hlut-
verk hans var að bæta aflahlut
áhafna og skips, þegar almenn-
ur aflabrestur varð á tilteknum
útgerðarsvæðum eða í ein-
stökum verstöðvum. Svipað
samtryggingarkerfi hafði áður
verið reynt í einhverjum ver-
stöðvum og munu Bolvíkingar
hafa riðið á vaðið í þvi efni.
Fljótlega var þó sýnt að ein-
stökum verstöðvum var um
megn að risa undir slíkri sam-
tryggingu. Af því leiddi að út-
vegsmenn og sjómenn fóru að
huga að stofnun samtryggingar-
sjóðs af þessu tagi, er næði til
landsins alls, til að draga úr
áhrifum aflasveiflna milli ára
og gera umsamda kauptrygg-
ingu raunhæfa, einnig á afla-
leysistimabilum.
% — Hvern veg var aflað
tekna í þennan sam-
tryggingarsjóð?
Samkvæmt lögunum, eins og
þau vóru f upphafi, vóru tekju-
stofnar sjóðsins tveir. I fyrsta
lagi !4% útflutningsgjald á all-
ar tegundir sjávarafurða (utan
afurðir, sem unnar vóru úr tog-
araafla, hvölum og selum). I
öðru lagi framlag úr rikissjóði,
sem nam jafn hárri upphæð og
heildartekjur sjóðsins af út-
flutningsgjöldum.
Árið 1962 er þessum lögum
breytt á þá lund, að sjóðurinn
náði jafnframt til togaraútgerð-
ar og togarasjómanna. Jafn-
framt var útflutningsgjaldið
hækkað í 1.25% af útflutnings-
verðmæti sjávarafurða (undan-
skilið: hvalafurðir, selafurðir
og grásleppuhrogn). Framlag
ríkissjóðs var jafnframt lækkað
í Í4 hluta heildartekna sjóðsins
af útflutningsgjöldum, sem uxu
verulega með tilkomu togaraút-
gerðar í samtryggingarkerfið.
1971 vóru lögin enn tekin til
endurskoðunar, f Ijósi þeirrar
reynslu, er þá Iá fyrir. Vóru þá
gerðar ýmsar lagabreytingar,
aðallega stjórnunarlegs eðlis,
og framlag ríkissjóðs breytt í
fjórðung heildartekna sjóðsins
af útflutningsgjöldum.
Ef við lítum á tekjur sjóðsins
eftir sfðustu lagabreytingu
hafa þær verið þessar: Framlag
ríkissjóðs árið 1971 var 33.5
milljónir kr„ 1972 36.4 m.kr.,
1973 56.7 m.kr., 1974 70 m.kr.
og 1975 78.0 m.kr. (áætlað). Á
sama tíma hafa tekjur sjóðsins
af útflutningsgjöldum verið
þessar: árið 1971 134.2 millj-
ónir króna, 1972 145.6 m.kr.,
J973 226.6 m.kr., 1974 280 m.kr.
og 1975 (þ.e. fram til 30.9. þ.á.)
312 m.kr.
% — Hafa tekjur sjóös-
ins nægt fyrir aflatrygg-
ingarbótum?
Það má segja að hugmyndin
að baki þessari sjóðsstofnun
hafi verið hliðstæða við dæmi-
söguna um mögru kýrnar hans
Faraós. A góðum árum hefur
safnazt í sjóðinn, eins og til var
ætlazt, en i aflaleysi hafa út-
gjöld farið verulega fram úr
tekjum. Þannig hefur sjóðnum
haldizt misjafnlega á fjár-
munum sínum, en hins vegar
tekizt að gegna því hlutverki
sínu að jafna frá góðum árum
til slæmra og veita það kaup-
greiðsluöryggi, sem að var
stefnt.
Eg hefi áður rætt um sildar-
leysisárin — en undanfarin ár
hafa verið þorskveiðunum
þung í skauti, þann veg, að
greiðsluhalli sjóðsins hefur orð-
Már Elfsson,
fiskimálastjóri.
ið nokkur. Þetta á sérstaklega
við um vertiðarsvæðið frá
Hornafirði og vestur um, allt að
Snæfellsnesi. Aflahluti Snæ-
fellsnes- og Vestfjarðahafna
varð hlutfallslega miklu betri,
en nokkrar bætur fóru og til
Norðurlánds- og Austurlands-
hafna.
Bætur úr almennu deildinni
(þorskveiðar) hafa í heild
numið þessum fjármunum: árið
1971 76.0 milljónum króna,
1972 240.0 m.kr., 1973 um 200
m.kr. og 1974 270 m.kr.
0 — Þú nefndir sérstak-
lega svæðið Hornafjörð-
ur að Snæfellsnesi,
hvernig hafa framlög
sjóðsins skipzt á það
svæði?
Á þessu svæði er stærstur
hluti þorskveiðiflotans staðsett-
ur, einkum á vetrarvertfð.
Þaðan kemur þvf stærstur hluti
tekna sjóðsins af útflutnings-
gjaldi, sérstaklega í góðum ár-
um, sem er helztur tekjustofn
hans. Aflabrestur kemur og
þyngst niður á svo þýðingar-
miklu útgerðarsvæði.
Ef ég tek síðasta heila árið,
sem tölur eru tiltækar fyrir, er
úthlutunin á þessu svæði
þannig:
Vestmannaeyjar ....13.0 m.kr.
Þorlákshöfn ........3.0 m.kr.
Grindavík .........47.0 m.kr.
Keflavfk ..........35.0 m.kr.
Sandgerði .........12.0 m.kr.
Hafnarfjörður ......15.0 m.kr.
Reykjavík .........22.0 m.kr.
Akranes ............12.0 m.kr.
Þetta ár vóru litlar bætur
greiddar til Snæfellsness- og
Vestfjarðahafna, sem fyrr seg-
ir, en hlutfallslega allnokkrar
bætur bæði í hafnir norðan- og
austanlands.
Drýgstur hluti útflutnings-
gjaldanna kemur af þorskaf-
urðum af vetrarvertíð, en hin
sfðari ár er hlutur togaraflotans
og loðnu vaxandi. Bætur til tog-
araflotans hafa undanfarin fá
ár ekki verið verulegar, þó
nokkrar á sl. hausti, en loðnu-
skip, sem sóttu á síldveiðar í
Norðursjó, hafa þurft að leita
til sjóðsins.
0 — Hvað vilt þú, fiski-
málastjóri, segja um
„Áhafnadeildina“?
Áhafnadeildin var stofnuð
með lögum árið 1969. Hennar
hlutur er að greiða hluta fæðis-
kostnaðar á fiskibátum, öðrum
en skuttogurum yfir 500 br.lest-
ir. Tekjur hennar eru 1!4% af
fob-verði útfluttra sjávaraf-
urða. Otgjöld hennar dreifast á
alla útgerðarstaði landsins og
ræður fjöldi báta á hverjum
stað, sjómanna og úthaldsdaga
þeirri skiptingu (milli staða).
Þessar greiðslur námu alls
344.0 m.kr. á sl. ári. Drýgstur
hluti þessarar fjárhæðar fór á
suð-vestur-svæðið, af ástæðum
sem fyrr greinir. Lægsta upp-
hæð í verstöð hérlendis var 57
þús. kr. en hæst 43 m.kr.
0 -t— Hvað vilt þú segja
um heildarendurskoðun
sjóðakerfis sjávarútvegs-
ins?
Sem allra minnst. Það er að
visu viðamikið orðið, á heildina
litið, og við hæfi er að endur-
skoða og taka út sem flesta
þætti þjóðarbúskaparins með
hóflegu árabili í ljósi fenginnar
reynslu og með tilliti til ríkj-
andi aðstæðna hverju sinni.
Ég vil þó taka sérstaklega
fram, að hæpið er að setja alla
þætti þessa kerfis i sama bát
hvað þýðingu áhrærir. Sjóðir til
að draga úr sveiflum mismun-
andi árferðis, eins og aflatrygg-
ingarsjóður og verðjöfnunar-
sjóður sjávarútvegsins, eru að
minu mati nauðsynlegir. Og
ekki síður Fiskveiðasjóður, sem
er aðal fjárfestingarsjóður
sjávarútvegsins, og hefur gegnt
afar þýðingarmiklu hlutverki i
endurnýjun og uppbyggingu
fiskiskipastóls þjóðarinnar. 1
heild verður sjóðakerfið naum-
ast afnumið, nema til komi
jafnframt endurskoðun á hluta-
skiptafyrirkomulaginu. Ýmsar
bragarbætur kann að mega
gera — en þar um er betra að
aðrir svari en ég.
Að lokum vil ég taka fram, að
Fiskifélag íslands hefur annazt
umsjón Aflatryggingarsjóðs.
Vegna tengsla sinna um allt
land, við sjómenn og útvegs-
menn, sem og skýrslukerfis fé-
lagsins, hefur tekizt að halda
rekstrarkostnaði sjóðsins mjög
lágum, eða innan við 1%, ef
bæði er miðað við almennu
deildina og áhafnadeild, og
mun leitun í þessu landi að
stofnun með jafnlágan rekstr-
arkostnað.
Aflatrygg-
ingarsjóður
Rætt við Má Elísson, fiskimálastjóra
TOYOTA
M 5000
mest selda saumavélin
á Islandi í dag
Skreyta má svuntur og barnaföt
með skemmtilegum úrklippum.
Fljótlegt að stoppa í göt.
TOYOTA
— Ármúla 23, Reykjavík sími 81 733.
“^mmmm
Falleg burðartaska.