Morgunblaðið - 15.11.1975, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÖVEMBER 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands.
j lausasölu 40.00 kr. eintakið.
Skýrsla sú, sem tek-
in hefur verið saman á
vegum Rannsóknaráðs rík-
isins um þróun sjávarút-
vegs fram til 1980, ætti að
vera skyldulestur fyrir alla
þá, sem ákvarðanir taka í
málefnum sjávarútvegsins
og raunar þjóðarbúsins í
heild. Tvennt vekur mesta
athygli við efni þessarar
skýrslu. í fyrsta lagi það
mat þeirra, sem að gerð
skýrslunnar hafa unnið, að
afkastageta fiskiskipaflota
okkar sé langt umfram það,
sem nauðsynlegt geti talizt,
og í öðru lagi þær upplýs-
ingar, sem fram koma í
skýrslunni um ástand fisk-
stofnanna á íslandsmiðum
og líklega þróun þeirra á
næstu árum, sem eru mjög
svipaðar þeim upplýs-
ingum, sem fram komu í
skýrslu Hafrannsókna-
stofnunar fyrir nokkru,
enda munu starfsmenn
Hafrannsóknastofnunar og
Rannsóknaráðs hafa borið
saman bækur sínar um þær
niðurstöður.
í skýrslunni er látin í ljós
sú skoðun, að frá tækni-
legu sjónarmiði geti afköst
fiskiskipaflota okkar ís-
lendinga numið allt að
einni milljón tonna á ári,
en samkvæmt öllum út-
reikningum megi áætla
heildarafrakstur botnfisk-
stofna, sem nýttir hafa ver-
ið, um 850 þúsund tonn
miðað við beztu skilyrði.
En ef miðað er við lág-
markstölur um afkastagetu
botnfiskveiðiflotans geti
hann með góðu móti annað
um 770 þúsund tonna afla
og miðað við nokkuð svart-
sýnar forsendir megi áætla
afla næstu árin um eða
innan við 400 þúsund tonn.
Þetta þýði, að umframaf-
kastageta fiskiskipastóls
okkar næstu árin sé rúm-
lega 90% og væri flotinn
minnkaður, sem þessari
umfram afkastagetu
nemur, mætti komast hjá
aukakostnaði vegna flot-
ans, sem lauslega er áætl-
aður allt að sjö milljarðar
króna. Um þær ákvarðanir,
sem liggja til grundvallar
þessari miklu umframaf-
kastagetu segir í skýrslu
Rannsóknaráðsins: „Orsak-
anna er fyrst og fremst að
leita í röngum fjárfesting-
arákvörðunum — ákvörð-
unum, sem oft er ætlað að
ná atvinnupólitískum
markmiðum, en eru úr
öllum tengslum við þann
raunveruleika, sem sjávar-
útvegurinn býr við. Það má
vera nokkuð ljóst, að við-
bótarsókn gefur ekki við-
bótarafla og verður því
aðeins um aðra dreifingu
aflans að ræða, sem hefur í
för með sér skertan hlut
hvers og eins. Afleiðing
þessarar stefnu má í stuttu
máli draga saman í eftir-
farandi: f fyrsta lagi er
stefnt að lakara hráefni,
þar sem sá fiskur er veiðist
smækkar stöðugt. Þetta
hefur í för með sér dýrari
vinnslu, lakari vöru og lé-
legri afkomu vinnslu-
stöðva. í öðru lagi er stefnt
að tapútgerð, lágum lífs-
kjörum fólks í útvegi og
þjóðarinnar almennt og
stórkostlegu tjóni fyrir
þjóðarbúið, tjón sem meta
má í milljónum króna. f
þriðja lagi er stefnt að gá-
leysislegu glæfraspili með
það fjöregg þjóðarinnar,
sem auðlindir sjávarins
eru. Við höfum dæmi um,
hvað skeður, ef fiskstofn
eyðist, þar sem síldarstofn-
arnir eru og þó hafa þeir
ekki haft viðlíka heildar-
þýðingu fyrir okkur og
botnfiskstofnarnir. Hvað
þorskstofninn snertir þarf
ekki nema sjö mögur ár til
að hann geti hrunið og ef
það gerist koma ekki sjö
feit ár heldur fremur mörg
mögur í viðbót. Lykilorð að
lausninni er stjórnun."
í skýrslu Rannsókna-
ráðsins er að því vikið, að
þorskafli á íslandsmiðum
hafi minnkað um 8800 tonn
á ári miðað við tímabil frá
1958—1974. Á sjötta ára-
tugnum hafi meðalafli
þorsks á ári numið 468 þús-
und tonnum, en á sjöunda
áratugnum hafi meðal-
aflinn verið kominn niður í
395 þúsund tonn og því er
spáð, að á þessum áratug
verði meðalaflinn kominn
niður í um 325 þúsund
tonn. Þá er settur fram
spádómur um þróun afla-
magnsins á næstu árum og
settir fram ýmsir valkostir
í þeim efnum. Samkvæmt
tveimur þeirra er gert ráð
fyrir, að á árinu 1979 verði
um mjög alvarlegan afla-
brest að ræða, þannig að
þorskaflinn minnki um
100—120 þúsund tonn.
Einnig eru settir upp val-
kostir, sem byggja á, að
tekinn verði upp virk
stjórnun aflans á næsta
ári, þannig að á árinu 1976
verði ekki veidd nema um
210 þúsund tonn en verði
það gert, kemst samstarfs-
nefnd Rannsóknaráðs að
þeirri niðurstöðu, að innan
tíu ára geti þorskaflinn
verið kominn upp í 400 þús-
und tonn.
Loks er athygli vakin á
því í þessari skýrslu, að ef
við sætum einir að hagnýt-
ingu þorskstofnsins og árs-
aflinn næmi milli 400—500
þúsund tonnum, gæti
þorskurinn staðið undir
hvorki meira né minna en
160—200 milljörðum króna
í þjóðartekjum. Vafalaust
eiga miklar umræður eftir
að fara fram um þessa
skýrslu og þá sem Hafrann-
sóknastofnunin sendi frá
sér fyrir nokkru. Báðar
snerta þær slík grundvall-
aratriði í lífsafkomu ís-
lenzku þjóðarinnar að þær
hljóta að leiða til mjög
alvarlegrar þjóðfélagsum-
ræðu á næstu vikum og
mánuðum og efni þeirra er
á þann veg, að ekki verður
séð með hverjum hætti
ríkisstjórn og alþingi
kemst hjá því að taka mjög
veigamiklar ákvarðanir
um framtíðarstefnu í
sjávarútvegi á allra næstu
mánuðum.
Skýrsla Rannsóknaráðs
um sjávarútveginn
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Glaður og reifur
□ Guðmundur Daníelsson:
□ ÓRATÖRÍA 74. 18.1 bls.
□ AB. Rvík 1975.
ORATÖRÍA 74', sem ber
undirtitilinn „Saga úr sjúkra-
húsi“, er sérstætt bókarheiti og
þarfnast útskýringa: Sögu-
mnður tök þátt í undiibúningi
ellufu alda þjóðhátíðar heima i
hétdði en veikii.st fyrir
hátíðina, lagðist inn á sjúkra-
hús, var skorinn upp og lá síðan
þ"r:e, hnldinn meðnn Kióð:n og
„Iilaðbær“ (Selfoss) héldu upp
á nfmælið.
Guðmundur Daníelsson er
afar duglegur rithöfundur.
Ritaskrá hans fyllir heila siðu,
smáletraða og þéttprenlaða.
Hann er búinn að standa í
sviðsljósinu í fjörutiu og tvö ár.
Á svo langri leið er rithöfundur
búinn að reyna margt, bæði
súrt og sætt. Þegar leið að því
herrans ári ’74 þótti Guðmundi
heillastjarna mtn mjög tekin að
fölna:
...heilsunni hrakaði. Senni-
legustu ástæður voru of mikil
vinna, lítil hvíld, aldur og ár.
Auk þess hafði bókmennta-
gengi mitt lengi verið skráð af
flónum og fellt niðrí núll, eins
og krónan. Reyndar get ég
kennt sjálfum mér um það: Ég
hafði árum saman lagt að iíku:
bókmenntagagnrýnina, heims-
spekideildina, sósíalismann,
pólitíska sértrúarsöfnuði, skoð-
anakúgun kosningaioforð,
skólabekkjavisku sem engin
skil kann á lífsviskunni — hætt
þetta allt og spottað margsinnis
og opinskátt. Það var ekki
nema von ég yrði að súpa af því
seyðið.“
Og Guðmundur varð nú að
súpa af því seyðið, allt var
andstreymi þetta svo gott sem
búið að fella risann:
„Vei — vei hinni föllnu borg,
sem var líkami minn og önd!
Þar sem áður reis turn við ský
og eldingar leiftruðu milli
orkuhlaðinna skauta, þar voru
ekki eftir nema skolpræsin
ein.“
Og nú hefst sjúkrasagan.
Fyrst ótal rannsóknir, þar með
talin þau heimsundur að skáld-
ið var látið gleypa myndavél og
myndaður að innan, síðan
uppskurður og meðfylgjandi
lífsháski með kvölum og óráði.
Mikil var sú mannraun. En
sögumaður sigrar að lokum, út-
skrifast af spitalanum og
heldur aftur austur: ......það
íeið heil vika þangað tii ég
hafði löngun í mér til að rífa
upp og lesa sendibréfin, sem
mér höfðu borist í sumar, heill
mánuður þangað til ég gat hafið
lokaglímuna við „Bróður minn
Húna.“
Þetta er uppistaðan í Óra-
tóríu 74. Raunar er hún meira
en venjuleg sjúkrasaga. Þetta
er allt eins frjálslegar hugleið-
ingar um heilsufar íslenskrar
menningar, svona yfirhöfuð,
ásamt þönkum sögumanns um
eigið hlutverk í því margþætta
sjónarspili á liðnum árum og
líðandi stund. Um leið og sögu-
maður leggst undir hnífinn og
slær ástandi líkamans upp í
kæruleysi tekur hann blóð-
prufu og þvagprufu og allt hvað
heitir af sínum andlega líkama
og gegnlýsir menningarlegt
hlutskipti sittt í heimspekilegri
fjarlægð frá sjálfum sér, æðru-
laus eins og sá einn getur orðið
sem veit sig andspænis raun-
verulegum lífsháska. Jafnvel
stríð rithöfunda og gagnrýn-
enda verður ómerkilegt við því-
líkar kringumstæður:
„Það hefur til dæmis þótt
mjög góð latína að undanförnu
meðál skálda að spotta og svf-
virða svo nefnda menningar-
vita, þar með talda bókmennta-
gagnrýnendur dagblaða og
tímarita. Hversu fáránleg og
einskisvirði sem skrif þessara
manna kunna að vera, þá tel ég
jafnfáránlegt og fánýtt að
ráðast á þá fyrir umsagnir
þeirra. Þetta er dauð stefna
núna, því að bæði höfundar og
gagnrýnendur eru orðnir utan-
garðsmenn í þjóðfélaginu, og
reyndar eru bókmenntirnar að
deyja út líka, af því ekki er
lengur rúm fyrir þær í menn-
ingunni.”
Guðmundur Danfelsson
Dapurlegar eru staðhæfingar
þessar. En sem betur fer verða
margir til að afsanna þær f
verki, þar á meðal höfundur
Óratóriu 74. Þvi Óratórían er
ekki aðeins vel skrifuð bók,
heldur beinlinis karlmannlega;
sannar að hin fallna borg reis
ekki aðeins úr rústum í efnis-
legum skilningi heldur líka
andlegum, og það ekki síður.
Rithöfundurinn stígur fram
endurnýjaður og margefldur og
grunar mig — án þess ég fari að
hrósa starfsbræðrum mínum,
gagnrýnendum — að sá bók-
menntalegi háski sem að sögu-
manni steðjaði fyrir þjóðhátfð
og hann segir frá fremst í bók-
inni — hafi þegar öllu var á
botninn hvolft ekki reynst hon-
um síður uppörvandi en spítala-
vistin sem enginn annar
íslenskur rithöfundur hefði
getað umbreytt í jafnfjörlegt
söguefni og Guðmundur i þess-
ari bók.
Oratóría 74 er lífsreynslusaga
i æðri merking, uppgjör manns
og rithöfundar sem litur yfir
farinn veg af háum kögunar-
hóli og heldur þannig sína
persónulegu þjóðhátfð meðan
fjöldinn skemmtir sér við
brauð og leika.
Texti þessarar bókar er bæði
hressilegur og kjarnyrtur og
sjaldan hefur Guðmundur gerst
fyndnari eða fundvísari á
óvæntar og sláandi samlíking-
ar, hann hefur áður skrifað
sléttari og felldari texta,
kannski, t.d. í Landshorna-
mönnum, en aldrei tekið aðra
eins spretti og i sumum köflum
þessarar bókar, það eru svipt-
ingar sem gustar af.
í rauninni byggir hann sög-
una upp eins og skáldsögu:
fyrst aðdragandinn heima i
Hlaðbæ (Selfossi), síðan
sjúkrahúsvistin með vaxandi
alvöruþunga en að lokum síg-
andi lukka með heimkomu
fyrir austan fjall. Og vinnu að
nýrri skáldsögu! Er hægt að
hugsa sér öllu heilsusamlegri
uppstigning!
Guðmundur lýsir þvi á einum
stað i bókinni hve rithöfundar
séu næmir fyrir sársauka. Á
sama hátt og maður ratar í lífs-
háska getur rithöfundur ratað í
sálarháska, fundið svo að sér
þrengt að hann eygi sér engrar
uppreistar von sem slíkur,
hvorki í samtíð né framtíð. En
allt eins og maður getur fengið
heilsubót af að Iiggja á spítala
og vera skorinn upp. bannie
getur huglæg þolraun verkað
sem lyf fyrir sálina — skáldið,
það er að segja ef hans andlegu
hvítu blóðkorn eru í Iagi.
Óratória 74 er þrívíddarbók
sem lýsir allt I kringum sögu-
mann og að mínum dómi stend-
ur hann meiri rithöfundur eftir
en áður, hann hefur staðist all-
ar áður upptaldar raunir sem
forsjónin vár svo fyrirhyggju-
söm að leggja fyrir hann — svo
sem i tilefni margnefndrar
þjóðhátíðar?
En eftir á að hyggja: að öllum
spaklegum vangaveltum um
menningarmál og önnur alvöru
mál slepptum er þetta í tilbót
hörkulifleg og spennandi
spítalasaga.
Erlendur Jónsson