Morgunblaðið - 15.11.1975, Page 19

Morgunblaðið - 15.11.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975 19 Fimmtugur: Björgvin Jónsson útgerðarmaður Hinn kunni útgerðarmaður Björgvin Jónsson er fimmtugur í dag. Björgvin.er mjög fjölhæfur og einn hugmyndaríkasti maður, sem ég hefi kynnst. Hafði ég af honum góð kynni, þegar ég byggði og rak söltunar- stöðina Hafölduna h/f á Seyðis- firði árin 1960 til 1963. Hafa þau kynni haldist sfðan. Björgvin hafði flutzt til Seyðis- fjarðar 1952 með fjölskyldu sína og bjó þar um 10 ára skeið. Mátti með sanni segja, að hann væri á þessum árum allt í öllu hjá Seyðfirðingum: kaupfélagsstjóri, í bæjarstjórn, tvisvar kosinn alþingismaður, þótt framsóknar- flokkurinn, sem hann bauð sig fram fyrir, hafi ekki fegnið fleiri mest seldi ár eftir ár Pólar hf. Einholti 6. en 19 atkvæði við næstu kosningar á undan. Björgvin hvarf af þingi, þegar Seyðisfjörður var ekki lengur sér- stakt kjördæmi. Björgvin er ættaður frá Eyrar- bakka, kominn af kunnum sjómannaættum. Þeir eru þremenningar Björgvin og hinir alkunnu bræður, skipstjórarnir Þorsteinn, Eggert og Arni Gfsla- synir. Björgvin er jafnskyldur þeim bræðrum Eggert Þorsteins- syni, fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, og Guðbirni Þorsteins- syni skipstjóra. Þótt Björgvin sé framsóknar- maður hefur hann oft greint á við suma ráðamenn flokksins í fjár- málum og sjávarútvegsmálum. Hann er einn af helstu and- stæðingum hins ósanngjarna upp- bótakerfis og svæða misréttis. Þegar m.a. þeir, sem vel afla, eru Iátnir greiða margföld gjöld til þeirra, sem lítið afla vegna hins fráleita sjóðakerfis, sem nú er að ganga sér til húðar. Björgvin hefur verið aðal- eigandi útgerðarfélagsins Glettings og framkvæmdastjóri þess frá stofnun 1956. Hafa valist til hans miklir aflamenn. Fyrir nokkrum árum byggði Björgvin stórt fiskverkunarhús í Þorláks- höfn og hefur hin síðustu ár rekið útgerð sfna þaðan. Björgvin hefur ásamt Benedikt Sveinssyni hrl. annast skipasölu við góðan. orðstír í nokkur ár. Björgvin er höfðingi heim að sækja og nýtur hann þar myndar- skapar konu sinnar, Ólínu Þor- leifsdóttur, skipstjóra, í Neskaup- stað Guðjónssonar. Er hún 5. ætt- liður frá Jóni presti Þorsteinssyni f Reykjahlíð og á Hólmum við Reyðarfjörð, en til hans er rakin hin nafnkunna Reykjahlíðarætt. Þeim Björgvin og frú Ólínu hefur orðið sex barna auðið. Þriggja sona og þriggja dætra. Elstu börnin eru uppkomin og gift. öll eru þau hin efnilegustu og foreldrum sinum til sóma. Ég og kona mín flytjum þeim hjónum og fjölskyldu þeirra beztu árnaðaróskir við þessi tfma- mót og óskum þeim langra og góðra Iffdaga með þökk fyrir ágæt kynni. Sveinn Benediktsson KjnunRinn Skuggar leika fyrir dansi til kl. 2. Borðpantanir frá kl. 15.00 i síma 19636. Kvöldverður framreiddur INGÓLFS - CAFÉ GÖMLU DANSARNIR í KVÖLD KL. 9 HG-KVARTETTINN LEIKUR SÖNGVARI MARÍA EINARS Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 7 sími 12826. HELLUBÍÓ leika í kvöld. Gestur kvöldsins söngvarinn Elnar Kllnk ALLIR í HELLUBÍÓ Sætaferðir frá B.S.I. og Torgi, Kefla vík. Nafnskírteini. KYNNUM NÝJA HLJOMSVEIT DRIFT PARADIS lelkur í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.