Morgunblaðið - 15.11.1975, Síða 23

Morgunblaðið - 15.11.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NOVEMBER 1975 23 Ketill Pétursson skipstjóri -Minning Dáinn 8. nóvember 1975. Ketill var fæddur í Öfeigsfirði á Ströndum 7. maí árið 1912. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, útvegsbóndi þar, sem nú er látinn og Ingibjörg Ketilsdóttir, sem lifir son sinn og dvelur nú á Hrafnistu. Ketill var ásamt tvíburabróður sfnum Guðmundi elstur sjö sona þeirra, sem náðu fullorðins aldri og eru þeir allir á lffi. Ég kynntist ekki Katli fyrr en hann kvæntist móður minni árið 1964. Hún sagði mér síðar, að hann hefði oft verið búinn að hugsa um það> hvernig ég mundi taka þessu, þá fimmtán ára stráklingur. En þessu var ekki hægt að taka nema á einn veg og ég tel það eitt mitt mesta happ, að hafa fengið að kynnast Kalla þó að þau kynni hafi orðið allt of stutt. Síðustu tuttugu árin var Ketill á togurum Utgerðarfélags Akur- eyringa, fyrst sem stýrimaður en sfðar skipstjóri og sína siðustu sjóferð fór hann á b/V Sólbak nú í haust. Það sem einkenndi Ketil, var heiðarleiki hans og góðvild. Hann var mjög vel látinn af skipsfélög- um sínum og þeir eru ófáir, sem verið hafa með honum til sjós og sagt mér frá samskiptum þeirra, en þau eru öll á sama veg, heiðar- leikinn og góðmennskan hafa ein- kennt þau. Fyrir nokkrum árum kenndi Ketill þess sjúkdóms, sem sigraði hann að lokum. Tvívegis var hann búinn að gangast undir stórar aðgerðir f baráttu sinni og með sinni ótrúlegu trú og kjarki komst hann aftur á sjóinn þar sem hug- ur hans var alla tíð. Nú f haust þurfti hann enn að gangast undir mikinn uppskurð, sem virtist ætla að heppnast vel og var hann farinn að tala um að nú færi hann að koma heim. Það varð ekki og nú er söknuðurinn mikill á heimilinu — Ársþing hjá eiginkonu og syninum unga sem þau eignuðust. Við Didda og sonur okkar Einar Már, sem á erfitt með að skilja að Kalli afi sé horfinn, þökkum honum hve vel hann reyndist okkur til hinstu stundar. Fari þú f friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur Sigurbjörnsson. — Alþingi Framhald af bls. 12 málsgrein: Þó skal framan- greindur frádráttur vegna vinnu eiginkonu bónda við búrekstur aldrei nema lægri fjárhæð en helmingi persónu- frádráttar hjóna, enda gegni hún ekki öðrum launuðum störfum. Garðakaupstaður Frá frumvarpi til laga um kaupstaðarréttindi til handa Garðahreppi er sagt í frétt á öðrum stað í blaðinu í dag. — Mikið í húfi Framhald af bls. 17 eru til þess að hreyfingarnar muni taka höndum saman. í fyrsta lagi hafi hvorki UNITA né FNLA nokkur raunveruleg tök á málaliðssveitum í suður- hluta landsins sem sagðar eru lúta stjórn fyrrum liðsforingja í portúgalska hernum, meðlima í Portúgalska frelsishernum, ELP, sem berst fyrir áfram- haldandi yfirráðum Portúgals í Angóla. Ennfremur ríkir djúpstætt hatur á milli þessara stríðandi fylkinga. Hafa hernaðarráð þeirra náð tökum á stjórnmála- ráðunum í þessari baráttu. Telja íbúar Lúanda það mjög ósennilegt, að hernaðararmur MPLA, FAPLA, verði fáan- Iegur til samvinnu við FNLA eftir þau átök sem áttu sér stað milli fylkinganna i júlí sl. en þeim lyktaði með því, að FNLA varð að láta undan síga og vorú hermenn hreyfingarinnar hraktir á brott úr höfuðborg- inni. Telja borgarbúar mjög ósennilegt að MPLA leyfi þeim að koma til borgarinnar að nýju. En ef ekki tekst að ná hald- bæru samkomulagi, er ekki óhugsandi, að stríðið í Angóla færist út, og að sunnanverð Afríka verði að nýju Indó- kina. Nágrannarnir hafa tekið afstöðu í deilum fylkinganna og eftir því sem baráttan harðnar, er hættara við að þeir dragist meira inn í hana. Að nýfengnu sjálfstæði í Angóla eru það ekki einungis stríðandi frelsisfylk- ingar, sem berjast, heldur er hér um að ræða stríð tveggja heima með mismunandi hug- myndafræði. eigin niðurstöður i samanburði þeim á „heildarkostnaði", sem birtur var i Mbl. 29. október s.l. 9. Rétt er hjá greinarhöfundi, að olfustyrkurinn mun vera tíma- bundin ráðstöfun. Þess vegna sýndi ég samanburðinn bæði með og án áhrifa hans. Einingarverð á heitu vatni og olíu eru einnig timabundin. Við samanburð á kostnaði eins og hann er i dag ber að sjálfsögðu að draga frá endur- greiðslu, sem í dag er innt af hendi. - Fáskrúðsfjarð- arviðundrin Framhald af bls. 18 ar, sveitarstjóra Búðahrepps, og hefir nú uppskera af þeim við- ræðum litið dagsins ljós og hljóð- ar svo: „Fáskrúðsfirði, 23. okt. 1975. Héraðslæknir, Jón Aðalsteinsson. Hliðargötu 41, Búðum. — Að gefnu tilefni óskast blaðaúrklippur og önnur tilskrif er upp hafa verið fest í Heilsu- gæslustöðinni á Búðum, og ekki snerta daglegan rekstur Heilsu- gæslustöðvarinnar fjarlægð tafar- laust. Þá er þess vænst að framvegis verði ekki hengt upp í húsakynn- um Heilsugæslustöðvarinnar ann að efni en það, er snertir beint daglegan rekstur stöðvarinnar, enda annað óheimilt samkvæmt reglum um opinberar stofnanir. Virðingarfyllst, Samúel Ölafsson (sign) sveitarstjóri Búðahrepps Fáskrúðsfirði (embættisstimpill).“ Svona var það. Nú hefur Samú- el kveðið upp sinn dóm, í nafni síns embættis, trúi ég. Því svo segir bréfsefnið og embættis- stimpill hans til um. — En með hvers leyfi? Hreppsnefndar í heild, — eða með leyfi Alberts sem varaoddvita, eða hélt meiri- hluti hreppsnefndar (þ.e.a.s. Sjálfstæðisfl. og Framsókn) hreppsnefndarfund i gegnum sima til að afgreiða þetta mál? Þvl að ekki hefir það verið tekið fyrir né afgreitt á venjulegum hrepps- nefndarfundi enn sem komið er. Eða var þetta gert samkvæmt skipun frá ráðuneyti? Er lækninum hafði borist þetta bréf, tók hann niður af vegg bið- stofunnar ritsmíðina hans Al- berts, en setti þess í stað upp bréf „embættismannsins". Og viti menn, tveim dögum seinna var fréttin komin í Dagblaðinu. Þess skal að lokum getið, að Albert Kemp er heilbrigðisfull- trúi þessa staðar, og heldur þykir mér óliklegt, að starf heilbrigðis- málafulltrúa eigi að vera fólgið í þvi að tefja fyrir framgangi heil- brigðismála og veitast með ósann- indum að starfsfólki heilsugæsl- unnar á opinberum vettvangi. — En eitt er víst, að ekki hefur okkur landsfólki gengið of vel að fá til okkar lækna, enda ekki von ef svo er víðar, sem hér er. Bj.B. — Gísli og . . . Framhald af bls. 5 pianó, eftir Withold Lutoslawski. — Flutningur sem þessi, samleikur á tvö pianó, nýtur vaxandi hylli á hljómleikum erlendis, og þó einkum I Bandarlkjunum Allmargir planóleikar- ar hafa getið sér mikinn orðstlr fyrir samleik sinn, og hljómplötur með slik- um samleik verða stöðugt algengari á markaðinum. Mörg stórbrotin verk hafa verið samin fyrir samleik á tvö planó, og eru sum þeira orðin fast viðfangsefni I erlendum hljómlistarsöl- um, bæði þau, sem samin hafa verið i sígildum stll og eins hin, þar sem ung tónskáld leita nýrra og á stundum allnýstárlegra tjáningarforma Framhald af bls. 10 að móta starfsemi Hagsmuna- samtaka hrossabænda og er unnið að stofnun félagsdeilda um allt lartd. Þegar hafa tveir svonefndir sölufulltrúar tekið til starfa en þeir eiga að gefa upplýsingar um þau hross, sem til sölu eru á þeirra svæði. 1 þessum mánuði verður haldinn framhaldsstofnfundur samtak- anna og verður þá endanlega gengið frá lögum samtakanna. Eins og getið var f upphafi var fjallað um mikinn fjolda mála á þessu þingi og er ætlun- in að gera í næsta þætti grein fyrir samþykktum þingsins. En meðal samþykkta sem þingið gerði var að unnið yrði að þvi að gera fjárhagslega kleift að ráða framkvæmdastjóra fyrir L. H., sem hluta úr starfi, samþykkt var að milliþinga- nefnd um gæðingadóma héldi áfram endurskoðun sinni, samþykkt var að kjósa móta- nefnd og skal nefndin raða niður mótsdögum hestamanna- félaganna i samráði við þau, þá var samþykkt tillaga um járn- ingar keppnishrossa og hjálpar- tæki i reiðkeppni. Síðasti liður þingstarfanna voru kosningar og var kosið um tvo menn i aðalstjórn og tvo í varastjórn. Úr aðalstjórn áttu að ganga Albert Jóhannsson, formaður, og Hjalti Pálsson og voru þeir báðir endurkjörnir. Aðrir f stjórn L. H. eru Harald- ur Sveinsson, gjaldkeri, Jón M. Guðmundsson, ritari, og Egill Bjarnason. Ur varastjórn áttu að ganga Steinþór Gestsson og Leifur Kr. Jóhannesson og voru þeir einnig endurkjörnir. Samþykkt var að næsta þing yrði haldið á Hornafirði i boði Hestamannafélagsins Hornfirð- ings. — Olympíu- landsliðið Framhald af bls. 30 sem valinn var í sumar eru þvi aðeins þrjú eftir heima. Þau Magnús Eiríksson, Katrin Frí- mannsdóttir og Guðjón Ingi Sverrisson. Þau eru þó engan veg- inn úr leik þó svo að möguleikar þeirra séu eðlilega minni en þeirra, sem fá að æfa við beztu aðstæður. Við þau hin segjum við góða ferð og vonandi verður hægt að segja fréttir af þeim hér á síðunni á næstu vikum. -áij — Grótta Framhald af bls. 30 Garðahreppur kl. 18.25: STJARNAN — VÍÐIR (3. deild karla) Seltjarnarnes kl. 13.00: AFTURELDING — UMFN (2. fl. karla) Seltjarnarnes kl. 13.50: GRÓTTA — LEIKNIR (2. fl. karla) Seltjarnarnes kl. 14.40: GRÓTTA— HAUKAR (2. deild kvenna) Seltjarnarnes kl. 15.45: AFTURELDING — ÍA (3. deild karla) • • — Oruggur akstur Framhald af bls. 3 lærðu ð bll við beztu ökuskilyrði og án hálku og siðan kynnu þeir alls ekkert með ökutæki að fara við slikar aðstæður. Þá kom þaðfram hjá Kristmundi J. Sigurðssyni, að i sumum tilfell-. um liti hann svo á að yfirvöld ættu að beita háum sektum við umferðarlagabrotum, en Krist- mundur kvað leiðbeinandi sam- vinnu lögreglu og fólksins i land- inu það mikilvægasta framlag til þessara mála, sem unnt yrði að koma á. Hann kvað ekki rétt að beita ávallt og miskunnarlaust sektum við hverja smáyfirsjón — með þvi yrði fólkið i andstöðu við lögregluna, en henni væri nauð- synlegt að fá það til góðrar sam- vinnu við sig. Leiðbeinandi starf lögreglunnar væri ómetanlegt og með þvi næði lögreglan beztu sambandi við fólkið. Hins vegar sagði Kristmundur að til væru menn i umferðinni, sem ekki færu eftir neinum reglum. Þá menn þyrfti að taka föstum tökum og jafnvel svipta þá ökuleyfi þegar í stað. Hann kvað lögregluna ekki mega vera of bókstafstrúar vegna smáyfirsjóna — á þeim þyrfti að taka með sanngirni. Baldvin Þ. Kristjánsson, félags- málafulltrúi Samvinnutrygginga og framkvæmdastjóri klúbbanna, sagði að þeir væru einu frjálsu félagasamtökin, sem létu umferðaröryggismál til sin taka að einhverju marki. Lágmark væri að 33 fundir væru haldnir um umterðaröryggi á hverju ári á veg- um klúbbanna. Á þessu ári hafa verið haldnir 1 5 og 18 eru i undir- búningi. Klúbbarnir eru 33. Þá kom það fram á blaðamanna- fundinum að á ári létust 300 þús- und manns i umferðarslysum i heiminum og 6 milljónir manna slösuðust. 76 ár eru siðan fyrsta umferðarslysið varð i heiminum, en það var i New York árið 1899. t Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG BJÖRNSDÓTTIR, Borgarnesi. lézt I Borgarpitalanum þriðjudaginn 1 1 nóv s.l Utförin fer fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 18 14 00. nóv n k. kl Ólafur Guðmundsson, Aðalbjörg Ólafsdóttir, Jenni R. Ólason, Birna Ólafsdóttir, Guðmundur I. Waage og barnabörn. — Um samanburð Framhald af bls. 18 í viðtali: „Gunnar sagði, að kynd: ingarkostnaður með hitaveitu- vatni væri nú 34% af kyndingar- kostnaði með olíu,“ Þessar upp- lýsingar yfirverkfræðingsins eru í verulegu ósamræmi við hans OPNUM [ DAG LITAVER GRENSÁSVEGI 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.