Morgunblaðið - 15.11.1975, Side 32
A U(í LVSINÍi ASfMINN EH:
22480
J«»rgtinbl«öiíí
jgnrgmttMaMI*
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JHorgnnbla&ií)
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975
Mesti lánssamningur íslendinga:
7,5 miDjarða „öiyggis,,-lánssanin-
ingur vegna giviðsliislviildljindinga
SEÐLABANKI Islands gekk f sfðustu viku frá lánssamningi á svo-
kölluðum Evröpudollaramarkaði, en tilgangur lántökunnar er að
styrkja greiðslustöðu fslands út á við. Lánsupphæðin er 45 milljónir
dollara og samsvarar hún rúmlega 7.500 milljónum króna á núgildandi
kaupgengi. Hér er um að ræða mesta lánssamning, sem gerður hefur
verið af hálfu fslenzks aðila og er hann óvenjulegur að þvf leyti, að
tilgangur hans er eingöngu að styrkja greiðslustöðu þjóðarbúsins út á
við og tryggja að hægt verði að standa við allar greiðsluskuldbindingar
þess, þrátt fyrir tímabundna gjaldeyriserfiðleika. Hér er um eins
konar „öryggis“-lánssamning að ræða.
Á blaðamannafundi sem hald-
inn var f Seðlabankanum í gær,
kom það fram (greinargerð bank-
ans er birt í heild á bls. 14), að
lánsféð er ekki tekið til þess að
fjármagna framkvæmdir, eða
koma í stað innlendra ráðstafana,
er dragi úr innflutningi og
greiðsluhalla við aðrar þjóðir. I
Ráðherra-
viðræður
í Bonn á
miðvikudag
Nú mun vera afráðið að fs-
lenzk viðræðunefnd fari utan
til Bonn f næstu viku og eigi
þar fundi með v-þýzkum ráða-
mönnum um hugsanlega lausn
á landhelgisdeilu þjóðanna. Er
talið líklegast að fundurinn
verði á miðvikudaginn.
1 íslenzku viðræðunefndinni
sem fer til þessa fundar verða
ráðherrarnir Einar Ágústsson
og Gunnar Thoroddsen ásamt
alþingismönnunum Guðmundi
H. Garðarssyni og Þórarni Þór-
arinssyni, Hans G. Andersen
hafréttarfræðingi og Árna
Tryggvasyni, sendiherra ís-
lands í Bonn, auk fleiri.
greinargerð bankans segir: „A
hinn bóginn hlýtur Seðlabankinn
að setja það mark öllu ofar, að
tslendingar geti ætíð staðið við
skuldbindingar sínar út á við, en
bregðist það er hætt við, að þeir
glati lánstrausti sínu með alvar-
legum afleiðingum fyrir afkomu
almennings og efnahagslegar
framfarir. Það er einnig mikii-
vægt að greiðslustaða þjóðarbús-
Framhald á bls. 31.
Seðlabankinn:
VETUR — Enda þótt
væta og þíðviðri sé enn-
þá hér syðra er vetur
genginn í garð í ýmsum
öðrum landshlutum, þar
sem jörð er orðin alhvít
— samanber þessa mynd
frá ísafirði.
Verðbólguhraðinn helmingi minni
á síðari hluta ársins en fyrri
ALVARLEGASTA hættan, sem
steðjar að þjóðarbúskap tslend-
inga f dag er tvfmælalaust hinn
gífurlegi greiðsluhalli við útlönd
og sfvaxandi skuldabyrði, sem
honum fylgir — segir f fréttatil-
kynningu frá Seðlabanka íslands,
sem Mbl. fékk f gær. Útlit er
fyrir, að viðskiptahallinn verði f
ár um 6 þúsund milljónum króna
meiri en við var búizt fyrr á
árinu, og gjaldeyrisstaðan er nú
neikvæð um tæplega 3,300
milljónir króna á núgildandi
gengi. Þótt nokkurs bata sé að
vænta sfðustu tvo mánuði ársins,
sést af þessu, að sá gjaldeyrissjóð-
ur, sem Seðlabankinn hefur yfir
að ráða, byggist nú eingöngu á
erlendum lánum og þá fyrst og
fremst frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum.
í greinargerð Seðlabanka ís-
lands (sem birt er á bls. 14) segir
að sá fjárhagsvandi sem brýnast
sé að leysa, sé hinn mikli halli
sem enn er á ríkisfjármálunum.
Hefur greiðsluhalli ríkissjóðs átt
verulegan þátt í því að veikja
stöðu þjóðarbúsins út á við á
undanförnum tveimur árum,
enda voru nettóskuldir ríkissjóðs
við Seðlabankann í lok október-
mánaðar komnar upp í 7.366
milljónir króna, en hækkunin frá
áramótum nemur 3.500 milljón-
um króna. Síðan segir í greinar-
gerð bankans: „Það er yfirlýst
stefna ríkisstjórnarinnar, að fjár-
lög fyrir næsta ár verði afgreidd
með greiðsluafgangi og séð verði
fyrir eðlilegum niðurgreiðslum
þeirra skulda, sem safnazt hafa að
undanförnu. Þessu markmiði
Framhald á bls. 31.
Tíðindalaust á miðunum:
Brezku ráðherrarnir
koma til viðræðna í dag
BREZKA viðræðunefndin, undir
forustu Roy Hattersley aðstoðar-
utanrfkisráðherra, er væntanleg
til landsins f dag, til viðræðna við
íslenzku viðræðunefndina.
Fundir hefjast á sunnudag. Upp-
haflega var álitið að Hattersley
kæmi einn, en það hefur orðið
ofan á að brezki aðstoðarutan-
rfkisráðherrann kemur við
fimmta mann. Ásamt honum eru
Framhald á bls. 31.
Ingunn Halldórsdóttir
Sigurbjörn Árnason
Tvennt látið eft-
ir umferðarslys
LÁTIN eru á Borgarspítalanum
Sigurbjörn Árnason, 76 ára, og
Ingunn Halldórsdóttir, 16 ára,
bæði af völdum meiðsla sem þau
hlutu f umferðarslysum. Þar með
eru banaslysin í umferðiivni orðin
samtals 29 og er það 4 slysum
meira en nokkru sinni hér á landi
á einu ári.
Sigurbjörn heitinn varð fyrir
bifreið á Kleppsvegi í Reykjavík
að kvöldi 7. október s.l. Hann
hlaut mikil brjóstmeiðsli í slysinu
og lézt af meiðslum sínum í Borg-
arspftalanum á fimmtudaginn.
Sigurbjörn Árnason var um
margra ára skeið húsvörður í
Tjarnargötu 20 og átti þar heim-
ili.
Ingunn heitin hlaut mikla
áverka í bifreiðarslysi að kvöldi
mánudagsins 3. nóvember og var
daginn eftir flutt flugleiðis til
Reykjavíkur og í gjörgæzludeiTd
Borgarspítalans, þar sem hún lá
þar til hún lézt i gærmorgun. Hún
komst aldrei til meðvitundar.
Hún átti heimili að Einarsstöðum
í Núpasveit, N-Þingeyjarsýslu.
Ekki var alls kostar rétt farið
með tildrög slyssins í frétt Morg-
Framhald á bls. .‘M.
Svanur fékk ekki að landa í Skagen:
„Skiljum afstöðu Dananna,”
- segir Ingimundur Ingimundarson skipstjóri á Svani
„ VIÐ fengum ekki að landa
síldinni f Skagen og erum nú á
leið til Þýzkalands með aflann.
Hætt er við að sfldin verði orð-
in léleg loks er
hún kemst á
markað, þar
sem við getum p
ekki selt fyrr |
en á mánudag.
Um aðgerðir
dönsku sjó-
mannanna er
það að segja,
að fslenzkir I
sjómenn f Norðursjó skilja þær
mjög vel,“ sagði Ingimundur
Ingimundarson, skipstjóri á
Svani RE 45, en skipinu var
vfsað úr höfninni f Skagen á
Jótlandi f fyrrinótt, eftir að
danskir sjómenn höfðu lokað
höfninni fyrir erlendum skip-
um.
Ingimundur sagði, að Svanur
hefði komið inn til Skagen um
kl. 4 og þá strax verið tilkynnt
af dönskum sjómönnum, að
skipið fengi ekki að landa, þar
sem sjómenh væru búnir að
loka höfninni. „Þar sem maður
skilur afstöðu þessara manna
vel, þá kom ekki til neinna
orðahnippinga, en ég fór fram á
að fá olíu fyrir skipið, þar sem
við vorum að verða olíulausir
og var það auðsótt mál. Hún var
tekin um borð og við fórum frá
Skagen um kl. 7 í morgun,
þannig að viðdvölin þar var
ekki nema 3 tímar.“
Kvað Ingimundur Svan nú
vera á leið til Cuxhaven og afl-
inn væri um 1000 kassar eða 40
tonn, og fékkst hann austur af
Hjaltlandi. Ekki vissi hann til
þess, að fleiri skip væru á leið
til Þýzkalands með afla, þar
sem bræla væri á síldarmið-
unum við Hjaltland og flest
skipin lágu inni i Leirvík.
Þetta er fyrsta veiðiferð
Svans í Norðursjó um nokkurn
tíma, en skipið kom á þessi mið
fyrir nokkrum dögum, hafði
áður verið á síldveiðum við Is-
land.
Ove Jensen hjá Niels Jensen
og Co, umboðsaðila íslenzkra
skipa í Hirtshals sagði, þegar
Morgunblaðið hafði samband
við hann, að sjómenn þar væru
á fundi, þar sem rætt væri um
frekari aðgerðir. Fiskiskip frá
Hirtshals hafa raðað sér upp
Framhald á bls. 31.