Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 2

Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1975 I „Mátti ekki tæpara standa” — sagði skipstjórinn á Hauki SU 50 „ÞETTA mátti ekki tæpara standa því ég stóð við borðstokk- inn bakborðsmegin og hélt í gúmmíbátinn þegar báturinn fór skyndilega á hliðina og ég gat með naumindum stokkið út í gúmmíbátinn,“ sagði Einar Agústsson skipstjóri á Hauki SU 50 frá Djúpavogi, en bátur hans sökk út af Stokksnesi s.l. þriðju- dagskvöld. Mannbjörg varð. Við sjópróf á Hornafirði kom fram, að skyndilegur leki kom að bátnum og sökk hann á skömmum tfma, en ekkert kom fram við sjóprófin sem bendir til þess hvað valdið hafi þessum skyndilega leka. Það kom fram, að daginn áður hefði báturinn tckið niðri, en Einar skipstjóri kvaðst ekki vera tilbú- inn til þess að segja að þar væri orsökina að finna. Einar sagði að þeir hefðu verið að byrja róður þegar ljós fóru skyndilega að dofna. Héldu þeir í fyrstu að reimar hefðu farið á ljósavél og fóru að aðgæta það, en þá kom í ljós að töluverður sjór var kominn í bátinn. Einar sagði að kokkur bátsins hefði farið fram í, og hefði honum virzt lek- inn vera þar en gat þó ekkert sagt um það með vissu. Þeir sendu strax út hjálparbeiðni og settu út gúmmíbáta. Létu þeir gúmmíbát- inn vera bakborðsmegin við skips- hliðina en báturinn hallaði meira og meira á stjórnborða. Þegar hann fór á hliðina voru allir skip- verjar komnir í gúmmíbátinn nema Einar. „Þegar ég sá hvað verða vikli stökk ég strax yfir í gúmmíbátinn og svo brátt bar þetta að, að þegar ég leit við sá ég í kjölinn á bátnum,“ sagði Einar. Þeir sendu svo upp neyðarblys og eftir hálftíma tók Skinney skip- brotsmennina fjóra um borð og flutti þá til Hornafjarðar. Haukur SU 50 var 71 tonn að stærð, eign hlutafélagsins Hauka- vers á Djúpavogi. Sagði Einar að það væri mjög bagalegt fyrir byggðarlagið að missa bátinn og sagði hann að Iokum að á næst- unni yrðu kannaðir möguleikar á því að fá annan bát i stað Hauks. Athugasemd frá Alþýðu- bankanum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi: Vegna fréttar í blaði yðar á fimmtu síðu í dag 27. nóv., þar sem fullyrt er að sviknar hafi verið 500 þúsund krónur út úr Alþýðubankanum, vill Alþýðu- bankinn mótmæla slíkum rakalausum fréttaflutningi og krefst leiðréttingar á honum. Þar sem bankanum er kunn- ugt um, að blaðamaður sá, er fréttina ritar, fékk nákvæmar upplýsingar um málið hjá rannsóknarlögreglunni er fréttaflutningur blaðsins enn vítaverðari. Alþýðubankinn hefur aldrei nálægt þessu máli komið og þar af leiðandi enginn pening- ur svikinn út úr honum. Það mun víst flestum kunn- ugt, nema þeim sem skrifar umrædda frétt, að Alþýðu- bankinn hefur engin útibú. Óskað hefur verið yfirlýsing- ar rannsóknarlögreglunnar um málið. Virðingarfyllst F.h. Alþýðubankansli.f. Jón Hallsson Aths. ritstj. Ranghermi í frétt þessari byggðist á misskilníngi milli blaðamanns og lögreglu- manns, sem sprottinn er af því, að ávísanahefti, sem upphaf- lega var notað til að opna reikning í öðrum banka, var frá Alþýðubankanum. Morg- unblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Þessi mynd var tekin þegar fundurinn stóð sem hæst. Ljósm. ól.K.Mag. Útifundur gagnrýndi samningsuppkastið Fólk tók ekki frí MJÖG lítið virðist hafa verið um það að menn tækju sér frf frá vinnu í gærdag á Reykjavíkur- svæðinu, eins og samstarfsnefnd um verndun landhelginnar hafði skorað á fólk að gera, og Morgun- hlaðinu er ekki kunnugt um að nokkurs staðar hafi vinnustaðir lamazt af þessum sökum. Hins vegar voru nokkur brögð að þvf á UPPKASTIÐ að samningi við Vestur-Þjóðverja um veiðar þeirra innan fslenzku fiskveiðilögsögunnar var harðlega gagnrýnt af fjórum ræðumönnum á útifundinum, sem Samstarfsnefnd um verndun Iand- helginnar hélt á Lækjartorgi í gær. Þó að fundurinn hefði verið boðaður m.a. til að mótmæla hernaðaríhlutun Breta, fjölluðu ræðu- menn aðallega um samningsdrögin við Þjóðverja, sem þeir álitu hvergi samrýmast efnahagslegum hagsmunum tslendinga. Fundurinn var fámennari en margir áttu von á, en lögreglan álftur að um 4 þúsund manns hafi verið á honum. Til samanburðar má geta þess, að á útifundinum í maí 1973, þar sem flotaíhlutun Breta var mótmælt voru 25 þúsund manns. Það voru þeir Magni Kristjáns- son, skipstjóri, Óskar Vigfússon, formaður Sjómannafélags Hafn- arfjarðar, Pétur Guðjónsson, for- maður Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Islands, sem ávörpuðu fundinn, en Björn Jónsson, formaður ASÍ, var fundarstjóri. Ræðumenn töldu að með samningsuppkastinu byðu Is- lendingar Þjóðverjum meira en sér almennt frá vinnu ^ Stefán fslandi og Indriði G. Þorsteinsson. Afram veginn — ævisaga Stefáns íslandi komin út UM HELGINA koma út ævi- minningar Stefáns Islandi, sem Indriði G. Þorsteinsson hefur fært í Ietur. Heitir bókin Afram veginn, sem eru upphafsorð texta rússneska þjóðlagsins „Afram veginn í vagninum ek ég“, en túlkun Stefáns á þessu lagi vakti mikla athygli þegar í upphafi söngferils hans. Útgefandi bókarinnar er Bóka- forlag Odds Björnssonar, og var haldinn fundur með fréttamönn- um vegna útkomu hennar í gær. Þar sögðu þeir Indriði og Stefán Framhald á bls. 22 einstaka vinnustað að menn tækju sér frí frá störfum meðan fundurinn stóð yfir eða allan eftirmiðdaginn, þótt hinir vinnu- staðirnir virðist hafa verið mun fleiri þar sem engan mann vantaði. Þannig var t.a.m. um flestar stærstu verzlanirnar I Reykjavík. (Jti á landsbyggðinni voru fundir haldnir á fáeinum stöðum en þeir voru yfirleitt vel sóttir þótt almennt legðu menn þar ekki niður vinnu. Hjá Eimskipafélagi Islands fékk Mbl. þær upplýsingar að þar hefði helzt borið á þátttöku á úti- fundinum meðal hafnarverka- manna félagsins. Um eftirmiðdag- inn voru þannig 3 gengi af 8 við störf og eitt gengi lét sig vanta allan daginn. I hverju gengi eru um 13 menn. Hjá Bæjarútgerðinni var okkur tjáð, að þar hefði borið lítið á því að fólk legði niður vinnu nema helzt í fiskiðjusalnum um eftir- miðdaginn. Hins vegar hafi sára- lítið eða ekkert borið á því á skrif- stofunni, meðal bílstjóranna og uppskipunarmanna og á saltfisk- stöðinni. Hjá byggingarstjóra Breiðholts í verkamanna- bústöðunum fékk Morgunblaðið þær upplýsingar, að þar hefði all- ur mannskapurinn verið að vinna fyrir hádegi, en eftir hádegið hefðu um 30 af um 100 farið á fundinn og ekki mætt aftur. Hins vegar hefði það verið miklu minni hópur en ætiaði að fara daginn Framhald á bls. 22 þeir hefðu efni á að missa, miðað við ástand fiskstofna og að samn- ingurinn myndi leiða til atvinnu- Ieysis á Islandi. Þá var það gagn- rýnt að sjómenn skyldu ekki hafa átt fulltrúa í samninganefndinní. I lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem skorað var á AI- þingi að samþykkja ekki drögin að samningi við Vestur-Þjóðverja. Jafnframt var mótmælt hernaðar- íhlutun Breta og skorað á stjórn- völd að þrengja eins og kostur væri möguleika Breta til veiða innan fiskveiðilögsögunnar og slíta stjórnmálasambandi við þá hyrfu þeir ekki á brott með flota sinn úr íslenzkri fiskveiðilögsögu. SENDIHERRANN DRAKKTE Þó að síðasti ræðumaður, Guð- mundur J. Guðmundsson, hafi Framhald á bls. 22 Sjö strákar voru fjarlægðir fyrir ólæti við brezka sendiráðið. Ljósm. mw. sv. Þorm. Stefán Jónsson: Neitar Mbl. um aðgang að ræðu! STEFÁN Jónsson (K), alþingis- maður, tók þátt i umræðum í sameinuðu þingi í fyrrakvöld um samningsdrög við Vestur- Þjóðverja, með þeim hætti, að at- hygli vakti, vegna stórra orða og sjaldheyrðs tjáningarmáta í þing- sölum. Þingfréttaritari Morgun- blaðsins hlýddi ekki á flutning ræðunnar sökum anna og fór þess á leit, að fá að hlusta á hana af segulbandi i þingritun en fékk ákveðna neitun þingmannsins! Bar hann því við, að fyrri reynsla sín af samskiptum við Morgun- blaðið væri með þeim hætti að hann hlyti að synja tilmælunum. Ræðan verður að sjálfsögðu birt í þingtiðindum og gefst þá kostur á, að kynna efni hennar fyrir lesendum Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.