Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 3

Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NOVEMBER 1975 3 Útför Gunnars Gunnarssonar var gerð í gœr (JTFÖR Gunnars Gunnarssonar rithöfundar var gerð frá Dóm- kirkjunni f Reykjavík í gær- morgun að viðstöddu fjöl- mcnni. Jarðsett var í kirkju- garðinum f Viðey. (Jtförin fór fram á vegum rfkisins, og var henni útvarpað. Sr. Grímur Grímsson sóknar- prestur í Ásprestakalli jarð- söng. Hann lagði út af orðunum „Grasið visnar, blómin fölna, en gras Guðs vors stendur stöðugt eilfflega“ (Jesaja 40,8). Organleik annaðist Ragnar Björnsson dómorganisti. Ljóða- kórinn söng við athöfnina, Þor- valdur Steingrímsson lék ein- leik á fiðlu, „Ave Maria“, og Guðmundur Jónsson söng ein- söng „Faðir vor“. Ur kirkju báru eftirtaldir menn kistuna: Ráðherrarnir Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen, Ólafur Jóhannes- son, Einar Agústsson, Vilhjálm- ur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson, Ásgeir Bjarnason, forseti sameinaðs alþingis og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti efri deildar alþingis. Kistan var sfðan flutt á báti út í Viðey þar sem jarðsett var. Við- staddir voru ættingjar og nánir vinir Gunnars Gunnarssonar. Ljósm. Mbl. ÓI. K. Mag. Kistan borin úr kirkju ‘Kistan borin niður að bátnum. Lagt af stað til Viðeyjar. Eyjólfur Konráð Jónsson í ræðu á Albingi: I samningsdrögunum felst viðurkenn- ing í raun og að lögum á lögsögu okkar I UMRÆÐUM um samn- ingsdrög við Vestur-Þjóðverja f sameinuðu þingi f fyrrinótt vék Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaður, að ummælum Benedikts Gröndals, formanns Alþýðuflokksins, þess efnis, að samningsdrögin fælu ekki í sér viðurkenningu á 200 mílunum sem slfkum. Engu að síður hefði Benedikt látið að því liggja, að Sovétrfkin vildu ekki samningaviðræður við okkur, þar eð slfkar viðræður fælu í sér vissan viðurkenningarvott. I þessu sambandi væri rétt að minna á tvennt. I fyrsta lagi hefði í samningi við Breta frá 1973 verið skýrt tekið fram, að samningurinn fæli ekki í sér neins komar lagalega viður- kenningu. Engir sambærilegir fyrirvarar væru í fyrirliggjandi samningsdrögum. Þvert á móti undirgengjust Þjóðverjar viss ákvæði um veiðisvæði, veiðar- færi og friðunaraðgerðir, sem í gildi væru eða sett yrðu að ís- lenzkum lögum, innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar, sem og að fara með frysti- og Verksmiðjutogara út fyrir 200 mílna mörkin. Hann liti því þann veg á að í samningsdrög- unum og fyrirhuguðum orð- sendingum milli rikjanna fæl- ist viðurkenning, a.m.k. de facto, i raun,og jafnvel líka de jure, að lögum, á lögsögu okkar. Minna mætti í þessu sambandi á ákvæðið um að virða veiði- bönn, sem islenzkir togarar þyrftu að hlíta, að ákvörðun „þar til bærra stjórnvalda“. Taldi þingmaðurinn nauðsyn- legt, að þessi sjónarmið lcæmu strax fram í umræðunum enda ekki að efa að allir þingmenn vildu leggja þann skilning í þetta atriði samkomulagsdrag- anna, sem Islendingum væri helzt í hag ekki sízt Benedikt Gröndal. Þá sagðist ræðumaður vilja minna á ákvæðið um 5 mánaða frest, vegna framkvæmda á tollfríðindum skv. bókun sex, og frestun framkvæmdar á samningnum, ef bókunin kæmi ekki til framkvæmda innan þess tima. Spurði þing- maðurinn hvort ekki væri tryggt, ef til frestunar á sam- komulaginu kæmi, að veiði- heimild Þjóðverja næði aðeins til 5/12 hluta umsamins magns, þ.e. 60.000 tonna. Taka þyrfti af öll tvimæli í þessu efni með orðsendingu. Einar Agústsson, utanríkis- ráðherra, taldi rétt að koma þessum sjónarmiðum á fram- færi við Þjóðverja og láta á þau reyna. Sama gilti um að árétta undirstrikun þingmannsins varðandi hlutfallslega minnk- un aflans, ef væntanlegur samningur gilti aðeins í 5 mán- uði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.