Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975
13
Marteinn M. Skaftfells:
Læknir á
villigötum
Björn L. Jónsson, læknir og
ristj. Heilsuverndar, flutti erindi
„Um lyfjanotkun" á fundi NLFR,
22. apr. Erindið birti hann síóan í
„Heilsuvernd".
Er ég af hendingu las erindið
yfir, varð mér ljóst, að á
fundinum hafa nokkur atriði
farið fram hjá eyrum mínum. Tel
líklegra, að af dyn götunnar hafi
mér orðið fótaskortur á heyrn-
inni, fremur en hann hafi bætt
við erindið, er hann bjó það til
prentunar. En það skiptir raunar
engu. Erindið er nú svört stað-
reynd á hvítum pappír og eðlilegt,
að athugasemdir séu gerðar á
sama vettvangi. Hér skal drepið á
nokkur atriði:
I kaflanum „lyf og matur“ segir
læknirinn, að vitamín í lyfjaformi
séu lyf. Og um það muni enginn
ágreiningur. Já, samkvæmt orð-
anna hljóðan og anda eru vítamín
í lyfjaformi meðal þess, sem eng-
inn ágreiningur er um, að séu lyf.
LÍM og
námslánin
Eftirfarandi samþykkt var gerð
á stjórnarfundi Landssambands
fslenzkra menntaskólanema, sem
haidinn var fyrir skemmstu:
„Stjórn LÍM mótmælir fram-
kvæmdinni á námslánum og lýsir
yfir stuðningi við baráttu fyrir
jafnrétti til náms. Stjórnin leggur
áherzlu á að dreifbýlisstyrkurinn
til menntaskólanema af lands-
byggðinni haldi verðgildi sínu.
LlM mun beita sér fyrir að-
gerðum komi til skerðingar á
styrkjum þessum."
Á fundinum voru ennfremur
samþykktar vítur á Innkaupa-
stofnun ríkisins fyrir „seinagang
og léleg vinnubrögð á innkaupum
tækjabúnaðar til menntaskól-
anna“. Þá lýsti stjórn LÍM furðu
sinni „á bráðlæti forustumanna
Reykjavíkurmenntaskólanna,
sem kemur fram í úrsögn þeirra
úr Landssambandi íslenzkra
menntaskólanema".
Rétt er að athuga hvort staðhæf-
ing læknisins er staðreynd, þar eð
hún snertir allan almenning.
Önnur efni en lyf eru í sama
formi og lyfjum hefur verið valið.
Formið sker því ekki úr um hvað
sé lyf og ekki lyf. Staðhæfing
læknisins er því ekki staðreynd,
heldur staðleysa. Vítamín fást
bæði i töflum og mixtúrum sem
uppbótarefni, og eru þá, eins og
nafnið bendir á, tii að bæta upp
vöntun þessara efna í fæðunni, en
ekki lyf. Og um ÞAÐ mun enginn
ágreiningur, að þau efni, sem
líkaminn þarfnast, séu hverju
mannsbarni nauðsynleg — frá
upphafi til grafar. Og þeirra
meðal eru VlTAMÍN. Meðal allra
þeirra þjóða, sem ísl. læknar
sækja framhaldsmenntun til, eru
vítamín i lyfjaformi á frjálsum
markaði sem uppbótarefni. Og
það mun öllum kunnugum
nokkur ráðgáta, hvernig læknir-
inn hefur komizt hjá að veita
þessu athygli. Þessar staðhæf-
ingar læknisins eru EKKI stað-
reyndir, en staðreynd ÞAÐ, að
vanti þessi efni að meira eða
minna leyti, hlýtur það að leiða til
röskunar á heilsu okkar. Um ÞAÐ
mun enginn ágreiningur.
... í lyfjaformi er hægt að
taka hættulega mikið af sumum
fjörefnum, og þess eru ekki fá
dæmi,“ segir læknirinn. Einnig:
„... inntaka einangraðra fjörefna
getur valdið varhugaverðri rösk-
un á efnahlutföllum i
„Þegar Trölli
stal jólunum”
Bókin „Þegar Trölli stal jólun-
um“ eftir dr. Seuss er komin út f
fslenzkri þýðingu. Texti bókar-
innar er allur f bundnu máli og er
það Þorsteinn Vaidimarsson, sem
yrkir og fslenzkar.
Kvikmynd, sem byggð er á bók
dr. Seuss, hefur verið gerð, og
hefur hún m.a. verið jólamynd í
fslenzka sjónvarpinu.
Útgefandi bókarinnar er Bóka-
útgáfan örn og Örlygur, sem
gefið hefur út fleiri bækur eftir
dr. Seuss.
FRA LEIÐBEININGASTOÐ HUSMÆRRA
Jólaþvottur á gluggatjöldum
Á mörgum heimilum er til
siðs að taka vel til fyrir jólahá-
tíðina og nota margir tækifærið
og þvo gluggatjöldin, enda
nauðsynlégt að þvo þau við og
við ekki sist ef reykingar eru
mikið stundaðar á heimilinu.
Áður en gluggatjöldin eru
þvegin eru þau hrist vel til þess
að fjarlægja laust ryk. Glugga-
tjöld úr baðmull, líni og reion
er óhætt að þvó í þvottavél, ef
þau eru ekki svo fyrirferðar-
mikil að þau rúmist ekki í
þvottatunnunni. Mikið
munstruð gluggatjöld úr reion
eða gluggatjöld sem eru fóðruð,
verður þó að láta efnalaug
hreinsa. Ef gluggatjöldin eru
úr polyacryl (t.d. dralon), poly-
ester (t.d. terylene) eða úr
glertrefjaefnum er best að
handþvo þau, þar sm nauðsyn-
legt er að þvo slík efni í mjög
miklu vatni. Ef þau eru þvegin
í litlu vatni er hætt við að
hrukkur og fellingar komi í
efnin, sem ekki er unnt að
slétta með strokjárni. Best er
að þvo gluggatjöldin í baðker-
inu eða í stórum bala, svo að
efnið „syndi“ í vatninu, þá er
engin hætta á að það krypplist.
Brjótið gluggatjöldin saman
nokkrum sinnum, svo að þau
geti legið slétt í vatninu. Þvott-
urinn fer þannig fram, að
gluggatjöldin eru dregin fram
og aftur í þvottavatninu og i
skolvötnunum, svo að þau
krypplist sem minnst. Hitastig
vatnsins á að vera um 30°C og
skolvatnið á einnig að vera
volgt. Gott er að láta mýkiefni í
siðasta skolvatnið, þá rafmagn-
ast gluggatjöldin síður. Ekki
má vinda gluggatjöldin i vindu
eða setja þau í þurrkara, heldur
hengja þau til þerris rennblaut,
slétta vel úr þeim á þvottasnúr-
unni, hengja þau langsum á
snúruna, svo að brot, sem kann
að myndast af snúrunni sjáist
siður, þegar gluggatjöldin eru
hengd fyrir gluggann.
„Storesa" má hengja rénn-
blauta fyrir gluggana. Það má
láta handklæði á gólfið til þess
áð hllfa því við vatnsdropum.
Látið ekki „storesa" með blý-
kúlukanti liggja lengi i bleyti I
þvottaefni með efnakljúfum.
Sumar húsmæður hafa þá
reynslu, að efnakljúfarnir hafa
leyst upp zinkið í blýkúlunum
og „storesarnir“ hafa orðið
alsetnir gráum litlum
flekkjum.
Polyacrylefni á ekki að
strjúka með járni, þar sem
efnið er mjög viðkvæmt fyrir
hita og hætt er við að glugga-
tjöldin skekkist séu þau strok-
in. Polyestergluggatjöld má
strjúka ef nauðsyn krefur með
15° heitu strokjárni. Glertrefja-
efni þarf aldrei að strjúka.
Ullargluggatjöld á helst að
hreinsa í efnalaug, þar sem
mjög erfitt er áð komast hjá því
að þau þófni í þvotti.
Sigrfður Haraldsdóttir.
líkamanum...“ Vissulega er hægt
að taka hættuskammt „af sumum
fjörefnum". En skyldi það ekki
heyra til undantekninga? Eru
þau dæmin ekki harla almenn, að
fólk fái of lítinn skammt vita-
mina? Og getur ekki einnig það
„valdið varhugaverðri röskun á
efnahlutföllum í líkamanum"?
Veldur ekki bæði OF og VAN,
eftir atvikum, meiri eða minni
röskum? Veldur ekki langvarandi
of — eða van — neyzla ALLRA
nauðsynlegra næringarefna rösk-
un i búskap líkamans? Og eru
ekki mjög sterkar líkur til, að
meðvirk orsök furðulega almenns
slappleika og kvilla sé vöntun
vitamína fremur en ofneyzla?
Mjög verður að draga í efa, að
nokkur hafi leitað NFL-hælsins
sjúkur af ofnotkun vitamína.
Staðhæfing læknisins í sam-
bandi við 10—15 tegunda
blönduna er röng, því að bæði
getur verið um lyf og ekki lyf að
ræða. Staðhæfingu sína studdi
læknirínn með svari bóndans við
átölum hálærða kandidatsins,
sem fannst bóndi ekki sýna hon-
um eðlilega virðingu. En bóndi
svaraði: „Já, ég átti líka einu
sinni kálf, sem gekk undir tveim
kúm, en varð samt ekki annað en
naut.“ Með þessu svari bónda vill
lænirinn rökstyðja, að blanda
10—15 tegunda vítamina og stein-
efna verði „aldrei annað en lyfja-
blanda“. Hvílík rök! Heyrt hef ég
áþekkt dæmi af manni, sem tók
próf af tveimur háskólum, en
varð samt annálaður einsýnis-
maður, í stað þess að verða
vísindalega sinnaður og leitandi.
Eðlið lét hjá hvorugum, kálfinum
eða houm, að sér hæða. — Rökin
hæfa staðhæfingunni. Og þegar
læknirinn staðhæfir, að vítamín
„í pillum og mixtúrum“ jafngildi
aldrei „fjörefnunum i matvælun-
um sjálfum" gefur hann sér for-
sendu, sem einungis er rétt að því
marki, sem við neytum „matvæl-
anna“, áður en geymsla eða suða
hefur rænt þau „viðkvæmum
næringarverðmætum“. Það er því
órökrétt að miða við efnainnihald
hráefnis, nema við neytum þess
með óskertu efnainnihaldi.
Læknirinn gerir ráð fyrir,
eins og varlegast er, að við
upphitun fari forgörðum eitthvað
af „viðkvæmum næringarverð-
mætum“. Líkur eru þá til, og
raunar vissa, að við suðu fari for-
görðum enn meiri næringarverð-
mæti. Og þar sem geymsla veldur
einnig, tíðast minnsta kosti, efna-
rýrnun, þá er dæmið, sem læknir-
inn tekur, rangt hugsað og óraun-
hæft.
Hins ber einnig að gæta, að
yfirleitt mun vinnsla vitamína
fara fram þegar hráefnið er sem
bezt. Má því jafnvel gera ráð
fyrir, að vitamininnihald í töflum
og mixtúrum kunni að vera meira
en í „matvælunum" er þau koma í
munn okkar og maga, nema sá
hluti sem við neytum með
óskertu efnainnihaldí.
Að loknu erindi sinu, á fundin-
um, sagði læknirinn í svari við
fyrirspurn að við gætum fullnægt
vitamínþörf okkar seinni hluta
vetrar með neyzlu grænmetis og
ávaxta.
Undirritaður benti á, að græn-
meti og ávextir hefðu tapað miklu
af vítaminum, er liði á vetur, auk
þess sem vart eða ekki fengist
græmeti ræktað við lifrænan
áburð.
Vafalaust viðurkenna allir, að
æskilegast væri, að dagleg fæða
almennings innihéldi öll nauðsyn-
leg næringarefni, þar sem auð-
skilið er, að rétt næring hlýtur að
vera einn af hornsteinum heil-
brigðinnar. Jafnvist er, að fæði
almennings er ekki fullnægjandi.
Og hvað kostar það þjóðina mikið
i töpuðum dagsverkum og sjúk-
dómum? Því getur enginn svarað.
Stefna ber að því að gera fæði
almennings fullnægjandi. Meðan
svo er ekki, er ljóst, að uppbótar-
efni á fæðu þjóna mikilvægu hlut-
verki til heilsuverndar. En á því
virðist læknirinn nákvæmlega
engan skilning hafa. Það er því
ekki líklegt, að hann leggi þung
lóð á vogarskálarnar til að gera
uppbótarefni óþörf. En að þvi ber
að stefna. — En er ekki hætt við,
að við fjarlægjumst það markmið
með stækkandi hlut iðnaðar í mat-
vælaframleiðslu?
Og ekki er mér grunlaust, að
kenningar læknisins um vítamín-
gildi siðvetrargrænmetis og
ávaxta reynist „bjarnargreiði"
þeim, er treysta.
Og alvörulaust er það ekki, að
læknir NLF-samtakanna skuli
boða slíkar kenningar, eigandi að
vita betur.
Harma ber þröngsýnisafstöðu
hans alla. Og augljóst er, að vinna
þarf og vinna ber að þessum mál-
um i þágu almennings af meira
raunsæi, meira viðsýni — og
minni blindu á staðreyndir.
Marteinn M. Skaftfells