Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 14

Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 Sjálfstœðisflokkurinn efnir til húsnœðismálaráðstefnu Sjálfstæðisflokkurinn efnir til húsnæðismálaráðstefnu helgina 6. til 7. desember n.k. Á ráðstefnunni verður fjallað um flesta þætti húsnæðis- og bygg- ingamála og lögð verður áherzla á að skilgreina þau vandamál, sem við er að fást f þessum greinum. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan geri tillögur um stefnu Sjálfstæðisflokksins f þessum málaflokkum og verði tillögur ráðstefnunnar lagðar fyrir miðstjórn flokksins að henni lokinni. Húsnæðis- og byggingamál hafa mjög verið til umræðu á siðustu misserum og var á s.l. vori ákveðið að efna til hús- næðismálaráðstefnu á vegum Sjálfstæðisflokksins og kaus miðstjórn flokksins nefnd til að vinna að undirbúningi hennar. Nefnd þessa skipa þeir Ólafur Jensson, Gunnar S. Björnsson og Gestur Ólafsson. I samtali við þá þremenninga kom fram, að á undanförnum árum hafa verið byggðar hér á landi verulega færri íbúðir á hverja 1000 íbúa en á Norður- löndunum, þá er einnig að hér á landi eru reistar færri íbúðir fyrir sama fjármagn og í ná- grannalöndunum. Við mörg vandamál væri að fást innan þessara greina og því væri verulega brýnt að taka afstöðu til þeirra. Minntu þeir þremenningarn- ir á að hlutfall lána i byggingar- kostnaði hefði verið komið upp fyrir 40% árið 1971 en þetta hlutfall hefði lækkað mjög flytur Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra, ávarp, en í hádeginu á laugardag flytur Jó- hann Bergþórsson, verk- fræðingur erindi um þróun Hafnarfjarðar. Ráðstefnan verður haldin í Skiphólií Hafnarfirði og þarf að tilkynna um þátttöku i henni til Sjálfstæðisflokksins í síma 82900 fyrir 3. desember n.k. Þátttökugjald í ráðstefnunni er 3.500 krónur. Þeir þremenn- ingarnir sögðust sérstaklega vilja hvetja alla þá sjálfstæðis- menn, sem vinna við húsnæðis- og byggingarmál utan Reykja- víkur, til að taka þátt í störfum ráðstefnunnar en henni er eins og áður sagði ætlað að gera tillögur um stefnu Sjálfstæðis- flokksins í húsnæðismálum. Kemur í stað sandpappírs og rasps Hinir hundrað dagar Gunnars M. — og allir hinir verulega síðan. Fyrirsjáanlegt er að fbúðaþörfin á eftir að aukast, ef tekið er tillit til fjölda ibúa í aldursflokkunum frá 20—34 ára. Ráðstefnan hefst klukkan 9 árdegis laugardaginn 6. desem- ber og að lokinni setningu flyt- ur Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmálaráðherra, ávarp. Þátttakendum í ráð- stefnunni verður skipt niður i starfshópa, sem hver tekur fyrir ákveðið svið. Starfs- hóparnir bera heitin Bygg- ingariðnaðurinn, Rannsóknir, Skipulag og hönnun mann- virkja, íbúðarbyggingar og Fasteignir. Fengnir hafa verið færustu menn á hverju sviði til að leiða starf þessara hópa á ráðstefnunni. I hádegisverði á sunnudag Sandvlk-slfpistálið er fram- leitt I þremur mismunandi gerðum, með handföngum, sem auðvelda notkun þeirra. les sig eftir honum I „sæti númer sex" á Alþingi, þar sem hann sagt f hundrað daga sem varamaður Sigurðar Guðnasonar, sjötta þing- manns Reykjavfkur. Sú seta verður honum tilefni palladóma um samþingmenn sfna, „og fær þar hver kappinn sinn ómælda skammt", eins og segir á hlffðar- kápu. 1 bókinni úir og grúir sem vænta má af mönnum og meining- um, og eru um 500 manns taldir til í bókarlok í sérstakri nafna- skrá, sem upphefst á franska rit- höfundinum André Gide og lyktar á íslenzka verzlunarmann- inum Örnólfi Valdimarssyni. Gunnar M. Magnúss er að vanda bæði ómyrkur í máli og ófeiminn að lýsa skoðunum sínum — sem kunna enda sumar hverjar að verða öllu umdeildari hérlendis en bæði Gide og Örnólfur samanlagt. „Sæti númer sex“ er hálft fjórða hundrað blaðsíðna. Skuggsjá gaf út og segir m.a. i ávarpi sínu til lesenda: „Þetta er bók, sem á erindi við alla þá, sem áhuga hafa á pólitík, hvar í flokki sem þeir kunna að standa.“ Ungmennafélagið Framför 70 ára NÝLEGA er komið á markað- inn hér á landi nýtt verkfæri frá norska fyrirtækinu Sand- vik, svonefnt slípistál. Er þessu verkfæri ætlað að sam- eina eiginleika sandpappirs og rasps og er það framleitt úr hertu ryðfriu krómstáli. Nota má verkfæri þetta bæði á tré og plast. Slípistálið er fram- leitt í þremur mismunandi gerðum þó má einnig fá það með mismunandi grófleika Menn og pólitfk er hráefnið í bók Gunnars M. Magnúss, „Sæti númer sex“, sem nú er komin f bókabúðir. Hún spannar langt og viðburðarfkt tfmabil, hefst þar sem Asgeir Asgeirsson kemur 29 Gunnai1 M. Magnúss ára gamall f framboð f Vestur- Isafjarðarsýslu og fylgir honum sfðan allar götu upp f forsetastól, en rekur ennfremur hinn póli- tíska æviþráð Gunnars sjálfs, sem Minnisvarði um SigrítS í Bratt- holli rdstur við Gullfoss Cornelis Wreesvijk undir lás og slá fyrir barsmíð Stokkhólmi — 26. nóv. — Frá fréttaritara Mbl. CORNELIS Wreesvijk fékk tveggja mánaða fangelsisdóm í dag fyrir að berja sænskan rithöf- und. Tildrögin voru þau, að í vor hittust þeir Arvid Rundberg rit- höfundur og Cornelis Wreesvijk, en þeir hafa löngum verið á önd- verðum meiði. Að þessu sinni enduðu samræður þeirra með því, að Rundberg kallaði Wreesvijk „feitan djöful, sem færi úr og i Kommúnistaflokkinn til að aug- lýsa sjálfan sig“. Þessari útnefn- ingu reiddist Wreesvijk svo illi- lega að hann réðst á Rundberg og barði hann illyrmislega. Áður hafði Wreesvijk verið kærður fyrir að misþyrma kyn- ferðislega brengluðum fórnar- lömbum, en dómur í því máli hefur ekki verið kveðinn upp. Hákarlasól Leikrit Erlings Halldórssonar, Hákarlasól, sem hefur verið sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins að undanförnu, verður sýnt f sfðasta sinn á sunnudag, og hefst sýning kl. 3 e.h. — Leikarar eru þrír: Gunnar Eyjólfsson, Sigurður Arnar Arngrímsson og Sigurður Skúlason. — Höfundur er sjálfur leikstjóri, en leikmynd gerði Magnús Tómasson. Mælifelli 25. nóvember SlÐASTLIÐINN laugardag var þess minnzt með hófi f Argarði að liðin eru rétt 70 ár frá því er átta Lýtingar stofnuðu ungmenna- félagið Framför í gamla fundar- húsinu við Steinsstaðalaug. Guðrún Ágústsdóttir stýrði skemmtuninni, sem var á alla grein hin ánægjulegasta og félaginu og undirbúningsnefnd- inni til hins mcsta sóma. Núverandi formaður, Jóhann Guðmundsson f Stapa, flutti hátfðarræðu og rakti sögu félags- ins ásamt Valdemar Jóhannes- syni frá Gilkoti, sem gerður var að heiðursfélaga og bar fram snjalla ræðu. 1 fyrstu stjórn félagsins voru Jón Arnason á Reykjum, Eggert Jónsson Nautabúi og Kristján Árnason á Krithóli. Einn stofn- enda er enn á lífi, Ellert Jóhanns- son bóndi á Holtsmúla í Reyni- staðarsókn, og barst kveðja frá honum og fjölmörgum Öðrum félögum, sem boðið var til fagnaðarins en gátu eigi komið. Þá töluðu séra Gísli H. Kolbeins á Melstað, sem minntist góðra stunda með ungmennafélögum, er hann var heima í foreldra- húsum á Mælifelli fyrr á árum og Björn Sigurbjörnsson skólastjóri sem flutti kveðjur og árnaðar- óskir frá UMFS en hann er for- maður sambandsins. Framför á nokkurt land með hitaréttindum við Steinsstaðalaug og gaf nokkurn hluta þess fyrir tæpum 30 árum undir skólabygg- ingu. Fjárhagsbyrði félagsins nú er mikil vegna aðildar þess að félagsheimilinu Árgarði, en margir vilja rétta hjálparhönd og voru dilkar lagðir inn á reikning Framhald á bls. 27 AÐALFUNDUR Arnesinga- félagsins var haldinn í Domus Medica 11. nóvember s.l. 1 skýrslu stjórnar var sagt frá margþættu félagsstarfi á liðnu ári, þar sem stuðlað var að kynningu og samskiptum Árnesinga austan og vestan heiðar m.a. með þjóð- hátfðarvöku, árshátfð og Jóns- messuhátfð f héraði. Þá er Ar- nesingakórinn mikill þáttur f starfi félagsins en hann gaf út 14 Iaga hljómplötu á starfsárinu. Ennfremur hefur félagið unnið að verndun merkra sögustaða f Arnesþingi og stundað náttúru- vernd og skógrækt eftir föngum. A Jónsmessuhátíð félagsins, sem haldin var síðastliðið sumar í Aratungu, var sett fram af hálfu félagsins sú hugmynd að verðugt væri að sýna starfi, framsýni og þjóðhoilustu Sigríðar í Brattholti þann sóma að reisa henni minnis- varða við Gullfoss, en hún barðist mjög fyrir verndun fossins á sfnum tíma. Á aðalfundinum var félagsstjórn falið að vinna að þessu máli í samvinnu við félög í Biskupstungum og fólk vítt um Iand til að hrinda þessari hug- mynd í framkvæmd. Er fjársöfn- un hafin. Hákon Sigurgrímsson sem verið hfur formaður félagsins í 8 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórn félagsins skipa nú: For- maður Arinbjörn Kolbeinsson læknir, ritari Bjarni K. Bjarnason borgardómari, gjaldkeri Sig- mundur Stefánsson viðskipta- fræðingur, og meðstjórnendur Unnur Stefánsdóttir fóstra og Herdís Pálsdóttir húsmóðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.