Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 22

Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 — Sigurlaug Framhald af bls. 24 höfum við ekki ástæðu til að ætla að frændur okkar á Norðurlöndum væru fúsir til að leyfa okkar rödd að heyrast í þeirra fjölmiðlum ef eftir væri leitað af okkar hálfu En hér verðum við sjálfir að bera okkur eftir björginni, treysta fyrst og fremst á okkur sjálfa, fremur en að eiga það undir áhuga og velvilja erlendra manna, hvort eða hvernig er haldið á okkar málstað á erlend- um vettvangi, — sem ráðið gæti miklu um framvindu og úrslit í þessu örlagarlka lífshagsmunamáli okkar Ég tel það því timabært og að- kallandi, að íslenzka ríkisstjórnm geri þegar í stað ráðstafanir til að byggja upp skipulag og víðtæka upplýsingaherferð til styrktar okkar málstað á alþjóðavettvangi Ég hygg. að nauðsynin hafi aldrei verið brýnm en einmitt nú, er við, vopn- laus smáþjóð, stöndum um ófyrir sjáanlegan tíma í ójafnri og háska- legri viðureign við eitt af vopnuðum stórveldum heims og jafnframt líður að lokafundum hafréttarráðstefnu S Þ þar sem á ríður, enn sem fyrr, að málstaður okkar njóti skilnings og samúðar aðildarþjóða Ég teldi eðlilegt, að í þessu skyni væri á vegum forsætis- og utanríkis- ráðuneytis sérstakri nefnd manna falið. um ákveðmn tíma að byggja upp, skipuleggja og framkvæma þær upplýsmgaaðgerðir, sem nauð- synlegar eru Sú nefnd þyrfti ekki að vera fjölmenn — tveir til þrír menn En i hana yrðu að veljast hæfir menn með haldgóða, málefnalega þekkingu og reynslu í starfi fjöl- miðla ------♦ ■■» »--- — Evensen Framhald af bls. 19 armálum, sem vid gætum haft að Ieiðarljðsi við hugsanlegar aðgerðir okkar f fiskveiðimál- um.“ Sagði Evensen að fréttir um að hann hefði gefið það f skyn — að Norðmenn gætu gripið til einhliða aðgerða, mættu þcir skilningsleysi í við- ræðum, væru rangar. „Við munum fara samningaleiðina og beitum ekki einhliða aðgerð- um til að ná markmiði okkar,“ sagði hann. Reuters-fi éttastofan hafði sagt f gær að Evensen hefði lýst því yfir í Stórþinginu að hugs- anlegt væri að einhliða aðgerð- ir Islendinga yrðu Norðmönn- um að fordæmi ef illa gengi að vinna skilning annarra þjóða á afstöðu þeirra. — Aðventukvöld Framhald af bls. 18 kemur fram undir stjórn Guð- rúnar Þorsteinsdóttur, og undir söng þeirra Sigurveigar Hjalte- sted og Margrétar Eggerts- dóttur, sem syngja nokkur jóla- Iög. Síðast en ekki síst flytur sr. Guðmundur Sveinsson skóla- meistari erindi. Að lokum er venja, að kirkjugestir rísa úr sætum og syngja Heims um ból. Aðventukvöldin eru orðin fastur liður í lífi margra þeirra, sem eiga sitt andlega heimili í Dómkirkjunni. Þangað sækja þeir þann hugblæ, sem þeir vilja gjarnan hefja jólaundir- búning sinn með. Því vænti ég þess, að okkar gamla, ástsæla kirkja verði þétt setin n.k. sunnudagskvöld eins og hún hefur verið þetta kvöld á undanförnum árum. Þórir Stephensen. — Berfættir Framhald af bls. 5 sverara. Þetta er stórriðið garn, þannig að næturnar eru mjög meðfærilegar.“ — Ef næturnar eru undan- skildar, hvernig gekk þá að ná fiskinum? „Hann er óskaplega styggur. Sardinellan, sem er mjög lík íslenzku síldinni sást stundum vaða f stórum torfum og hagaði sér á margan hátt líkt og síldin hér heima. Það háði okkur nokkuð, að sardinelluveiðar hafa ekki verið stundaðar svo neinu nemur á þessum slóðum áður og engin fiskikort var að fá af svæðínu. Frekar grunnt var þarna og þurftum við því að þreifa okkur áfram með að kasta. Sem betur fer var góður botn vfðast hvar, en sums staðar er þarna kóralbotn og hann kemur ekki fram á dýpt- armælunum, þar sem hann er svo meir. Því kom það fyrir þrjú af íslenzku skipunum og bæði norsku skipin, að festa næturnar á kóralnum og það er ekki auðhlaupið að ná þeim inn þegar svo er komið. Það má segja að yfirleitt hafi þetta verið bras.“ — Áttu von á því, að áfram- hald verði á þessum veiðum hjá Islendingum á næsta ári, þó svona hafi tekizt til nú? „Það er nóg af fiski á þessum slóðum og ef skipin væru nógu vel útbúin hvað veiðarfæri snertir, þá er hægt að fiska með góðum árangri. En það þýðir ekkert að fara á þessar slóðir aftur, með þeim útbúnaði sem fslenzku skipin eru með. Það er því útgerðarmannanna að ákveða hvort farið verður á Máritaníumið aftur.“ — Sölusýning Framhald af hls. 18 Á sýningunni eru 54 teikningar, svartlistarmyndir og fáeinar vatnslitamyndir. Verð á mynd- unum er frá 50 þúsund krónum, en dýrasta myndin mun vera á 400 þúsund krónur. Sveinn Kjarval sagði og frá þvf að hann hefði í hyggju að reyna að koma á fót nýjum Pictors- mannahópi sem í væru menn sem hefðu áhuga á að sinna því að bjarga ýmsum listaverkum Kjar- vals frá skemmdum og stuðla að því að listaverk Kjarvals fengju þann sess sem þau verðskulduðu. Pictorsmenn nefndist hópur sem á sínum tíma lagði fram 5 kr. mánaðarlega Kjarval til styrktar á yngri árum. — Útifundur Framhald af bls. 2 hvatt fólk til að „fara af fund- inum með friði“, söfnuðust á milli eitt og tvö hundruð manns, aðal- lega unglingar, saman fyrir framan brezka sendiráðið við Laufásveg. Þar upphófust köll og var eggjum og íshröngli kastað að byggingunni. Tvær rúður voru brotnar og steinn flaug inn til sendiherrans, Kenneths East, þar sem hann sat og drakk te með Brian Holt, ræðismanni. Holt mun hafa verið nálægt því að fá steininn í höfuðið en hvorugan sakaði. Lögreglan hafði mikinn við- búnað við sendiráðið og tókst að halda unglingunum í skefjum. Eftir að sjö ólátaseggir höfðu verið fluttir á brott, leystist mannsöfnuðurinn fljótt upp. Lög- reglan var einnig við öllu búin við sendiráð Vestur-Þýzkalands, en þar dró ekki til tíðinda. — Verkfall Framhald af bls. 2 áður — margir hefðu hætt við þátttöku á fundinum þegar þeim hefði verið orðið Ijóst hvers konar pólitík var komin i málið. Á Akureyri fékk Mbl. þær upp- lýsingar að þar hefði enginn fund- ur verið haldinn og tíðindamaður Mbl. kvaðst ekki vita til þess að nokkur hefði tekið sér frí frá vinnu þar í bæ. I Vestmannaeyjum var haldinn all fjölmennur fundur á Stakka- gerðistúni. Vinna var almennt ekki lögð niður í Eyjum en margir tóku sér frí á meðan fundurinn stóð yfir. Landlega var hjá flest- um bátum og yfirleitt góð þátt- taka sjómanna. Á Siglufirði var haldinn fundur i bíóhúsinu og var talið að þar hefðu verið 200—250 manns. Tíð- indamaður blaðsins vissi af einu fyrirtæki þar sem vinna var lögð niður eftir hádegi, en almennt tók fólk sér ekki frí frá vinnu. Ekki vissi tíðindamaður til þess að bát- ar hefðu sérstaklega komið inn vegna fundarins. Á Neskaupstað var haldinn fundur í Egilsbúð og var hann fjölsóttur. Helztu atvinnufyrir- tæki bæjarins gáfu frí og kennsla féll alveg niður f gagnfræðaskól- anum og að miklu leyti í barna- skólanum. Bátar munu ekki hafa komið sérstaklega inn vegna fundarins. Á tsafirði var enginn fundur haldinn og þar tóku menn sér ekki frí frá vinnu í gær. Flestir bátar komu inn á miðvikudags- kvöld vegna þess hve veður var slæmt, en síðdegis í gær fóru tog- ararnir aftur á veiðar. — Áfram veginn Framhald af bls. 2 nokkuð frá því hvernig bókin varð til, en þeir hittust á Akureyri í upphafi þessa árs, sátu þar í kafaldsbyl og stórhríð og ræddust við myrkranna á milli. Stóðu samræðurnar í eina 10 daga, en síðan tók það Indriða mánuð að skrifa bókina. Ævisagan er á köflum í samtals- formi, en auk þess segir söngvar- inn sjálfur frá ýmsum atburðum eða Indriði hefur orðið, og er komið víða við eins og vænta má þegar frá svo viðburðaríkri ævi sem Stefáns Islandi er að segja. Indriði telur feril Stefáns ein- stæðan, — umkomulaus skag- firzkur piltur ryður sér braut með aðstoð góðra manna og hættir hlaupum á eftir rollum f Skaga- firði til að syngja í óperum og tónleikasölum úti í hinum stóra heimi. Margir merkir menn koma við sögu, en bókin skiptist í 27 kafla, auk eftirmála, nafnaskrár og skrár yfir hljómplötur söngvarans. Bókin er 300 bls. að stærð og prýðir hana fjöldi mynda. 10. desember’ koma á markað 300 tölusett og árituð eintök af bókinni. Hafsteinn Guðmundsson annaðist útlit bókarinnar. — Opið bréf Framhald af bls. 18 hvort Þjóðverjar veiði hér meira eða minna skv. samningi eða án samnings, er slfkt mat að sjálf- sögðu ekki fiskifræðilegs eðlis. I fiskifræði finnast hvergi svör við því hver á að veiða fiskinn í sjón- um. Slíkar ákvarðanir hljóta að byggjast á efnahagslegum og stjórnfræðilegum sjónarmiðum. Það er því algerlega út í hött, þegar forstjóri Hafrannsókna- stofnunar kemst að þeirri niður- stöðu í bréfi sínu til sjávarút- vegsráðuneytisins, að samnings- drögin við Vestur-Þjóðverja sé skásti kosturinn sem við eigum völ á í dag frá fiskifræðilegu sjón- artniði. Það er af þessum sökum sem við teljum að í bréfi Hafrann- sóknastofnunar til sjávarútvegs- ráðuneytisins hafi höfundur þess farið langt út fyrir verksvið sitt sem vísindamaður, þar sem hann reynir að koma að fiskifræðileg- um sjónarmiðum þar sem þau eiga ekki við. Virðingarfyllst, Jakob Jakobsson Hjálmar Vilhjálmsson Jón Ölafsson Gunnar Jónsson Ingvar Hallgrímsson Sólmundur Kr. Einarsson Þórunn Þórðardóttir Ólafur K. Pálmason Unnsteinn Stefánsson Eyjólfur Friðgeirsson Unnur Skúladóttír Guðni Þorsteinsson e.u. Sveinn Sveinbjörnsson e.u. Hjálmar Vilhjálmsson. — Sérþjálfaðir Framhald af bls. 1 kleift að halda uppi eftirlitsflugi allan sólarhringinn fyrir togara- flotann. Skipherra á Brighton er Nic Kettlewell og á Falmouth Gerry Plumer. Freigáturnar komast mest á um 30 hnúta hraða og geta auðveldlega skotið ís- lenzku varðskipunum, sem komast hraðast um 20 hnúta, ref fyrir rass. — Portúgal Framhald af bls. 1 leiðtogi sósfalista, kvað tilraun- ina hafa verið alvarlegasta tilræði við lýðræðið í landinu frá þvf að byltingin var gerð. Fyrrnefndur embættismaður sagði, að upp- reisnartilraunin hefði verið mun vfðtækari en talið hefði verið og stjórnin vissi um einstaklinga, stjórnmálaöfl og samtök sem aðild áttu að henni. 0 Stjórnvöld virðast hafa brotið uppreisnaröflin með öllu á bak aftur. Gefinn hefur verið út listi yfir 51 herforingja sem hnepptur hefur verið f fangelsi í Oporto og ýmsir velþekktir yfirmenn hafa cnnfremur farið í felur að þvf er fregnir herma. Þá hafa stjórnvöld látið til skarar skríða gegn hinum róttæka yfirmanni COPCON- öryggissveitanna, Otelo Saraiva de Carvalho, sem lengi hafði verið óþægur Ijár í þúfu og m.a.hvatt til alþýðubyltingar og stært sig af þvf, að enginn þyrði samt að reka sig. Hann hefur nú verið sviptur stöðu sinni sem yfir- maður COPCON, en áður hafði j hann misst stöðu yfirmanns hers- ins á Lissabonsvæðinu, og er nú aðeins majór. Seint í kvöld var skýrt frá þvf að Carvalho og Carlos Fabiao, yfirmaður her- ráðsins, hefðu óskað eftir að verða leystir frá störfum og við þeim óskum hefði verið orðið. Soares hefur m.a. sakað Carvalho um þátttöku f uppreisnartilraun- inni og Fabiao hefur þótt heldur undanlátssamur við öfgaöfl innan hersins. — Kafbátur Framhald af bls. 40 miðin í gær, fékk heimild frá flugumferðarstjórn til þess að vera á takmörkuðu svæði austur ' af landinu og var henni af öryggisástæðum neitað að fara vestur fyrir 12° vestlægrar lengd- ar. Þrátt fyrir það birtist Nimrod- þotan skyndilega er hún kom út úr þéttum hríðarbólstra úti fyrir Þistilfirði. Er þotan þá komin all- mikið vestur fyrir 12 gráður og SÝR varð hennar vör f allt að 120 mílna fjarlægð fyrir vestan áður- nefnda gráðu. Samkvæmt frásögn Bjarna Helgasonar, sást Nimrod ekki í ratsjá SÝR fyrr en hún var komin mjög nálægt, enda var rat- sjánni beint að haffletinum í Ieit að skipum. Skömmu áður, en Nimrodinn kom út úr hríðar- bólstranum, hafði hún flogið yfir varðskipið Ægi. Bjarni Helgason kvað hátterni Nimrod-þotunnar vera stórhættulegt, en bæði þotan og SÝR voru í lágflugi er þetta gerðist í um það bil 500 fetum. Flugvélarnar stefndu fyrst í stað j beint hvor á aðra, en þotan sveigði síðan bakborðsmegin við Landhelgisgæzluflugvélina, fór I síðan í sveig aftur fyrir hana og kom upp að hlið hennar og flaug mjög nálægt. Eftir þessar nýju upplýsingar, sem fengust í gær um kafbát á miðunum, má væntanlega búast við því að varðskipin fari að nota fisksjá og bergmálsdýptarmæla til þess að geta fylgzt með ferðum kafbáta á miðunum. — 500 þúsund Framhald af bls. 1 drögunum eru 50 mflurnar, að stærð 216 þús. fkm., lokaðar að undanteknum 25 þúsund fkm. á 3 svæðum. • Geir Hallgrímsson upplýsti, að hinn 22. marz 1972 hefði Haf- rannsóknastofnun skrifað Lúð- vík Jósepssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, bréf, þar sem athygli hans er vakin á þvf, að æskilegt sé að minnka sókn í þorskstofninn um helming. 0 Geir Hallgrfmsson lýsti þvf yfir, að litlar líkur væru á, að samkomulag gæti tekizt við Breta vegna framkomu þeirra og að sjálfsögðu yrði ekki rætt við þá meðan herskip þeirra væru innan 200 mflna. 0 Forsætisráðherra lýsti þvf yfir, að við ættum að stefna að samkomulagi við Belga, Norð- menn og Færeyinga, sem sam- tals gerði ráð fyrir u.þ.b. 20 þúsund tonna afla innan 200 mflna og þar af enn tak- markaðra magni af þorski. — Geir Hallgrímsson Framhald af hls. 21 sjávarútvegsráðherra, Lúðvfk Jósepsson, lætur jafnvel eins og hann sé undrandi. Hinn 22. mars 1972 skrifaði Hafrannsóknastofnunin þó sjávarútvegsráðuneytinu, en þar kemur fram meðal annars: „Reiknaðist okkur til að æskileg- asta sóknin, sé um helmingur af núverandi sókn“, þ.e. sókn í þorskstofninn. Umræddur fv. ráðherra, 2. þm. Austf., hefði þvi átt að vita hvern- ig ástand þorskstofnsins var, engu að síður greiddi hann atkvæði með bráðabirgðasam- komulagi við Breta fyrir 2 árum og upplýst er, að háttvirtur 2. þingmaður Austfirðinga vildi að- eins fyrir 3 misserum semja við Vestur-Þjóðverja um mun meira aflamagn og stærri veiðisvæði en þetta samkomulag gerir ráð fyrir. Ég ætla ekki annað en allt gott hafi fyrir honum vakað, hið sama og okkur nú, að takmarka afla útlendinga sem mest á íslenskum fiskimiðum. Hitt er verra, að hann hefur aðra afstöðu nú í stjórnar- andstöðu en áður, þegar hann var í ríkisstjórn. Við verðum að horfast f augu við að útlendingar halda áfram að veiða i óleyfi, þótt engir samn- ingar væru gerðir. Er þá ekki vænlegra til verndunar fiskstofn- um að lækka ekki einungis afla- magn þeirra með samningum, heldur og að koma í veg fyrir að útlendingar fari ránshendi með ólögleg veiðarfæri um hrygn- ingar- og friðunarsvæði. ÖGRANIR OG HÓTANIR Hagsmunasamtök, sem sumir kalla þrýstihópa i þjóðfélaginu, hafa gert samþykktir gegn sam- komulagi við Vestur-Þjóðverja. Við það er ekkert að athuga, en sumir þeirra hafa með lítt dulbúnum ögrunum og hótunum reynt að hafa óeðlileg, svo að ekki sé sagt ólögmæt, áhrif á Alþingi fslendinga. Að því leyti má Iíkja framkomu slíkra þrýstihópa við bresku togaraskipstjórana, sem knúðu bresku ríkisstjórnina með hótun- um til að senda herskip á fslands- mið. Breska ríkisstjórnin glúpnaði fyrir hótununum, en íslenskir alþingismenn munu ekki láta undan hótunum. Aíþingismenn greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni. LATUM ekki BUGA OKKUR MEÐ HERVALDI Við tslendingar stöndum á ör- lagaríkum tfmamótum. Erlent stórveldi sendir herskip á Islands- mið, sýnir okkur óskammfeilna og ólögmæta valdbeitingu. Ég tel mér skyit að skýra frá því, að ég tel litlar lfkur á sam- komulagi við Breta vegna fram- komu þeirra og að sjálfsögðu verður ekki við þá rætt meðan þeir eru með herskip sín innan 200 mílnanna. Við látum aldrei buga okkur með hervaldi. Við munum sýna fulla festu og órofa samstöðu í þeirri baráttu, sem fram undan er, hvort sem hún varir lengur eða skemur. EINANGRUM BRETA Við eigum að leggja áherslu á að einangra Breta á alþjóðavett- vangi.'Samkomulagið við Vestur- Þjóðverja er einmitt til þess fallið. Jafnframt eigum við að stefna að samkomulagi við Belga, Norðmenn og Færeyinga, er geri ráð fyrir takmörkuðum afla þess- um þjóðum til handa, sem yrði samtals um það bil 20 þús. tonn innan 200 mílna og þar af enn takmarkaðra magn hvað þorsk snertir. Eftir að við höfum þannig einangrað Breta á alþjóðavett- vangi, getum við einnig einbeitt okkur og allri landhelgisgæslunni að því að gera Bretum veiðar i íslenskri fiskveiðilögsögu sem örðugastar þrátt fyrir herskipa- vernd. Með þessum hætti getum við mest og sem allra fyrst takmarkað veiðar Breta og allra annarra þjóða hér við land, en f þvf felst eina færa leiðin til að tryggja okkur Islendingum endanlega fulla og óskoraða stjórn á fiski- miðum okkar. Nú skiptir sköpum, að við þekkjum okkar vitjuntrtíma og sameinumst til sigurs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.