Morgunblaðið - 28.11.1975, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.11.1975, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBÉR 1975 Hjalti húsmannssonur „Nú, nú,“ sagði konungur. „Hvað geng- ur á fyrir þér, maður minn? Hafirðu orðið fyrir anglæti, skal ég reyna að bæta úr því,“ sagði hann. Nei, svo var ekki, en gesturinn átti einn son, sem hafði orðið honum til mik- illar sorgar, því ekki gat hann komið honum til manns og nú væri hann víst alveg búinn að missa glóruna, því hann vildi láta biðja konungsdóttur fyrir konu handa sér, „og svo hrinti hann mér hér inn til yðar,“ sagði gamli maðurinn. „O, vertu rólegur maður minn,“ sagði konungur. — „Biddu strákinn að koma hér inn til mín, svo skulum við sjá, hvernig okkur semst,“ sagði hann. Hjalti kom nú þjótandi inn til konungs og héngu utan á honum larfarnir. „Fæ ég dóttur þína?“ spurði hann. „Það var nú það, sem við skulum tala um,“ sagði konungurinn, „það getur svo sem vel verið að þið eigið hreint ekki saman, hvorki hún og þú né þú og hún.“ Hjalta fannst mjög leitt ef svo væri. Nýlega var komið stórskip frá útlönd- um og sást það úr gluggunum á konungs- höllinni. — Þá sagði konungur: — „Get- irðu smíðað svona skip á einni klukku- stund, einsog þetta, sem liggur þarna frammi á firðinum, og þykir heldur betur fallegt, þá getur vel verið að þú fáir dóttur mína,“ sagði hann. „Er það nú allt og sumt,“ sagði Hjalti. Svo gekk hann til strandar og settist þar i sandhaug nokkurn, og er hann hafði setið þar tiltekinn tíma, óskaði hann að skip lægi úti á firðinum sem líktist hinu. Og um leið og hann sleppti orðinu, lá skipið þarna og kóngur sá, að þar voru nú tvö skip þar sem eitt hafði verið áður, kom hann niður að sjónum og vildi vita hvernig í þessu lægi. Sá hann þá að Hjalti stóð íbátsemláviðannaðskipiðog var með kúst í hendinni eins og hann væri að leggja síðustu hönd á að fága liti skips- ins, en þegar hann sá konung standa á ströndinni, hrópaði hann um leið og hann kastaði kústinum: „Nú er skipið búið, fæ ég dóttur þína?“ — „Það var nú það,“ tautaði konungur með sjálfum sér, og sagði svo hátt: „Ann- að verðurðu fyi st að leysa af hendi. Ef þú getur byggt höll, sem er eins og höllin mín, á einni klukkustund eða svo, þá skulum við sjá til.“ „Ekki annað,“ hrópaði Hjalti og hljóp af stað. Þegar hann svo var búinn að slæpast í rúma klukkustund, þá óskaði hann, að höll stæði þar, eins og konungs- höllin. Og ekki var Hjalti búinn að sleppa orðinu fyrr en þar stóð höll, alveg eins og konungshöllin, og brátt komu þau öll þrjú hlaupandi, konungur, drottning og konungsdóttir og ætluðu að líta á þessa nýju höll. Þá stóð Hjalti með kúst og var að sópa tröppurnar. „Hérna er höllin komin með öllu tilheyrandi, fæ ég nú dóttur þína?“ sagði hann við konung. „Það er nú það,“ sagði konungur. „Komdu bara inn, svo getum við talast við um það,“ bætti hann við, því nú vissi hann að piltur gat svona hitt og annað. Svo var lagt af stað heim að gömlu höll- inni aftur, gekk konungur fyrir, en drottning og prinsessa á eftir, og svo Hjalti á eftir konungsdóttur. Allt í einu óskaði Hjalti þess, að hann væri orðinn fríðasti maður í heimi, og um leið var hann orðinn það. Þegar konungsdóttir sá, hve fallegur hann allt í einu var orðinn, ýtti hún í móður sína og hún aftur í konunginn, og þegar þau höfðu glápt á Hjalta, eins og þau lysti, þá fór þeim að skiljast að hann var eitthvað Jonatan Swift sagði eitt sinn í ræðu: — Það er til þrenns konar dramb eða stærilæti, kæru áheyrendur, sem maður verður aðvenjast: Ættardramb, fédramb og gáfnadramb. — Um þetta sfðasta dramb þarf ég þó ekki að fjölyrða af þvf að enginn ykkar getur átt við það að strfða. X — Hann fær gott veður f gröfina, hann Jón gamli. — Já, hann hefur alltaf haft hcppnina með sér. Kennarinn: — Vald kóngsins er mikið, en það er annar, sem hefur enn meira vald. Hver er það? Nemandinn: — Það, það... það er ... er... — Já láttu það koma. — Ásinn. X — Mundu eftir þvf, Greta litla, að við erum komin í þennan heim til þess að hjálpa öðrum. — Nú, hvað eiga þá hinir að gera? / Morðíkirkjugarðinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 45 nema um það bil eitt hundrað þúsund krónur, þcgar hún tuttugu og átta ára gömul gat slitið sig úr þrældómnum og vol- æðinu við andlát föðurins. Allir nágrannar þeirra sem tii þekktu höfðu mikla samúð með hcnni. Vinnuveitendur hennar f Öster- sund báru henni mjög vcl söguna. Lektorsfjölskyldan mundivel eft ir Arne Sandell og sagði að hún hefði blómstrað upp þann tfma sem þetta samband þcirra stóð. Þau héldu þó ekki að hún hefði tekið það mjög nærri sér, þegar hann fór. Og annað og meira um Hjördísi Hólm hef ég nú ekki á reiöum höndum og svo virðist sem frckari upplýsingasöfnun um hana heri ekki árangur. — Ifér sést hvergi nein vfs- hcnding um það, sagði ég — hvort hún hcfur verið haldin stelsýki og hefði þar af leiðandi verið kjörin sem kirkjugripaþjófur- inn? Christer brosti við. — Nei, þvf miður. Og við vitum reyndar að það var ekki hún sem batt sjal uni andlilið á Lottu úti f kirkjugarðinum. Það vitið þið vel. Þið verðið að láta ykkur detta fleira f hug... Jóhannes, þú hefur ekkert haft þig í frammi. Lát oss heyra hvert álit þitt er? Ég reikaði eins og drukkin, bæði af skelffngu vegna sjálfrar mín og þó aðallega við tilhugsun- ina um að eitthvað hefði kontið fyrir Lottu. Eg komst að kirkjunni og ég var alveg sannfærð um að einhver lá f levni við kirkjuvegginn. Miður mín af skelfingu beygöi ég inn á annan stíg, mér fannst ég greina hvítan pels á undan mér og ég hraðaði mér þangað. Og svo allt í einu endaði stfgurinn og ég skildi hvar ég var. Eg rak tærnar í planka, sem voru hálfhuldir af krönsum og blómum í snjónum. Og ég gerði mér grein fyrir að plankarnir voru á opinnf gröf Arne Sandells. Ég varð svo yfir mig hrædd að ég hrökk í kút og sneri mér leift- ursnöggt við, Þegar Lotta hvfslaöi við hlið mér: — Puck. Það er svo SKRlTIÐ með plankana. Þeir eru allt öðru vísi lagðir en þegar grafararnir gengu frá þessu f dag. Sjáðu þetta gat sem hcfur myndazf þarna .. Og hún sté óhíkað fram á plank- ana til að gægjast niður í gröfina. 1 sama andartaki sté skugga- mvnd fram úr mvrkrinu og Ijós- gefsli lenti á andlitinu á mér. fig greip andann á lofti, en Lotta sagði áfjáð. — Það var sannarlega gott að einhver kom með Ijós... Lýstu hérna niður... niður í gröfina... Þessi skuggi hlýddi og ég tók eftir þvf að hann ýtti Lottu mjög skyndílega frá gröfinni eftir að Ijósgeislinn féll niður f djúpa gröfina. Hún mótmælti hástöfum. — Nei heyrðu mig nú. Af hverju má ég ekki sjá? Slepptu mér, heyrirðu það! Hann rétti mér luktina án þess að mada orð af vörum. Og þegar ég sté fram. og beindi ijósinu niöur sá ég það sem hann hafði reynt að koma f veg fyrir að Lotta sæi. Niðri f gröfinní — ofan á kist- unni — lá kona í mjög ankanna- legum stellingum. Litla, snotra pelshúfan hafði fallið af höfði hcnnar. Augun voru lokuð og það var eins og hún hvfldi þarna róleg og ánægð í þröngri gröfinni hjá eiginmanni sfnum... Þretlándi kafli. Einhver tók luktina úr skjálf- andi hendi minni og áður en hann hafði mælt orð að vörun rann upp fyrir mér að það var Márten Gustafsson. Hann hélt fast f Lottu og sagði nú alvarlegur f bragði við hana. — Þú scm ert svo fljót í förum, flýttu þér heim og sæktu lög- regluforingjann! Segðu að hann verði að koma hingað. Og vertu nú snör f snúningum. Lotta sem var alin upp við hlýðni þaut af stað eins og eldi- hrandur. Eg leit inn f blá augu Márlins f iuktarskininu. Ég sá að augu hans glömpuðu af einkenni- legum tryllingi. En við fengum ekki tækifæri til að segja neitt. Við heyrðum allt f einu rödd sem var ba:ði ósl.vrk og þvogluleg: — Já hver fjárinn gengur nú hér á. Hvers lags samkunda er þetta eiginlega hér. Connie Lundgren var augsýni- lega ekki edrú, en hann hlýddi án frekari umsvifa eða spurninga, þegar Márten gaf honum fyrir- skipanir sfnar: — Utvegaðu nokkrar luktir og segðu lögreglumanninum, sem er á verði í Sandellshúsinu, að það hafi orðið slys. Slys, hugsaði ég þokukennt. Já auðvitað má orða það svo. Syrgjandi ekkja gengur á gamla- árskvöld úl aö gröf mannsins síns, henni verður fótaskortur og hún skellur niður í gröfina. En hvers vegna var þetta gap í plankana? Og hvers vegna hafði hún skollið aftur fyrir sig?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.