Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR
1. tbl. 63. árg.
LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Eldsvoðar og öng-
þveiti í Belfast
Belfast 2. janúar — Reuter
ÞRJAR sprengjur sprungu f
kvöld f miðborg Belfasts og ollu
miklum eldsvoðum og öngþveiti f
helzta verzlunar- og viðskipta-
hverfi borgarinnar er fólk á
heimleið úr vinnu tvístraðist f
mikilli skelfingu. Lögreglan taldi
að sprengingarnar hefðu valdið
nærri 10 milljón sterlingspunda
tjóni, en engar fregnir höfðu
borizt um að fólk hefði farizt eða
særzt. Sprengjurnar sprungu I
húsgagnaverzlun og tveimur fata-
búðum en vopnaðir menn höfðu
komið þeim fyrir og ógnað starfs-
fólki verzlananna með byssum.
Lögreglan lét slá hring um mið-
borgina og útvarpaði áskorunum
Framhald á bls. 27
Allt á huldu um
orsök flugslyssins
Dharnan 2. janúar — Reuter.
ENN ER allt á huldu um orsök
flugslyssins mikla í Saudi-Arabfu
á nýársdag, þótt vaxandi getgátur
séu uppi um að skemmdarverk
hafi orðið þeim 82 mönnum, sem
fórust, að fjörtjóni. Tæknilegir
sérfræðingar rannsökuðu f dag
brak Boeing 720 farþegaþotunn-
ar, sem var frá Middle East Air-
lines f Lfbanon f leit að flugritan-
um, „svarta kassanum" svokall-
aða sem fannst loks f kvöld. A
slysstaðnum nærri olfuborginni
Quaysumah f norðurhluta lands-
ins, voru einnig björgunarsveitir
f leit að Ifkum hinna látnu, og
hafði tekizt að finna 73 lík fyrir
myrkur í gær. A.m.k. 14 Evrópu-
menn voru meðal hinna látnu, en
hinir farþegarnir og 15 manna
áhöfn voru Arabar. Sfðar í kvöld
var talið ólfklegt að skemmdar-
verk væru orsök slyssins.
Talsmaður flugfélagsins í Bei-
rut sagði í dag, að stél þotunnar,
sem var á leið frá Beirut til Dubai
og Muscat, hefði fundizt í þriggja
kílómetra fjarlægð frá megin-
hluta flaksins. Heimildir hermdu
að svo virtist sem þotan hefði
smám saman misst hæð og rekizt í
brún eyðimerkurhæðar, þar sem
stélið brotnaði af og loks fallið f
sandinn þar skammt frá. Björgun-
armenn hafa sagt að föt hinna
látnu virðist hafa rifnað utan af
þeim eins og sprenging hefði orð-
ið. En ef sprenging hefði orðið á
meðan vélin var á flugi hefði hún
valdið svo miklum skemmdum að
vélin hefði hrapað hraðar en hún
hefur gert. A hinn bóginn hefði
sprenging eftir hrapið sennilega
kveikt í flakinu. Enn er orsök
slyssins því ráðgáta, en nokkrar
Ííkur eru taldar á skemmdar-
verkum því flugmaðurinn sendi
ekki út neyðarkall.
■ *< ..«%
**•
Ljósm. Mbl.: Olafur K. Ma^nússon
BESSASTAÐIR — Nýársávarp forseta Islands birtist á bls. 10 í blaðinu í dag.
Brezka landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið um afla Breta eftir útfærsluna:
Þúsund tonna aflaaukning
miðað við sama tíma 1974
„Dýrasti fiskur í heimi,” segir Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra
Hull 2. janúar. frá
fréttaritara Mbl. Mike Smartt.
BREZKA landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytið
sagði í dag að á tímabilinu
frá 13. nóvember, er fisk-
veiðisamningar Breta og
íslendinga runnu út, til 20.
desember hefði afli
brezkra togara innan 200
mílna fiskveiðilögsögu Is-
lands numið alls 9,767
tonnum en var á sama
tímabili árið 1974 8,575
tonn, eða rúmlega þúsund
tonnum lægri. Talsmaður
samtaka brezkra útgerðar-
manna sagði að gæftir á
þessum tíma árið 1975
hefðu verið fremur góðar
og áreitni varðskipa ekki
verið mjög mikil, en
Portúgal:
Aukin spenna vegna
átakanna í Oporto
Lissahon 2. janúar Reuter-NTB
OEIRÐIRNAR f Oporto, í gær-
kveldi þar sem þrfr mótmælend-
ur úr hópi vinstri manna voru
skotnir til bana af þjóðvarðlióinu,
hafa að nýju hleypt spennu f
stjórnmálalff Portúgals eftir að
friður hefur að mestu haldizt f
sex vikur. Sprengju var í dag
varpað úr bifreið að bækistöðvum
þjóðvarðliðsins f Oporto án þess
að miklar skemmdir hlytust af og
bókaverzlun í grenndinni sem er f
eigu stuðningsmanns kommún-
ista varð fyrir skothrfð ókunns
byssumanns. Óeirðirnar við
Custias-fangelsið f Oporto f gær-
kvöldi urðu er mannfjöldi, sem
rfkisstjórnin telur hafa verið um
5000 manns, reyndi að gera
áhlaup á bygginguna til að mót-
mæla því að um 150 hermönnum
l og borgurum er enn haldið f fang-
elsi án þess að ákærur hafi verið
lagðar fram og án þess að þeir
hafi fengið að hafa samband við
fjölskvldur sfnar.
Er mannfjöldinn gerði áhlaupið
hófu þjóðvarðliðar skothríð og
biðu þrír menn hana, sem fyrr
segir, — tveir Portúgalar og einn
ungur Vestur-Þjóðverji en margir
særðust. Meðal þeirra sem særð-
ust alvarlega var þriggja ára
gamalt stúlkubarn, dóttir Annao
Metelo, ofursta sem var varafor-
sætisráðherra í ríkisstjórn Vasco
Goncalves, en faðir hennar er í
fangelsi annars staðar í Oporto.
Sjötug amma stúlkunnar og móðir
Metelos særðist einnig lítillega.
í yfirlýsingu talsmanns þjóð-
varðliðsins sagði, að skothríð þess
hefði hafizt eftir að mótmælendur
höfðu skotið með skammbyssum
og rifflum. í opinberri yfirlýsingu
yfirvalda í Oporto sagði ennfrem-
ur, að óeirðirnar hefðu verið hluti
af flóttaáætlun fyrir um 100
vinstri sinnaða byltingarmenn
sem verið hefðu í haldi í fang-
elsinu eftir uppreisnartilraun í
hernum 25. nóvember. Þar er
Þjóðverjinn sem lézt, Gúnther
Bruns frá Hamborg, 22 ára
gamall, sagður hafa farið með
leynd inn í landið og hafi skjöl,
sem hann bar á sér, sýnt að hann
hefði „verið með ihlutun í stjórn-
mál landsins og haft sambönd við
velþekkt samtök.“ Dagblaðið
Diario de Lisboa sagði hins vegar
f dag að Bruns hefði verið náms-
maður sem dvalizt hefði hjá
Framhald á bls. 27
einnig er talið að aukinn
fjöldi togara á fslandsmið-
um á þessum tíma árið
1975 komi inn í myndina.
Síðar í kvöld kom fram að
þessi aflaaukning brezku
togaranna verður öll á síð-
ustu viku þessa tímabils,
þ.e. frá 13. desember til 20.
desember. Á fyrstu fjórum
vikum þorskastríðsins, þ.e.
frá 13. nóvember til 13.
desember var heildarafl-
inn orðinn 7,071 tonn mið-
að við 7,102 tonn á sama
tíma árið áður, eða um 30
tonnum minni.
• Morgunblaðið bar þessa
frétt f gærkvöldi undir Matthías
Bjarnason, sjávarútvegsráðherra,
og sagði hann að ef þessi tala væri
rétt, sem ekki væri fyrirfram víst,
þá gæti þessi aflaaukning stafað
af ýmsum orsökum, t.d. gætu
fleiri togarar hafa komið aflann
heim fyrir jól en árið áður og
svona stutt tímabil þyrfti ekki að
gefa rétta mynd af veiðigetu
brezku togaranna. „Hins vegar er
það vitað að Bretar hafa lagt
mikið kapp á að veiða hér núna og
hafa verndað togára sína með
þeim hætti sem við vitum. Eftir
eru þó mestu erfiðleika-
mánuðirnir bæði hvað varðar
ísingu og veðurskilyrði, og þá
mun verða örðugt fyrir togara,
sem ekki fá fyrirgreiðslu f landi,
að stunda veiðar. Og ljóst er að
þessi fiskur sem Bretar hafa veitt
á þessum tíma er dýrasti fiskur í
heimi og að veiðar þeirra hér eru
þeim lítil hjálp i efnahagserfið-
leikum þeim sem þeir eiga við
að etja. En þessar tölu fylla mann
vissulega ekki neinni bjartsýni."
Um það hvort þessar tölur um
aflaaukningu brezku togaranna,
ef réttar reynast, muni kalla á
harðari aðgerðir íslendinga við
landhelgisgæzluna, sagði
sjávarútvegsráðherra: „Við ger-
um auðvitað eins og við getum.
En við eigum við alvarlega efna-
hagskreppu að glíma og getum
ekki sett ótakmarkaðan flota í
gæzlu.“ Ráðherra sagði að þegar
hefði nýtt skip Hafrannsókna-
stofnunar og nýtt varðskip bætzt í
gæzluflotann og erfitt væri að
fjölga þar frekar, auk þess sem
Framhald á bls. 27
Brezkir togaramenn:
Munu mót-
mæla ásókn
Norðmanna
BREZKIR togaramenn munu
mótmæla við brezku rfkis-
stjórnina ráðagerðum Norð-
manna um auknar makrflveið-
ar undan Suðvestur-Englandi,
að því er Austen Laing, fram-
kvæmdastjóri Samtaka
brezkra útgerðarmanna, sagði
f dag. Sagði Laing, að skýrt
hefði verið frá þessum ráða-
gerðum Norðmanna f fisk-
veiðitímariti f Bergen. Hann
kvað Norðmenn greinilega
ætla að koma sér upp „söguleg-
um kvóta“ til að nota sem rök-
semd fyrir kröfu um stærri
hlut f árlegum afla sem levfð-
ur vrði er Bretar lýsi yfir 200
mflna fiskveiðilögsögu.