Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 3 20 marka strákur fæddist klukkan 00.04 á nýársnótt AÐEINS fjórar mínútur voru liðnar af hinu nýbyrjaða ári, þegar fyrsta barnið fæddist á Fæðingardeild Landspítalans. Það var 20 marka drengur sonur hjónanna Hönnu Kolbrúnar Jónsdóttur og Halldórs Ólafssonar. Á Fæðingarheimili Reykjavíkur- borgar fæddist fyrsta barnið á árinu kl. 13.05 á nýársdag og var það 13 marka stúlka. Ekki var í gær vitað hvort drengurinn, sem fæddist fjór- um mínútum yfir miðnætti aðfararnótt nýársdags, væri fyrsta barnið, sem fæddist hér á landi á árinu 1976. Eins og kunnugt er hafa nokkur fyrir- tæki og stofnanir ákveðið að færa fyrsta barninu og for- eldrum þess gjafir af ýmsu tagi. Strákurinn, sem fæddist á ÞÆR fæddust hvor á sfnu ártnu. Nær okkur er Ingibjörg Guðna- dóttir með dóttur sína, sem var fvrsta barnið, sem fæddist á árinu á Fæðingarheimilinu, og fjær er Kristfn Vignisdóttir með dóttur sfna, sem var sfðasta barnið, er fæddist f Revkjavík á árinu 1975. ÞESSI litli snáði fæddist, þegar fjórar mfnútur voru liðnar af árinu 1976. Það er að vísu ekki alls kostar rétt að segja að hann hafi verið lítill, því hann vó 20 merkur og var 56 sm langur. Móðirin, Hanna Kolbrún Jónsdóttir, heldur á drengnum en faðirinn. Halldór Ólafs- son, og fósturdóttir þeirra hjóna, Anna Fannev, fvlgjast með. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Fæðingardeildinni, var eins og áður sagði 20 merkur en hann mældist 56 sm langur og var tekinn með keisaraskurði. Móðirin, Hanna Kolbrún Jóns- dóttir, er skólahjúkrunarkona í Fellaskóla og þetta er fyrsta barn hennar. Þau hjónin Hanna og Halldór búa í Reykja- vík. Fyrsta barnið, sem fæddist á árinu á Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar, var eins og áður sagði stúlka, sem fæddist kl. 13.05 á nýársdag. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Guðna- dóttir og Gunnar Þorsteinsson. Þau búa í Hafnarfirði. Klukkan 22.25 á gamlárskvöld fæddist á Framhald á bls. 27 HALLDÓR Pétursson kom með þessa mynd til blaðsins i gær og sagði sem rétt er, að það vantaði Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráðherra á áramótamynd Morgunblaðsins. En hér er bragarbótin. Ástæðan til þess að Vilhjálm vantaði á stjórnarskútuna sagði Halldór að væri sú, að hann heföi orðið strandaglópur heima í Mjóafirði. ÓlafsvOtingar fagna útfærslunni ALMENNUR borgarafundur I Ólafs- vlk — 29. des. 1975 — fagnar útfærslu fiskveiSilögsögunnar I 200 sjómílur og hvetur til raunhæfra aðgerða til verndunar og nýtingar fiskistofna innan landhelginnar. Fundurinn fórdæmir harðlega of- beldisaðgerðir Breta. sem með innrás herskipa í íslenzka landhelgi afhjúpa nýlendustefnu og heimsvaldapólitik sina I verki, stofna i hættu lifi islenzkra sjómanna við skyldustörf sin með árásaraðgerðum. Fundurinn skorar á þjóðina að sýna órofa samstöðu i þessu lifshagsmuna- máli og að ekki verði tekið I mál að semja nú við Breta um leyfi til veiða innan 200 sjm. landhelgi Jafnframt sendir fundurinn starfsmönnum Land- helgisgæzlunnar beztu kveðjur og þakkir fyrir mikilvæg störf þeirra í bar- áttunni við ofureflið COSTA BLANCA — BENIDORM Páskaferð — brottför 9. apríl Ferðamiðstöðin h.f. skipuleggur hópferðir á alþjóðlegar vörusýningar. Erum umboðsmenn fyrir ýmsar stærstu vörusýningar í Evrópu og veitum allar upplýsingar og þjónustu, svo sem aðgöngumiða, sýningarskrár, pöntum sýningasvæði o.fl. —w—v FRANKFURT jfj Heimtex 76 Vefnaðar- og teppasýning 14/1 — 18/1 '76 MUNCHEN mÍLib Bau 76 Byggingasýning 22/1 — 28/1 '76 KÖLN s Húsgagnasýning 20/1 — 25/1 '76. GLASGOW FERÐIR 27.500 kr. KANAREYJA- FERÐIR LUNDÚNA- FERÐIR Skíðaferðir til Austurríkis _______________ ____38.000 kr. Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9, simar 11255 — 12940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.