Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, I^AUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 5 Tveir hlutu út- varpsstyrkinn Jón Björnsson vinnur að tveim skáldsögum, Björn Bjarman einni Jónas Kristjánsson, formaður Rithöfundasjóðs rfkisútvarpsins og rithöfundarnir, scm hlutu styrk að þessu sinni, Björn Bjarman og Jón Björnsson. Myndin var tekin er styrkurinn var afhentur f Þjóðminjasafninu. SlÐDEGIS á gamlársdag var að venju veittur styrkur til rithöf- unda úr Rithöfundasjóði rfkisút- varpsins. Hlutu styrkinn að þessu sinni tveir rithöfundar, Jón Björnsson og Björn Bjarman, 200 þúsund krónur hvor. Starfsstyrk- Róleg og slysalaus áramót í Ólafsvík Ólafsvik — VEÐUR voru fremur góð sl. viku en nokkuð snjóaði, og er hér hvítt yfir allt. Rólegt og slysalaust var hér um jól og áramót. Lionsmenn settu upp lýsingu í Ólafsvikur- enni á nýársnótt, blasti nýja ár- talið 1976 þar við mönnum. Vonandi ber hið nýja ár í skauti sér hagsæld til handa landi og lýð. — Fréttaritari Tveir slasast í keðjuárekstri KEÐJUÁREKSTUR varð á Vest- urlandsvegi við Korpúlfsstaði Lentu þar fjórar bifreiðir f árekstri og tveir menn slösuðust, annar marðist á fótum, en brotn- aði ekki og hinn skarst, en brotn- aði ekki. Mennirnir voru fluttir f slvsadeild Borgarspftalans, en meiðsl þeirra reyndust ekki al- varlegs eðlis. Tildrög slyssins voru þau, að í stórhrfð og hvassviðri í gær, þar sem ekki sást út úr augum, drap vél bíls á sér á Vesturlandsvegi. Skömmu síðar, kom bíll út úr sortanum, en skyggni var aðeins örfáir metrar, og ók á hinn kyrr- stæða bíl og skömmu síðar kom þriðji bíllinn og ók aftan á hann. Fjórði og síðasti bíllinn var með mikinn snjóplóg framan á sér og hafði ökumaður þriðja bílsins yf- irgefið hann og ætlaði að aðvara ökumenn við kyrrstæðu bílunum þremur og freista þess að koma I veg fyrir frekari árekstra. JVissi hann þá ekki fyrr til en bíllinn með snjóplóginn ók á hann og lenti á þriðja bilnum. Þessi mað- ur skarst nokkuð. En um leið og bíllinn með snjóplóginn lenti aft- an á bílaröðinni var ökumaður annars bilsins í röðinni að huga að skemmdum á bíl sínum fram- anverðum og klemmdist hann á milli fyrsta og annars bíls, sem var hans eigin. Marðist þessi mað- ur á fótum. Rannsókn í fullum gangi RANNSÓKN á hvarfi Guðmundar Einarssonar og hugsanlegum þætti fjögurra ákveðinna manna í því er haldið áfram af fullum krafti. Ekkert nýtt hefur komið fram í yfirheyrslum yfir fjór- menningunum, umfram það sem þegar hefur komið fram í Mbl., að þvi er rannsóknarlögreglan tjáði blaðinu. Tveir af mönnunum fjór um hafa verið úrskurðaðir til að sæta geðrannsókn á meðan gæzlu- varðhaldsvist þeirra stendur en hún á að vera 90 dagar. Þeir eru báðir tvítugir. urinn var veittur við athöfn f Þjóðminjasafni, að viðstöddum forseta tslands, Kristjáni Eld- járn, ráðuneytisstjóra mennta- málaráðunevtisins, Birgi Thor- lacius, og fleiri gestum. Formaður sjóðstjórnar, dr. Jónas Kristjánsson, afhenti rit- höfundunum styrkinn og sagði m.a. að nú færi slík styrkveiting fram í 20. sinn. Sjóðurinn var stofnaður 1956 með samningi milli rithöfundafélaganna tveggja sem nú eru runnin saman í eitt samband, og ríkisútvarpsins og hafa 45 rithöfundar nú hlotið styrk úr honum. Eru styrkir þess- ir ætlaðir til ritstarfa, og gjarnan til utanferða og fylgja tilmæli um að, viðkomandi rithöfundur láti rikisútvarpið njóta efnis, er hann vinnur, en það er þó alveg óbund- ið. Rithöfundasjóður er myndað- ur af 3 þáttum: stofnfé með 750 þúsund kr. höfuðstóli, með 150 þús. kr. framiagi frá ríkisútvarpi og af ritlaunum sem ekki hafa gengið þar út, sem nú námu 150 þús. kr. Afhenti Jónas rithöfund- unum tveimur og bað þá vel að njóta. Björn Bjarman þakkaði fyrir hönd viðtakenda og vísaði m.a. i ummæli Gunnars Há- mundasonar: Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna. Báðir rithöfundarnir, sem nú hlutu styrk rikisútvarpsins, hafa á umliðnum árum flutt efni í rík- isútvarpið. Þekkja útvarpshlust- endur t.d. vel skáldsögur Jóns Björnssonar Jón Gerreksson, Val- tý á grænni treyju og Smyglarana úr Skerjagarðinum sem allar hafa verið lesnar sem framhaldssögur- og Steina í Ásgarði, sem var frum- flutt í útvarp. Og Björn Bjarman hefur lesið smásögur og flutt ann- að efni. Jón Björnsson rithöfundur hef- ur skrifað 20 skáldsögur, þar af 8 á dönsku, og hefur hann þýtt þær allar á íslenzku. Leikrit upp úr sögunni Valtýr á grænni treyju, sem út kom 1951, var flutt í Þjóð- leikhúsinu tveimur árum síðar. Jón kvaðst á undanförnum árum hafa unnið aðþýðingum á sögum sínum. En nú er hann með tvær nýjar skáldsögur í takinu, sem hann kvaðst ekki vita hvenær kæmu út. Önnur er um sögulegt efni frá tslandi. Hin gerist í Kaupmannahöfn í stríðinu og í stríðslok og er hálfsöguleg skáld- saga, að því er Jón sagði, fjallar bæði um íslenzkar og erlendar sögupersónur. Ekki kvaðst Jón vita hvað hann gerði við styrkinn, sagði að sig langaði út og þá til Norðurlanda. Vissi þó ekki hvort af því gæti orðið. Björn Bjarman rithöfundur kvaðst vera að vinna að skáld- sögu, fyrsta stóra verkinu, og vera kominn nokkuð á veg. Hann er í hálfs árs leyfi frá kennslu og kvaðst því í fyrsta skipti hafa tækifæri til að vinna að stærra verki að vetr til. Sagði hann að þessi skáldsaga væri allt annars eðlis en fyrri bækur hans tvær, sem báðar voru frá Keflavíkurflugvelli. Þaðan er líka sjónvarpsleikrit Björns, Pok- er. Var rétt byrjað á upptöku í fyrrasumar, en var frestað eftir dýra upptöku á Lénharði fógeta, og kvaðst Björn vonast til að það yrði tekið upp i sumar. Stjórn rithöfundasjóðsins skipa: dr. Jónas Kristjánsson, Andrés Björnsson, Hjörtur Páls- son, Kristinn Reyr og Jenna Jens- dóttir. 100.000. (hundrað þusundasti) viðskiptavinuríim •ÆLm sem von er a fljotlega, mun ta ao gjot tra ok xakta Ijósmyndavél í tösku að verðmæti kr.50.000.oo. Suðurlandsbraut 20, Hafnarstræti 17, Reykjavík Sími 82733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.