Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 Lífeyristryggingar óbreyttar: Tekjuþörf tryggingalíerfis mætt með 1% álagi á gjaldstofn útsvara — Með úttekt tryggingakerfisins er stefnt að nýrri löggjöf á hausti komanda Frumvarp til laga um breytingar á iogum um Almannatryggingar, sem samþykkt var á Alþingi fyrir bkemmst j, og felur í sér smávægi íega breytingu á verði lyfja og sér- íræðiþjónustu, sem og 1% gjald á gjaldstofn útsvara, er renni til trygg- ingakerfisins. hefur valdið nokkrum umræðum manna á meðal Hér er um bráðabirgðalausn að ræða, meðan yfir stendur úttekt á trygg- ingakerfinu, sem væntanlega leiðir til nýrrar lagasetningar fyrir árslok 1976. Rétt þykir, til frekari skýr- ingar á málavöxtum, að birta fram- sögu heilbrigðisráðherra, Matthlasar Bjarnasonar, með frumvarpinu, er hann mælti fyrir því á Alþingi (efri deild) og fer hún hér á eftir. Q Lyf og sér- ,r:?»ðibiónM«fjí Þetta trv urri brevt á Ibgi im um ain.iinr.atrygyinyar yerir r.íð fyrir því að breyta nokkuð greiðslum til ser fræðmga á þann veg. að þær hækki úr 30Ö kr í 600 kr og greiðslu samlags- manna í lyfjakostnaði á þann hátt, að lyf samkv. lyfjaverðskrá 1 verði 300 kr í stað 200 kr . sem nú er. og lyf samkv lyfjaverðskrá 2 fari í 600 kr í staðinn fyrir 400 kr eins og nú er Þá er ennfremur lagt til, að röngent greining og geislameðferð samkv gjaldskrá, sem daggjalda nefnd setur. fari í 600 kr fyrir hverja röngent- greiningu og jafnframt, að ráðh er með reglugerð heimilað að breyta greiðslum samlagsmanna samkv þessari gr svo og að ákveða með reglugerð hámark eininga lyfja á ís- í mdi Að vísu er heimilt fyrir ráðh að breyta greiðslu samlagsmanna með reglugerð. en það er ekki ákvæði i lögum um það, að það sé hægt að ákveðavmeð rcgluyerð hámark eininga lyfja á íslandi Þeua teijurn við réit aó geia, að fenginni þeirri reynslu, að skammtarnir geta orðið óeðlilega háir eða óeðlilega stórir, sem læknir setur á lyfseðil, og auðvitað eftir þvi sem samlagsmaður greiðir hærri upphæð, þá vaknar kannski frekar sú viðleitni að auka magnið á hverju lyfi, en það höfum við nú séð og þekkjum sennilega allir hvað mikið hleðst á stundum upp af meðulum hjá fólki, sem það máske ekki notar til fulls sem verða svo ónýt með tið og tima Þetta er fyrsta breytingin ef frum- varpið gerir ráð fyrir þessum hækkun- um á lyfjaverðinu og röngentgreiningu og greiðslu til sérfræðinga 0 1 % álag á gjaldstofn út- svara 1976 í 2 gr er breyt á að framlög sveitarfélaga greiðist til sjúkrasamlags mánaðarlega miðað við fjárhagsáætl- un, en er nú i gildandi lögum ársfjórð- ungslega í 3 gr er raunverulega aðalefni þessa frv Það er það, að á árinu 1976 skuli sveitarfélög innheimta 1 % álag á gjaldstofn útsvara og skulu standa sjúkrasamlögum skil á fyrirfram- greiðslu eða hlutfallslegri innheimtu þess mánaðarlega, þannig að ekkert sveitarfélag eigi að greiða meira en það innheimtir hverju sinni og við ákvörðun Tryggingastofnunar rikisins um framlag ríkissjóðs til sjúkrasamlaga samkv 49 gr skal taka tillit til þessa framlags til hlutfallslegrar lækkunar á framlagi ríkissjóðs Það þykir ekki fært að setja inn í 49 gr laganna ákveðinn hundraðshluta af hækkun sveitarfélags í sjúkratryggingunum vegna þess, að þá gæti orðið þar eitthvað bil á milli þess sem er i raunveruleikanum, þannig að sum sveitarfélög þyrftu þá að greiða meira heldur en þessi gjaldstofn leyfir eða þá önnur minna, svo að það er rétt að halda því hlutfalli sem er i gildandi lögum, sem eru 90% sem er rikisgreiðslan og 10% sem er greiðsla sveitarfélaga. en þetta bætist við, enda mun þetta ekki gilda nema á árinu 1976 Almannatryggingalög- gjöfin er í endurskoðun Þar hefur verið unmð mjög mikið starf frá hendi þess manns, sem tók að sér að kanna almannatrygginy .löggjöfina, Guðjóns Hansen, tryggingafræðings, og nú er þegar að byrja vinna þeirrar nefndar, þar sem stjórnmálafl allir eiga sinn fulltrúa og að þvi er stefnt, að þessari endurskoðun verði lokið fyrir næsta haust, þannig að ný löggjöf taki þá gildi 0 Lífeyris trygg- ingar óbreyttar Samkv þessu er ekki gerð till. um neinar breyt á lifeyristryggingunum. Þær halda áfram á þessu ári óbreytt- ar Það, sem kom til greina að gera, var að auka á einhvern hátt framlag þeirra, sem þurfa að hggja inni á sjúkrahúsum, þ e beinar greiðslur til sjúkrahúsanna að einhverju leyti eða að hluta — eða að leggja persónugjöld á ibúa landsms eða á skattþegnana, eða þá að fara þessa leið, að sveitar- félög hækki útsvar eða álag á útsvars- gjaldstofninn um 1% Að þessu máli mjög vandlega athuguðu var talið, að það væri eðlilegast að leggja þessi útgjöld á menn eftir tekjum en ekki i nefskatti eða greiðslu á þá, sem eru inni á sjúkrahúsum. Þó að þetta frv verði samþ , þá er ekki því að leyna, að það gerir ráð fyrir nýjum útgjöldum á samlagsmeðlimi upp á 480 millj. 100 millj. kr. er talið að hægt sé að spara í framkvæmd tryggingakerfisins á árinu 1976 oq þá hefur verið reiknað með því að það mætti spara það í framkvæmdinni nokkurn veginn jafnt á lífeyristryggingum og sjúkratrygging- um. 0 Kostnaðarhækkun sjúkratrygginga 4 milljarðar 1 976 Hækkun á framlagi rikissjóðs hefur verið glfurleg á tryggingunum á und- anförnum árum og þrátt fyrir þetta frv er hækkunin á sjúkratryggingunum um 4 milljarðar eða tæpir 4 milljarðar á milli ársins 1975 og 1976 Sjúkra- rúmum fjölgar verulega og siðan koma kauphækkanir mjög tilfinnanlega við þennan lið, þvi það er talið að I sjúkra- húsarekstrinum sé 70% launakostnað- ur Þetta er eðlilega mjög hátt hlutfall, þar sem hér er um að ræða stofnanir, sem eru reknar allan ársins hring og allan sólarhringinn, og er auðvitað launakostnaður mjög mikill 0 40% sjúkrahúsa ríkisspítalar — 60% á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka Nú, það má lika um það deila og á það benda, að ríkissjóður hefði alveg Verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga: Stefnumörkun fulltrúaráðs- fundar sveitarstjómarmanna — Samstarfsnefnd skipuð til heildarendur- skoðunar á verkefna- og tekjuskiptingu NÝ löggjöf um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem felur I sér iyrstu skrefin í verkefnatilfærslu og skarpari skilum milli verksviða, sem að er stefnt, hefur valdið nokkrum úlfaþyt, einkum I málgögnum stjórnarandstöðunnar. í umræðu um þetta mál á Alþingi tók m.a. til máls Ólafur G. Einarsson, fyrrv. sveitar- stjóri I Garðahreppi og um langt árabil stjónarmeðlimur í Sambandi islenzkra sveitarfélaga. Þar sem fáum pingmönnum eru betur kunn mark- mið sveitarstjórnarmanna f þessu efni fer ræða sú hér á eftir, sem hann flutti I neðri deild Alþingis 18. desember sl.: Ég skal nú ekki eyða mörgum orðum um þetta mál hér við þessa umr , enda liðið nokkuð á nótt, en ég þarf að koma hér að nokkrum leiðréttingum vegna ummæla sem fallið hafa hér i umr. Hv þm Svava Jakobsdóttir komst að orði eitthvað á þá' leið, að með þessu frv væri gengið gegn óskum Sambands fsl. sveitarfélaga, eins ög ég held, að þm hafi orðað þetta í þess- um orðum þm. felst. að hér sé að manni skilst jafnvel flutt frv , sem sé í hreinni andstöðu við dskir Sambands fsl. sveitarfélaga Þetta mál, hreinni verkaskipting milli rikis og sveitar- téiaga, hefur verið áhugamál Sam- bands fsl. sveitarfélaga um árabil Allt frá árinu 1969 hafa verið haldnir ár- legir fundir um þetta mál, tveir fulltrúa- ráðsfundir á árinu 1969 og á árinu 1974 voru dregnar saman till. Sam- bandsins í handbók sveitarstjóna nr 12. 0 Almennings- bókasöfn Ég skal drepa hér á þau atriði sem hv þm Svava Jakobsdóttir gerði eink- um að umræðuefni, þ.e.a.s. almenningsbókasöfn, dagvistunar- heimili og elliheimili Ég skal drepa á það, sem í þessari handbók stendur og með því held ég. að sannist, að ekki sé um að ræða í þessu frv handahófs- kennt verkefnaval eins og þm komst að orði Um almenningsbókasöfnin segir þetta „Lagt er til að bygging og rekstur bókasafna og bókhlaða verði algerlega í höndum sveitarfélaganna og lands- hlutasamtaka sveitarfélaga, þe að komið verði upp stórum héraðs- eða landshlutabókasöfnum, sem síðan hefðu útibú við skólabókasöfn og sam- vinnu við lestrarfélög." Þetta segir i þessari handbók Ég held, að það megi segja, að hin einstöku bókasöfn úti um land, hvort heldur eru héraðsbókasöfn- in eða bókasöfn einstakra sveitarfélaga hafa vaxið þrátt fyrir afskipti ríkisinsaf þeim málum, en ekki vegna þeirra Framlög ríkisins til almenningsbóka- safna hafa verið hreint smáræði miðað við það, sem sveitarfélögin hafa lagt af mörkum, og ég sé ekki nokkra ástæðu til að ætla að það verði um afturför að ræða i þessum efnum, þótt þetta verk- efni fari alfarið yfir til sveitarfélaganna. 0 Dagvistunar- stofnanir Um dagvistunarstofnanirnar er nokkur kafli í þessari skýrslu Sam- bands fsl. sveitarfélaga Þar er rætt nokkuð fyrst um lög sem sett voru 1973. Ég vek athygli á þvi að í VI. kafla frv er væntanlega um prentvillu að ræða, þar sem vísað er til 1 nr. 29/1963, það hlýtur að eiga að vera 1973, þar segir svo um þetta verkefni: „Hér er um að ræða mjög stað- bundna starfsemi, sem er dæmigert verkefni sveitarfélaga. Væri því eðli- legt, að sveitarfélögin ein eða í sam- vinnu við áhugamannafélög f sveit- arfélaginu hefðu þessa starfsemi með höndum." Það segir hér svo áfram: „Telja verður að tilgangurinn með setningu 1 nr. 29/1 973 um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistunarstofn- ana hafi verið sá að örva sveitarfélög og aðra aðila til að auka starfsemi sína á þessu sviði og að styðja þau fjárhags- lega, þar eð þeir væru ekki taldir hafa fjárhagslegt bolmagn til þess Sam- band ísl sveitarfélaga litur hins vegar svo á, að eðlilegra hefði verið að búa svo að tekjustofnum sveitarfélaganna, að þau gætu leyst þetta verkefni ein án fjárstuðnings ríkisvaldsins '' Þetta hefur verið og er stefna sú sem mörkuð hefur verið af sveitarstjórnum í landinu 0 Elliheimili Um elliheimilin er að visu ekki farið mjög mörgum orðum í þessari skýrsiu, en það segir hér á einum stað í till . ..að sveitarfélögin annist félagslega þjónustu, þar með talin framfærslu- mál, bygging og rekstur dagvistunar- stofnuna, hygging og reksþjr leikvalia. heimilishjálp og málefni aldraðra, þar með talin bygging og rekstur dvalar- heimila, svo og húsnæðismál o.s.frv." Með þessu held ég, að ég hafi hrakið það, að hér sé verið að hreyfa máli, sem sé I andstöðu við Samband ísl sveitarfélaga og þar með að hér sé um handahófskennt verkefnaval að ræða Um þetta mætti fara mörgum fleiri orðum, en ég skal ekki eyða miklum tlma I þetta Ég get þó ekki látið hjá liða að benda á það, að afskipti rikisins af dagvistunarmálunum hafa slður en svo orðíð til þess að flýta fyrir fram- kvæmdum á þvi sviði. Og ég fullyrði það að þessi afskipti rlkisvaldsins eru til óþurftar Ég viðurkenni hins vegar, að það er eðlilegt. að viss leiðsögn komi frá rikisvaldinu um þessi efni, en ég viðurkenni ekki, að rlkisvaldið þurfi þar að segja sveitarfélögunum fyrir verkum I einu og öllu 0 Skref áleiðis Ég get bent á það sem dæmi, að ef Reykjavikurborg færi eftir þeim norm- um, sem rn. hefur sett, þá þyrfti að fækka á núverandi dagvistunarstofnun- um borgarinnar um 100 börn. Það er talið að það kosti um eina millj kr hvert pláss fyrir barn á dagvistunar- stofnunum. Þetta þýðir m.ö.o., að ef Reykjavikurborg ætlar að standa I stað, þá kostar það 100 millj kr Ég gæti nefnt ýmis dæmi um það, hvernig þessi mál hafa snúizt I höndum sveitar- stjórna. sem ætlað hafa sér að leysa þessi mál með snöggu átaki og með ódýrum hætti en hafa verið stöðvuð I þvi vegna afskipta rlkisvaldsins Það hafa held ég allir stjónmálaflokkar lýst yfir fylgi við það að verkaskipting milli rikis og sveitarfélaga verði gerð skýrari og að verkefnin verði fleiri yfirfærð til sveitarfélaganna Hún kemur mér þess vegna á óvart sú andstaða, sem þetta frv. fær hjá hv stjórnarandstæðingum Hér er vissulega ekki um neina varan- lega úrbót að ræða Það skal og fús- lega viðurkennt að skrefið er ekki ýkja stórt. En skref er það samt, og ég er sannfærður um það að það er heppi- legra að yfirfæra þessi verkefni smátt og smátt fremur en að stlga allt of stórt skref I einu Það sýnir sig I umr. um þessi mál, að það er nokkur ágreining- ur meðal sveitarstjórnarmanna, þótt þeir hafi I meginatriðum áður lýst fylgi slnu við það að einmitt þessi verkefni verði yfirfærð Það er nefnilega svo að menn fara þá að Ifta I eigin barm, og velta þvl fyrir sér hvernig þetta komi við þeirra sveitarfélag og þegar þeir sjá það að kannskí fyrsta árið eða fyrstu tvö árin kemur þetta viðkomandi sveit- arfélagt illa þá ætlast þessir ágætu menn til að stefnan I þessum málum Matthlas Bjamason, heilbrigðismóla ráðherra. eins getað bætt þessu á sig og hækkað fjárlögin sem þvi nemur Við teljum aftur, að það sé eðlilegt, að framlag sveitarfélaganna eða þeirra þáttur I sjúkratryggingunum hækki frá þvi sem verið hefur og ég vil einnig nefna það, að um 60% af sjúkrahúsum I landinu eru undir stjórn og I eigu sveitarfélaga. félagasamtaka og einkaaðila, en 40% eru aftur rikisspitalar eða algjörlega rlkisrekin sjúkrahús. Svo að út frá þessu er það eðlilegt að auka hlutdeild sveitarfélaganna I sjúkrahúsarekstrin- um og ég fyrir mitt leyti tel brýna nauðsyn bera til þess að breyta dag- gjaldareglunum, sem nú hafa verið I gildi um nokkurt árabil. á þann veg að taka upp fjárhagsáætlanir hjá öllum sjúkrahúsum, ekki eingöngu rikis- spltölum eins og nú er gert, og taka upp nokkurs konar norm og ákveða daggjöldtn fyrirfram Þá sé ég ekki annað mögulegt en að taka tillit til kauphækkana og talsverðra verð- hækkana annarra á þvi timabili, sem þessi daggjöld eiga að gilda en afnema með öllu að rlkissjóður greiði hallann af sjúkrahúsunum eftir á, eins og nú er, því að með þessu fyrirkomulagi eru eiginlega öllum gefnar frjálsar hendur I þessum efnum Þeir sem sýna mestan sparnað og aðhald segja sumir hverjir; ja, til hvers erum við að þessu, þegar hallinn er greiddur eftir á og færður inn I sjúkratryggingarnar? Þetta er auðvitað sjónarmið. sem á fullan rétt á sér, og yrði til þess að beita frekara aðhaldi, enda verðum við alls staðar að beita aðhaldi i okkar þjóðarbúskap og þá auðvitað ekki slst I tryggingamálun- Framhald á bls. 19 Ólafur O. Einarsson, alþingismaður verði mörkuð með tilliti til þeirra Sllkt er að sjálfsögðu ekki hægt 0 Fræðsluskrifstofur Ég vil aðeins segja vegna þess, sem fram kom hjá hv. þm. Sighvati Björg vinssyni um fræðsluskrifstofurnar, að menn verða að gera sér grein fyrir því, að þær eru ekki með í þessu frv , vegna þess að hér er verið að yfirfæra verkefni, sem hafa verið til hjá rlkinu, til sveitarfélaganna. Rekstur fræðslu- skrifstofanna er hins vegar nýtt verk- efni sem ætlað var samkv. grunnskólal að koma rekstrarlega í hlut landshluta samtaka sveitarfélaga Þegar þau lög voru sett, gunnskólalögir^ þá held ég að menn hafi gengið út frá því sem gefnu, að landshlutasamtökin yrðu lög- fest Svo varð ekki og ég held, að það megi fullyrða að það sé enginn áhugi á því hér í hv Alþ að lögfesta þau. Og ég held, að það megi líka fullyrða að sá áhugi, sem var hjá sveitarstjórnar- mönnum fyrir 1-—2 árum, sé ekki lengur fyrir hendi. Það veldur því að ég er því andvígur að fræðsluskrifstofurnar verði reknar af landshlutasamtökunum, vegna þess að þau eru ekkert annað en áhugmanna- samtök og það fer illa á því að lög- gjafarvaldið sé að fela slikum samtök- um verkefni sem þetta Það verður þess vegna að leysa sérstaklega og með öðrum hætti heldur en i þessu frv. Það þýðir sjálfsagt ekkert að deila við þá menn, sem halda því fram, að elliheimilisbyggingarnar verði ekki leystar af sveitarfélögunum einum. Ég skal ekki ræða það en ég tel að með Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.