Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 13 CIA neitar að hafa sent menn til Angóla Washington 2. janúar AP — Reuter. BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA gaf ( dag út yfirlýsingu, þar Brezkur íhalrtsjnn^maAur: Hvetur til nýrra landhelg- isviðræðna London, 30. desember. Cinkaskeyti til Mbl. frá AP. BREZKI þingmaðurinn Michael Brothertan (Ihalds- flokknum) hvatti ( dag til þess að hafnar yrðu „gamlar og góðar diplómatfskar þreifanir bak við tjöldin" milli (slenzkra og brezkra valdhafa til að binda endi á fiskveiði- deiluna. Brotherton sagði þetta er hann hitti Niels P. Sigurðsson, sendiherra tslands ( London, sem tjáði þing- manninum hins vegar að (slenzka rfkisstjórnin myndi ekki taka ( mál að hefja nýjar samningaviðræður fyrr en Bretar kölluðu freigáturnar út úr 200 mdunum. Brotherton sagði fréttamönnum eftir fundinn: „Aðaltilgangur heimsóknar minnar (sendiráð- ið var að leggja á það áherzlu við sendiherrann hversu brýn þörf er á nýjum viðræðum. Ég trúi ekki að við þurfum að bfða eftir þvf að manntjón verði áður en við getum setzt aftur að samningaborðinu." Brotherton sagði að mesti vandinn væri, sá að fslenzka rfkisstjórnin hefði tekið ósveigjanlega afstöðu. sem sagði að fréttin í Bostonblað- inu Christian Science Monitor um að CIA hefði þjálfað og sent 300 fvrrverandi bandaríska her- menn til Angóla, væri hreinn uppspuni. Talsmenn Hvfta húss- ins, varnarmálaráðunevtisins og utanrfkisráðuneytisins báru þessa frétt einnig algerlega til baka. I frétt blaðsins sagði einnig að 300 menn hefðu hlotið þjálfun til viðbótar og biðu þess að verða sendir til Angóla. Frétt þessi kemur í kjölfar sjón- varpsviðtals fyrir nokkrum dög- um við menn, sem sögðust hafa barizt í Vietnam, og héldu því fram, að þeir hefðu undirritað samning um að fara til Angóla og berjast. Ford Bandarikjaforseti og Henry Kissinger utanríkisráð- herra hafa báðir lýst opinberlega áhyggjum sínum með þróun mála í Angóla, einkum þætti Sovétríkj- anna og Kúbumanna í aðstoð við marxistahreyfinguna MPLA. Hafa þeir gefið skýrt til kynna, að Bandarfkjamenn muni eftir mætti aðstoða andstæðinga MPLA f baráttunni, UNITA og FNLA, en lagt höfuðáherzlu á að Bandaríkin muni ekki senda menn, aðeins fjárhagslega aðstoð. Hafa Bandaríkjamenn þegar veitt 32 milljónir dollara til FNLA og UNITA. Ron Nessen, blaðafulltrúi Fords forseta, neitaði í dag að svara spurningum fréttamanna um hvort verið væri að þjálfa menn af öðru þjóðerni en banda- rísku til að senda til Angóla. Vilja nýja rannsókn á morði dr. Kings Now York 2. janúar AP-Reuter. FRÉTTADEILD bandarfsku sjón- varps- og útvarpsstöðvarinnar CBS hefur hvatt til þess að ný rannsókn fari fram á morði bandarfska blökkumannaleið- togans Martins Luther Kings, sem myrtur var 1968. I heimildamynd um morðið í Memphis er sagt, að það séu svo margar spurningar f samhandi við mál þetta, sem ekki hafi fengizt fullnægjandi svör við, að það réttlæti nýja rann- sókn. Fréttamaðurinn Dan Rather, sem stjórnaði rannsókn CBS á málinu í sambandi við gerð myndarinnar, segir að það sé ekki fullsannað, að James Earl Ray, sem dæmdur var í 99 ára fang- elsi fyrir morðið, hafi verið einn að verki. Ray sjálfur hef- ur tekið játningu sína aftur og farið fram á nýja málsrann- sókn. Rather segir, að eng- in vitni hafi verið að því að skotið var á King, engin rjúkandi byssa hafi fundizt og enginn getur bent á mann, sem flúði af staðnum. Þá hefur ekki verið sannað að fullu hverjar forsendur Ray hafi haft fyrir morðinu og játning hans, sem tekin hafi verið sem fullgild sönnun á sekt, hafi verið dregin til baka, þremur dög- um eftir að dómur féll. Fór Ray þegar fram á ný réttarhöld og verður tekin afstaða til kröfu hans innan skamms. Segir CBS, að aðeins opinber rannsóknar- nefnd geti gengið úr skugga um hvort ym samsæri hafi verið að ræða eða ekki. 1 AP-myna FORD A HAUSNUM — Ford Bandarfkjaforseti er léttur f lund þótt pann hafi farið á hausinn f skfðaiðkunum sfnum f Vail f Colorado-fylki um jólin. Til taks vinstra megin á myndinni er þó öryggisvörður, en til hægri er skfðakonan Susie Patterson. ‘J Feel Vvc Forgotten Somethirig...’ ‘Oh, Ycs.' Myndin táknar samskipti Gandhis við fjölmiðla f Indlandi. „Eg hef gleymt einhverju, já þessu," segir forsætisráðherrann og ber f jölmiðlana niður með offorsi. Indira frestar kosningum og boðar stjómarskrárbreytingar Nýju-Delhi 2. janúar AP — NTB. LANDSFUNDUR indverska Kongressflokksins, flokks Indiru Gandhis forsætisráðherra, sam- þvkkti um helgina að nevðar- ástandið f landinu, sem lýst var yfir 26. júnf 1974, skvldi gilda áfram um óákveðinn tíma og sam- þvkkti einnig tillögur rfkisstjórn- arinnar um að fresta nýjum þing- kosningum f landinu. I ræðu á fundinum gaf forsætis- ráðherrann ákveðið til kynna að umfangsmiklar breytingar yrðu gerðar á stjórnarskrá landsins. Er búizt við að frú Gandhi muni leggja fram á næstunni tillögur um stjórnarskrárbreytingar, en þingfundir hefjast að nýju á mánudag. Talið er hugsanlegt að breytingartillögurnar hafi í för með sér að upp verði tekið for- setavald svipað og nú er í Frakk- landi. Frú Gandhi lýsti því yfir í nýársræðu sinni, að hún teldi að þingið hefði fulla heimild til að gera stjórnarskrárbreytingar án þess að leggja þær undir þjóðar- atkvæðagreiðslu, eða láta kjósa sérstakt stjórnarskrárþing. I ræðu sinni gagnrýndi frú Gandhi harðlega ónefnd erlend öfl, sem reyndu að vera með íhlutun í indversk innanríkismál og sagði að enn væru uppi öfl, sem reyndu að skapa óróa og öngþveiti í Ind- landi og yfirlýst neyðarástand hafði bjargað Indlandi frá öng- þveiti sem því, sem ríkti i nágrannaríkinu Bangladesh í kjölfar erlendrar íhlutunar. Eldhafið gaus upp á nokkrum sekúndum La Louviere, Belgíu 2. janúar AP. BLÖÐ f Belgfu krefjast f dag stóraukins eldvarnareftirlits f landinu í kjölfar brunans í litlu veitingahúsi á gamlárskvöld, sem kostaði 15 ungmenni lffið og 33 brenndust, sum mjög alvarlega. Slökkviliðsmenn segja að veit- ingahúsið hafi verið hrein eld- gildra og að bent hafi verið á fyrir þremur árum, að slökkvi- búnaði og nevðarútgöngum hafi verið mjög áhótavant, en engar úrbætur hafi verið gerðar. Húsið var troðfullt, er eldurinn kom upp og varð alelda á aðeins þrem- ur mfnútum og ægileg skelfing greip um sig meðal gesta. Einn þeirra, sem komust lffs af, sagði að það hefði komið eins og smáblossi við afgreiðsluborðið, en sfðan hefði salurinn orðið al- elda á að því er virtist örfáum sekúndum. Hefur eigandi hússins nú verið ákærður fvrir manndráp. ■ ■■ ' \f/ ERLENT . 4- Nýtt námskeið hefst aftur 5. janúar 6 vikna tvisvar til fjórum sinnum í viku. Dag- og kvöldtímar. Sauna, sturtur, sápa, sjampó, gigtar-lampi, háfjallasól, olíur og hvíld, nudd, vigtun, og matarkúr. Sentimetramál tekið. Sérstakt megrunarnámskeið 4 sinnum í viku með verðlaun sólarferð með Flugfélagi Íslands. Mjög góður árangur hefur verið á þessum námskeiðum. Æskilegt væri að pantaðir tímar væru ítrekaðir 4. janúar milli kl. 2 og 5, og verður þá opið, einnig er hægt 'að hringja í síma 42360. Nýir nemendur láti innrita sig í síma 42360, 31486 og 43724. eba Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.