Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 7 Lífskjör al- mennings hald- ist í horfi i áramótahugleiðingum Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra segir m.a.: „Við þessi áramót von- um við, að það versta sé að baki I efnahagserfið- leikum tveggja sfðastlið- inna ára. Það mun hald flestra kunnáttumanna, að nú fari að rofa til f þeim efnum, að sól fari senn að hækka á lofti á þvf sviði. Það er þó von, en engin vissa. Nokkur batamerki eru þó þegar sýnileg. Þannig hefur til muna dregið úr verð- bólguhraðanum á sfðari helmingi þessa árs, sem nú'er að kveðja. Lfkur eru til þess, að talsvert dragi úr viðskiptahallanum á komandi ári, og er það raunar alveg óhjákvæmi- legt. þvf að án þess siglir þjóðarskútan beint f strand. Á hvorugu þessu sviði má þó búast við stór- stlgum breytingum, enda getur verið vafasamur ávinningur að of snöggum umskiptum. Bati er þó bundinn þvf skilyrði. að þjóðin snfði sér stakk eftir vexti f eyðslu og fram- kvæmdum, þ.e. fari ekki fram úr þvf, sem getan leyfir. Afkoma rlkissjóðs ætti að fara batnandi á þvf ári, sem nú fer I hönd, nema einhver óvænt atvik komi til. Þó að fram- kvæmdir dragist eitthvað saman, verður að leggja áherzlu á að tryggja at- vinnuöruggi og fullkomna framleiðslustarfsemi. En hinn gullni meðalvegur á milli þensluhjöðnunar og nægrar atvinnu getur verið vandrataður. Von- andi tekst að þræða þann stfg með þeim hætti. að Iffskjör almennings geti haldizt f horfi og heldur farið batnandi." Gefið visst fordæmi Um kjaramál sagði ráð- herrann: „Óleyst kjaramál eru mönnum eitt helzta áhyggjuefni um þessar mundir. Með kjarasamn- ingum við Bandalag háskólamanna hefur verið gefið visst fordæmi. Lög um framlengingu fresta hjá Kjaradómi sýna, að ríkisvaldið vill gera sitt ýtrasta til að leysa kjara- mál opinberra starfs- manna með samningum. Nú þarf að nota tlmann vel. Aðilar þurfa að setjast niður og ræða málin f fullri einlægni og með þeim fasta ásetningi að ná endum saman. Öllum eru augljósar þær forsendur, sem fyrir hendi eru. Lausn þarf að finna á þvf samn- ingsréttarmáli, sem opin- berir starfsmenn virðast setja á oddinn. Ég held, að þar þurfi þeir að sætta sig við að ná markinu f áföngum. Með gagn- kvæmum skilningi ætti það mál að leysast. í almennum ályktunum hefur Alþýðusambandið sett fram stefnumið, sem á margan hátt eru hófleg og skynsamleg miðað við aðstæður. Þær ályktanir þurfa sumar hverjar nánari skýringar og skiln- greiningar við. Nú rfður á, að atvinnurekendur láti ekki á sér standa. Það hlýtur öllum að vera Ijóst, að ekki verður komizt hjá einhverri kauphækkun. Það þarf að ganga að þvf að ræða málin og koma þeim á hreyfingu. Þagnar- þófið er tfmaeyðsla. Það er öllum mestur óhagur, að hjól atvinnulffsins stöðvist. Það mun ekki standa á rfkisstjórninni að gera þvf það sem f hennar valdi stendur til að greiða fyrir skynsamlegri lausn þessara kjaramála. En góður vilji og gagnkvæm- ur skilningur er aðalatrið- ið, og það sem mest veltur á." Léttvæg og mótsagna- kennd gagn- rýni Enn segir dómsmálaráð- herra: „Ég ætla ekki á þessum vettvangi að svara hinni ýmislegu gagnrýni, enda verður sú vörnin oft bezt að láta verkin tala, og gagnrýni stjórnarandstöð- unnar hefur satt að segja f flestum tilfellum verið léttvæg og með afbrigð- um mótsagnakennd. En það er eitt atriði, sem mig Ólafur Jóhannesson. langar til að vfkja að. Menn segja gjarnan, að stjórnin sé ekki nógu ákveðin og einbeitt og of svifasein og deig við að beita valdi. Menn segja, að stjórnin sé svo sterk, hafi svo stóran þingmeiri- hluta að baki, að hún gæti farið sfnu fram með meiri skörungsskap. Stjórnin styðst við öflugan þingmeirihluta, satt er það, og er f þeim skilningi sterk stjórn. Það er fólginn í þvf styrkur að vita sig vera sterkan. En hitt er ekki hyggilegt að gera of mikið af þvf að beita valdi — að láta menn kenna aflsmunar. Ég held, að málamiðlun sé talsvert rfkt einkenni fs- lenzkra stjórnarhátta, þrátt fyrir meirihluta þing- ræði, enda hafa sam- steypustjórnir lengst af setið að völdum hér á landi. Heiðarlegt samstarf jafn ólíkra flokka og Framsóknarf lokksins og Sjálfstæðisflokksins hlýt- ur að byggjast á margvfs legri málamiðlun og tilliti til mismunandi sjónar- miða samstarfsflokkanna. Slfk málamiðlun getur tekið tíma og krefst vinnu. Hún krefst þess, að hvor um sig sýni sann- girni." Messur á morgun DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. ÁSPRESTAKALL. Barnasam- koma í Laugarásbíói kl. 11 árd. Messa að Norðurbrún 1 kl. 2 síðd. Séra Grímur Grímsson. HATEIGSKIRKJA. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Arngrímur Jóns- son. LAUGARNESKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Séra Garðar Svavarsson. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS.Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. ÁRBÆJARPRESTAKALL. Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl. 11 árd. (Foreldrar velkomn- ir með börnum sínum). Séra Guðmundur Þorsteinsson. NESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Frank M. Halldórsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. í Breiðholtsskóla. Séra Lárus Halldórsson. FÍLADELFlUKIRKJAN. Almenn guðþjónusta kl. 8 siðd. Einar J. Gíslason. HALLGRÍMSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar. Séra Karl Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA. Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Ólafur Skúla- son. LANGHOLTSPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Árelíus Níelsson. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma i Vighólaskóla kl. 11 árd. Messa í Kópavogs- kirkju kl. 11 árd. Séra Þor- bergur Kristjánsson. KARSNESPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 11 árd. i Kársnesskóla. Guðþjónusta kl. 2 siðd. í Kópavogskirkju. Séra Árni Pálsson. GRENSÁSKIRKJA. Guðsþjón- usta kl. 11 f.h. Sr. Jónas Gísla- son lektor messar. — Sóknar- prestur. munið þrettándagleðina í Átthagasal Hótel Sögu, á morgun sunnudag kl. 3. Miðar við innganginn. Stjórnin. Vinningsnúmerin í happ- drætti Styrktarfélags vangefinna 1 . vinningur Citroen C—X nr. Z—1 1 6. 2. til 6. vinningur bifreið að eigin vali að upphæð 700.000 þús. kr. nr. G — 10701, Y 3865, R — 31003, R — 42590, S — 1 142. Þökkum stuðninginn. Styrktarfélag vangefinna. \ & & & \ & ^ Læriö . að f & ^ dansa Eðlilegur þáttur í almennri menntun hvers einstak/ings ætti að vera að læra að dansa. Ath. Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru í dansi. Auka afsláttur ef foreldrar eru Hka. Innritun hefst mánudaginn 5. janúar \ \ \ & 1t Dansskóli Hermanns Ragnars Heykjavík: 3-6 1-41 Dansskóli Sigvalda Reykjavík: 8-47-50 Hafnarfjörður: 8-47-50 Akranes: 1630 Borgarnes: 7287 Ballettskóli Eddu Scheving Reykjavík: 4-33-50 Ballettskóli Sigríöar Ármann Sími 3-2 1-53 Jazzdansskóli Iben Sonne Reykjavík: 1-23-84 Dansskóli Heiöars Ástvaldssonar Reykjavík: 20-345 2-49-59 v Seltjarnarnes: 8-48-29 Kópavogur: 8-48-29 Hafnarfjörður 8-48-29 Keflavík: 1690 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Oéé TRYGGING fyrir réttri tilsögn ídansi 1t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.