Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976
21
fclk í
fréttum
Sinatra sextugur
+ Frank Sinatra er svo lftið ber
á orðinn — hvorki meira né
minna en — sextfu ára gamail.
Það er þó nokkur sárabót, að
hann getur horft glaður um öxl,
enn er ekkert lát á aðsókn að
hljómleikum hjá honum. Vel-
gengni hans er með ólfkindum
eftir þvf sem hann segir sjálf-
ur, og þeirri sögu trúum við
eins og nýju neti. Hann segir að
á sfðastliðnu ári hafi hann
haldið hljómleika f 30 borgum f
8 löndum, komið 104 sinnum
fram á 105 dögum og fagnandi
áheyrendur hans hafi gert gott
betur en að fylla milljónina. —
Og tekjurnar? Biðjið fyrir
ykkur; skv. sömu upplýsingum:
Á þrettánda hundrað millj. fsl.
kr. — og hananú. Með þessar
staðreyndir f huga skilur
maður mætavel þá yfirlýsingu
söngvarans rétt fyrir afmælið,
að hann tæki ekki á móti nein-
um afmælisgjöfum, ekki einu
sinni frá nánustu skvldmenn-
um. „Pabbi sagðist ekki kæra
sig hót um hálsbindi eða skvrt-
ur,“ sagði Tina dóttir hans, „og
hann fékk hvorugt.! okkar fjöl-
skvldu er það pabbi, sem
ræður.“
Synti 9 daga gömul
+ Hér sjáum við 18 mánaða
gamla sunddrottningu frá
Múnehen. Afrekskonan sú arna
heitir Stefanie Stadler og er að
vippa sér upp á bakkann með
snúðinn sinn f munninum.
Þetta er sko ekki aldeilis
hennar fyrsti sundsprettur —
hún tók f.vrstu sundtökin
aðeins nfu daga gömul f barna-
sundskóla f Múnchen.
+ Enski sjónvarpsmaðurinn
David Frost var um daginn
dæmdur f umtalsverðar fjár-
sektir fvrir rétti f London.
Hann hafði neitað að blása f
hlöðruna hjá lögreglunni eftir
að hafa verið stöðvaður á þjóð-
vegi fyrir utan London, grunað-
ur um ölvun við akstur.
BOBB & BO
^iGMÚMD “■
Héldu
jól í
Sviss
+ Elizabeth Tavlor er sæl á
svip þrátt fyrir hjólastólinn,
það fer ekki milli mála.
Richard Burton er þarna að
sækja sfna á spftala f London,
þar sem hún var í hálfan
mánuð f meðhöndlun vegna
gamalla meiðsla f baki, sem
tekið höfðu sig upp. Og vegna
þess að þátturinn tekur mjög
alvarlega upplýsingaskvldu
sfna varðandi mæta menn og
konur, er rétt að bæta því við að
þessi ágætu hjón héldu frá
sjúkrahúsinu beint út á flug-
völl, fóru „f loftinu“ til Sviss og
héldu jól á heimili sfnu þar f
landi.
— Greinargerð
Framhald af bls. 8
Getur einn bótaþegi
skert annars
rétt til bóta?
Upphæðin nemur alls 4,834
millj. nú í dag, en myndi vera
9,668 millj. ef greiddir væru fullir
vasapeningar.
Það kann að vera að einhverj-
um þyki þetta há tala, en ef tekið
er tillit til þess að hér er um að
ræða eina eyðslufé 263 einstakl-
inga á ári þykir okkur þessi upp-
hæð f raun og veru smánarleg og
til samanburðar viljum við geta
þess að Sigurður Ingimundarson
sjálfur þiggur í þóknun fyrir að
sitja tryggingaráðsfundi, sem
haldnir eru hálfsmánaðarlega
inni á þeirri stofnun sem hann
veitir forstöðu, og í sínum vinnu-
tíma, á milli 18 og 19 þúsundir á
mánuði, sem er heldur hærri
upphæð en Sigurður telur að van-
gefnum einstaklingi eigi að nægja
yfir árið. Því spyrjum við: Er
þetta ný tegund af jafnaðar-
mennsku Sigurður?
4) Sigurður segir að til séu vist-
heimili sem enn hafi ekki óskað
eftir að fá greidda vasapeninga til
vistmanna sinna. Þessi stað-
hæfing er rétt, og hörmum við að
forstöðumenn þeirra heimila hafi
ekki sýnt máli þessu meiri
skilning en verið hefur. Hins
vegar teljum við fráleitt að það
eigi á nokkurn hátt að skerða rétt
þeirra bótaþega sem um þessar
greiðslur hafa sótt. Langar okkur
að taka sem dæmi að Eysteinn
Jónsson fyrrv. alþingismaður
hefur neitað að þiggja greiðslur
fyrir sin nefndarstörf án þess að
það hafi skert rétt annars til að
þiggja umbun fyrir það sama á
nokkurn hátt. En það er kannski
önnur saga.
Samvinnan innan
Tryggingastofnunarinnar
5) Sigurður talar um það í
niðurlagi bréfs sfns að tíðni um-
sókna hafi varla gefið tilefni til að
ætla að þörfinni væri ekki full-
nægt og hafi tryggingaráð enn
ekki synjað umsókn og gætu
heimilin látið á það reyna með
nýrri umsókn og nýrri skýrslu
hvort þau fengju meira fé til þess-
ara þarfa. Við þennan lið viljum
við gera eftirfarandi athuga-
semdir:
1) Astæðán fyrir þvi að
einungis er sótt um bætur þessar
einu sinni á ári er samkvæmt
beiðni Tryggingastofnunarinnar
og ætti því að vera hæg heima-
tökin fyrir Sigurð að kanna þá
ástæðu.
2) Það er rétt að þegar Sigurður
skrifar bréf sitt, þann 28/1 1975,
hafði ekki reynt á það hvaða af-
stöðu tryggingaráð tæki til nýrrar
umsóknar og nýrrar skýrslu, sem
sýndi að þörf væri fyrir meira fé
til þessara þarfa. Ekki var
Sigurður lengi í Paradís frekar en
Adam forðum, því snemma á
árinu 1975 sótti Sólborg á Akur-
eyri um aukið fé til þessara þarfa
þar sem sýnt var fram á að mót-
teknu fé hefði verið ráðstafað.
Tryggingaráð sá ekki ástæðu til
að greiða vistmönnum á Sólborg
bætur til jafns við öryrkja á
öðrum stofnunum. Jafnframt
kom fram kvörtun frá lífeyris-
tryggingadeild Tryggingastofnun-
arinnar þess efnis að deildin
kærði sig ekki um tíðari umsóknir
þar sem slíkt hefði aukna fyrir-
höfn í för með sér.
En forstjórinn leggur þann
skilning í tíðni umsókna að þar sé
þörf fjárins mælanleg. Hvers
konar stjórnun er nú þetta?
Lýkur hér Sigurðar þætti Ingi-
mundarsonar.
Túlkun Tryggingaráðs
á 4. gr. laga um
fávitastofnanir
Eitt er það enn sem Trygginga-
stofnunin hefur lagt til grund-
vallar mismun títtnefndra vasa-
peninga og er það 4. gr. laga um
fávitastofnanir. Til er bókun
tryggingaráðs frá 4/2 1970 þar
sem þeir fela tryggingalækni að
spyrjast fyrir um hvernig sé
háttað framkvæmd þessara laga
um að vistmönnum stofnana sé
séð fyrir öllum þeirra þurftum.
Eitthvað virðast lögin hafa
skolast til f höfði tryggingaráðs-
manna, því að umrædd lög, hljóða
svo: „Fávitastofnun skal sjá vist-
mönnum fyrir þurftum þeirra,
þar með talin Iæknishjálp, að-
hjúkrun, gæsla o.s.frv.“ Hér er
hvergi minnst á allar þurftir
þeirra, eins og tryggingaráð
virðist halda. Þar sem löggjaf-
anum hefur þótt ástæða til að
taka fram jafn sjálfsagðan hlut og
gæslu teljum við fráleitt að hann
hafi talið vasapeninga falla undir
þann lið, auk þess viljum við
benda á að flestar þær stofnanir
sem vista langdvalasjúklinga sem
ekki hafa fjárhagslegan bakhjall
munu sjá þeim fyrir öllum þeirra
þurftum. Þrátt fyrir það hefur
tryggingaráð ekki talið ástæðu til
að skerða vasapeninga til annarra
langdvalarsjúklinga en vist-
manna fávitastofnana.
Er þörfin breytileg
eftir stofnun
Nú skulum við taka eitt dæmi
sem sýnir best hve þeim sem úr-
skurðaðir eru vangefnir er mis-
munað. Vangefinn einstaklingur
hafði verið vistaður á annarri
stofnun en fávitastofnun og naut
hann þar fullra vasapeninga. Nú
kom að því að hann var fluttur á
fávitastofnun og bregður þá svo
við að hann þarf þá ekki nema
helming vasapeninganna, en var
þó séð fyrir sömu þurftum þar, að
öðru leyti.
Sennílega er það skýring trygg-
ingaráðs að þarfir hans og geta til
að nýta fé þetta á réttan og skyn-
samlegan hátt hafi minnkað við
það eitt að flytjast á fávita-
stofnun, eða hvað.
Lokaorð
Þar sem nú fer senn í hönd
hátíð mannúðar, kærleika og
friðar viljum við vinsamlegast
biðja háttvirt tryggingaráð að
hugleiða og gera upp við sig hvort
fyrri afstaða megi teljast rétt og
mannúðleg. í okkar augum snýst
mál þetta ekki fyrst og fremst um
peninga heldur um það hvort van-
gefinn einstaklingur á fávitahæli
eigi að njóta sömu réttinda til
bóta og aðrir langdvalarsjúkl-
ingar. Eða hvort þeir eigi áfram
að teljast annars flokks borgarar
sem þiggja ölmusu úr lófa trygg-
ingaráðs.
Með þökk fyrir birtinguna,
fyrir hönd Félags
þroskaþjálfaranema
Brvndís Sfmonardóttir,
Friðrik Sigurðsson.
Sovét:
Sviptur kjóli og kaili
Moskvu, 30. des. — Reutcr
SÉRA Dmitri Dudko, sem gegnt
hefur prestsemhætti í Kabanovo-
sókn f nágrcnni Moskvu boðaði til
fundar með erlendum frétta-
mönnum f Moskvu f dag. Honum
var vikið úr starfi fyrir fáeinum
dögum, en áður hafði hann tvf-
vegis verið hindraður f prédikun
yfir söfnuði sfum. A fréttamanna-
fundinum skýrði séra Iludko frá
því að hann hefði farið þess á
leit við yfirboðara sfna innan
kirkjunnar, að honum yrði fengið
prestsstarf annarsstaðar, en
óstaðfestar fréttir virtust benda
til þess að svarið yrði neitandi.
Hann kvaðst enn ekki hafa fengið
skýringu á brottvikningunni en
taldi lfkur á að svar fengist við
málaleitan sinni eftir jólin, sem
eru 7. janúar n.k. eftir júlfanska
tfmatalinu.
Séra Dudko taldi, að sovézk yf-
irvöld hefðu horn í síðu hans
vegna þess hve mikið af ungu
fólki hefði sótt guðsþjónustur hjá
honum og hefði sumt af því jafn-
an komið frá Moskvu.