Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976
* BILALEIGAN n ♦
51EYSIR ój
CAR Laugavegur 66 ^,
R6NTAL 24460 |
28810 n
Utv.trp txj stereo kasettut;«ki
Mjólkurfram-
leiðslan eykst
— en framleið-
endum fækkar
A ARUNUM 1972 til 1974
fækkaði mjólkurframleiðendum
um 296 en á sama tíma varð aukn-
ing á innveginni mjólk til
mjólkursamlaganna, sem nemur
5.035 kg á hvern mjólkurframleið-
anda. Árið 1972 voru þeir bænd-
ur, sem lögðu inn mjólk, 3418 og
var innlegg þeirra að meðaltali
32.109 kg. Hins vegar var fjöldi
framleiðenda árið 1974 3122 og
lögðu þeir inn samtals 116 millj.
kg af mjólk eða 37.144 kg að
meðaltali. I ár hefur orðið veru-
legur samdráttur í mjólkurfram-
leiðslunni og í fréttabréfi hjá
Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins segir, að trúlega fari
heildarmagn innveginnar mjólk-
ur í mjólkursamlögunum ekki
yfir 112 millj. kg í ár.
Á fyrrnefndu tveggja ára tíma-
bili var að jafnaði mest mjólk á
hvern framleiðanda hjá mjólkur-
samlaginu á Akureyri, 60.757 kg,
næstir í röðinni voru bændur 1
Norðfirði með 52.416 kg og þriðju
f röðinni voru bændur á Suður-
landi með 46.480 kg.
Gert er ráð fyrir að Iandsgrund-
vallarverð á mjólk í ár verði kr.
48,02 á ltr. og er það 38,7%
hækkun frá árinu á undan.
Útvarp Reykjavík
L4UG4RDL4GUR
3. janúar
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp Véður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15, (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Ingibjörg Þorbergs les
sfðari hluta sögu sinnar
„Bettu borgarbarns." Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli atriða. Óskalög sjúkl-
inga kl. 10.25: Kristín Svein-
björnsdóttir kvnnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkvnningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SIÐDEGIÐ
13.15 Iþróttir Umræður í út-
varpssal: Umsjón: Jón Ás-
geirsson.
14.00 Tónskáldakvnning Atla
Heimis Syeinssonar.
15.00 Vikan framundan Björn
Baldursson kvnnir dagskrá
útvarps og sjónvarps.
■m
LAUGARDAGUR
3. janúar 1976
17.00 Iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.30 Dóminik
Breskur mvndaflokkur fvrir
börn og unglinga. 18. þáttur.
Ævintýramaðurinn
Þýðandi Ellert Sigurbjörns-
son.
19.00 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 Læknir f vanda
Breskur gainanmvndaflokk-
ur.
Flýgur fiskisagan
Þýðandi Stefán Jökulsson.
20.55 Dagarnir lengjast. Árni
Johnsen syngur Ijóð við
eigin lög og annarra.
Stjórn upptöku Andrés
lndriðason.
21.10 Kennslustund f he-
bresku
Sjónvarpsleikrit, sem gerist
á írlandi árið 1921.
Ungur, frskur uppreisnar-
maður leitar hælis f bæna-
húsi Gvðinga að næturlagi.
Aðalhlutverk Milo O’Shea
og Patric Dawson.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
21.40 Sagnaleikur
(Charade).
Bandarísk bfómvnd frá
árinu 1963.
Leikstjóri er Stanley Donen,
en aðalhlutverk leika Garv
Grant og Audrey Hepburn.
Eiginmaður frú Lampert
devr á dularfulian hátt, og f
Ijós kemur, að hann hafði f
fórum sfnum allstóra upp-
hæð, sem enginn veit hvar
er.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
23.30 Dagskrárlok.
16.00 Fvrri Iandsleikur ls-
lendinga og Sovétmanna í
handknattleik Jón Asgeirs-
son lýsir f Laugardalshöll.
16.15 Veðurfregnir Islenzkt
mál. Jón Aðalsteinn Jónsson
cand. mag. flvtur þáttinn.
16.40 Popp á laugardegi
17.30 Tónleikar. Tilkvnning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kvnningar.
KVÖLDIÐ
19.35 Að hafa umboð fvrir al-
mættið Sfðari þáttur Arna
Þórarinssonar og Björns
Vignis Sigurpálssonar.
20.05 Hljómplöturabb Þor-
steins Hannessonar.
20.50 Heim til tslands Mar-
grét Jónsdóttir sér um þátt
með viðtölum frá Kanada.
21.20 Tónlist eftir Jóhann
Strauss Strauss-hljómsveitin
f Vfnarborg leikur. (Hljóðrit-
un frá austurrfska útvarp-
inu).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.55 Fréttir f stuttu máli.
Dagskrárlok.
ÞAÐ ERU Audrey Hepburn og
Cary Grant sem fara með aðal-
hlutverkin í myndinni í sjón-
varpi á laugardag sem hefst kl.
21.40. Á íslenzku er myndin
kölluð „Sagnaleikur” en banda-
rískur titill hennar er Charade.
Lcikstjóri er Stanley Donen.
Kvikmyndahandbókin gefur
myndinni prýðilega dóma og
segir að vel sé farið með efnið,
þótt ekki sé það ýkja blóðmikið
þegar öll kurl eru komin til
grafar. En vegna þess hve
leikur þeirra Audrey Hepburn
og Cary Grant sé Iéttur og
skemmtilegur sé myndin hin
ágætasta afþreying. Eigin-
maður frú Lampert (frú
Lampert er Ieikin af Audrey
Hepburn) andast á dularfullan
hátt og ýmislegt bendir til að
hann hafi átt í fórum sínum
digran sjóð, sem enginn veit
hvar er niðurkominn en ýmsum
leikur hugur á að komast að
því. Þá kemur til sögunnar
Cary Grant sem fer með hlut-
verk CIA-starfsmanns og hefst
nú hinn tryllingslegasti og
ævintýralegasti eltingaleikur
AudrevHepburn
um Evropu þvera og endilanga.
Og auðvitað endar allt vel að
lokum.
ÞÁTTURINN „Islenzkt mál“
sem er á hljóðvarpsdagskrá kl.
16.15 á laugardögum á sér
dyggan og stóran hlustendahóp.
Jón Aðalsteinn Jónsson sem
annast þáttinn í dag, sagði Mbl.
að orðabókarmenn hefðu verið
með þáttinn reglulega síðan
árið 1956.
Hefur þátturinn verið viku-
lega í vetrardagskrá og fram-
undir hvítasunnu ár hvert. Með
Jóni Aðalsteini eru þeir Ásgeir
Bl. Magnússon og Jakob Bene-
diktsson og nýlega hefur bætzt
við einn til viðbótar, Gunn-
laugur Ingólfsson.
Jón Aðalsteinn ságði að mikið
bærist af bréfum,til þáttarins
og eftir hvern þátt væri tölu-
vert hringt í umsjónarmenn til
að koma með ábendingar og
orðamerkingar, sem um hefði
verið spurt. Hann sagði að
þátturinn ætti orðið heimilda-
menn út um allt land, sem væru
boðnir og búnir að veita aðstoð.
Þættinum væri fyrst og fremst
ætlað að rekja orðamerkingar
og uppruna og óhætt væri að
segja að áhugi væri vaxandi hjá
hlustendum sem virtust margir
vera mjög vel vakandi varðandi
málvöndun og orðaskýringar.
Myndin er úr sjónvarpsleikriti sem heitir „Kennslustund f
hebresku” og er f sjónvarpi laugardagskvöldið 3. janúar. Með
aðalhlutverk fara Milo O’Shea og Patriek Dawson. Sýning hefst
kl. 21.10 og tekur leíkritið um hálfa klukkustund f flutningi.
Mvndaflokkurinn um Dóminik er ð dagskrá sjónvarps kl. 18.30.
Er það áttundi þátturinn og heitir Ævintýramaðurinn.