Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 8
AFKOMA verzlunarinnar á árinu
1975 er enn óviss. Þær athuganir,
sem Verzlunarráðið hefur látið
gera á afkomu verzlunar, benda
til þess, að um töluvert verri
afkomu verði að ræða hjá verzlun
á árinu 1975 en verið hefur hin
fyrri ár. Ástæður þessa eru aðal-
lega tvær. í fyrstu lagi hefur átt
sér stað töluverður magnsam-
dráttur vöruveltu í verzlun á
árinu. Mestur er samdrátturinn í
bifreiðaverzlun, en hjá þeirri
grein verður samdrátturinn um
25% í krónutölu en um 70% að
magni til. í öðrum greinum verzl-
unar er samdrátturinn minni en
þó verulegur. Hitt atriðið, sem þó
veldur meiru um, eru afskipti
yfirvalda af verðmyndun og
álagningarreglum. Frá því að nú-
verandi rfkisstjórn tók við völd-
um hefur hún beitt sér fyrir því
að meðalálagningarprósenta í
verzlun yrði um 10% lægri á
árinu 1975 en hún var á árinu á
undan. Þegar svo árar, að selt
vörumagn dregst saman, og
meðalálagningarprósenta lækkar,
verður útkoman óhjákvæmilega
verri afkoma. Eins og sakir
standa er óljóst, hvort verzlun
sem heild skilar hagnaði á árinu
1975. Að vísu eru alltaf til fyrir-
tæki, sem skila góðri og jafnvel
mjög góðri afkomu, en fjöldinn
allur af fyrirtækjum hefur átt í
það miklum erfiðleikum á árinu
1975, að sennilegt er að heildin
skili ékki hagnaði, svo að nokkru
nemi.
Horfur 1976
Strax á miðju ári 1975 varð
Ijóst, að staða þjóðarbúsins út á
við var orðin mjög veik og gat
versnað þegar leið á árið. Smám
saman hefur komið í Ijós, að vöru-
skiptajöfnuðurinn við útlönd
getur orðið óhagstæður um allt að
24 milljarða króna (miðað við fob
verðmæti), gjaldeyrisstaða
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976
Gísli V. Einarsson
r
formaður Verzlunarráðs Islands:
bankakerfisins nettó var neikvæð
um 4,7 milljarða kr. í lok nóvem-
ber og ekki eru horfur á því, að
viðskiptakjörin batni svo neinu
nemi á komandi ári.
Það virðist því ljóst, að íslenzkt
efnahagslíf þarf að aðlaga sig enn
frekar og getur ekki lengur
haldið uppi svo veikri stöðu út á
við eins og verið hefur. Slikan
vanda er einungis hægt að leysa
með fernum hætti. í fyrsta lagi
geta þjóðir gengið á gjaldeyris-
hefur tekizt, er tvíþætt. 1 fyrsta
lagi var leiðréttingarþörfin orðin
mikil og horfur á jafnvel enn
versnandi viðskiptakjörum. I
öðru lagi hafa aðhaldsaðgerðir á
öðrum sviðum stjórnar efnahags-
mála verið takmarkaðar og ekki
náð tilgangi sínum, m.a. vegna
mikils hallareksturs ríkissjóðs,
sem verður um 4 milljarðar á
árinu.
Gengisfelling er ekkert óska-
barn verzlunar enda kemur sú
Fá Islendingar þá verzlun,
sem þeir eiga skilið
varasjóði sína, en þá leið höfum
við þegar nýtt til fullnustu og
meira til, eins og neikvæð gjald-
eyrisstaða er skýrasta dæmið um.
í öðru lagi má færa niður verðlag
hér innanlands en halda genginu
stöðugu. Þessi leið er þó bæði
flókin og erfið í framkvæmd og
þvi ekki fýsilegt að beita henni.
Þriðja leiðin, sem oft er nefnd,
eru ýmis konar höft og hömlur á
utanríkisviðskipti. Þessi leið er
þó engin lækning í sjálfu sér og
reynsla þjóðanna í gegnum árin
hefur sýnt, að hún er verri heldur
en sjúkdómurinn sjálfur. Fjórða
leiðin, og sú eina, sem fær er með
góðu móti, er breytt gengisskrán-
ing.
Gengisfelling hefur ýmsa
ókosti, en kostirnir bera gallana
ofurliði. Að vísu hefur gengið tvf-
vegis verið fellt í tíð núverandi
ríkisstjórnar án verulega sýnilegs
árangurs. Ástæða þess. hvernig til
jafnvægisaðgerð mun verr niður
á verzlun en öðrum atvinnu-
vegum. Bæði þarf verzlun að
endurnýja innfluttar vörubirgðir
á nýju gengi, sem útheimtir mikið
fjármagn, sem ekki er almennt
fyrir hendi. en auk þess getur
þurft að greiða seldar vörur á
nýju gengi, sem þýðir þá beint
tap, ef gengisfellingin er einhver
verulegur hluti af álagningunni,
svo ekki sé talað um, ef hún er
meiri en nemur álagningunni.
Verzlun setur sig þó ekki á móti
nauðsynlegum jafnvægisleiðrétt-
ingum á genginu, þar sem slík
leiðrétting er eina færa leiðin,
sem grundvölluð er á heilbrigðri
skynsemi og tryggir áframhald-
andi viðskiptafrelsi og efnahags-
legt sjálfstæði þjóðarinnar.
Verzlun horfir því fram á, að
nokkur leiðrétting á gengi getur
reynst nauðsynleg í byrjun árs
1976, auk þess sem verulegur
samdráttur verður að eiga sér
stað, þar með einnig f verzlun, ef
jafnvægi á að nást i efnahagslíf-
inu. Auk þess sér verzlun fram á,
að skilningur stjórnvalda á efna-
hagslögmálum verðmyndunar og
frjáls markaðsbúskapar er afar
takmarkaður og virðist ekki eiga
skjóta batavon. Þannig er það
mikilli óvissu háð, hvort tekst að
lagfæra núverandi álagningar-
reglur, þannig að fyrirtæki geti
þrifist með eðlilegum hætti.
Verzlunaráðið, sem samtök við-
skiptalífsins, mun að sjálfsögðu
beita sér fyrir því að leiðréttingar
verði gerðar, þótt Verzlunarráðið
vildi mun frekar sjá meiri skyn-
semi innleidda f verðmyndunar-
kerfi okkar. Af framansögðu má
ljóst vera, að afkoma verzlunar
fer ekki batnandi á árinu 1976, ef
þetta þrennt fer saman: gengis-
felling í ársbyrjun, töluverður
magnsamdráttur f vöruveltu og
óbreyttar álagningarreglur frá
árinu áður.
Samkeppnislöggjöf
Á undanförnum árum hefur
breytt verðmyndunarkerfi og
samkeppnislöggjöf verið kapps-
mál samtaka viðskiptalffsins.
Hins vegar er það ljóst, að hér er
fremur um að ræða hagsmunamál
neytenda en fyrirtækja. Ástæðan
fyrir því, að samtök viðskiptalífs-
ins setja þetta mál á oddirin, er
einfaldlega sú, að þau telja núver-
andi fyrirkomulag meingallað.
Það dregur úr hagvexti og leiðir
til verri afkomu almennings og
atvinnuveganna en betra fyrir-
komulag verðmyndunar gerir.
Samtök neytenda hafa látið
þetta mál svo til afskiptalaust.
Einnig virðist almenningur ekki
gera sér ljóst hvernig neytendur
geti hagnast á breyttu fyrirkomu-
lagi. Rökin eru þó mörg og ein-
föld. Verðsamkeppni er hverf-
andi meðal íslenzkra fyrirtækja,
enda sjá þau sér ekki hag í slíkri
samkeppni. Væri verðmyndun
gefin frjáls yrðu fyrirtækin knúin
til að fara út í verðsamkeppni í
baráttu um markaðinn. Slfk sam-
keppni leiðir fyrr eða síðar til
fækkunar fyrirtækja og betri nýt-
ingar afkastagetunnar.
Astæða þess, að fyrirtæki sjá
sér ekki hag í verðsamkeppni við
núverandi fyrirkomulag er m.a.
sú, að fyrirtækjum er refsað fyrir
hagstæð innkauþ. Vegna skertrar
álagningar á vörur innanlands
hefur verzlunin f auknum naæli
orðið umboðsverzlun. Fyrir
bragðið hafa íslenzk fyrirtæki
verið í erfiðari aðstöðu til þess að
ná fram Iægra vöruverði. Ef verð-
myndun yrði gefin frjáls mundi
fljótlega draga úr umboðsverzlun
og vöruverð lækka af þeim sök-
um. Breytt fyrirkomulag verð-
myndunar og samkeppni gæti því
þýtt lægra vöruverð fyrir neyt-
endur, meiri álagningartekjur
verzlunar og minni gjaldeyris-
notkun vegna innfluttra vara. Það
er af þessum sökum sem Verzl-
unarráð íslands hefur beitt sér
fyrir breyttu fyrirkomulagi verð-
myndunar og samkeppni.
Greinargerð Félags þroskaþjálfanema:
Hvers á hinn
vangefni að
gjalda?
Nokkur orð um afstöðu
tryggingaráðs til
vasapeninga vangefinna
Á fundi hjá Félagi þroskaþjálfa-
nema þann 14. nóv. var und-
irrituðum falið að kanna fyr-
ir hönd félagsins, hverju hann
sætti, sá mismunur sem er á
greiðslu svonefndra vasapeninga
til fólks, 16 ára og eldra, sem
dvelst á vistheimilum fyrir van-
gefna, og þeirra langdvalarsjúkl-
inga sem dveljast á öðrum stofn-
unum, einkum er þar átt við elli-
heimili og geðsjúkrahús.
Hvað eru
vasapeningar?
Áður en lengra er haldið teljum
við rétt að útskýra við hvað er átt
þegar talað er um vasapeninga til
öryrkja. Vfsum við til síðustu
málsgreinar 50 gr. almanna-
tryggingalaga, sem hljóðar á þá
leið, að sé bótaþegi algjörlega
tekjulaus sé Tryggingastofn-
uninni heimilt að greiða honum
sjálfum allt að 25% lágmarks-
bóta. Bætur þessar hafa verið
nefndar ,,vasapeningar“ og er svo
á umsóknareyðublaði um bætur
þessar. Bætur þessar hafa undan-
tekningalaust verið • greiddar að
fullu til örvrkja sem dveljast
langdvölum ástofnunum nem-atil
vistmanna fávitastofnana. Þá
hefur tryggingaráði þótt hálf
greiðsla nægjanleg.
Rök tryggingaráðs.
Okkur langaði því til að vita á
hvaða rökum hið göfuga trygg-
ingaráð byggði þessa afstöðu sína.
Þann 4/12 ’75 hringdum við til
formanns tryggingaráðs, Gunnars
Möller, sem því miður sá sér ekki
fært að sinna okkur sökum anna.
Hann lét þess þó getið að afstaða
tryggingaráðs byggðist bæði á
þeirri staðreynd að þeir vasa-
peningar sem greiddir hafa verið
hefðu oft á tíðum ekki verið
nýttir til fulls, og einnig væri hún
byggð á hyggjuviti þeirra í trygg-
ingaráði. Mikið er hyggjuvit
tryggingaráðsmanna, en lítt
finnst okkur búmannlegt að eyða
aurunum þótt þörfin fyrir
krónurnar sé fyrir hendi. Einnig
benti Gunnar okkur á þau gögn
sem forstöðumenn vistheimil-
anna hefðu frá tryggingaráði. 1
þeim gögnum höfðum við þegar
rekist á bókun tryggingaráðs dag-
setta 12/2 1969 sem hljóðar svo:
..Tryggingaráð telur að öryrkjar á
fávitastofnunum eigi sama rétt til
10% bóta skv. 56. gr. almanna-
tryggingalaga og aðrir vistmenn."
Arið 1969 voru 10% lágmarksbóta
fullir vasapeningar og heimildar-
ákvæði þar um í 56. gr. í stað 50.
gr. nú. Við báðum Gunnar að
segja okkur hvað hefði breyst
síðan ’69, þannig að vistmaður á
elliheimili þurfi nú 25% (hefur
hækkað um 150% síðan ’69) en
vistmaður á fávitastofnun aðeins
12,5% (hefur hækkað um 25%
síðan ’69). Gunnar svaraði og
sagði að þótt vangefnir hefðu
þurft 10% lágmarksbóta árið ’69
þyrftu þeir ekki 25% þeirra árið
’75.
Þetta gátum við ekki skilið
öðruvísi en svo að þarfir aldraðra
og geðsjúkra hefðu aukist 6
sinnum meira en þarfir van-
gefinna á síðustu 7 árum, og að
verðbólgan hefði bitnað 6 sinnum
meira á því fólki en vangefnum.
Úr bréfi forstjóra
Tryggingastofnunarinnar.
Það næsta sem gerist í þessu
máli er, að á fjörur okkar rekur
greinargerð undirrituð af Sigurði
Ingimundarsyni forstjóra Trygg-
ingastofnunar rfkisins dagsett
28/1 1975, þar sem hann fyrir
hönd tryggingaráðs upplýsir um-
boðsmann sinn á Akureyri um
rök þau sem tryggingaráð leggur
til grundvallar mismun á títt-
nefndum vasapeningum til van-
gefinna annars vegar og annarra
bótaþega hins vegar, og leyfum
við okkur að vitna í greinargerð
þessa.
„Hafa þessar greiðslur valdið
nokkrum erfiðleikum, þar sem að-
staða viðkomandi bótaþega til
þess að nýta þessar bætur er mjög
misjöfn, og geta margir ekki veitt
þeim móttöku sjálfir um lengri
eða skemmri tíma og getur þá
verið um nokkurt vandaverk að
ræða að hagnýta fé þetta í réttum
og skynsamlegum tilgangi, enda
alls um miklar upphæðir af
almannafé að ræða. Afgreiðsla
þessara bóta til fávita hafa verið
sérstaklega erfiðar hvað þetta
snertir." Síðar í bréfinu segir svo:
„Ráðstöfun á þessu fé virðist hafa
farið eftir hugkvæmni og ákvörð-
un forstöðumanna heimilanna og
eru varla aðrir til þess færari, en
af skýrslum má sjá, að hugmyndir
þeirra og mat er mjög misjafnt og
til eru vistheimili sem enn hafa
ekki óskað eftir fé til slíkrar ráð-
stöfunar. Tíðni umsókna hefur
varla gefið tilefni til að ætla að
þörfinni væri ekki fullnægt og
hefur tryggingaráð ekki enn
synjað umsókn. Heimilin gætu til
dæmis látið á það reyna með nýrri
umsókn og nýrri skýrslu, þegar
þau telja sig vanta meira fé til
þessara þarfa.“
Ot af þessum ummælum viljum
við spyrja Sigurð Ingimundarson
um nokkur atriði.
1) Sigurður segir: „Hafa þessar
greiðslur valdið nokkrum erfið-
leikum þar sem aðstaða viðkom-
andi bótaþega til að nýta þessar
bætur er mjög misjöfn.“
Er Sigurður að gefa í skyn með
þessu að vangefinn einstaklingur
I blóma lífsins hafi minni þörf eða
lélegri aðstöðu til að nýta þessar
bætur en til dæmis háaldraður
maður á elliheimili.
Hvernig er
skynsamleg nýtingfjárins?
2) Sigurður talar um vand-
ann við að hagnýta þessar bæt-
ur f réttum og skynsamlegum
tilgangi. Við viljum þá benda
honum á að vangefnir eru
einu bótaþegarnir sem þurfa
að standa Tryggingastofnun-
inni skil á því í hvað þeir eyði
vasapeningum sínum og virð-
ist því Tryggingastofnuninni
standa á sama um hvort aðrir
bótaþegar eyði fé þessu í réttum
og skynsamlegum tilgangi eða
ekki. Auk þess viljum við benda
Sigurði á hans eigin orð þar sem
hann segir:
„Ráðstöfun á fé þessu virðist
hafa farið eftir hugkvæmni og
ákvörðun forstöðumanna heimil-
anna og eru varla aðrir til þess
færari."
Vissulega væri fróðlegt að fá
skilgreiningu Sigurðar á því
hvernig fólk eigi að hagnýta fé
sitt á réttan og skynsamlegan hátt
í því eyðsluþjóðfélagi sem við
lifum í.
3) Sigurður bendir á að „hér sé
alls um háa upphæð af almannafé
að ræða“. Finnst Sigurði Ingi-
mundarsyni í raun og veru 3000
kr. á mánuði vera mikið eyðslufé
einstaklings sem engar aðrar
tekjur hefur, en 3000 kr. eru
fullir vasapeningar í dag. Vasa-
peningar vangefinna eru aðeins
1500 kr. á mánuði, FIMMTÁN
HUNDRUÐ KRÓNUR.
Við tókum það saman hve há
upphæð af almannafé rynni til
vangefinna i formi vasapeninga,
sem vistaðir eru á stofnunum og
fylgir þessi samantekt hér með.
Stofnun:
Kópavogshæli
Skálatún í Mosfellssveit
Sólheimar í Grímsnesi
Tjaldanes í Mosfellssveit
Sólborg á Akureyri
Fjöldi yfir 16 ára:
147
30
39
20
____________27
Samtals: 263
Krónur á ári:
2.464.000
640.000
702.000
360.000
486.000
4,834.00
Tölur um fjölda yfir 16 ára aldur eru fengnar úr riti Heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytis útgefnu í apríl 1975.
Framhald á bls. 2