Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIg, LAUGARDAGUR 3 JANUAR 1976 11 Dr. Kristján Eldjárn forseti tslands. sögunnar, en vér sjáum þaö nú. Þorskurinn var í merki íslensku þjóðarinnar um aldir og sómdi sér vel. Segja má að hann sé það reyndar enn, ósýnilegur. Ég sagði fyrr i máli mínu að Alda- mótaljóðin væru að mörgu leyti spámannleg, þó er þar misbrestur á. „Auðlindir sjávar ótæm- andi bruna“, segir skáldið í texta vorum, þessi ummæli eru sinna tíma tákn. en nú eru þau orðin að öfugmæli. Einmitt af þvf að auðlindir sjávar eru fjarri því að vera ótæmandi er nú einn angi af örvæntingarstríði jarðarbúa um lífsuppspretturnar kominn hér heim undir bæjardyr hjá oss. Enginn íslendingur heilsar svo þessu nýja ári að honum verði ekki hugsað til þess. Vér höfum neyðst út í ófrið við grann- þjóð vora og gamla viðskiptaþjóð, sem vér viljum í raun og veru aðeins eiga góð og friðsam- leg skipti við. Hér er komið í óvænt efni, en um það tjóar þó ekki um að fást, því að lff liggur við. Þessi nýjársdagur er að því leyti meiri tímamót en aðrir nýjársdagar, að aldrei áður hefur þetta íslenska einkunnarorð verið viðlíka skýru letri skráð, svart á hvítu: fiska eða farast. Þetta er ágreiningslaust sammæli allra og i því felst ekkert vanmat á öðrum atvinnuvegum þjóðar- innar og ekki heldur það, að fslendingar hafi þorskinn fyrir eins konar guð, eins og einhver útlendur maður komst að orði fyrir skömmu. Hitt er annað mál að þorskurinn er íslensk guðsgjöf. Vér getum tekið oss i munn orð Petters Dass í Noregi, sem sagði endur fyrir löngu: „Ef þorskurinn bregst oss, hvað bjargar oss þá?“ Þetta er hin mikla spurning dagsins, og ekki síður ef höfð eru á henni endaskipti: Ef vér bregðumst þorskinum, hver bjargar honum þá? Fyrir þann tvfeina málstað, sem þessar spurn- ingar víkja að, eigum vér nú í stríði einu sinni enn. Fyrir þann málstað hætta vaskir íslenskir sjómenn lifi og limum, fyrir þann málstað kostum vér til fé og kröftum, sem næg önnur verkefni kalla á. Sá málstaður verður að sigra. Enn má vona að sigurinn megi vinnast með friði, en vinnast verður hann hvað sem f skerst, það blasir nú við oss í skæru ljósi. Síst þarf að lá neinum að hann sá ekki fyrir þremur aldar- fjórðungum að auðlindir sjávar eru ekki ótæm- andi. Augu sjálfra vor hafa einnig verið haldin að þessu le.vti. Það er f.vrst nú, þegar komið er fram undir aldarkvöld, að vér sjáum nakinn sannleikann í þessu efni og gerum oss ljóst að við háskanum verður að snúast með snarræði og einurð, ef ekki á allt að verða um seinan. Oft er það í koti karls sem kóngs er ekki í ranni. Þegar aldamótakvæðið mikla megnaði ekki að leggja til hæfilega tilvitnun, kemur nafnlaus kátlegur kviðlingur hér úr nágrenninu til bjargar og leggur oss orð á tungu: Alftnesingurinn úti liggur og aldrei sefur. dregur meira en drottinn gefur dyggðasnauður maðkanefur. Það er býsna skemmtilegt að þetta gamla visutetur skuli geyma slíkt snjallyrði. Reyndar sagði vitur maður nýlega að hann þættist þekkja fingraför Jónasar Hallgrímssonar á vísunni, og þarf þá ekki að sökum að spyrja. En hvað er það að draga meira en drottinn gefur? Er það hið sama og vorir fyrstu foreldrar gerðu þegar þeir átu eplin af skilningstrénu? Menn vissu þegar f fornöld eða fundu á sér hvað þar lá við, og menn finna gjörla nú hvernig sú höfuðs.vnd brennur á baki að misnota eða hartnær gjöreyða þeim guðsgjöfum sem mennirnir þurfa til að halda Iffi og þeim hefur verið trúað fyrir. Að draga meira en drottinn gefur, það er meðal annars að draga olíuna úr iðrum jarðar þangað til ekki er deigur dropi eftir. Það er sérhver eyðilegging á náttúrunni og lífi hennar. Það er líka að lifa um efni fram. Og það er margt og margt. Það er öll ofdirfð og sjálftekt andspænis þeim lögmálum himins og jarðar sem ekki má brjóta eða snið- ganga ef líf og samfélag að að standast. Vér íslendingar höfum verið harðleiknir við land vort og gróður þess. Og vér höfum ásamt öðrum dregið meira en drottinn gefur á fiskislóðunum kringum það, meira en það sem náttúran hefur undan að endurnýja. Þau met verðum vér sjálf að jafna með því að bæta ráð vort. Við þjóð vorri blasa nú mörg og brýn úr- lausnarefni, sum sem kenna má við hinn rúm- helga dag á líðandi tíð, önnur sem eru stéfnu- skrármál framtíðar, og þar ber það hæst sem ég hef vikið að hér og áreiðaniega er ofarlega í huga yðar sem mál mitt heyrið. Það verður verkefni vort á þessu ári sem nú hefur göngu sína, og þó enn meir þegar af er þessi vandræða- tíð og betra ráðrúm verður til að einbeita sér. að finna og virða það meðalhóf milli verndar og nýtingar, sem eitt er sæmandi og eitt stýrir góðri lukku. Sú er ósk og von vor allra á þessum nýjársdegi að héðan i frá verði ræktyn láðs og lagar i heiðrihöfð. iafnframt þvi sem leitað verði allra tiltækra bjargræðisvega sem vaxandi þjóð er áreiðanlega mikil nauðsyn. íslendingar eru að upplagi og uppeldi bjartsýnir og trúa á fram- tiðina. Víst skelfur jörð í sumum héruðum og jarðeldar sjóða upp úr og eru til í allt. Víst er þorskastrið og vist er þröngt i sameiginlegu búi voru. Allt er þetta háskasamlegt, það væri barnaskapur að dyljast þess. En í þjóðfélagi voru er líka mörgu góðu að hrósa, ef hið betra væri talið, og þjóðin er æðrulaus og að ég h.vgg í góðum hugum og tekur undir niðurlagsorð Alda- mótaljóðanna: „Mun aftur morgna“. nú þegar vér leggjum á siðustu fjórðungsáfanga þessarar aldar, sem hefur fært oss flest það sem skáldið lét sig dre.vma um. Að svo mæltu óska. ég öllum Iandsins lýð friðar og farsældar, styrks i starfi, gleði í leik og líknar í þraut. Gleðilegt nýjár. Nýársræða biskups í Dómkirkjunni úr myrkri, hann lét það skina i hjörtu vor til þess að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós í ásjónu Jesú Krists. Þetta segir postuli Drottins og þetta er inntak tímans, að kristnum skilningi, þetta er í h-not- skurn kristin trú, kristin köllun, kristið lif. Hulið er flest, sem framundan er á vegi mínum og þinum. Megum við ekki vera þakklátir fyrir það? Enginn væri bættari með því að vita það fyrir, sem á dagana drifur. Það er náð, að tjaldið er svo þykkt og þétt, sem dregið er fyrir svið hins ókomna. Hugboð getur verið Guðs gjöf. Fyrirhyggja er Guðs boð og gjöf. En oss er ekki ætlað að taka neitt út fyrirfram, hvorki sorg né gleði. Og vonin, sem er systir trúarinnar, hún er ekki gægjur gegnum hið þétta tjald, hún er það líf í andránni, sem er öryggi, traust. Ég þekki ekki veginn fram. En ég veit hver leiðir. Hvert fótmál er stigið út I myrkur. En ég veit hver styður minn fót. Og loksins liggur gatan ofan fyrir það hengiflug, sem vér köllum dauða. Ég þekki ekki það þverhnipi, það mælir enginn né kannar. En ég þekki þann arm, sem ekki sleppir mér þar, og öruggur læt ég mig berast ofan fyrir, þegar sú stund kemur, þvi faðmurinn hans sem var festur á kross og gröfina rauf, bíður þar opinn. Þetta er allt, sem ég veit og vita þarf og vitað get. Þetta er sú dögun fyrir augum, sem Guðs orð nefnir „lifandi von fyrir upprisu Jesú Krists“. Þrátt fyrir allt, sem blindar dauðleg augu vor, þá er kristin trú líf í eftir- væntingu. Hún byggir á fyrirheitum, sem hafa öðlast líf hið innra, sem fyrnast ekki, hún byggist á reynslu, sem blessar hvern hverfulan dag og stund og bendir jafnframt alltaf fram til annars, sem á eftir að rætast. Sá Kristur, sem hefur blessað mig í dag, á meira handa mér á morgun. Og eins og hvert augnablikskast, hvert æðaslag er eilífðarbrot, eins er hvert blik úr augum hans, sem dauðleg sjón nær að skynja, endurskin af því Ijósflóði í lífsins rfki, sem um hann leikur og frá honum stafar, brot af því, sem hann getur gefið, vill gefa og mun gefa. Því er það, að guðspjallið á nýársdag minnir á nafnið Jesús. Með því er minnt á það, að hverju sem þú kannt að mæta, þá er það hann, sem er fyrir þar, hans helga, sterka og góða hönd. Hans heilaga nafn, sem opinberar Guð miskunn- seminnar og kærleikans, er yfirskrift allrar framtfðar. Og ef hans heilagi vilji, hans orð og andi fær að lýsa inn i hugskot þitt, þá er hvert skref gengið til góðs, þótt gatan sé grýtt og brött. Þú ert vígður undir nafnið hans f heilagri skírn. Svo hefur verið um íslenzka menn í nær þúsund ár. Hans nafn signdi vöggu, braut og byggð og gröf og allt vort stríð. Þjóðin ber merki þess. Strfðið var stundum hart í eldfjallalandi á ís- hafsslóð. Það hefur skipt mildilega við oss, sem nú lifum, en þó minnt á, að það hefur ekki breytt legu sinni né eðli. Og hvað sem um vora kynslóð kynni að mega segja að öðru leyti, þá hefur hún af manndómi mætt voveiflegum hlutum og drengskap. Þá er ekki fjasað né æðrast og þá verður hver hnefi bróðurhönd. Sjálfhælni skulum vér varast, en gott ber að muna og góð reynsla má örfa og styrkja, ef að sverfur. Fleira hefur áhrif á ytri farnað en sérkenni landsins. Menn á minum aldri og þeir sem yngri eru þekkja ekki annað en að lífskjör hafi þokast upp á við. Vér munum fátækt, minnumst kreppuára, en það var þá vörn, að menn áttu ekki neinnar fullsælu að minnast og í annan stað voru menn mótaðir af því grundvallarvið- horfi, að fremur væri bati framundan en hitt. Enginn er sá roskinn maður, að hann hafi ekki getað glaðzt yfir því að mega veita börnum sínum meira en hann sjálfur naut. Og síðustu áratugi hafa Islendingar lifað nokkuð af því hagvaxtarundri, sem nálæg lönd hafa reynt. Nú ganga spár ekki í þá átt, að þetta geti orðið varanlegt. Raunar kemur það ekki öllum á óvart. Til voru þeir sem töldu það gagnstætt skynsam- legum rökum, að neitt jarðneskt gæti vaxið endalaust, hagvöxtur með talinn. Nú er það vitað, að þessi þáttur hagsögunnar er að lokum kominn, hvernig svo sem lyktir hans verða. Þær lindir, sem ausið hefur verið af, þrjóta í f.vrir- sjáanlegri framtíð. Auk þess er það nú bersýni- legt, að iðnþróunin er glæfralegt hættuspil, for- sjárlaus misþyrming á frumlægustu náttúr- legum lífsskilyrðum. Og i þriðja lagi blasir við það misrétti, það misvægi milli lífskjara i heiminum, sem með engu móti er réttlætanlegt eða getur staðizt, en er jafnframt að nokkru undirstaða þess efnahagsævintýris, sem fáeinar þjóðir heims hafa lifað og gert að hugsjón fyrir aðrar. Þetta eru staðreyndir, oft og sterklega kynntar í seinni tið. Það er nýkomin út bók erlendis, sem heitir Mannkyn á krossgötum, ein af mörgum, sem fjalla um stöðuna í þessu efni. Þar birta vísindamenn niðurstöður af viðtækri athugun. Niðurstaðan er i stuttu máli sú, að hrun sé óhjákvæmilegt á tilteknu árabili fram- undan. Það vakir ekki fyrir þessum mönnum að Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.