Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 15 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Landhelgisdeila á nýju ári Við því var að búast, að hugleiðingar um land- helgisdeiluna við Breta mundu mjög móta áramótagreinar og ræður forystumanna þjóðar- innar að þessu sinni, Segja má. að niðurstaða þeirra hugleið- inga hafi í öllum tilvikum verið sú, að eins og nú er ástatt, væri, lítil sem engin von um sam komulag við Breta og að ís- lendingar verði að búa sig und- ir langt og hart stríð við Breta um yfirráð yfir fiskimiðunum við landið, í nýársávarpi sínu sagði dr. Kristján Eldjárn um land- helgismálið: ..Vérhöfum neyðzt út í ófrið við grannþjóð vora og gamla viðskiptaþjóð, sem vér viljum í raun og veru aðeins eiga góð og friðsamleg skipti við, Hér er komið I óvænt efni, en um það tjáir þó ekki að fást, því að líf liggur við. Þessi nýársdagur er að því leyti meiri tímamót en aðrir nýársdagar, að aldrei áður hefur þetta íslenzka einkunnarorð verið viðlíka skýru letri skráð svart á hvítu: fiska eða farast. Þetta er ágreiningslaust sammæli allra og I þvi felst ekkert vanmat á öðrum atvinnuvegum þjóðar- innar og ekki heldur það, að (slendingar hafi þorskinn fyrir einskonar guð, eins og einhver útlendur maður komst að orði fyrir skömmu. Hitt er annað mál, að þorskurinn er íslenzk guðsgjöf. Við getum tekið oss i munn orð Petters Dass í Noregi, sem sagði endur fyrir löngu: „Ef þorskurinn bregzt oss hvað bjargar oss þá?" Þetta er hin mikla spurning dagsins og ekki síður, ef höfð eru á henni endaskipti: Ef vér bregðumst þorskinum hver bjargar honum þá? Fyrir þann tvíeina málsstað, sem þessar spurningar víkja að, eigum vér nú í striði einu sinni enn. Fyrir þann málsstað hætta vaskir íslenzkir sjómenn lífi og limum, fyrir þann málsstað kostum vér til fé og kröftum, sem næg önnur verkefni kalla á. Sá málsstaður verður að sigra. Enn má vona að sigurinn megi vinnast með friði en vinnnast verður hann hvað sem í skerst, það blasir nú við oss i skæru Ijósí." í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu fjallaðí Geir Hallgrimsson, forsætisráð- herra, einnig um landhelgis- deiluna við Breta og lét í Ijós þá skoðun, að langt mundi í land þar til sú deila yrði leyst og sagði: ,,Án algjörra sinnaskipta hjá Bretum tel ég, að enn sé langt í land að grundvöllur myndist fyrir samningum við þá. Það er ihugunarefni að kanna hvað vakir fyrir Bretum, sem margir hafa talið þá þjóð, sem kunni bezt til verka i samningum þjóða á milli. Við hljótum að velta því fyrir okkur, hvort þeir séu virkilega þeirri blindu slegnir að halda að með valdbeitíngu geti þeir knúið okkur til að láta af vilja sínum. Fyrri reynsla ætti ekki að leiða þá í þessa villu og vist er, að reynslan af núverandi deilu mun hvorki leiða til þess að þeir nái vilja sínum fram né efla málsstað þeirra Breta, sem reyna að réttlæta valdbeiting- una " Forsætisráðherra vék í ára- mótaávarpi sínu i hljóðvarpi og sjónvarpi að afstöðu okkar til fiskveiðideilunnar og þeirra aðgerða sem við grípum til og sagði: „Sagt hefur verið, að fiskveiðideilan sé taugastríð Við skulum umfram allt halda jafnvægi og beita kaldri skyn- semi og gæta þess, að allt sem gert er komi okkur og málsstað okkar að gagni í bráð og lengd, en snúist ekki svo i höndum okkar, að andstæðingnum verði að vopni. Aðgerðir okkar mega ekki miðast við það að fá okkar eigin tilfinningum útrás hversu skiljanlegar og rétt- mætar, sem þær kunna að vera." Eins og sjá má af þessum tilvitnunum i forseta íslands og forsætisráðherra er landhelgis- stríðið ofarlega i hugum for- ystumanna þjóðarinnar og Ijóst er, að landhelgisdeilan mun á því nýja ári, sem nú fer í hönd, yfirgnæfa öll önnur vandamál, sem þjóðin á við að glíma. Ekkert bendir til þess, að grundvöllur muni skapast á næstunni fyrir viðræðum eða samningum við Breta* Líklegra er, að landhelgisdeilan eigi enn eftir að harðna frá því sem nú er og þá skiptir öllu máli ffammi fyrir ofbeldinu og ofur- eflinu, að þjóðin standi saman og láti ekki önnur minnihátfar ágreiningsmál leiða til sundrungar og innbyrðis rifrild- is á örlagatímum. Enginn okkar veit, hvað hið nýja ár ber í skauti sér í þessum efnum eða öðrum en höfum það hugfast, að á fiskimiðunum er mikil ai- vara á ferðum. Þar rlkir hættu- ástand. Þar er lífi íslenzkra sjó- manna teflt í tvísýnu. Með það í huga skulum við horfa af alvöru og festu fram til þeirra átaka í landhelgisstríðinu sem þetta nýja ár áreiðanlega flytur með sér. Góðir áheyrendur, „1 ævinnar leik sjást atvik og þættir í eilífri skipting. Allt byrjar og hættir“. Þannig kemst Einar Benediktsson að orði í aldamótaljóði sínu. Hvaðeina hefur sinn tíma og á þessari stundu leiðum við hugann að því sem var, er og verður. Hver og einn hugsar í hljóði, gleðst, hryggist eða lætur sér fátt um finnast. Hugur þinn hvarflar til ástvina, vina og þjóðlífsins alls umhverfis þig. Hvernig sem högum og háttum okkar er farið, eigum við sögu þjóðarinnar sameiginlega. Þá sögu, sem ber sterkt svipmót af landinu og haf- inu, kostum þeirra og kenjum. Á aðventunni og jólum höfum við enn verið minnt á það reginafl, sem býr í eld- legri náttúru landsins. Eldgosið í Leirhnjúk og landskjálftarnir, sem því eru samfara, gerðu vart við sig réttu ári eftir að snjó- flóðin féllu í Norðfirði og tæpum tveimur árum eftir eldgosið á Heimaey. Um þessa jólahátíð heimsótti einnig „landsins forni fjandi“, „leikbróðir elds- ins“, hafisinn, strendur landsins, stórviðri, flóð og vatnavextir urðu víða um land. Landið agar okkur enn í dag, þrátt fyrir margvíslegar framfarir, sem hafa vissulega bætt vígstöðuna í baráttunni við náttúru- öflin. Okkur verður hugsað til forfeðra okkar, sem biðu og báðu, börðust og þraukuðu. Sú harða lífsbarátta hefur skilað landinu í okkar hendur. Þótt eldur úr iðrum jarðar og jarð- skjálftar veki mönnum ugg í brjósti, skul- um við minnast þess, að tvær megin- orkulindir landsins, jarðhitinn og vatnsork- an, eru sprottnar úr jarðfræðilegri gerð þess. Eldvirknin, sem okkur stendur stöðugt ógn af, er einnig undirstaða fram- fara og farsældar í landinu. Við hljótum að leitast við að þekkja þessi náttúruöfl sem best, og þótt við getum seint tamið þau, verðum við að lifa í sátt við þeirra lögmál. En atburðir siðustu vikna sýnaog skýrt nauðsyn þess að byggja landið allt og nýta kosti þess sem vfstast. XXX Fiskimiðin okkar eru þau náttúrugæði, sem fyrst og fremst kveða á um lífskjörin í landinu. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 200 sjó- mílur 15. október 1975 er því ótvírætt mikil- vægasti atburður liðins árs, lokaskrefið í markvissri sókn, eftir að við öðluðumst fullt sjálfstæði. Útfærslan er einhliða gerð af okkar hálfu, eins og fyrri áfangar f landhelgisbar- áttunni. En öll skref okkar í útfærslu fisk- veiðilögsögunnar hafa engu að síður verið í samræmi við þróun á alþjóðavettvangi. Og sem smáþjóð getum við glaðst yfir að hafa átt þátt í að hraða þeirri þróun okkur í hag. Þótt við séum að vísu þess fullviss, að 200 mílna efnahagslögsaga strandríkis verði viðurkennd alþjóðleg regla að aflokinni hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, þoldi útfærslan enga bið, því að lífsbjörg okkar var í veði. Næstu 2—3 árin skipta sköpum, fiskstofnarnir geta þá hrunið, ef ekki er dregið úr veiðisókn. Þess vegna hlutum við að taka í okkar hendur stjórn á öllum íslandsmiðum, þótt það leiddi til deilna við aðrar þjóðir. Við höfum með þátttöku í Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðlegum skuld- bindingum heitið því, að leitast við að leysa deilur við aðrar þjóðir með friðsamlegum hætti og samningum. f samræmi við þessa meginreglu, höfum við gert samninga, sem takmarka verulega veiðar útlendinga og fela í sér viðurkenn- ingu í reynd á óskoruðum rétti okkar til 200 milna lögsögu. Enn er þó óleyst deila við Breta, sem sýnt hafa óbilgirni og fara með herskipavaldi um íslenskt yfirráðasvæði. Orðsendingar hafa gengið milli mín og Harold Wilson, forsætisráðherra Breta. Ég hef í bréfi mínu sagt, að framhald ólöglegra veiða breskra togara undir herskipavernd og ásiglingar á íslensk varðskip geti leitt til manntjóns og spilli sambandi fslands og Bretlands alvarlega og varanlega. Jafn- framt lagði ég áherslu á, að breska ríkis- stjórnin yrði að taka til greina verndunar- sjónarmið og lífshagsmuni íslendinga af Áramótaávarp Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra fiskveiðum. Ekki er ástæða til að rekja efni þessara orðsendinga frekar. Við skulum ekki vænta skjótrar lausnar á deilunni við Breta. Þegar þeir láta af her- siglingu sinni um íslenska lögsögusvæðið og togarar þeirra hætta ólöglegum veiðum, kann lausn að finnast. Til þess verður breska ríkisstjórnin þó að viðurkenna villu síns vegar. Vegna þrýstings fámenns hóps sendi hún flota sinn á vettvang, en nú bendir margt til þess, að herskipaíhlutun á íslandsmiðum sé alls ekki í samræmi við réttlætiskennd bresku þjóðarinnar. íslendingar vita, að í þessu deilumáli höfum við bæði réttinn og rökin okkar megin, og tíminn vinnur með okkur. Engu að síður hljótum við aó leita allra ráða til að stöðva ólögmætar veiðar og herskipaíhlut- un Breta. Sagt hefur verið, að fiskveiðideilan sé taugastríð. Við skulum umfram allt halda jafnvægi og beita kaldri skynsemi. Og gæta þess, að allt, sem gert er, komi okkur og málstað okkar að gagni í bráð og lengd, en snúist ekki svo í höndum okkar, að and- stæðingnum verði að vopni. Aðgeróir okkar mega ekki miðast við það að fá okkar eigin tilfinningum útrás, hversu skiljanlegar og réttmætar sem þær kunna að vera. Yfirráðasvæði íslands stækkar nú um rúma 500 þúsund ferkílómetra, eða þrefald- ast. Lýsir það vel, hvílíkt verkefni er að halda þar uppi lögsögu. Þar mæðir mest á landhelgisgæslunni og starfsmönnum hennar. Við biðjum þeim og öllum á sjó eða við önnur hættustörf verndar og hand- loiðslu. Öll vonum við og vinnum að því, að næsta ár færi okkur fullnaðarsigur í landhelgis- málinu. Frumskilyrði þjóðarfrelsis er fjárhagslegt sjálfstæði XXX Þótt fullur sigur vinnist í landhelgis- málinu er enn verk að vinna, svo að tryggja megi nauðsynlega friðun fiskimiða og fisk- stofna með hagkvæmasta nýtingu þeirra fyrir augum. Við eigum þá vonandi aðeins við sjálfa okkur að eiga, en engu að síður getur orðið erfitt að ná samkomulagi meðal fulltrúa mismunandi hagsmuna á þessu sviði sem öðrum. Það verður þó að takast. Ef óvægilega er að auðlind fiskimiðanna farið, gengur hún úr sér svo að ekki verður um bætt. Á sama hátt og rannsóknir fiskifræðinga leiða okkur fyrir sjónir, að hafið er ekki ótæmandi auðsuppspretta hafa vísinda- menn í landbúnaði varað við ofbeit og ofnýtingu lands. í 2. bindi Sögu íslands, sem rituð er í tilefni af 1100 ára byggð í landinu, er komist svo að orði: „Á síðar öldum, eftir að íbúatala verður þekkt upp úr 1700, og þar til áhrifa tæknibyltingarinnar úti í Evrópu tók að gæta á 19. öld, virðist landið ekki hafa framfleytt meira en um 50 þúsundum manns. Þegar fólksfjöldinn fór fram úr því, var mannfall af harðæri venjulega á næstu grösum“. Fólksflutningar íslendinga vestur um haf áttu rætur sínar að rekja til þessa. Á liðnu ári héldu Vestur-íslendingar hátíðlegt 100 ára afmæli landnáms í Kanada. Allir þeir mörgu, sem sóttu þá heim, urðu fyrir miklum áhrifum, dáðust að dugnaði landa fyrir vestan og komu aftur með aukna trú á íslenska arfleifð. Eftir fólksflutninga vestur um haf, hafa tækniframfarir gerbreytt myndinni frá fyrri tíð og gert landið byggilegra, en við höfum einnig verið minnt á það, að tæknin getur ekki aðeins aukið verðmætasköpun, heldur einnig eytt auðlindum. Nauðsynlegt er að við gerum okkur grein fyrir, að gæðin eru takmörkuð og áframhaldandi ítarlegar vísindalegar rannsóknir verða að fara fram á afrakstrargetu lands og hafs. Þær upplýs- ingar, sem fyrir liggja, benda eindregið til þess að við verðum að hagnýta orkulindir okkar í vaxandi mæli til þess að byggja upp alhliða iðnað í landinu og efla nýjar at- vinnugreinar til þess að sjá fjölgandi lands- mönnum og niðjum þeirra fyrir sífellt betri lífskjörum eftir því sem fram líða stundir. Við gefum okkur sannast sagna of lítið tóm til að huga að æskilegri stefnumörkun til lengri framtíðar. Við erum gjarnan bundin um of við lausn vandamála líðandi stundar frá degi til dags. Að sumu leyti eiga síbreytileg ytri áhrif, sem snúast verður við án tafar, sök á þessu. Að öðru leyti er við sjálfa okkur að sakast. Okkur hefur ekki tekist að skapa okkur starfsreglur eða starfsgrundvöll til lengri tíma í senn, en það hlýtur að vera markmið okkar. XX X Þótt margt hafi verið okkur andstætt á liðnu ári, á þróun þjóðarbúskaparins á ár- inu 1975 þrátt fyrir allt einnig sínar ljósu hliðar. Það er mikill og gleðilegur árangur að takast skyldi að komast þannig gegnum misvindi liðins árs, að ekki kæmi til at- vinnuleysis. Þessi árangur virðist enn markverðari, þegar litið er til atvinnuleysis í nálægum löndum og þess er gætt, að svo hastarleg var breytingin til hins verra í skilyrðum þjóðarbúsins á árinu, að jafn- mikill afturkippur þjóðartekna hefur ekki orðið á einu ári síðan lýðveldið var endur- reist. Þótt mikil verðbólga geisaði, tók mjög að draga úr hraða hennar þegar á árið leið, þannig að í árslok var verðbólguhraðinn helmingi minni en verið hefur hér næst liðin tvö ár. Þessa jákvæðu þætti í þróun efnahags- mála, þrátt fyrir andbyr, ber að verulegu leyti að þakka, hve hófsamlega og hyggi- lega var staðið að kjarasamningum á árinu, sem senn er liðið. Kjarasamningarnir sýndu, að aðilar vinnumarkaðarins skilja nauðsyn þess að þjóðin sníði sér stakk. eftir vexti. Þjóðin öll stendur nú andspænis því vandasama verkefni að ráða kjaramálum sínum fyrir næsta ár farsællega til lykta. Nú ríður á að tapa því ekki, sem áunnist hefur. En vissulega eru aðstæður erfiðar. Horfur um hag þjóðarbúsins á árinu, sem í hönd fer, eru þannig, að kjaraákvarðanir geta aðeins miðast við það að tryggja núver- andi rauntekjur heimilanna og fulla at- vinnu. Þetta verður best gert með þvf að ákveða nú hóflegar kjarabreytingar, sem virða þau takmörk, sem þjóðarbúinu eru sett, og stefna að því að draga úr verðbólg- unni. Mér virðist sem atburðir ársins 1975 gefi tilefni til bjartsýni um að þetta megi takast á næsta ári. Skiptir hér miklu, að samtök almennings og atvinnuvega, sem fara með rnikið vald í þessum efnum, þar sem er ákvörðun launa, þekki skyldur sínar við almannaheill. Þjóðin treystir því. Menn tala stundum með lítilli virðingu um hagsmunasamtök og kalla þau þrýsti- hópa. En hagsmunasamtök eiga rétt á sér, hafa sitt verksvið, og eru þáttur í valddreif- ingu og lýðræðisskipulagi. Því ber samráð við þau að hafa og tillit til þeirra að taka í stjórnarathöfnum að því marki, er samrýmist þjóðarhag. En ríkis- stjórn og kjörnir fulltrúar allrar þjóðar- innar á Alþingi hljóta að marka stjórnar- stefnu og bera á henni ábyrgð eftir gagn- kvæm áhrif meiri og minnihluta. Ríkisstjórn og alþingismenn hljóta sinn dóm í almennum kosningum. Hvort sem menn eru fylgjandi eða andvígir stjórnar- stefnu, verða menn að bíða eftir slíkum dómi kjósenda og hlíta honum, ef þeir eru sannir lýðræðissinnar og unna mannrétt- ipdum. XXX Kvennaár er á enda og hefur vakið mikla athygli, ekki síst hér á landi, og vonandi orðið til þess að skammt sé undan, að kvenréttindi verði ekki greind frá mann- réttindum. XXX Við Islendingar njótum þeirrar sér- stöðu að vera ein fámennasta menning- arþjóð veraldar, sem er algjörlega sjálf- stæð. Þjóðin hefur færst mikið í fang að varðveita menningarlegt, stjórnarfarslegt og fjárhagslegt sjálfstæði sitt. Lega lands- ins, sagan og tungan hafa lagt okkur þessa skyldu á herðar. Þetta er vissulega vanda- samt hlutskipti. Þó kjósum við ekkert frek- ar. Þessi örlög eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er skylda okkar allra að ávaxta í lífi og starfi, þann veglega menningararf, sem okkur hefur hlotnast. Þessi menn- ingararfleifð er sterkasti þáttur þjóðar- bandsins, jafnt við blíð lífskjör sem stríð. Vegna mannfæðar og ótryggra en þó gjöfulla auðlinda, sé rétt á þeim haldið, er tvennt okkur nauðsynlegra öðrum þjóðum; að leggja rækt við, að þjóðinni verði sem mest úr hverjum einstaklingi — að rækta manninn. Og í annan stað þurfum við öðrum þjóðum fremur að gæta fjárhags okkar af varúð, því frumskilyrði þjóðar- frelsis er fjárhagslegt sjálfstæði. Við verðum, þótt fáir séum, að geta gegnt þeim heildarskyldum, sem hver sjálfstæð þjóð hlýtur að gegna. Þessi vandi er ævar- andi. Fjárhagsörðugleikarnir ættu að brýna okkur til forsjálni og atorku og um- fram allt samheldni á erfiðum tímum. Við verðum að skilja í senn örðugleika okkar og skyldur og bregðast við þeim sem einhuga þjóð. Oft höfum við tslendingar glatað gullnum tækifærum vegna sundurlyndis og stund- um er eins og við stríðum valdanna vegna, jafnvel aðeins hávaðans vegna, en ekki raunverulegs málefnaágreinings. I Sturlungu segir svo um Þórð kakala: „Þat er at segja frá þeim Þórói, at þeir lágu úti um nóttina, er þeir váru á Silfrastöðum, niðri á vellinum. Vindr kom á þá, er fólkit flest hafði sofit um hríð, ok þaut mjök í spjótunum. Ok vakna sumir menn við þyt- inn ok hugðu, at ófriðr væri at kominn, hljópu upp ok brugðu vápnum. Börðust þeir þá sjálfir, ok hljópu sumir á hús upp ok vörðust þaðan, en sumir sóttu at í ákafa. Ok var löng hríð ok snörp, áðr þeir kenndust...“ Við skulum ekki láta spjótaglamur glepja okkur sýn, svo að við berjumst innbyrðis í stað þess að snúast sameiginlega gegn því, sem okkur er andstætt. Að okkur steðjar nú ýmis vandi, örðugri viðskiptakjör en við áður nutum ogvalvar- legur viðskiptahalli, deila við voldugt ríki um yfirráðaréttinn yfir fiskimiðum okkar á sama tíma og fiskstofnar eru í alvarlegri hættu, og landskjálftar og eldgos minna okkur á, að þrátt fyrir allt megum við okkar lítils gegn náttúruöflunum. Á öllum öldum íslandssögunnar höfum við glímt við þennan vanda, en á endanum til sigurs. Við byrjum nýtt ár með þvf hugarfari að sanna að svo mun enn, og minnumst orða Jóns Magnússonar, skálds, í kvæðinu Frelsi, sem hefur að geyma vel- þekkta áminningu: „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast vertu ei við sjálfa þig að berjast", — og heldur áfram með kröftugri hvatn- ingu: „Stattu saman heil um heilög mál. Þá mun gegn um hættur elds og ísa íslands græni frelsismeiður rísa. Vaxi þjóðin öll i eina stétt: allir frjálsir menn með sama rétt. Helgum drottni íslands frelsis fána, fram svo langt, sem tímans öldur blána. Horskri þjöð skal háleitt takmark sett.“ Ég óska landsmönnum öllum, að farsæld fylgi nýju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.