Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 25 VELVAKAINIDI Velvakandi svarar ! slma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 9 Trúnaður foreldra og unglinga Okkur hefur borizt bréf frá unglingspilti, sem biður þess að nafns hans verði ekki getið. og þykir okkur sjálfsagt að verða við þeim tilmælum. Bréfið fjallar um máiefni, sem trúlega er vandamál víðar en heima hjá bréfritara: „Upp á síðkastið hefur oft verið umrætt i blöðum og menn tala líka um það sin á milli, hvernig sé komið fyrir unglingunum nú á dögum. Drykkjuskapur og fleira sem ekki er æskunni hollt er talið vaxa hröðum skrefum. En hverjum er þetta að kenna? Miklum vasapeningum, vaxandi ágirnd í hluti eða of miklu frjáls- ræði? Tala foreldrar ekki oft um það sín á miili af hverju börnin þeirra eru aldrei heima hjá sér? Ég skal segja ykkur dæmi um sjálfan mig. Ekki þarf það saint að eiga við um alla unglinga, en samt veit ég að það er í mörgum tilfellum, sem svipað er ástatt. Foreldrar mínir eru vei efnaðir, svo að mig skortir ekki neitt. Þau eru bindindisfólk, svo ekki er hægt að kenna drykkjuskap um. Þau eru sem sagt fyrirmyndar- fólk, en ég get bara ekki talað við þau um mín vandamál og þau mál, sem ég vil fá svör við. Ég get ekki talað við þau um kynlíf. Ég get ekki heldur sagt þeim, að ég smakki vín. Þau mundu bara ^tárast og segja, að þessu hefðu þau ekki trúað á mig. Og aldrei hef ég fengið svör við spurning- um um kynlífið, einfaldlega vegna þess að frá þeirra sjónar- miði hefur þetta alltaf verið og mun verða áfram feimnismál. Ég elska foreldra mfna og ég veit að þau elska mig. Þess vegna á ég bágt með að fara á bak við þau. Ég veit að margir foreldrar hugsa þegar þeir lesa þetta bréf: Það er ekki nema von að for- eldrar hans tárist, ef þau frétta, að hann smakkar vín. En ég veit nákvæmlega hvað ég er að gera. Það kemur mjög sjald- an f.vrir, að ég smakka vín. og þá aðeins i mjög litlu magni, því að ég veit hvaða hættu áfengi hefur i för með sér. En því rniður vita ekki allir unglingar hvað þeir eru að gera þegar þeir taka fyrsta glasið. Það er því ykkar hlutverk, kæru foreldrar, að reyna að tala við unglinginn á þroskatimabili hans, reyna að skilja hvað hann er að segja, tala við hann eins og fullorðinn mann og benda honum á hætturnar, sem liggja fyrir honum á lífsleiðinni. Reynið að láta hann finna, að hafa misst þennan varalit nánast hvenær sem er. — Athugið það Burden að vara- liturinn lá ekki úti við veginn heldur í skðgarjaðrinum sjálfum. Ef haft er f huga að Sweeting og frú Creavev fara ekki þessa leið, skal einnig tekið með f reikn- inginn að hvorug þeirra notar varalit og þótt þær gerðu það er liturinn svo óvenjulegur að ég er efins í að þær hefðu fmvndunar- afl til að fá sér slíkan lit. Þér vitið alveg eins vel og ég að þegar kvenmaður notar aðeins varalit við sérstök tækifæri velur hún sér skæran, rauðan varalit. Þessi er allt öðruvfsi og ég læt mér detta í hug að svona lit gæti rfkur kven- maður látió sér detta f hug að kaupa ef hún ætti nóg fvrir og vildi eignast allra níjasta litinn til að geta borið á sig lit sem ekki sæist á allra vörum. Burden rataði vel um Kings- markham. en hann fékk sér engu að sfður viðskiptaskrá hæjarfns og sá þar að sjö sápu- og snyrti- vöruverzlanir voru við aðalgöt- una, þrjár í hliðargötum og ein f þorpi sem nú taldist til Kings- markham. Með orð Wexfords f bakhöndinni um rfkan kvenmann hann getur talað við ykkur eins og bézta vin sinn. Þá finnur hann. að hann á foreldra, sem hann geturtreyst. „Unglingur.“ • Davíð og Golíat Fyrir skömmu birtum við vísu um Davíð og Goliat hér í dálkunum. Nú hefur okkur borizt orðsending um höfundinn, ásamt leiðréttingu á vísunni sjálfri. Bréfritari telur visuna vera rétta þannig: Golíat var geysihár og gildur eftir vonum. Davið var að vexti smár, vann hann þó á honum. Höfund vísunnar segir bréf- ritari vera séra Hannes Arnórs- son, sem síðast hafi verið prestur að Stað i Grunnavík, látinn 1851. 0 Nagladekkin Marel Eðvaldsson hringdi og kvaðst vilja gera orð öku- mannsins, sem ritaði um vetrar- dekk og nagladekk nýlega, að sinum. Hann sagðist hafa ekið á vetrardekkjum, án nagla, tvo vetur, og gengið prýðilega. Marel sagðist aldrei hafa lent I neinum vandræðum, og sagðist hann vera þeirrar skoðunar. að taka ætti öryggismál varðandi vetrarakstur til endurskoðunar. 0 Hver var höfundurinn Tvær forvitnar skrifa: „Kæri Velvakandi. Veiztu hver var höfundur ára- mótagrínsins i útvarpinu, sem flutt var á gamlárskvöld? Við vorum orðnar svo hund- leiðar á kvennaárinu og öllu talinu um það, fyrst og fremst vegna þess, að alltaf var eins og málið væri svo grafalvarlegt, að synd væri að láta sér stökkva bros. Svo var fluttur þessi konunglegi grínþáttur á gámlárs- kvöld og þá loksins hresstist maður aðeins, þótt seint væri. En hver var höfundurinn?" Við erum engu nær. en ein- hvers staðar heyrðum við þess getið, að höfundurinn væri svo hlédrægur að hann vildi ekki opinbera nafn sitt að svo stöddu. Kannski hann hressist við þessar undirtektir, þannig að málið upplýsist. HÖGNI HREKKVÍSI „Köttur í skíðalyftunni?" Tekið verði tillit til álits fiskifræðinga Sjálfstæðisfélag A-Skaftfellinga hélt nýlega aðalfund sinn. A fundinum var samþykkt eftirfar- andi álvktun um landhelgis- málið: „Aðalfundur Sjálfstæðisfélags A-Skaftfellinga, þakkar ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar skelegga forustu og baráttu í landhelgismálinu, og lýsir fullum stuðningi við þær aðgerðir, sem þar hafa verið framkvæmdar. Jafnframt fordæmir fundurinn svívirðilegar ofbeldisaðgerðir bréta innan landhelginnar, og skorar á fsl. ríkisstjórnina, að sýna fyllstu aðgát í frekari samningum, og fullkomlega virða og taka tillit til álits ísl. fiski- fræðinga varðandi ástand fisk- stofna." SAS hættir útgáfu almanaks MÖRG undanfarin ár hefur flug- félagið SAS gefið út vandað almanak. Almanakið hafa prýtt stórar myndir, sem notið hafa vin- sælda og hafa myndir þessar í mörgum tilfellum verið rammaðar inn. Nú hefur stjórn SAS tekið þá ákvörðun að árið 1976 verði sfðasta árið sem almanak SAS kemur út. ASIMINN KR: 224BD JRorOiinblebib Við afgreiðum litmyndir ydará 3 dögum Allar myndir okka^ eru fram- leiddar á úrvals Kodakpappír meö silkiáferð Myndirnar eru afgreiddar án hvítrá kanta » Höfum þrautþjálfaö starfsfólk er vinnur myndir í fullkomnustu vélum sem fáanlegar eru Þér greiðiö aðeins fyrir myndir sem hafa'heppnast hjá yður Notiö einungis Kodak-filmur svo þér náið fram sem mestum gæðum í myndum yöar Munið: Það beztaverður ávallt ódýrasf Umboösmenn um land allt — ávallt feti framar HANS PETERSENN BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ S 20313 S 82590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.