Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 Róleg áramót víðast hvar ÞESSI áramót revndust vera einhver þau rólegustu sem lög- reglan man eftir um árabil, nema þá helzt á Sauðárkróki eins og fram kemur annars staóar í blaðinu. Bjarki Elíasson yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík tjáði Mbl., að jafnvel hefði verið miklu meira að gera um venjulegar helgar en þessi áramót. Bjarki sagði að það hefði helzt verið eftir Tvö alvarleg A NVÁRSDAG urðu tvö alvar- leg umferðarslys í Revkjavfk. í fvrra tilfellinu varð kona fyrir bifreið þar sem hún gekk eftir gangstétt við Réttarholtsveg, en bílstjóri, sem slysinu olli, hafði misst stjórn á bílnum. Var hann talinn ölvaður. Konan var flutt á slysadeild og var hún talinn vera hryggbrot- in. Að kvöldi nýársdags varð svo harður árekstur tveggja bif- reiða á Suðurlandsbraut. Hafði bílstjóri annars bflsins ætlað klukkan 3 aðfararnott nýjársdags að lögreglan hefði þurft að sinna útköllum. Sagði Bjarki að greinileg breyting hefði orðið á venjum fólks á gamlárskvöld. Það héldi sig meira heima við en áður og því væri miklu minna fyrir lög- regluna að gera. Kvað Bjarki þetta vera mjög gleðilega þróun að sínu mati. Hvergi er vitað um nein alvarleg óhöpp eða slys á landinu. umferðarslys framúr en síðan hætt við það en misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann lenti framan á bíl sem kom á móti. Sex manns voru í bílunum báðum og voru öll flutt á slysa- deild. Ökumennirnir og lítið barn sluppu án meiðsla en 3 stúlkur skárust i andliti og þar af skarst ein stúlkan mjög illa og varð hún að gangast undir mikla aðgerð. Töldu læknar andlitsmeiðsli stúlkunnar með því mesta sem þeir hefðu fengið til meðferðar. Líkamshitinn fór niður furir 30 stig UM hádegisbil á nýársdag fannst maður einn Iiggjandi meðvitundarlaus í húsagarði við Tómasarhaga í Reykjavík. Var augsýnilegt að hann hafði legið þarna einhvern tíma, þvf hann var orðinn mjög kaldur. Maðurinn var strax fluttur á slysadeild, þar sem læknum tókst að vekja hann til lífsins. En ekki mátti miklu muna, þvf líkamshiti mannsins mun hafa komizt niður fyrir 30 stig. Ospektir um ára- mót á Sauðárkróki BÖRN og unglingar efndu til mikilla óspekta á Sauðár- króki um áramótin og settu Ijótan svip á fagnaðinn þar. Raunar er það ekkert nýmæii þar í bænum, því að skrílslæti af þessu tagi hafa tíðkazt þar í kringum hver áramót undan- farin ár, að þvf er Jón Hjalti Jóhannsson, lögregluvarð- stjóri, tjáði Morgunblaðinu í gær. Hins vegar kvað hann mega segja, að óspektirnar nú hefðu verið verri en stundum áður. Á Sauðárkróki var kveikt á bálkesti um kl. 9 en lítill sem enginn áhugi var meðal unglinganna á brennu þessari. Hins vegar tóku börn og ungl- ingar úr því að flykkjast út á aðalgötur bæjarins og bera á þær alls konar rusl til að hindra umferð, m.a. var hvolft úr fjöl- mörgum öskutunnum, vír strengdur þvert yfir götuna og fleira í þeim dúr. Eldar voru oftsinnis kveiktir á götum úti, sem lögreglan slökkti en einnig varð að kveðja út slökkvilið a.m.k. tvisvar sinnum. Lögreglumenn voru 11 á vakt. Fastir lögreglumenn á Sauðárkróki eru þrír en hinir eru héraðslögreglumenn. Þeir voru ítrekað hindraðir af unglingunum, þegar þeir reyndu að greiða fyrir umferð og fjarlægja forsprakka óeirð- anna. Að minnsta kosti 8 rúður voru brotnar og spjöll unnin á lausum munum og eitthvað af girðingum. Eitt sinn var grjót- hríð gerð á lögreglustöðina og brotnaði þar ein rúða. Tveir lögreglumenn sem voru á götu- vakt meiddust þegar þeir urðu fyrir grjótkasti, annar fékk stein í höfuðið en hinn í fót, og voru þeir báðir frá vinnu í gær. Jón Hjalti kvað erfitt að gizka á fjölda þeirra unglinga sem tóku þátt í þessum óeirðum en þeir hefðu þó allavega ekki verið undir 100 og Iíklega nær 150. Þetta hefðu verið börn og unglingar á ýmsum aldri. — aðallega þó frá 10 ára til tvftugs en einnig hefðu verið yngri börn og eldri unglingar innan um. Hann kvað nokkra hafa verið forsprakka, er æst hefðu hina upp og þeir þá fylgt á eftir. Margir af ólátaseggjunum hefðu verið færðir inn á stöðina og geymdir þar við erfiðar að- stæður misjafnlega lengi. Tveir Framhald á bls. 27 r Barbara Arnason látin BARBARA Árnason, listakona, er látin í Reykjavík, 64ra ára að aldri. Barbara fæddist árið 1911 í Petersfield í Englandi og voru foreldrar hennar Arthur Moray Williams og kona hans Mabel L. WiIIiams. Barbara var við heíma- nám til 16 ára aldurs en var síðan um 3ja ára skeið í undirbúnings- listaskóla og þar á eftir í 3 ár við nám f Royal College of Art f London þaðan sem hún braut- skráðist árið 1935. Árið 1937 giftist hún Magnúsi Á. Árnasyni, myndlistarmanni og fluttist með honum til Islands, þar sem hún bjó upp frá því. Hér komst hún snemma í röð fremstu myndlistarmanna okkar, enda mjög fjölhæfur listamaður. Viðfangsefni hennar voru vegg- málverk, tréristur, bókaskreyt- ingar, veggteppi, andlitsmyndir Barbara Árnason og landslagsmyndir og seldi hún verk sfn til þjóðsafna í Englandi. Svfþjóð, Danmörku og á Islandi. Borgarafundur í Ólafsvík: Vill ekki skuttogara inn á Breiðaf jörðinn Þungar horfur í atvinnumálum Olafsvík — 2. janúar ATVlNNULlFIÐ her hefur verið venju fremur dauft sfðustu vikurnar og ber þar margt til. Vegna ótryggs útlits i atvinnu- málum byggðarlagsins boðuðu verkalýsðfélagið Jökull og hreppsnefndin til almenns borgarafundar um atvinnumál og atvinnuhorfur hinn 29. des. sl. Fundurinn var undirbúinn með samtökum ýmissa aðila, m.a. hreppsnefndar og fiskverkenda. Borgarafundurinn var fjöl- mennur og margar ályktanir gerðar. Mikið var rætt um tillögur fiskveiðilaganefndar um skipt- ingu veiðisvæða úti af Breiða- firði. Eru þær tillögur mikið áhyggjuefni Breiðfirðingum, eins og eftirfarandi ályktun ber með sér: „Almennur borgarafundur í Ólafsvfk, haldinn 29. desember 1975, mótmælir harðlega tillögum fiskveiðilaganefndar um skipt- ingu veiðisvæða úti af Breiða- Islandske dikt fra várt hundreár heitir bók, sem komin er út hjá Fonna-forlaginu í Noregi. Bókin Ivar Orgland firði, þar sem gert er ráð fyrir að breyta grunnlínupunktum, og leyfa skuttogurum að veiða inn að fimm sjóm. frá landi og minnka þannig veiðisvæði Breiðafjarðar báta um 7/12 hluta frá þvf sem nú er. Fundurinn krefsUþess — í fyrsta lagi að grunnlínupunktar á þessu svæði verði óbreyttir, þ.e.a.s. Látrabjarg, Snæfellsnes. I öðru lagi að skuttogurum og stærri togskipum verði ekki leyfð- ar togveiðar nær landi en 12 sjóm. frá grunnlínu. í þriðja lagi, að bátum með allt að 100 ha vél verði leyfðar togveiðar innan 12 sjóm. vissan hluta árs samkvæmt reglu- gerð. I fjórða lagi, að línu og netasvæði verði það sama vestur af Snæfellsnesi og var sl. vertíð. Einnig verði neta- og línusvæði í Víkurál. Svæðið úti af Snæfells- nesi verði opið 1/1—15/4 og í Víkurál 1/1—15/3. Framan- greind atriði skipta meginmáli fyrir framtíð sjávarútvegs og fisk- vinnslu á Snæfellsnesi, og eru því hefur að geyma úrval íslenzkra ljóða þessarar aldar, eftir 76 höfunda. Ivar Orgland hefur snúið ljóðunum á norsku, en hann var sendikennari við Háskóla íslands um margra ára skeið. Hann varði doktorsritgerð um íslenzkar nútímabókmenntir við Háskóla tslands, en kennir nú íslenzku og bókmenntir við Óslóarháskóla. Ivar Orgland hefur áður þýtt mik- ið af íslenzkum ljóðum á norsku — þar á meðal úrval ljóða nfu höfunda þar sem jafnframt hefur verið fjallað ítarlega um hina einstöku höfunda. Hann ritar for- málsorð að hinni nýútkomnu bók og gerir þar grein fyrir einstökum höfundum og íslenzkri Ijóðlist nú á tímum. Fjöldi ljóða er f bókinni, sem er rúmar 400 bls. að stærð lífsmál íbúa þessa svæðis. Skorar fundurinn á þingmenn Vestur- lands að fylgja þessu máli fast fram við Alþingi og ríkisstjórn." Síðan gerði fundurinn ályktan- ir um aðgerðir í atvinnumálum í Ólafsvík á næstu vikum og mánuðum. Ber þar fyrst að telja ályktun um að síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan verði nú þegar gerð fær til vinnslu f næstu 3—4 ár eða þar til byggð hefði verið ný fiskimjölsverksmiðja fyrir Snæfellsnes. Bilanir og ýmsir aðr- ir erfiðleikar hafa steðjað að rekstri verksmiðjunnar og hefur m.a. ekki verið hægt að vinna í henni úrgang úr feitfiski. Einnig var ályktað að hvetja skyldi með ýmsum ráðum til aukinnar línuút- gerðar frá Ólafsvík en aðstaða til hennar er hér mjög fullkomin. Þá var einnig hvatt til þess að nokkr- ir Ólafsvíkurbátar hæfu næsta sumar síldveiðar f reknet og að Framhald á bls. 27 Magnús Þ. Torfason forseti Hæstaréttar MAGNUS Þ. Torfason hæstaréttardómari var fyrir ára- mótin kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 1976 að telja til ársloka 1977. Ármann Snævarr hæstaréttardómari var kjörinn varaforseti til sama tíma. Benedikt Sigurjónsson hefur verið forseti Hæstaréttar s.l. tvö ár. Ljóð 76 islenzkra skálda koma út í Noregi Baráttukveðjur berast víða að Skýrt frá nokkrum jóla-, nýárs- og baráttukveðjum, sem Helgi Hallvarðsson skipherra fékk um hátíðarnar BARÁTTA Landhelgisgæzl- unnar við brezka landhelgis- brjóta og ægivald brezka flotans hefur vakið mikla at- hygli erlendis og vakið samúð með málstað tslendinga, vernd- un fiskstofnanna við landið. Skipherrar á varðskipunum verða við slfkar aðstæður tákn baráttunnar og nú um jólin hafa þeir, sem í snörpustu orrustunum hafa lent, fengið jólakort, nýársóskir og baráttu- kveðjur víða að. Helgi Hall- varðsson, skipherra á Þór, hefur ekki farið varhluta af þessum óskum og birtist hér sýnishorn þeirra: John B. Yuille, sem býr í Edinborg, sendir Helga bréf og sendir í því nýársóskir og þakk- ar honum jafnframt fyrir að berjast fyrir verndunarsjónar- miðum, en síðan segir: „Það er örlítil athugasemd. Það er kom- inn tími til að þið bendið á það, að það er mismunur á brezkum og enskum togurum. Þið verðið að muna, að við Skotar lítum með tilhlökkun fram til þess dags, er við sjálfir getum krafizt 200 sjómílna fiskveiði- lögsögu. Þótt ég sé ekki viðrið- inn fiskiðnað, fylgist ég mjög vel með þessari deilu og stjórn- málalegri þróun hennar. Ef þú kemur einhvern tíma hingað, verðurðu að koma með drykkjarhornið þitt með þér, því að mér finnst ég skulda þér einn lítinn. Skilaðu þakklæti til manna þinna.“ Ungur maður, sem býr í Luton í Bretlandi og heitir John Thor Ewing, skrifar: „Ég sá skipið þitt í sjónvarpinu. Ég heiti líka Thor og er átta ára gamall. Átt þú mynd af varð- skipinu Þór? Beztu óskir til þín og skipshafnar þinnar. — John Thor Ewing.“ Þessi ungi maður, John Thor sendir með jólakortinu mynd af sér, svo að eigi hallist á, fái hann mynd af varpskipinu. Systkinin Fiachra og Fergal O’Driscoll i Dublin á Iralandi, ■ senda jóla- og nýársóskir til Helga Hallvarðssonar. Þau eru 9 og 10 ára og skrifa síðan undir jólaóskirnar: „Gangi þér allt í haginn í baráttunni gegn Bret- um.“ I.L. Tunks í Berkshire á Englandi sendir jólakort og undir hina sígildu prentuðu jólakveðju segir hann: „Skál fyrir 200 mílunum, fyrir þér og áhöfn þinni — Leslie Tunks, einn af mörgum aðdáendum Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.