Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 27 Banaslys í umferðinni aldrei fleiri en 1975 A ÁRINU 1975 urðu 30 banaslys f umferðinni hér á landi og f þeim létust 33 manns segir f tilkynn- ingu frá Umferðarráði. Þetta er tveimur færra en segir í skýrslum Siysavarnafélags Islands og birt- ust hér f blaðinu á gamlársdag, en skráning slysa er gerð með mismunandi hætti hjá þessum tveimur stofnunum. Samkvæmt tilkynningu Um- ferðarráðs hafa því 13 fleiri látist á síðasta ári en 1974 en þá létust 20 manns í umferðarslysum á ís- landi. Hafa aldrei fleiri látist á einu ári í umferðarslysum frá því skráning umferðarslysa fyrir allt landið var tekin upp. Flest hafa Sprengiefn- ið fundið SPRENGIEFNIÐ, sem stolið var úr vinnuskúr í Kópavogi um jólin, er komið í leitirnar. Tveir piltar, 18 og 20 ára, voru handteknir á gamlársdag vegna málsins og viðurkenndu þeir þjófnaðinn. Er sprengiefnið komið í leitirnar. Piltarnír voru báðir úrskurðaðir í allt að 20 daga gæzluvarðhald á meðan rannsókn málsins fer fram, en hana annast rannsóknar- lögreglan í Kópavogi. Datt í stiga og skarst illa LÖGREGLAN var kölluð að húsi einu í Breiðholti á nýársdags- morgun klukkan 8. Maður nokkur hafði verið á leið heim til sín úr veizlu en svo illa tókst til að hann datt í stiga og skarst allmikið á kviði þegar flaska sem hann var með í beltinu brotnaði. Maðurinn féll ekki einu sinni heldur tvisvar og jukust ákverkarnir við seinni byltuna og skarst hann þá m.a. á fæti. Hann var fluttur á slysa- deild, en var ekki talinn lífs- hættulega slasaður. Fundið mynd- riss eftir Michelangelo Flirens 2. janúar — Reuter DRÖG að mvndum, sem talin eru eftir meistarann Michelangelo, hafa fundizt á veggjum kjallara eins undir Medici-kapellunum í Flórens, að þvf er embættismenn borgarinnar upplýstu f dag. Rissið sem fannst undir tveimur lögum af gifsi, er meðal annars af tveggja metra hárri mynd af Kristi upprisn- um, tveimur englum og all- margar myndir af mannslfkamanum. Talið er að myndrissið hafi verið gert milli 1520 og 1530. Michelangelo byggði hluta af kapellunni á sfnum tfma, svo- kallaða „nýja skrúðhúsið“, og gerði höggmyndir f Medici- grafhvelfingarnar þar. —Aflaaukning Framhald af bls. 1 árangurinn hlytiaðverðatakmark- aður gagnvart herskipum. „Hins vegar erum við ekki síður þrjózkir en Bretar og þetta kallar alls ekki á að við setjumst að samningaborði með þeim. Að mínu áliti munum við ekki ræða við þá á meðan herskip eru innan 200 mílna lögsögunnar Við verðum því að þreyja þorrann og góuna og vona jafnframt að haf- réttarráðstefnan í New York færi okkur sigurinn. Þá hefur okkar barátta borið árangur." banaslys áður orðið árið 1973 en þá létust 25 manns í 24 slysum. Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir um fjölda meiri og minni háttar slysa í umferðinni er þó ljóst að í ár verður minnst fjölgun umferðarslysa milli einstakra ára og þarf að leita allt til ársins 1967 til þess að finna samanburð. Meðalaldur þeirra er Iátist hafa á þessu ári eru 35.5 ár. Er það svipaður meðalaldur og árið 1974 en þá var hann 33 ár. 16 banaslys hafa orðið í þéttbýli á móti 11 slysum árið 1974 en 14 í dreifbýli á móti 9 banaslysum 1974. 9 dauðaslysanna (10 látnir) urðu í Reykjavík. 1974 létust 9 manns í 9 slysum í Reykjavík. Karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem látist hafa eða 24, en konur eru 9. Af þeim 33 er létust eru 4 börn 14 ára og yngri — 10 vorú ökumenn bifreiða, 7 farþegar, 11 gangandi vegfarendur, 2 öku- menn vélhjóla og 3 hjólreiða- menn. Af 30 banaslysum áttu 8 sér stað við árekstur, 10 við bíl- veltu, ekið var á 11 gangandi veg- farendur og einn féll af reiðhjóli. Á þeim 10 árum sem nú eru liðin frá því fyrst var farið að skrá umferðarslys á íslandi, eða árið 1966, hafa 199 manns látist í 185 umferðarslysum. Auk ofan- greindra 33ja manna hafa 3 aðrir látist í slysum þar sem ökutæki átti aðild að, en slys þessi falla ekki undir reglur um skráningu umferðarslysa. Það er eftirtektarvert, að bana- slys í umferð eru Iangt undir meðallagi fyrstu mánuði ársins 1975. Þannig er tala látinna 3 fyrstu 5 mánuði ársins, frá janúar tii maí, en síðustu 7 mánuði ársins, frá júní til desember látast 30 manns í umferðarslysum. • • — Ongþveiti Framhald af bls. 1 til verzlunareigenda um að snúa aftur til búða sinna til að leita að fleiri spengjum. Miðborgin hvarf að mestu i reyk er eldar kvikn- uðu, og slökkvibifreiðar urðu að mjakast hægt gegnum umferðar- þröngina sem skapaðist. Maður einn sem kvaðst vera fulltrúi öfgahóps eins irska sjálfboðaliðs- ins, hringdi til stöðva BBC í Belfast og sagði að hópur þessi bæri ábyrgð á sprengingunum. — Portúgal Framhald af bls. 1 portúgölskum vinum sínum og unnið á samyrkjubúi. Allmargir hermenn og lögreglu- menn særðust i svipuðum óeirð- um í gærkvöldi fyrir ofan Caxias- fangelsið nærri Lissabon, þar sem aðrir vinstri menn hafa verið í haldi undanfarnar vikur, að því er talsmaður hersins sagði. Ofbeldisaðgerðirnar í gær vöktu að nýju athygli á hinum djúp- stæðu átökum sem enn eru undir niðri í þjóðlífi Portúgals. Viðræður eiga að hefjast í næstu viku milli stjórnmálaflokk- anna og hersins um skiptingu valdsins milli hersins og borgara- legrar stjórnar sem mynda á eftir kosningar til löggjafarþings næsta vor. Talið er líklegt að borgaralegir stjórnmálaflokkar muni eftir þessar viðræður fá mun meira vald en gert var ráð fyrir í sáttmála þeim sem flokk- arnir og hreyfing hersins undir- rituðu í apríl s.l. Þá er þess vænzt að áður en langt um líður muni núverandi stjórn Pinheiro de Azevedos, forsætisráðherra, lenda í erfiðleikum vegna hinna ströngu ráðstafana sem hún hefur tilkynnt til að reyna að koma efnahag landsins í betra horf. Að- gerðirnar sem að nokkru leyti tóku gildi fyrir jól hafa þegar hleypt benzínverði upp, svo og fargjöldum með almenningsvögn- um, söluskatti á fjölda vara, afnotagjöldum á sjónvarpi o.fl. Laun eru fyrst þar til í febrúarlok og búizt er við miklum verðhækk- unum á næstunni. Flestir látast í október, 7 manns en 5 manns létust í júní og des- ember og 4 létust í september og nóvember. — Skákin Framhald af bls. 28 verið vanhugsaður. Kortsnoj hafði hvítt og valdi kóngsind- verska vörn og mátti Guð- mundur gefast upp eftir 25 leiki. Guðmundur á biðskák við Bretann Miles úr 3. umferð og fór hún aftur í bið i gær- morgun. Kvaðst Guðmundur vera að reyna að kreista vinn- ing út úr skákinni. Næst teflir Guðmundur við Stean, því næst við Kaplan og síðan við Hort. Stórmeistararnir Bron- stein, Kortsnoj og Uhlmann eru efstir eftir 4 umferðir með 3 vinninga en Guðmundur er með 1 vinning og biðskák þar sem hann hefur vinningslikur. Hún átti að teflast áfram í gær- kvöldi. Guðmundur sagði að hann hefði þreytzt við að tefla biðskákina í gærmorgun og þvf verið í heldur litlú stuði þegar hann settist að skákinni gegn Kortsnoj. Á mótinu 1 Hallsberg eru 38 þátttakendur. Margeir var í efsta sæti framan af en í 6. umferð tapaði hann fyrir mjög sterkum júgóslavneskum pilti, Barlov. 1 gærkvöldi átti hann að tefla við Rússann Vladimir- ovic. Tefldar eru 9 umferðir og var Margeir ánægður með frammistöðu sina til þessa þeg- ar Mbl. ræddi við hann í gær, taldi hana betri en hann hefði átt von á. Helgi Ölafsson, sem er Norð- urlandameistari unglinga, hef- ur staðið sig mjög vel og er kominn í úrslitaflokk á EM vinninga og biðskák eftir 6 um- ferðir. Biðskákin er við Hol- lendinginn Van der Stern, en þeir tefldu saman í gær. Kochiev frá Sovétríkjunum er efstur á mótinu með 4 vinn- inga og biðskák. — Óspektir Framhald af bls. 2 -fulltrúar barnaverndarnefndar hefðu verið á stöðinni allan tfm- ann og aðstoðað lögregluna við ráðstöfun á ungum börnum, er tekið höfðu þátt í óspektum þessum og einnig við að flytja börnin heim og afhenda þau foreldrum. Var rætt við for- eldra um þessi mál en oftar en einu sinni kom það fyrir að hin sömu börn voru handtekin síð- ar um nóttina, jafnvel mjög seint og þá þar sem þau voru enn við óspekktir. Höfðu þau m.a. kveikt á brunaboða og fleira af því tagi. Mestu óláta- öldunni lauk um miðnættið en þá hófst dansleikur í Félags- heimilinu Bifröst. Stóð hann til kl. 4 en lögreglan þurfti þó að hafa afskipti jafnvel af börnum eftir þann tíma, eins og fram kemur á undan. Jón Hjalti kvaðst harma að til atburða af þessu tagi skyldi þurfa að koma á hverju gamlárskvöldi og þetta setti óneitanlega blett á bæjarlífið. Ölæti af þessu tagi heyrðu for- tíðinni til og annars staðar væri í langflestum tilfellum búið að komast fyrir þau. Hann taldi hugsanlega skýringu á þessu vera þá, að á Sauðárkróki væri ekkert gert til afþreyingar fyrir unglinga á gamlársdagskvöld og enginn aðili virtist fáanlegur til að taka eitthvað slíkt að sér, enda þótt rætt hefði verið um slíkt af hálfu lögreglunnar. — Jarðskjálftinn Framhald afbls. 28 móti taldi Guðrún símstjóri á Kópaskeri aldrei hafa verið til- takanlega miklar jarðhræringar þar, mest borið á vægum kippum og titringi. Síðustu dægur virðast upptök kippanna aftur hafa flutzt meira i suðurátt, sennilega í suðaustan- vert Kelduhverfi Um Kelduhverfi er það að segja, að mælingamenn telja ekki ólíklegt að allt svæðið frá Tó- veggjarsprungunni og Veggjar- endum, og vestur að Eyvindar- stöðum og Lindarbrekku sé að síga en breidd þess er um 5 km frá austri til vesturs, og telja að sigið nái norður í Sandinn. Innan þessa svæðis ber mest á 8 signum ræmum austan við Lyngás á um 1 km belti og nemur sigið í þessum ræmum hálfum til einum metra, og sumar sprungur þar opnar. Einnig ber á 10—12 sprungum I þjóðveginum hjá Lindarbrekku með nokkurra sentimetra sigi við suma sprungubarma. Svo hefur gömul grasi gróin sprunga opnast hjá Eyvindarstöðum og ér nú að a.m.k. hálfur metri að breidd eða meira. Björn Benediktsson, bóndi í Sandfellshaga í Axarfirði, fór á vélsleða norður r Axarfjarðar- heiði á nýársdag — að svipast um eftir verksummerkjum í sam- bandi við brennisteinsþef sem fólk á Kópaskeri og Raufarhöfn taldi sig finna úr þeirri átt fyrir nokkrum dögum. Fór hann upp á Kálfafjöll á heiðinni, þaðan sem útsýni er gott. Skyggni var ágætt, snjór yfir öllu en hann sá engin merki um gos þar. Fólki líður ágætlega þrátt fyrir allar þessar jarðhræringar, en er auðvitað orðið hálf þreytt á öllum óþægindunum sem þessu fylgja. En það sýnir fulla stillingu, held- ur sínar hátíðir eins og ekkert hafi í skorizt og sækir kirkju sem ég get bezt um vitnað. Helzt er það að menn óttast skemmdir á mannvirkjum af völdum jarð- skjálftahrinanna. Sr. Sigurvin — Fyrstu loðnuskipin Framhald afbls. 28 minnsta kosti, sagði Guðbjörn að lokum. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands islenzkra útvegs- manna, sagði að gert væri ráð fyrir, að öll þau skip, sem stunduðu loðnuveiðar f fyrra, héldu til loðnuveiða að þessu sinni og jafnvel yrðu skipin heldur fleiri en þá, en á síðustu loðnuvertíð stunduðu rösklega 100 skip veiðarnar þegar þau voru flest. Hann sagði að útgerðarmenn loðnuskipa hefðu verið kallaðir til fundar á mánudaginn. Þá yrði rætt hvort ætti að una þvi, að ekkert loðnuverð yrði ákveðið fyrir janúarmánuð, eins og rætt hefði verið um. Það sýndist a.m.k. einkennilegt að skip ættu að vera á sjó i heilan mánuð án þess að nokkuð verð væri á fiskinum sem veiddur er. Þá hafði Mbl. samband við einn fiskmjölsframleiðanda — og seljanda. Hann sagði, að fyrstu dagarnir í þessum mánuði væru alveg dauðir á mjölmörkuðunum, en viku af janúar færi að lifna •yfir þeim á ný. Nokkuð hefði ver- ið selt af mjöli á verðinu 4.15—4.45 dollarar proteineining- in, en einn aðili hefði selt nýverið lítilsháttar á 4.70 dollara protein- eininguna. Annar aðili hefði feng- ið hærra verð en það, með föstum afhendingartíma, sem alltaf veeri áhættumál. — En allar hækkanir sem kæmu nú á mjölverðið kæmu til góða fyrir hráefnisverðið. — Baráttukveðjur Framhald af bls. 2 ykkar í Englandi. Láttu pá fá það óþvegið!" Hr. og frú Paul Brian Hefford og fjölskylda í Kent senda hr. og frú Helga Hallvarðssyni og fjölskyldu beztu jóla og nýársóskir. Frú Hefford skrifar jafnframt á kortið: ,,Ég og eiginmaður minn höfum fylgzt með varð- skipinu Þór í sjónvarpi og erum snortin af föðurlandsást yðar og ákveðni. Hvernig svo sem þorskastríðið fer, óskum við yður gleðilegra jóla. Við berum mikla virðingu fyrir yður, yðar einlæg. Pat Hefford.“ Þá hefur Helga Hallvarðssyni borizt bréf frá J.E. Hogan, sem býr í Texas í Bandaríkjunum. Hogan er rithandasafnari og óskar eftir að fá eigin- handaráritun Helga og jafn- framt sýnishorn af stimpli varð- skipsins Þórs. Loks sendir Karen Marggr. Honnens í Frydensborg í Dan- mörku Helga Hallvarðssyni langt bréf í jólakorti. Hún segir: „Við höfum fylgzt með hreystilegri frammistöðu ykkar gegn „göturæningjunum“, sem ekki hafa fengizt til þess að virða 200 sjómílurnar við Island, bæði í sjónvarpi, út- varpi og nú síðast í Billed Bladet. Okkur finnst þetta óskaplegur yfirgangur og frekja, þar sem vitað er að lífshagsniunir Islands eru fisk- veiðar bæði nú og í framtíðinni. Þessi rányrkja hefur 1 för með 'sér að flestar þjóðir færa út fiskveiðilögsögu sína í dag — ekki sízt Danmörk. Ég vil lýsa hrifningu minni og virðingu fyrir yður og stýrimanni yðar, Hermanni Sigurðssyni, sem hleypti af fallbyssunni. Einnig bið ég fyrir kveðjur til allrar áhafnarinnar og gleðst yfir því að enn séu til hraustir menn, sem ekki eru að drukkna í orða- gjálfri og úreltum hlutum. Ég ber þá von í brjósti að þið með hreysti ykkar náið því takmarki á nýju ári að friður verði um hin nýju 200 mílna takmörk." — Borgarafundur Framhald af bls. 2 tryggt yrði að síldarleit yrði skipulögð fyrir Vesturlandi í því sambandi. Meðal margra annarra liða í ályktuninni um atvinnu- málin var svo sú, að á meðan ekki væri gerður út skuttogari frá Ölafsvik, yrði fiskvinnslustöðvum hér tryggt verulegt magn af afla annarra skuttogara, ef hráefnis- skortur yrði. Þá var einnig ályktað að skora á ríkisstjórn að láta hefja nú þegar undirbúning að byggingu fullkominnar fiskimjölsverk- smiðju á Snæfellsnesi í samræmi við samþykkt Alþingis á sl. vori. Síðan ályktaði fundurinn að eðli- legt væri að hafin yrði undir- búningur að smíðum eða kaupum á tveimur skuttogurum fyrir Ólafsvik, stofnað yrði hlutafélag þar sem aðaleigendur yrðu fisk- vinnslustöðvarnar allar, útgerðar- menn, verkalýðsfélagið og aðrir ibúar hreppsins með stuðningi sveitarfélagsins. Skoraði fundur- inn á stjórnvöld landsins að greiða fyrir því máli þegar til þeirra yrði leitað. Einnig samþykkti fundurinn að skora á stjórnvöld og lánastofn- anir að greiða fyrir því að framan- greind atriði til styrktar atvinnu- málum í Ólafsvík næðu fram að ganga. — Fréttaritari — 20 marka strákur Framhald af bls. 3 Fæðingarheimilinu síðasta barnið á kvennaárinu og það var stúlka sem vóg 16 merkur. Foreldrar hennar eru Kristin Vignisdóttir og Gústaf Stolzen- wald. Þó ekki hafi liðið nema 14 tímar og 40 mínútur milli fæðinga þessara tveggja stúlkna er það eftir sem áður staðreynd að þær eru fæddar hvor á sínu árinu. Þær stöllur hefja því skólagöngu með eins árs millibili og sú, sem fæddist á gamlárskvöld, verður sjálf- stæður skattgreiðandi einu ári fyrr en sú sem fæddist á nýárs- dag. Eins og tekið var fram i upp- hafi er það ætlun nokkurra fyr- irtækja og stofnana að færa fyrsta barninu. sem fæðist á Islandi á árinu 1976, og foreldr- um þess ýmsar gjafir ogvarfrá þessu skýrt í auglýsingu í Morgunblaðinu 31. desember s.l. Ekki er vitað hvort einhver börn hafa fæðzt utan Reykja- víkur á undan drengnum, sem fæddist á Fæðingardeildinni kl. 00.04 en í auglýsingunni er tekið fram að tilkynna þurfi fæðingartíma barna, sem fæðast utan Reykjavikur á fyrsta degi þessa árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.