Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976 13 Togara sleppt Rabat, Marokkó, 15. jan. — Reuter. YFIRVÖLD I Marokkó hafa látið lausan sovézkan togara, sem haldið hefur verið 1 höfninni í Agadir frá 30. desember s.l., að þvf er tilkvnnt var 1 dag. Sovézki togarinn heitir Saphir og er 3.000 tonn. Gæzluskip frá Marokkó tóku togarann skammt undan strönd landsins vegna „grunsamlegra" siglinga, en hafa ekki útskýrt togaratökuna frekar. Talsmenn sovézka sendiráðsins i Rabat, höfuðborg Marokkó, hafa hins vegar borið til baka fréttir um að togarinn hafi verið að flytja vopnafarm, og um borð í honum hafi verið þrir yfirmenn úr alsírska hernum. Bent er á að samtökin Polisario í Vestur Sahara njóti stuðnings frá Alsir, en samtökin berjast gegn ákvörðun Spánar um að Vestur-Sahara verði skipt milli Marokkó og Mauritaniu. - Óeðlileg þróun Framhald af bls. 28 hver ofan í annan. — En á meðan málin standa svona, getur maður ekki sagt neitt með vissu, sagði Eysteinn. Kristján Þórhallsson, frétta- ritari Mbl. i Mývatnssveit, símaði í gær, að á hálfum klukkutíma hefðu menn orðið varir við 8 jarð- skjálftakippi. Ekki hefði orðið mikið tjón, en ýmislegt lauslegt kastast fram úr hillum. Á undan snörpu kippunum frá kl. 14.30—16 hefði komið einn snarp- ur kippur kl. 7 í gærmorgun. — Skák Framhald af bls. 2 Sovétríkjunum hreppti 4. sæti. Röð annarra þátttakenda varð þessi: Jansa og Julio Kaplan (Bandaríkjunum) vinningur, Michael Stean (Bretlandi) 7 vinn- ingar, Raymond Keene og John Nunn (báðir brezkir), 6 vinn- ingar, Arthur Bisguier (Banda- ríkjunum) og William Hartston (Bretlandi) 5V4 og Robert Bellin (Bretlandi) 4!4. r — Ottast Framhald af bls. 28 Pierre Lardinois, að stjórn banda- lagsins mundi fljótlega leggja fram áætlanir til að vernda fiski- menn aðildarlandanna gegn inn- flutningi á ódýrum erlendum fiski. Lardinois sagði á fundi Evrópu- þingsins að stjórnin væri að vinna að verðlagskerfi sem þegar gildir um innflutning á ávöxtum og grænmeti frá löndum utan banda- lagsins. Samkvæmt þessu kerfi leggur EBE innflutningstolla á innflutt matvæli ef verðið fer niður fyrir ákveðna upphæð. Lardinois sagði að fiskiðnaður EBE hefði nýlega orðið fyrir ein- hverjum mesta samdrætti sem yfir hann hefði dunið í 30 ár þótt erfið- leikarnir virtust vera afstaðnir. — Mótmæli Framhald af bls. 1 I gær gaf Juan Carlos konungur út fyrirmæli um að starfsmenn pósts, sem voru í verkfalli, skyldu kvaddir I herinn og síðan látnir taka upp störf sin við póstþjónust- una á ný, eða verða dregnir fyrir herdómstól ella. Ekki hefur kon- ungur talið rétt að beita sömu 1 aðferð gegn starfsmönnum simans, né gegn bankastarfs- mönnum, sem einnig eru i skæru- verkföllum, vegna þess að þessar tvær greinar eru ekki að fullu I rikiseign. Sérstakar lögreglusveitir voru í dag á verði við aðal-símastöðvar og ýmsa banka, en símasamband til útlanda var mjög gloppótt, og aðeins tekið við upphringingum til opinberra aðila. Jafnvel þessi opinberu simtöl voru háð níu klukkustunda bið. Erfiðleikar ríkisstjórnarinnar hafa aukizt eftir að samtök kommúnista og sósíalista hafa tekið höndum saman i baráttunni fyrir hærri launum og auknum lýðræðisréttindum. Segja tals- menn þessara samtaka að stjórnin hafi ekkert gert til að auka lýð- ræði í landinu eftir 36 ára einræðisstjórn Francos heitins hershöfðingja og einvalds. Vinna hefur verið stöðvuð við ýmsar verksmiðjur i tveimur út- borgum Madrid — Getafe og Villaverde — og samtök hús- mæðra hafa hvatt stallsystur til að gera engin innkaup á morgun. Vilja húsmæðurnar á þennan hátt mótmæla hækkandi vöruverði. — Flóttamenn Framhald af bls. 1 gætt síðustu daga um aðbúnað flóttamannanna i skipunum en skipstjórarnir hafa neitað að sigla burt. Einn þeirra, Ikonomakie Pana- gitis á flutningaskipinu Silver Sky frá Kýpur, sem er með 1600 Angolamenn innanborðs, hefur neitað að fara fyrr en honum verði leyft að koma flóttamönnunum I land. „Ég er ekki reiðubúinn að taka á mig ábyrgð á þeim dauðs- föllum sem verða ef ég sigli burt,“ sagði hann, „og þau verða mörg,“ bætti hann við. Hann sagði að hann færi ekki nema hann væri beittur valdi. Jafnframt sagði útvarpið i Luanda, sem er á valdi hreyfingar marxista, MPLA, að bardagar hefðu brotizt út milli hermanna hinna frelsishreyfinganna i Angola, FNLA og Unita, og að Unita hefði fyrirskipað undanhald frá hafnarbænum Mocamedes sem flóttamennirnir komu frá. — Schmidt tapar Framhald af bls. 1 honum og þrir aðrir eyðilagt at- kvæðaseðla sina. Foringi þingflokks SPD, Bern- hard Kreibohm, fordæmdi fylkis- þingmenn fyrir „ábyrgðarleysi og ótryggð" en réðst ekki beinlínis á FDP. Nú er þess beðið með eftir- væntingu hvort FDP slíti sam- starfinu við SPD á fylkisþinginu i Hannover og veiti Albrecht þann formlega stuðning sem hann þarf til að stjórna. Urslitin geta haft áhrif á stjórn- arsamstarfið i Bonn þar sem Helmut Schmidt kanslari vonast til að sigra I kosningunum til sam- bandsþingsins í haust með stuðningi FDP. Nú geta at- burðirnir í Neðra Saxlandi orðið til þess að naumur meirihluti CDU í efri deild sambandsþings- ins, Bundesrat, aukist úr 21—20 í 26—15. Nú eru forsætisráðherrar sex fylkja af 10 kristilegir demókratar. Þetta yrði mikið áfall fyrir stjórn Schmidts i upphafi harðrar baráttu fyrir kosningarnar í haust. Stutt er liðið siðan stjórnin fór að ná sér eftir mikil áföll i fylkiskosningunum síðan 1974 og staða CDU hefur stöðugt batnað. Þess vegna hefur verið bollalagt um það hvort FDP kunni að slíta stjórnarsamvinnunni. 1 Bonn viðurkenndi talsmaður SPD að úrslitin í Hannover hefðu komið á óvart en aðalritari flokks- ins, Holger Börner, kvaðst þess fullviss að stjórnarflokkarnir í Neðra Saxlandi mundu halda áfram stjórnarsamstarfi sinu. Talsmenn CDU kváðust hins veg- ar vissir um að FDP mundi slíta samstarfinu við SPD í Hannover. — Vona að . . . Framhald af bls. 1 finningar islenzku þjóðarinn- ar.“ Hann neitaði því að Islenzka ríkisstjórnin hefði lagt fram einhverja úrslitakosti. „Islenzka ríkisstjórnin hefur ekki lagt hníf að hálsi banda- lagsins." Og hann kvað enga hótun hafa komið fram um úr- sögn úr NATO, en hitt væri annað mál að menn hefðu lýst því hvað þeir vildu fá fram. Aðspurður um það, hvort túlka mætti afstöðu hans sem hliðholla málstað íslendinga, sagðist Luns vilja segja það eitt að hann væri sér vel með- vitandi um mikilvægi fiskveiða fyrir efnahag Islendinga, og tíminn væri ekki sizt naumur vegna þess að fiskstofnar væru óumdeilanlega í hættu. En hann viðurkenndi að vera her- skipanna innan 200 mílnanna væri „mjög erfitt vandamál" og ein „stærsta hindrunin fyrir því að samningaviðræður geti hafizt." Hann vísaði á bug ásökunum sem honum hefðu borizt til eyrna, um að NATO vildi ekki verja tslendinga fyrir hernaðarárás Breta, — eðli bandalagssamstarfsins væri slíkt að þess konar ásakanir væri út í hött og vísaði hann m.a. til samsvarandi vandamáls í þvi sambandi þar sem væri deila Grikkja og Tyrkja. Luns sagði að styrkur Islands á alþjóðavettvangi stafaði að miklu leyti af aðildinni að NATO og ítrekaði skoðun bandalagsins um mikilvægi ís- lands fyrir bandalagið ekki sfzt vegna „hins gífurlega flota- styrks Sovétmanna m.a. á Kola- skaga, þar sem er að verða ein stærsta herstöð í heimi“. Hann kvaðst aðspurður ekki geta litið beinlinis á sig sem málamiðlara I deilunni, — það væri Islend- inga og Breta sjálfra að semja, og hann hefði ekki meðferðis neinar nýjar tillögur frá Islend- ingum til Breta. Luns var loks spurður hvort hann hefði séð brezku sjón- varpsmyndina af átökum brezku freigátunnar Leander og varðskipsins Þórs. Hann svaraði því játandi, og er hann var inntur álits á henni svaraði Luns glottandi eftir að hafa sagzt sæmilega dómbær sem gamall sjómaður: „Þetta kom mér ekki þannig fyrir sjónir að varðskipið Þór hafi siglt mjög vísvitandi á freigátuna". Þessi diplómatíska yfirlýsing vakti allnokkra kátínu á frétta- mannafundinum. - Salt-samningur Framhald af bls. 1 flugvél og nýtt bandarískt eld- flaugakerfi. Bandarískir embætt- ismenn vilja ekki segja frá tillög- um Bandarfkjamanna i þessu efni, en samkvæmt öðrum heimildum vill Kissinger tak- marká svæði sem rússneska flug- vélin verður staðsett á. Viðræður um nýjan Salt- samning sigldu i strand í fyrra þegar Bandaríkjamenn kröfðust þess að hann yrði látinn ná fil rússnesku sprengjuflugvélanna og að fjöldi þeirra yrði takmark- aður. Jafnframt kröfðust Rússar þess að samningurinn næði einnig til nýju bandarísku eld- flauganna og að fjöldi þeirra yrði takmarkaður. Kissinger sagði að þótt Salt- samningur kynni að vera á næsta leiti tæki marga mánuði að ljúka nauðsynlegu starfi. Frá því var skýrt í dag að hann kæmi við í Kaupmannahöfn á leiðinni til Moskvu á þriðjudag í boði Anker Jörgensens forsætis- ráðherra, sem var i Washington í nóvember, og i Briissel á heim- leiðinni. — Minning Þórður Framhald af bls. 17 arí, Bjarni, tryggingafræðingur, Jóhannes, rafvirkjameistari, og Þóra Vala, nemandi. Á langri starfsævi hefur hinn látni sem hér um ræðir haft sam- skipti við fjölda manna og orðið flestum vinsælli vegna framkomu sinnar. Við fráfall Þórðar mun margur hugsa til fjölskyldu hans með innilegri ósk alls velfarnað- ar. En vinnuveitendur hans og samstarfsmenn kveðja hann með þakklátum huga. Útför Þórðar verður gerð frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag, föstudaginn 16. janúar. Tryggvi Ófeigsson. — Minning Þorvaldur Framhald af bls. 19 hyggjusamur og góður eigin- maður eftir því sem skilningur hans og öll aðstaða frekast leyfði. Og risi einhver ágreiningur um eitthvað, lét hann hana ráða. Má vissulega segja eins og ágætur sjúkraliði á Hrafnistu komst að orði nú á dögunum, að „hann hafi verið hennar verndarengill" í síðustu erfiðleikunum. Missir hennar í upphafi tíræðisaldurs er því mikill. Hann vakti yfir velferð hennar daga og nætur og mat hennar líðan alla tíð meira sinni. Hér má Drottinn leggja líkn með þraut í óvissu komandi daga. Söknuður hennar er sár. Okkur stjúpbörnum sínum og fjölskyldum okkar var hann sem sinum eigin sonum, og gott var að koma á heimili þeipra mömmu. Hann bar hag okkar alltaf fyrir brjósti með sérstakri umhyggju. Við erum honum þvi þakklát og tregum hann. Við biðjum honum blessunar á þeim bylgjum, sem hann nú, „þá hinzti garðurinn úti er“, siglir um ókunn höf. Varla mun honum fatast sjóstaðan á hverju sem gengur. Skörp sjón hans, sem hann var þekktur fyrir, mun þar eygja eyktamörk, rétt eins og hér, þegar hann á Sjónum fyrstur allra og bezt sá að hverju fór. Ég trúi, að hann nú, „beri að dýrlegum, ljósum löndum, þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum við sumaryl og sólardýrð," sem hann vegna strangrar lifsbar- áttu hér i heimi fékk notið af svo skornum skammti. Ef fleiri Islands börn ynnu svo vel og svikalaust sem hann fyrir sér og sínum væri þjóðfélagið betur á vegi statt. Hann var í því efni einn af þeim sterku stofnum, sem þjóðfélagsbyggingin hvílir á og má ekki án vera. Nú getur vinur minn eftir langa og oft stranga útivist sagt: „Lát akker falla! Ég er í höfn.“ — Og skýrar en hann á dánarbeði gat trúað mér fyrir: „Ég er með frelsara mínum...“ Baldvin Þ. Kristjánsson. Ég var ekki gamall, þegar afi Valdi tók mig og tvo bræður og þrjá frændur í faðm mér alla í einu og kreisti okkur þar til við öskruðum allir í kór. Það má kannski segja, að það hafi einkennt afa, að hann var ofurmenni að burðum og jafn- framt hinn mesti öðlingur og ljúf- menni og „stundum féll það ekki saman“ en svo sagði gamall maður, sem ég hitti eitt sinn í flugvél á leið vestur í heimabyggð hans afa míns. Við sátum saman ég og þessi gamli maður, og þegar hann vissi, hverra manna ég var, eftir stuttar viðræður, stóð hann upp, þótt ljósið „spennið beltin" væri enn á og sagði, að það væri heiður fyrir sig að hitta sonarson Valda. Síðan tók hann að segja mér frá afa og samveru þeirra á togurum en þeir voru hans líf eins og gamli maðurinn sagði. Ég man fyrst eftir afa á Kvist- haganum en þá var hann á besta aldri og okkur krökkunum fannst hann vera eins og fjall svo stór var hann. Hann var okkur alltaf svo góður, og óþreytandi að segja okkur sögur af sjónum og að kenna okkur að splæsa og hnýta og alltaf fengum við í soðið, þegar hann kom i land og oft hafði hann ígulker eða eitthvað annað til að gefa okkur krökkunum. Skipsfélagar afa voru stundum sem „lurkum lamdir" eftir að hann hafði heilsað þeim þegar hann kom til skips, en að heilsa afa var ekki eins og að heilsa neinum öðrum, það fundum við barnabörnin, þá sjaldan hann var í landi. En sterkasta myndin af afa i huga mínum er af því þegar ég fylgdi honum til skips eitt sinn og sá hann veifa til mín meðan skipið leið út úr hafnarmynninu, svo stóran og sterkan. En afi átti góða og sterka konu, sem amma Dóra er, og á þessum erfiðu tímamótum hennar vona ég að fjölskylda, vinir og vanda- menn styðji hana og styrki í sorg hennar. Sonarsonur. — Minning Unnur Framhald af bls. 18 sem ég hef kallað sparifólk. Ég kom ekki oft á heimili hennar en i hvert skipti, sem mig bar þar að garði var hugarfarið svipað og hjá barni, sem hlakkar til jóla. Jafnvel þó erindið væri ekki annað en þiggja kaffibolla og sitja í þögn með henni og sambýlis- manni hennar Stefáni Herði skáldi, þá fór maður ætið ríkari af þeirra fundi. I stofunni hjá Unni voru góðir andar og þó hún sjálf væri einatt þjáð og sárveik þá hafði hún einstakt lag á þvi að veita þeim sem voru í návist hennar vellíðan og bjartsýni. Unnur hafði heitt skap og harðan vilja, enda afköst hennar á bókmenntasviðinu síðustu árin með ólíkindum, þegar haft er í huga, að enginn dagur var henni þrautalaus. Skriftir og bókagerð voru henni hvorttveggja i senn balsam og lifsnautn. Ég heimsótti þau Unni og Stefán Hörð i síðasta sinn fyrir rúmu ári síðan. Ég var niður- dreginn og ofurlítið krankur, vantaði uppörvun og hressingu. Stefán Hörður tók á móti mér með sinni fágætu háttvísi og bauð mér til stofu og þegar við vorum sestir sagði hann i lágum hljóð- um: „Hún Unnur hefur lagt sig, við skulum ekki vekja hana.“ Þessi fáu orð og það, hvernig þau voru sögð, lýstu betur en nokkuð annað þeirri nærgætni og þeim kærleika, sem Stefán Hörður sýndi Unni í hvívetna. Við sátum hljóðir í rökkrinu. Andrúmsloftið í stofunni var Unnar og hugir okkar beggja dvöldu áreiðanlega hjá henni. Þó ekkert væri sagt þá vissi ég að Unni hafði elnað sóttin en mér fannst dauðinn víðs fjarri. Þegar við kvöddumst sagði Stefán Hörður brosandi: „Ég vona að betur standi á næst þegar þú kemur svo að þú fáir að minnsta kosti kaffisopa. Hvorki víl né vol og bros þeirra Unnar og Stefáns Harðar fylgdu mér alla leið heim og ég hressari og kátari en áður. Þó að biö hafi orðið á kaffisopanum þá verður hann vel þeginn þegar við Unnur hittumst hinumegin. B. Bjarman. — Erfið barátta FBI Framhald af bls. 14 hefur verið ! 5 ár) hefði flúið til Kúbu, þar sem Kastró hefði sent hann I útrýmingarbúðir fyrir kynvillinga af þvi að hann var með of sltt hár. Þetta lapti hún allt upp eftir okkur." Bæði alrikislögreglan og leyniþjónustan hafa á sinum snærum her manna og kvenna til að afla upplýsinga, áreiðanlega eru margir þeirra betur starfi slnu vaxnir en frú Moore Ekki er vitað nákvæmlega um fjölda þessara njósnara, en William Colby, yfirmaður leyniþjónustunnar, hefur látið uppskátt að skrifstofa hans ein hefði spjaldskrá yfir 10.000 Bandarlkjamenn, njósnaði um pólistiska öfgamenn opnaði bréf og fengr ýmsa til að afla upplýsinga innan hópa róttækra. Clarence Kelly yfirmaður alrlkislögreglunnar svaraði nýlega gagnrýni, sem fram kom á þess- háttar starfsemi á eftirfarandi hátt: „Alrikislögreglan myndi svikjast undan þeim skyldum, sem hún hefur að gegna við banda- rlsku þjóðina, ef hún reyndi ekki að þrengja sér inn i samtök, sem hafa það markmið að koma Bandarikjunum á kné!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.