Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976 fHtvgisitMafetfe Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40.00 kr. eintakið. Ihita baráttunnar við Breta á fiskimiðunum megum við ekki gleyma þeim meginmarkmiðum, sem við stefnum að í landhelgismálum okkar, sem eru full yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni, sem tók gildi hinn 15. október síðastliðinn. Þessi útfærsla er tilkomin vegna knýjandi nauð- synjar á verndun fiskstofnanna og varð mönnum enn Ijósari, þegar skýrsla Hafrannsókna- stofnunar um ástand fiskstofn- anna og þá ekki sízt þorsk- stofnsins var birt fyrri hluta októbermánaðar. Mikilvægt er, að menn átti sig á því, að útfærslan í 200 mílur hefur þegar borið umtals- verðan ávöxt Við höfum nú þegar náð hagkvæmum samn- ingum við tvær þjóðir, sem veitt hafa á íslandsmiðum, Vestur-Þjóðverja og Belga. Með þessum samningum hefur heildarafli þeirra á íslandsmið- um verið skertur mjög verulega frá því sem verið hefur undan- farin ár og alveg sérstaklega hefur þorskafli þessara tveggja þjóða verið skorinn mjög niður en það er auðvitað mikilvægast fyrir okkur, að takmarka svo sem kostur er, við núverandi aðstæður, veiðar erlendra þjóða á þorski. Þá er einnig þýðingarmikið. að við gerum okkur grein fyrir því, að þrátt fyrir það, að Bretar hafa stefnt hingað miklum flota herskipa og verndarskipa til þess að auðvelda fiskveiðiflota sínum veiðar á íslandsmiðum og þrátt fyrir það, að brezkum togurum hafi fjölgað verulega frá því sem verið hefur undan- farin misseri, höfum við einnig náð vissum árangri í að tak- marka veiðar Breta hér. Þessi árangur er í fyrsta lagi fólginn I því, að afli þeirra á togara hefur minnkað talsvert og í öðru lagi að veiðar Bretanna eru tak- markaðar við tiltekin svæði og verndarskipin hafa ekki treyst sér til að gefa togaraflotanum leyfi til að veiða t.d. á tveimur svæðum. Þetta er árangur, sem máli skiptir. Þannig er augljóst, að þótt baráttan við Breta á fiskimið- unum gangi erfiðlega eins og við mátti búast, þar sem við ofurefli er að etja, eru ýmsar bjartar hliðar á tilverunni og fleiri en þær, sem nú hafa verið nefndar. Þannig hljótum við íslendingar, að binda verulegar vonir við þróunina í hafréttar- málum á alþjóðavettvangi. í marzmánuði verður hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fram haldið og að þessu sinni í New York. Það sem af er fundum hafréttarráðstefnu hafa hagsmunamál okkar ís- lendinga fengið jákvæðar undirtektir og við hljótum að reyna að haga málum okkar á þann veg, að svo verði áfram. Hins vegar er óhyggilegt að búast við niðurstöðu á haf- réttarráðstefnunni ! marz. Gert er ráð fyrir öðrum fundi ráð- stefnunnar síðar á þessu ári og margir eru þeirrar skoðunar, að ekki megi búast við niðurstöðu fyrr en á árinu 1977. Hins vegar er Ijóst, að sívax- andi kröfur eru um það í ýms- um löndum, að fiskveiðilöq- Yið höfum náð árangri saga þeirra verði færð út ein- hliða í 200 sjómílur. Nú hefur utanríkisráðherra Mexíkó lýst því yfir, að Mexíkó muni lýsa yfir 200 sjómílna fiskveiðilög- sögu í mai eða júnímánuði og fyrir Bandaríkjaþingi hefur um skeið legið frumvarp, sem upp- haflega gerði ráð fyrir útfærslu bandarískrar fiskveiðilögsögu í 200 sjómílur á miðju þessu ári. Hins vegar er kunnugt, að Bandaríkjastjórn hefur verið andvíg því en tillögur munu hafa verið uppi um að breyta frumvarpinu á þann veg, að útfærslan taki gildi hinn 1. janúar 1977 og að Bandaríkja- forseti muni e.t.v. ekki hreyfa andmælum við því, ef tveir fundir hafréttarráðstefnunnar á þessu ári bera engan árangur. Þá er einnig vitað, að bæði í Kanada og Noregi eru uppi vaxandi kröfur um útfærslu í 200 sjómllur. Þær kröfur verða háværari ef hafréttarráðstefnan dregst á langinn. Augljóst er, að útfærslur annarra ríkja í 200 sjómílur á þessu ári eða í byrjun næsta árs munu mjög styrkja stöðu okkar íslendinga í landhelgisdeilunni við Breta. Erfitt mun fyrir Breta að halda uppi hernaðarlegu of- beldi gagnvart íslendingum ef fleiri og fleiri riki í okkar heims- hluta bætast í hóp þeirra, sem lýst hafa yfir svo viðáttumikilli lögsögu. Þess vegna munum við vinna þessa deilu á tíma ef ekki á annan hátt, og þá skiptir miklu, að við gerum engin þau mistök nú i hita bardagans, sem ekki verða aftur tekin. THE OBSERVEF THE OBSERVER á&fc THE OBSERVER iStít THE OBSERVER iStít THE OBSERVER Erfið barátta FBI við öfgahópa San Fransisco HRÓÐUR bandarísku alríkislögreglunnar FBI jókst verulega, er henni tókst að handsama Patriciu Hearst fyrir skömmu Hafði leitin að þessum fræga milljónaerfingja, sem gerzt hafði byltingarsinni, svo og vinum bennar, staðið í 1 9 mánuði og verið ákaflega víðtæk og skipulögð. Hins vegar er ekki Ijóst enn, hvernig FBI reiðir af í baráttunni gegn öðrum hryðjuverkahópum, sem láta mjög að sér kveða í Bandaríkjunum um þessar mundir Þeir láta minna á sér bera en Patty Hearst og félagar hennar, en eru yfirleitt færari á sínu sviði og hafa staðið fyrir liðlega 1 000 sprengjutilræðum það sem af er þessu ári Svo virðist sem FBI verði ekki á næstunni nægilega vel ágengt í þessari baráttu, þrátt fyrir margvíslegar áætlanir um gagnnjósnir í því skyni að ná tökum á hreyfingunum innan frá og sundra þeim þannig Þá hefur FBI leitazt við að efna til uppþota innan skemmdarverkahópanna og reynt ýmiss konar „bolabrögð" til að fá ýmsa stuðningshópa uppreisnarmanna til að láta þá lönd og leið eða gera þá samábyrga fyrir glæpa- verkunum En allt hefur komið fyrir ekki og Clarence Kelly, yfirmaður alríkislögreglunnar, sagði fyrir skömmu: „Ég er hræddur um, að við getum ekki náð tökum á þessum hópum bylting- armanna, sem vilja kollvarpa stjórn landsins með ofbeldi ' Allar líkur benda til þess, að átökin milli leynilögregluhópa og hermdarverkamanna, t d Weather-hreyfingarinnar nálgist nú suðumark Hermdarverkamennirnir, sem eru yfirleitt vel menntuð börn bandarlskra miðstéttarmanna, eru mjög fíknir í að sýna mátt sinn og megin á opinberum minningarhátíðum og þess háttar Telur FBI mikla hryðjuverkahrmu í vændum á næsta ári, en þá verður þess minnzt með pompi og pragt að 200 ár verða liðin frá stofnun Bandarlkjanna, auk þess sem forseta- kosningar munu fram fara Ekki er þar með sagt, að borgarskæruliðar í Bandarfkjunum hafi látið déigan síga á þessu ári. Eftir fyrstu 7 mánuðina höfðu þeir 31 mannslíf á samvizkunni og 206 manns höfðu hlotið meiri eða minniháttarmeiðsl af þeirra völdum, en eignatjón af tilræðisverkum þeirra nam milljón- um dollara Hefur starfsemi skæruliðanna kostað þrefalt fleiri mannfórnir þar sem af er þessu ári, heldur en allt sl ár Kalifornía hefur um nokkurt árabil verið gróðr- arstía fyrir starfsemi skæruliðahópa Samkvæmt opinberum upplýsingum þaðan eru hermdar- verkamenn þar nú í þann veginn að koma sér upp eigin hergagnabúrum Eru þeir sagðir kaupa riffla, sem stolið hefur verið úr vopnabúr- um hersins, og afla sér sprengjuefna frá bygg- ingafyrirtækjum í híbýlum Bill og Emely Harris, bandamanna Patty Hearst, fann FBI námu af upplýsingum, sendibréf, skjöl. morðáætlanir o.fl sem komið gætu að gagni er skyggnzt yrði inn í myrkviði skæruliðastarfsemi í Bandaríkjum í híbýlum Harrishjónanna í Morse Street í San Francisco fundust byssur og sprengjur og auk þess yfirlýsing frá Frelsisfylkingu Nýja heimsins, NWLF, þar sem samtökin lýstu á hendur sér ábyrgð á bankaráni í Kaliforníu í apríl sl., þar sem kona ein lét lífið NWLF er í flokki ötulustu skæruliðahópa i Kaliforníu, og hafa samtökin ófá sprengjutilræði á samvizkunni Telur lögreglan þau skilgetið afkvæmi Symbónesíska Frelsis- hersins, SLA, sem nú hefur verið upprættur, en hafði raunar um skeið aðeins verið svipur hjá sjón eða frá því í maí 1974, er 6 helztu leiðtogarnir féllu í viðureign við lögregluna í Los Angeles Var sjónvarpað frá þeim atburði um gervöll Bandaríkin. Eftir Charles Foley Meðal annarra framsækinna skæruliðahópa á vesturströnd Bandaríkjanna má nefna Svarta Frelsisherinn, George Jacksons-fylkið, en það efndi til sprengjuaðgerða í kjörbúð i Seattle í hefndarskyni fyrir handtöku Harris-hjónanna og Patty Hearst, Rauðu skæruliðafjölskylduna og siðast en ekki sizt, Weather-neðan- jarðarhreyfinguna, sem er elzti skæruliða hópurinn en jafnframt sá stærsti og slyngasti. Weather-fólkið kallaði sig áður Weather-menn, en nafngiftinni var breytt til að sýna fram á jafnrétti kynjanna, enda konur i tæpum meiri- hluta í samtökunum Þau hafa lýst sig ábyrg á liðlega 40 sprengjutilræðum á undanförnum fjórum árum. Þau hafa komið fyrir sprengjum i bönkum, skrifstofum fjölþjóðafyrirtækja og jafn- vel i húsakynnum öldungadeildar Bandaríkja- þings i Kapítol. Siðasta „afrek" Weather- samtakanna var sprenging i Kennecott Copper byggingunni i Salt Lake City. Fáir skæruliðahópar leggja sig eins i fram- króka um að verða ekki mönnum að bana og Weathersamtökin Þau senda alltaf frá sér við- varanir áður en árásirnar eru gerðar Árið 1 974 var sú skýring gefin á þessari tillitssemi í greina- safni félaganna, Weather-Auganu, að sprengju tilræðin væru ,,að miklu leyti táknræn ', lita bæri á þau sem herÆidaraðgerðir gegn byltingunni i Chile, er stjórn Allendes var steypt, en leyniþjón- ustu Bandarikjanna hefur verið borið á brýn að hafa skipulagt hana. „Tilgangurinn er að upp- lýsa," sagði Weather-Augað, en FBI erá öðrú máli. Þar er sú skýring gefin, að samtökin forðist mannfórnir af ótta við að þær myndu styggja marga vinstri sinnaða stuðningsmenn samtak- anna Og borgarskæruliðar Bandarikjanna hafa ekki ráð á þvl. I landinu eru þúsundir og jafnvel milljónir manna, sem telja sig róttæka og gera þessum fáu ofbeldisseggjum kleift að halda áfram starfsemi sinni, leyfa þeim að synda eins og fiskum i vötnum vilhallra, svo að notuð séu orð Maós formanns. Jafnvel þótt FBI verði stöku sinnum vel ágengt, eins og t.d i Seattle, 24. sept., er þeir handtóku Leonard Handelsman, einn stofnfélaga Weather-samtakanna, hafa þeir sjaldnast erindi sem erfiði i viðureigninni við þennan þrautskipulagða hóp „Þeir eru undir mjög ströngum aga," segir einn af starfsmönnum FBI „Þeir eru undir verndarvæng friðsamra, róttækra hversdags- manna, og ekki er unnt að hafa hendur í hári þeirra á sama hátt og annarra glæpamanna " Til marks úm þetta leika flestir þeirra 40 forvigis- manna samtakanna, sem FBI er kunnugt um, enn lausum hala. Einn kunnasti leiðtogi samtak- ann, Berardine Dohrn, hefurtil að mynda urr fjögurra ára skeið verið I hópi þeirra, sem FBI hefur lagt mest kapp á að ná. Dohrn var lagastúdent i Chicago-háskóla, sem gerðist hermdarverkamaður eftir mótmælaaðgerðirnar meðan á frægu samsærisréttarhöldunum i Chi- cago stóð Þrátt fyrir mótmæli þingmanna vegna ofsókna sem gerðar voru gegn vinstri sinnum, þegar J Edgar Hoover var yfirmaður FBI, og demókrati frá Kaliforniu sagði vera „andstyggilegar og oft ólöglegar," hafa starfsmenn aðalbækistöðvanna lýst yfir þvi, að gagnnjósnastarfsemi verði haldið áfram Aðferðirnar hafa litið breytzt siðan Hoover var og hét, og einkum fólgnar i þvi að brjóta samtökin niður að innan. Það er tiltölu- lega auðvelt, þegar um er að ræða samtök, sem starfa opinskátt, og kosta kapps um að bæta við liðsmönnum, svo sem Ku Klux Klan og Kommúnistaflokkinn Hins vegar er ekki heygl- um bent að beita slikum aðferðum gegn neðan- jarðarhreyfingum, sem vel menntað fólk, mikið til stúdentar og háskólafólk, hefur byggt upp „Þeir eru vel heima í flestum gagnnjósnabrögð- um," — segir yfirmaður einnar helztu leyni- lögregluskrifstofu á vesturströndinni. „Og fullt eins slyngir og flestir FBI menn." Yfirvöldin virðast ekki vera sérlega vandlát á fólk, sem það greiðir fyrir að afla upplýsinga Til dæmis má taka Söru Jane Moore, miðaldra, fráskilda konu, sem hafði unnið fyrir FBI í eitt ár, áður en hún gerði misheppnað banatilræði við Ford Bandarikjaforseta I september sl Hún hafði verið bókhaldari hjá Randolph Hearst, og var i hópi þeirra sem fengnir voru til þess að dreifa matvælum fyrir fjórar milljónir dollara, en það var lausnargjald, sem Symbónesiski frelsis- herinn krafðist fyrir Patty Var hún fengin til þess að þefa uppi ýmsa stuðningsmenn Symbónes- iska frelsishersins, en sjálf kveðst hún hafa verið neydd til þess Vinstri sinnar i San Francisco segjast hafa gert sér Ijósan tilgang hennar undir eins. Einn þeirra sagði: „Við kölluðum hana FBI-frúna Þegar hún kom og spurði heimsku- legra spurninga, fékk hún jafn heimsuleg svör Til dæmis var henni sagt að Mark Rudd (einn af félögum Weather-samtakanna, sem eftirlýstur Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.