Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skipstjóri Staða skipstjóra á væntanlegu Vest- mannaeyjaskipi er laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 1 5. febr. n.k. Þeir sem kynnu að hafa áhuga fyrir starfinu sendi umsókn sína ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf tíl stjórnar Herjólfs h.f. Pósthólf 129, Vest- mannaeyjum. Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Gíslason alþingismaður. Símar 91- 21723 eða 98-1977. Herjó/fur h. f. Vestmannaeyjum. Járnsmiður Óskum eftir að ráða vanan járnsmið nú þegar Uppl. í síma 20955. Ung kona óskar eftir vinnu hálfan daginn fyrir hádegi Er vön verzlunar- og skrifstofu- störfum. Hefur stúdentspróf. Upplýsingar í síma 28372 í dag og næstu daga. Sveitarstjóri ! Búðahreppur óskar að ráða sveitarstjóra frá 1. maí 1976. Upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri í síma 97-5220 og 97-5221. Umsóknir sendist Oddvita Búðahrepps fyrir 25. janúar n.k. Byggingastjóra- starf óskast! Byggingafræðingur óskar eftir bygginga- stjórastarfi, mjög góð sjö ára starfs- reynsla. Upplýsingar í síma 43904. Húsbyggjendur athugið Getum bætt við okkur verkefnum í úti- og innivinnu. Uppl. rsímum 52251 Magnús og 50258 Sigurður. Byggingafé/agið Smári h. f. Listfræðingur Auglýst er til umsóknar starf listfræðings við Kjarvalsstaði. Skal hann vera fram- kvæmdastjóri listráðs. Ráðningartími er tvö ár. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til skrifstofu borgarstjóra eigi siðar en 31. janúar n.k. Þar eru einnig veittar upplýs- ingar um starfskjör. Reykjavík 14. janúar 1976. Borgarstjórinn í Reykjavík. Vélvirkjar eða menn vanir vélaviðgerðum óskast. Véltak h.f., sími 86605 — 86955. Skipstjóri óskast á 88 tonna A-þýzkan stálbát sem gerður verður út á net og síðan humar frá Þorlákshöfn. Tilboð sendist Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: Bátur — 4951 . Valtýr A Ibertsson lœknir áttrœður Valtýr Albertsson læknir er átt- ræður í dag. Til skamms tíma og jafnvei enn eiga vinir hans erfitt með að trúa kirkjubókunum. Svo ern hefur hann verið og starfandi fram á allra síðustu ár. Með því að Valtýr hefur verið afburðamaður á sviði læknislistarinnar og auk þess góður félagi og traustur vinur vina sinna, þykir mér hlýða á þessum heiðursdegi að minnast hans með örfáum orðum. Má þó vera, að hann kunni mér engar þakkir fyrir, en engu að síður skal á það hætt. Valtýr fæddist í þennan heim í Flugumýrarhvammi í Skagafirði, sonur Alberts Jónssonar bónda þar og Stefaníu Pétursdóttur. Þrír synir þeirra hjóna komust á legg, séra Eiríkur Albertsson, prestur á Hesti, Valtýr og svo Gísli, sem lengi var ráðsmaður séra Eiríks og hefur síðan unnið að ýmsum störfum. Ég veit, að það var erfitt fyrir fátækan bónda að koma tveim sönum sínum til mennta á þeim árum, sem þeir Eiríkur og Valtýr brutust áfram. en góðar gáfur þeirra léttu þeim sporin. Að læknaprófi loknu árið 1923 hélt Valtýr til Noregs til að læra meira í sinni grein, og erlendis var hann samfelld 6 ár, fyrst í Noregi og síðar í Danmörku. Nokkuð á annað ár gegndi hann héraðslæknisstörfum í nyrstu héruðum Noregs og kynntist þá bæði Löppum og Finnum auk annarra norðurbyggjá. Valtýr var því ,,sprenglærður“ læknir, þegar hann settist að hér í Reykjavík árið 1929 og tók að stunda almennar lækningar. Áður en varði hafði hann svo mikið að gera, að löngum sá hann ekki fram úr því, nema með því að leggja saman nótt og dag. Margir voru þeir, sem nutu góðs af kunnáttu hans bæði þá og ekki síður, eftir að hann hafði farið utan til að kynna sér sykursýki og meinabætur við henni. Að því er ég best veit, var hann sá fyrsti, sem gerði sér verulegt far um að komast fyrir rætur þess leiða og lymska sjúkdóms, og eiga margir honum lífið að launa fyrir þau afrek hans. Aldrei hef ég orðið var við að slíkt starf hafi verið þakkað sem skyldi, enda bað hann aldrei um opinbera styrki til ferða sinna erlendis né auglýsti störf sín. A Valtý hlóðust ýms störf í þágu læknastéttarinnar og kennslustörf um tíma, sem óþarft er að rekja hér. Allt sem hann tók sér fyrir hendur, var unnið fljótt og vel og af einstakri trú- mennsku. Hugsun hans öll og störf hans snerust um aðra en ekkert um sjálfan hann. Hann er TIL LEIGU ' Laugavegi 26 500 fermetra súlnalausar hæðir: Gæti hentað fyrir banka- starfsemi, sýningar, læknastof- ur, stórar skrifstofur, sendiráð og verzlunarrekstur. Upplýsingar gefa: Hjörtur Jónsson, s: 1 2841 — 1 3300 — 10115 Guðmundur Ingvf'Sigurðsson hrl., s: 22505 — 22681 — 1 751 7 að öllu innræti hinn góði læknir og græðari meina. Ekki skal því gleymt, að Valtýr er íhugull mjög en á þó létta lund, og hvar sem hann var á manna- mótum var hann hrókur fagnaðar og kunni manna best að skemmta sér og öðrum. Ekki er hægt að segja, að Valtýr hafi verið heilsuhraustur. Hann hefur lengi átt við kvilla að stríða, sem tók sig upp á vissum skeiðum ævinnar, en fæstir vissu af því, því að læknirinn var aldrei veikur. Nú er Valtýr hættur störfum fyrir fáum árum og sestur • i helgan stein, iðinn við að lesa lækningabækur, þegar heilsan leyfir. Valtýr er kvæntur Herdísi Guð- mundsdóttur, kennara og skip- stjóra Kristjánssonar, sem fjöldi sjómanna og Reykvíkinga þekktu að góðu hér fyrr á árum. Heimili þeirra er hlýlegt og gott, þangað sem gamlir vinir leggja oft leið sína. Vinir þeirra hjóna senda þeim árnaðaróskir og hlýjar kveðjur í dag. Hákon Bjarnason. Póstsendum Kven- stígvél úr leðri ný- komin Litur: Svart Verð: 8650- Hæll 5 cm. SKOSEL, Laugavegi 60. sími 21270 ARABIA HREINIÆTISTÆKI Finnsk gæÖavara Gerið verðsamanburð <~H\fgcfin$cu.'öruv'erzlunit\^^ björninn;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.