Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976 17 smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar íslenzka — Enska Ungur bandaríkjamaður búsettur hér á landi óskar eftir að fá æfingu í að tala íslenzku gegn því að kenna ensku 1 —2 kvöld í viku. Robert Felch, Karfavogi 23, kjallara, er heima eftir kl. 6. Sniðkennsla Kvöldnámskeið hefst 21. janúar. Kenni nýjustu tísku. Innritun í síma 1 91 78 Sigrún Á Sigurðardóttir, Drápuhlíð 48, 2. hæð. —\rg-yy— til sölu ____<w*t_ Útsala Peysur á alla fjölskylduna. Bútar og garn. Anna Þórðardóttir h.f. Skeifan 6. (vesturdyr). Verðlistinn Munið sérverzlunina með ódýran fatnað, Laugarnes- vegi 82, simi 31 330. Ný kjólasending Stuttir og siðir kjólar i stærðum 36—48. Dragtin, Klapparstig 37. Álnabær Keflavík Stór — útsala og bútasalan stendur aðeins yfir þessa viku. Útsala. Útsala Rauðhetta. Iðnaðarhúsinu. Skólastúlkur 1 8 og 20 ára óska eftir vinnu með skóla. Uppl. i s. 34047 frá 17—22 næstu daga. Múrari getur tekið að sér múrverk simi 84376. Athugið óska eftir atvinnu strax, hef meirapróf og þungavinnu- vélaréttindi. Allt kemur til greina. Uppl. i sima 75823 eftir kl. 1 e.h. r--ryv---w—irýv---- í húsnæöi Keflavík Til sölu nýlegt raðhús ásamt bilskúr. Skipti á minni ibúð kemur til greina. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. íbúð i nýju húsi í Keflavík til sölu. Húsnæðismálalán áhvílandi. Möguleiki á ýmsum skiptum t.d. bíl eða íbúð í Reykjavík. Upplýsingar í síma 92-2734. Húsnæði til leigu Til leigu er raðhús í neðra Breiðholti. Getur verið laust strax. Tilboð sendist blaðinu merkt „íbúð: 2396 '. Iðnaðarhúsnæði Til leigu ca. 200 fm. strax. Uppl. í síma 82276. Framtalsaðstoð Timapantanir í sima 1 7938. Haraldur Jónasson, lögfræð- ingur. Vagoneer óskast Árgerð 1970 — 73, uppl. i sima 52468. Vil kaupa þurrhreinsunarvél. Upplýs- ingar i sima 371 23. Laugard. 17/1. kl. 20 Tunglskinsferð við Lækjarbotna blysför, leikir, stjörnuskoðun. Fararstjóri Jón f. Bjarnason. Brottför frá B S.l. (vestan- verðu). Verð 500 kr. (fritt fyrir börn í fylgd með fu.ll- orðnum). Sunnud. 18/1 kl. 13 Fjöruganga á Álfta- nesi. Fararstjóri Gísli Sigurðsson. Brottför frá B.S.Í. vestan- verðu Verð 500 kr., frítt fyrir börn i fylgd með fullorðnum. Útivist. Kvenfélag Háteigs- sóknar býður eldra fólki i sökninni á skemmtun i Domus við Egils- götu sunnudaginn 1 8. janúar kl. 3 siðdegis. Fjölbreytt skemmtiatriði. Stjórnin. I.O.O.F. 12 = 157168VÍ = Þ.K. K vartmiluklúbburinn heldur fund laugardaginn 1 7. janúar kl. 13.30 í Laugarásbiói. Sýndar verða nýjar kvartmílumyndir. frá U.S.A. úr okkar eigin safni ásamt nokkrum gullmolum. Framtíðarbrautarmál, rædd. Öllum heimill aðgangur. Aðrir en félagsmenn greiði 100 kr. Bílaáhugamenn, sin- um samstöðu. Stefnum að því að koma hraðakstri af götum borgarinnar inn á lok- að löglegt svæði. Stjórnin. Frá Guðspekifélaginu Á Vegamótum nefnist erindi sem Sigvaldi Hjálmarsson flytur i Guð- spekifélagshúsinu Ingólfs- stræti 22 i kvöld föstudag 16. jan kl. 9. Öllum heimill aðgangur. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar Hefur þú fundið hvíta villihestinn?? Keppnin um hvíta villihestinn er enn í fullum gangi. Stendurtil 20. þ.m. Takið bækling í næstu búð. Olympíuleikarnir í Mont- real Kanada 17. júlí til 1. ágúst 1976. Sölu aðgöngumiða að leikjunum er að Ijúka og eru því þeir sem hafa hug á að kaupa aðgöngumiða vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur nú þegar. FERÐASKRIFSTOFA RÍK/SINS Reykjanesbraut 6. Sími. 25855. Tilkynning til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfsmenn búsetta í Kópavogi. Samkvæmt heimild í 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist, að öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum í Kópavogi og ekki hafa skilað starfsmannalistum í janúar, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsrnanna hér í umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafnnúmer, heimilis- fang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðenda til að tilkynna er launþegar hætta að taka laun hjá kaupgreiðenda og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi fellir á sig ef hann vanrækir skyldur sínar samkvæmt ofan- sögðu, eða vanrækir að halda eftir af launum upp í þinggjöld samkvæmt því sem krafist er, en í þeim tilvikum er hægt að innheimta gjöldin hjá kaupgreiðenda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn í Kópavogi. tilboö — útboö____________I Útboð Sjómannadagsráð í Reykjavík og Hafnar- firði óskar eftir tilboðum í sölu á mið- stöðvarofnum í Dvalarheimili Aldraðra við Garðaveg í Hafnarfirði. Tilboðsgögn eru afhent hjá Verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9. Tilboð verða opnuð í skrifstofu Sjómannadagsráðs að Hrafn- istu miðvikudaginn 21. janúar 1976 kl. 1 1 . Fiskiskip til sölu 207 lesta byggður i Austur-Þýzkalandi 1 975. 1 60 lesta byggt 1 964 með nýjum vélum 1 50 lesta byggt 1 967 1 90 lesta byggt i Noregi mjög gott togskip 29 lesta eikarbátur byggður á Akureyri 1973 með öllum nýjustu siglingar- og fiskileitartækjum útbúinn á linu, tog og netaveiðar. Einnig Bátalónsbátar 1971 og 1973. FISKISKIP Austurstræti 14, 3. hæð, sími 224 75 heimasími 13 742. Þórður Bjarnason bókari—Minning F. 4.1. 1901. D. 9.1. 1976. Hann var sonur hjónanna Bjarna Loftssonar kaupmanns á Bíldudal og Gislínu Þórðardóttur Þórður var faeddur á Bíldudal. Bjarni faðir Þðrðar var frá Brekku á Hvalfjarðarströnd. Móð- ir Þórðar var frá Tálknafirði. Þær ættir eru alkunnar. Bræður Þórð- ar voru Loftur útgerðarmaður og forstjóri f Hafnarfirði og Hval- firði og Kristján skipstj. á skipum Eimskipafélagsins. Hann fórst með skipi sínu í stríðinu, þá á bezta aldri. Að Kristjáni skip- stjóra var mikill mannskaði. Allir voru þeir bræður kunnir menn vegna hæfileika sinna. Þórður Bjarnason sem hér verður minnzt með nokkrum orðum var nemandi Flensborgar- skóla og tók þaðan fullnaðarpróf gott því hann var námsmaður í bezta lagi. Sérstaklega lá reikn- ingur honum í handraða. Hann var glímumaður ágætur. Á Verzl- unarskólanum í Reykjavík var Þdrður um sinn og byrjaði skrif- stofustarf hjá verzl. Sæm. Halldórssyni í Stykkishólmi, sem þá hafði þar mikil umsvif og var þekkt og mikils metið fyrirtæki á sinni tið. Þdrður gat þó ekki verið þar lengi þvi hann varð að fara á Vífilsstaðahæli eins og svo margir aðrir sem hlutu skaða af þeim skæða sjúkdómi, berklunum á þeim árum svo sem alkunnugt var. Eins og að líkum lætur var þetta mikið áfall fyrir vinnufúsan hæfileikamann i blóma lífsins, til- búinn til strits og starfs. Þó fékk Þdrður rönd við reist og vann bug á sjúkdómi sínum. Þegar bati var íenginn fór Þdrður til starfs án tafar fyrst hjá fyrirtækjum í Reykjavík, svo í Hafnarfirði þar sem það skyldi mikið verða. Árið 1929, þegar h/f Júpiter var stofnað, réðst Þdrður á skrif- stofu okkar og varð hluthafi. í því starfi var hann til 1945. I árslok 1947 fiuttu félögin Júpiter og Marz til Reykjavíkur. Á skrifstofu okkar höfðu starfað ásamt Þdrði og fleirum þeir bræður Björn og Öfeigsson og Guðmundur Ófeigs- son. Þeir fylgdu félögunum til Reykjavíkur, en Þdrður var kyrr hjá Venusi h/f. Eftir nokkur ár óskaði Þórður Bjarnason eftir að komast á skrif- stofu h/f Júpiters og Marz og vinna með sinum gömlu starfs- bræðrum og er ekki að orðlengja það að aldarfjdrðungi bætti hann við á skrifstofu félaganna. Þá var hans starfstími hjá þeim orðinn 40 ár. Áhugi Þdrðar á útgerð og afla- brögðum var mikill. Hann var oft snemma á fótum og gekk þá ofan á bryggju i Hafnarfirði til að ganga úr skugga.um afla skipa og sölur. Svo hafði hann það til að svipast um á togarabryggjunni f Reykjavík ef skip var að landa. Þá fyrst hélt hann á skrifstofuna, auðvitað á réttum tíma. Fyrir nokkru ókum við hjónin niður á Ægisbryggju þar sem togarinn Neptúnus liggur. Þá kom bíll. I honum voru þeir feðg- ar Þórður og Bjarni. Þdrður var hress og glaður í bragði eins og venjulega. Hann heilsaði okkur og sagðist mundu bráðlega koma til vinnu sinnar á skrifstofu okkar því batinn væri i nánd. Við sáumst ekki aftur. Batinn varð með öðrum hætti. Nokkuð táknrænt var að við skyldum kveðjast í síðasta sinn við Neptúnus sem legið hefur 134 ár mannalaus en hafði á sínum tíma borið hróður Islands á brezk- um markaði með heimsmeti og hélt því lengur en nokkur annar, 13 ár. Þdrður Bjarnason var búinn að vera hæfileikamaður f togaraút- gerð lengi og vel. Happasæld þekkti hann af eigin raun. Hans velgengni var velgengni þess félags sem hann var hjá. Hann var skilamaður að eðlisfari og vildi allt gera til velfarnaðar þeim sem hann vann. Stundvisi hans var sérstök og ósérhlífni hans al- þekkt. Hann var einstakt prúð- menni og skapfestumaður af gamla skólanum. Kunni þó vel að sjá nýja bjarmann en frumhlaup í framkvæmdum voru honum fjarri skapi. Nú er þessi grandvari vinnuvík- ingur genginn til hinztu hvildar eftir langan starfsdag og stundum nokkuð erilsaman og erfiðan, vel- metinn og vel virtur af öllum sín- um samferðamönnum. Þau hjónin Þorður Bjarnason og Valgerður Jóhannesdóttir hafa mikið barnalán. Þau eru Viðar, skipstjóri, Hrafnhildur, bankarit- Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.