Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976 Risaskipið Berge Istra talið af Osló. 15. jan. — Reuter EIGENDUR norska risaskipsins Berge Istra, sem ekkert hefur heyrzt frá 1 17 daga, telja að það hljóti að hafa farizt á vestanverðu Kvrrahafi með allri áhöfn, 29 körlum og þremur konum. Tals- maður útgerðarfélagsins Sigvald Bergesen Company skýrði frétta- mönnum í Osló frá því að áfram væri leitað að skipbrotsmönnum af Berge Istra, sem er 227.556 tonn að stærð, en ekkert hefði hevrst frá skipinu frá þvf fvrir áramót. Skipið var þá á leið frá Brasilfu til Japans með 180.000 tonn af járngrvti, og átti að koma til Kimitsu, skammt frá Tókfó, 5. janúar. Talsmenn Lloyds tryggingar- félagsins brezka segja að skipið sjálft, fyrir utan farminn, hafi verið tryggt fyrir 18,2 milljónir dollara, og gæti því verið um að ræða mesta fjárhagslega tap tryggingarfélaga í sögu sigling- anna. Skipið er um 70% tryggt í London. Ekkert er vitað um hvað komið hefur fyrir, en getgátur eru uppi um að ef til vill hafi skipið steytt á kóralrifi og sokkið fyrirvaralaust. Fundur Einingarsamtaka Afrfkurfkja um Angóla fór út um þúfur án þess að samstaða næðist um ráðstafanir samtakanna vegna styrjaldarinnar f landinu. Fyrir miðju á myndinni er Idi Amin, forseti Uganda, sem jafnframt er forseti Einingarsamtaka Afrfkurfkja, f forsæti á fundinum, sem haldinn var f Addis Abeba. Til vinstri á mvndinni er fulltrúi Eþfópfu, Tafari Banti, en upplýsingar um nafn mannsins til hægri liggja ekki fvrir. Gegn eitur- efnum í sjó Briissel 15. jan. — Reuter RÁÐ Efnahagsbandalagsins hefur beint þeim tilmælum til aðildarrfkja EBE að þau banni algjörlega að olfu, geislavirk- um úrgangsefnum, kvikasilfri og eiturefnum verði varpað f sjóinn. f tillögum sfnum fer ráðið fram á að viðkomandi rfkisstjórnir banni skipum og flugvélum að varpa þessum efnum f sjóinn á yfirráða- svæðum þeirra. Þá er gert ráð fyrir þvf að skip og flugvélar þurfi sérstök leyfi til að varpa ýmsum öðrum tilteknum efn- um f sjóinn. Ráðið leggur til að rfkis- stjórnir EBE-landanna gangist fyrir nauðsvnlegum lagabreyt- ingum hver f sfnu landi, þannig að tillögur þessar öðlist lagalegt gildi innan hálfs annars árs frá þvf þær fást samþvkktar. Peron rekur fjóra hófsama ráðherra Buenos Aires, 15. janúar. AP. Reuter. MARIA Estela Peron forseti vék f dag úr stjórn sinni fjórum hóf- sömum ráðherrum sem hafa hvatt til viðræðna við andstæðinga peronist a. Áhrífamesti maður stjórnarinn- ar, Angelo Robledo, var sviptur skipaður Fords ERLENT WashinKton. 14. janúar. Reuter. FORD forseti hefur skipað Roger Morton fvrrverandi viðskiptaráð- herra ráðgjafa Hvfta hússins með ráðherratign. Morton er vinur forsetans og verður ráðunautur hans f innanlands- og efnahags- málum. Jafnframt mun Ford fela Morton að hafa á hendi yfirstjórn samstarfs við Repúblikanaflokk- inn og kosninganefnd sína. Ron Nessen blaðafulltrúi neitaði því að Morton mundi stjórna kosningabaráttu Fords. Morton er fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi formaður lands- stjórnar Repúblikanaflokksins. Nessen sagði að Howard Callo- way færi sem fyrr með yfirstjórn kosningabaráttunnar. Hann benti á að Calloway hefði sjálfur stung- ið upp á því að Morton yrði skip- aður í hið nýja embætti þar sem hann vildi geta snúið sér til em- bættismanns í Hvítahúsinu vegna pólitískra ákvarðana. Morton sagði blaðamönnum, að hann væri þess fullviss, að Ford tækist að koma í veg fyrir að Ronald Reagan, fyrrverandi ríkis- stjóri í Kaliforníu, yrði tilnefndur forsetaefni repúblikana. Margir repúblikanar hafa gagn- rýnt Calloway fyrir lélega stjórn á baráttunni gegn Reagan. embætti innanrikisráðherra og eftirmaður hans skipaður Roberto Ares, gamalreyndur peronisti, hagfræðingur og bankastjóri. Manuel Aruz Castex utanrfkis- ráðherra og Tomas Votter land- varnaráðherra voru settir af og öðrum ráðherrum falið að fara með utanríkis- og varnarinál. Jose Deheza var skipaður dómsmála- ráðherra í stað Ernesto Corbalan Nanclares. Upphaflega krafðist frú Peron þess að allir ráðherrar segðu af sér svo að hún gæti endurskipu- lagt stjórn sína en vék að lokum aðeins hófsömum ráðherrum úr stjórninni. Robledo fyrrverandi innan- ríkisráðherra er jafnframt vara- formaður peronistaflokksins og hefur haft mikil áhrif í hófsama átt síðan hann tók sæti í stjórn- inni í ágúst. Hann var um tíma sakaður um að stjórna tilraunum til að telja frú Peron á að láta undan kröfum hersins um að segja af sér. Breytingarnar á stjórninni eru því talinn sigur fyrir íhaldssama harðlínumenn f flokki peronista, verkalýðshreyfingu þeirra og stjórninni. Þær eru túlkaðar sem tilraun af hálfu frú Peron til að gera stjórnina þróttmeiri og sam- stilltari. Þar með hafa verið gerðar 55 breytingar á stjórn Argentínu síðan peronistar komu aftur til valda í maí 1973. Ares er sjötti innanríkisráðherra frú Peron siðan hún tók við forsetaembætt- inu eftir lát eiginmanns sins í júlí 1974. Vilja samninga London, 15. jan. — Reuter. LUNDUNABLAÐIÐ Daily Express segir í ritstjórnargrein f dag að kominn sé tími til að leysa fiskveiðideilu Breta og Islend- inga með samningum. Blaðið leggur á það áherzlu að Iagalega sé það rétt hjá Bretum að hafna kröfu Islands um 200 mílna Skýrsla um framtíð EBE: Samstaða í varnar- og efnahagsmál- um auðveldar sameiningu Evrópu LEO Tindeman, forsætisráð- herra Belgíu, hefur birt skýrslu þá, sem leiðtogafundur Efnahagsbandaiagsrfkjanna I desember 1974 fól honum að semja um framtíðarskipan málefna bandalagsins með sameinaða Evrópu að mark- miði. Hann leggur áherzlu á að hraðað verði aðgerðum til að koma á samstöðu ríkjanna í efnahags- og gjaldeyrismálum. Hann telur jafnframt að um sameiningu Evrópu geti ekki orðið um að ræða fyrr en ríkin hafi markað sér sameiginlega stefnu í varnarmálum, en eins og nú horfi muni þau ekki verða fær um það i náinni fram- tíð. Tindeman segir, að hin nfu ríki bandalagsins verði að sam- ræma stefnu sína í utanríkis- málum, viðskipti sfn við ríki utan bandalagsins og aðstoð við vanþróuð ríki. Þá kemur fram það álit hans, að samskipti handalagsrfkjanna við Banda- ríkin, sem séu handamenn, samstarfsþjóð og stundum keppinautur Efnahagsbanda- lagsrikjanna, valdi hinum síðarnefndu oft á tíðum mikl- um vanda, og nauðsyn sé að ráða bót á honum með því að bandalagsríkin og forysturiki Vesturlanda á sviði efnahags- mála, stjórnmála og hermála hefji viðræður án tafar. Hann heidur þvf fram, að tillögur hans um efnahags- og gjald- eyrismál séu raunhæfar og Iík- legar til að koma sameiningar- málinu á hreyfingu eftir að það hafi legið í láginni um skeið. Viðbrögð ráðamanna í ríkjum Efnahagsbandalagsins eru á ýmsa Iund, en ljóst er að skýrsl- an vekur mikla athygli og um- ræður, enda varða sum atriði hennar ýmis grundvallaratriði stjórnarfars. Þannig leggur hann t.d. til, að neitunarvald það er fulltrúar einstakra rikja hafa haft í atkvæðagreiðslum fastaráðs bandalagsins falli úr gildi. Þá telur Tindeman vafa- samt, að Efnahagsbandalagið geti komið fram gagnvart Bandaríkjunum sem ein heild meðan skilningur hinna fyrr- nefndu á vandamálum í sam- bandi við varnarmál sé mis- munandi og fari ekki saman í veigamiklum atriðum. í brezkum blöðum er skýrslunni misjafnlega tekið. F'inancial Times segir, að skýrslan sé aðeins greinargerð, en ekki liggi fyrir að eftir henni verði farið um leið og gagnrýnt er að í skýrslunni sé ekki lögð áherzla á stofnun Evrópuþings, sem blaðið telur forsendu fyrír sameinaðri Evrópu og það eina sem gefið geti bandalaginu á ný það giidi er það sé á góðri Ieið með að glata. The Daily Telegraph telur skýrsluna hina merkustu og fulla af viturlegum ráðlegg- ingum og innblæstri. „Eftir þessum tillögum verður að fara, eða við verðum allir hengdir, hver I sínu lagi,“ segir blaðið. Hollenzka stjórnin tekur undir tillögur Tinde- mans um nauðsyn sameigin- legrar utanrikismálaráðstefnu bandalagsríkjanna, ef efla eigi einstakar stofnanir bandalags- ' ins, um leið og stjórnin telur skýrsluna fela í sér raunhæfar tillögur sem auðveldað geti sameiningu Evrópu. Anker Jörgensen, forsætis- ráðherra Danmerkur, segir, að i skýrslunni komi fram skoðanir, sem danska stjórnin sé ósam- mála, og átti þar við tillögur um samstarf í öryggismálum og af- nám neitunarvalds. Hann telur þó, að ýmis atriði skýrslunnar séu til bóta og samræmist þau skoðunum Dana um æskilega þróun Efnahagsbandalagsins. Skv. einkaskeyti frá fréttarit- ara Mbl. I Kaupmannahöfn hafa umræður um skýrslu Tindemans verið miklar. Eru viðbrögð manna þar yfirleitt heldur neikvæð, sérstaklega hvað viðkemur afnámi neitun- arvalds og reglum um meiri- hluta I atkvæðagreiðslum. Þá hefur Jafnaðarmannaflokkur- inn vísað á bug tillögum um sameiginlegar varnir banda- lagsins. fiskveiðilögsögu, en segir svo: „Enginn grundvallar ágreiningur ríkir milli Bretlands og íslands. Við skulum þvi setjast að raun- hæfum samningum... Verum raunsæir. Innan árs eða svo munum við sjálfir færa út fisk- veiðilögsögu okkar í 200 mílur, og það I fullum rétti. Ef önnur lönd ætla að leika þennan leik, getum við ekki annað en gert það sama.... Við skulum hætta þess- um leik — og ná samningum sem tryggja húsmæðrum okkar sann- gjarnt fiskverð, og sleppa kon- unglega flotanum við að þurfa að senda freigátur sínar til óskemmtilegra skyldustarfa á Is- landsmiðum, meðan þær ættu að vera að vernda hagsmuni bæði Bretlands og íslands innan sam- taka NATO.“ Sara Moore í ævilangt fangelsi San Francisco. 15. jan. Reuter. SAHA Jane Moore var í dag dæmd f ævilangt fangelsi fyrir að reyna að ráða Ford forseta af dögum. Áður en hún var dæmd lýsti hún því yfir að tilræði gæti verið réttlætanlegt til að knýja fram stjórnmálabreytingar. Aðspurð neitaði hún því að hún iðraðist. Samuel Conti dómari sagði: „Þú stæðir ekki hér ef við hefðum haldgóð lög um dauðarefsingu. Þú ert afkvæmi þjóðfélags þar sem allt er leyfilegt. Þú vilt vera dómari og böðuli. Þú iðrast einskis. Ég bið guð á hverju kvöldi að okkur megi auðnast að búa áfram við þá stjórn sem við höfum I þessu landi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.