Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976 3 Borholan í Bjarn- arflagi kæld Björk Mývatnssveit — 15. jan. SVO sem kunnugt er var boruð ein hola f Bjarnaflagi eftir að hætt var að bora f Kröflu f vetur. Var þeirri horun lokið f desember. Var bor- inn þá tekinn niður og fluttur suður f Mosfellssveit. Var þessi hola 1803 metra djúp og þvf lang- dýpsta hola sem borið hefur verið f Bjarnarflagi. Settur var svipaður lokunarbúnaðar á þessa holu og aðrar svipaðar þar. Var hún sfðan látin hfða fram yfir áramót. Þegar starfsmenn Orkustofn- unar komu til að líta eftir henni upp úr áramótum. kom í ljós að þrýstingur f henni var komin í um 90 kg. Einnig varð þess vart að loki var farinn að gefa sig, sem kannski var ekkert óeðlilegt, þar eð hann var ekki gerður fyrir svona mikinn þrýsting. Var nú brugðið við og útvegaða öflugar dælur og annar útbúnaður. Einnig var hafizt handa um að setja traustari búnað á holuna til frekara öryggis, jafn- framt sem undirbúin var dæling i hana. Nú hefur tekizt að kæla hana niður með dælingu, og er gert ráð fyrir að halda því áfram stanslaust í vikutíma að minnsta kosti. Síðan verður settur á hana nýr og traustari lokunarbúnaður, og verður þá trúlega hægt að mæla hita og þrýsting í henni. Kemur þá væntanlega í ljós hversu mikil orka býr í þessari holu. — Kristján. Hörpudiskskílóið hækkar um 4 krónur YFIRNEFND verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað nýtt verð á hörpu- diski f gær, og gildir það frá 1. jan. sl. til 31. janúar n.k. Nú verður greitt fyrir hörpudisk f vinnslu- hæfu ástandi kr. 26 pr. kg og er þá átt við fisk, sem er 6 cm og stærri. Fram til þessa hafa verið greiddar kr. 22 fyrir hvert kg og miðað við fisk, sem er 7 cm og stærri. 1 fréttatilkynningu frá Verðlags- ráði sjávarútvegsins segir, að verðið sé miðað við, að seljendur skili hörpudiski á flutningstæki við hlið veiðiskips og skal hörpu- diskurinn veginn á bílvog af lög- giltum vigtarmanni. Sjór má ekki fylgja með. Þetta nýja verð miðast við gæða- og stærðarmat Framleiðslueftirlits sjávarafurða og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslu- stað. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda í nefndinni gegn ákvæðum fulltrúa kaupenda. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Gamalíel Sveinsson, sem var odda- maður nefndarinnar, Jón Sigurðs- son og Kristján Ragnarsson af hálfu seljenda og Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson og Marías Þ. Guð- mundsson af hálfu kaupenda. „Viðgerðarmaðurinn hvarf með lyfjakassann ÞAÐ BAR til um borð f loðnu- skipinu Dagfara sfðdegis f gær, að maður nokkur birtist og kynnti sig sem viðgerðarmann, sem pantaður hefði verið til viðgerða um borð. Byrjaði maðurinn að skrúfa plötur á hurð stýrimanns- ins og skipverjar tðku þetta gott og gilt, en einhverjir þeirra voru að vinna f skipinu. Var viðgerðar- maðurinn hinn ræðnasti og kvartaði mikið undan álaginu sem væri á viðgerðarmönnum núna f byrjun loðnuvertfðar, þeir hreinlega þvtu á milli skipa með tól sfn. Stuttu síóar var tekið eftir því að viðgerðarmaðurinn var á bak og burt og sömuleiðis lyfjakassi Lítill snjór í Neskaupstað Neskaupstað 14. janúar. VINNU er haldið áfram af fullum krafti f nýju sfldarbræðslunni hér. Verkið sækist vel og má þar þakka góðu veðri f mest allt haust og vetur. Snjór er hér tiltölulega lítill, hvað mestur í bænum sjálfum, en hann hefur skafið ofan úr fjall- inu. Margir Norðfirðingar urðu var- ir við jarðskjálftann í gær og var það í fyrsta sinn, sem Norðfirð- ingar finna fyrir jarðskjálfta svo VÍtað Sé. — Asgeir. skipsins, sem geymdur var inni hjá stýrimanni. Rannsóknar- lögreglan í Hafnarfirði hefur fengið þetta mál til meðferðar. Rannsóknarlögreglan í Reykja- vík hefur á síðustu dögum fengið tvö slfk lyfjaþjófnaðarmál til meðferðar. í fyrra tilvikinu var brotizt inn í Draupni VE i Reykja- víkurhöfn og þaðan stolið pillum úr lyfjakassa. 1 seinna tilvikinu var brotizt inn í flutningaskipið Karlsey, sem liggur i slipp í Reykjavik. Nokkrar hurðir höfðu verið brotnar og mikið gramsað, augsýnilega í leit að lyfjum en ekkert slíkt fannst þarna. Hópurinn fvrir utan skrifstofu „Vestrænnar samvinnu* IJósm. Mbl. R.Ax. Ruddust inn á skrifstofu „Vestrænnar samyinnu” HÓPUR fólks, samtals 27 manns, komu f gærmorgun klukkan 10,20 á skrifstofur Vestrænnar samvinnu í Garða- stræti. Hópur þessi, sem nefndi sig „Baráttuhóp verkafólks og námsmanna" tilkvnnti Magnúsi Þórðarsyni fram- kvæmdastjóra, sem var einn á skrifstofunni, að tilgangur þeirra væri að stöðva alla starf- semi sem þar færi fram. Magnús gat komið boðum til lögreglu en sfðar var honum meinaður aðgangur að sfma skrifstofunnar. Lögregla kom á staðinn, en hópurinn hleypti henni ekki inn. Varð lögreglan að brjóta upp útidyrahurð og hurðina að skrifstofu Magnús- ar. Fólkið, sem sest hafði að f húsinu neitaði að fara fyrst eftir að lögreglan kom, en um sfðir hvarf það á brott og voru allir farnir klukkan 12. Lög- reglan tók niður nöfn allra í hópnum. Magnús Þórðarson tjáði Morgunblaðinu í gær, að hann hefði verið að tala i simann þegar hópurinn birtist á skrif- stofunni og hefði hann getað beðið viðmælanda sinn að hafa samband við lögregluna áður en siminn var rifinn úr hönd- um hans og skellt á, og höfðu fyrirliðar hópsins þó tilkynnt að mótmælin ættu að fara frið- samlega fram. Skömmu siðar var aftur hringt og aftur kom Magnús boðum um að haft yrði samband við lögreglu, en sam- bandið var slitið. 1 þriðja sinn var hringt og var sambandið þá slitið tafarlaust og eftir það sáu fyrirliðarnir alveg um sfmann. Magnús sagði að áður en lögreglan kom hafi hópurinn boðið honum að yfirgefa skrif- stofuna en þvi hefði hann neitað. Var hurðinni þá læst og þungur sófi dreginn fyrir dyrnar. Á neðri hæð hússins voru nokkrir úr hópnum á verði. Þegar lögreglan kom ætlaði Hafsteinn Baldvinsson hrl, sem hefur skrifstofu á neðri hæð hússins að hleypa henni inn, en þetta fólk meinaði honum þess með afli svo hann meiddist lítilsháttar. Einhverjir úr hópnum 'lögðu leið sina inn í skrifstofu Hafsteins og meinuðu honum aðgang að síma sinnar eigin skrifstofu. Lögreglan greip nú til þess ráðs að brjóta upp útidyr húss- ins og síðan dyrnar að skrif- stofu Magnúsar. þegar hópur- inn vildi ekki opna þær með góðu. Var fólkið beðið að yfir- gefa húsið, en það neitaði því í fyrstu. En þegar lögreglan gaf þvi 5 minútna frest til að fara með góðu, yfirgaf fölkið skrif- stofuna og fór sá síðasti úr hópnum út um klukkan 12. Tvær hurðir skemmdust og var gert við þær í gær. Magnús sagði að lokum, að þótt hópur þessi kallaði sig „Baráttuhóp verkafólks og námsmanna" hefði þarna mest- megnis verið um að ræða fólk sem staðið hefði að svipuðum aðgerðum undanfarin ár, svo sem Gest Guðmundsson, for- mann Stúdentaráðs, Olgu Guðrúnu Árnadóttur, sem séð hefur um barnatima i útvarp- inu og Ævar Kjartansson út- varpsþul. Margt af þessu fólki virtist að sögn Magnúsar vera mjög spennt á taugum, þótt fyrirliðarnir reyndu að halda aftur af þvi, en þó fór svo fyrir helsta forsprakkanum, að taugar hans virtust gefa sig undir lokin, svo hann skalf i hnjáliðum og átti erfitt með að ganga. 70 áhugamenn uin Blönduvirkj- un efna til fundar í héraðinu 120 þúsundum stolið frá Krabbameinsfélagi Isl. BROTIZT var inn í skrifstofu Krabbameinsfélags Reykja- vfkur við Suðurgötu 1 fyrri- nótt. Þaðan var stolið rúmlega 120 þúsund krónum f pening- um en ekki var vitað um að annað fémætt hefði verið tek- ið. Einhverjar skemmdir voru unnar á skrifstofunni og inn- anstokksmunum. Málið er f rannsókn hjá rannsóknarlög- reglunni. SJÖTlU áhugamenn um virkjun Blöndu hafa boðað Húnvetninga til almenns fundar í félags- heimilinu á Blönduósi n.k. laugardag. FuIItrúi iðnaðarráðu- neytisins mun mæta á tundinn og kvnna virkjunarmál Blöndu og nýjustu viðhorf f þeim efnum. Einnig hefur alþingismönnum kjördæmisins verið boðið til fundarins, svo og öllum sveitar- stjórnarmönnum f Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu og f fréttatilkynningu fundarboðenda eru þeir sérstakiega hvattir til að mæta. Þá skora fundarboðendur á Húnvetninga að sýna stuðning sinn við málefnið í verki og fjöl- menna á fundinn. Hér á eftir fer listi yfir fundarboðendurna, en samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið hefur aflað sér var þessum nöfnun safnað á tveimur dögum f öllu héraðinu, þrátt fyrir mikla ófærð. Stefán A. Jónsson Kagaðarhóli, Þormóður Pétursson Blönduósi, Jón Isberg Blönduósi, Hilmar Kristjánsson Blönduósi, Árni S. Jóhannsson Blönduósi, Lárus Ægir Guðmundsson Skagast. Brynjólfur Sveinbergsson Hvammstanga, Kristófer Kristjánsson Köldukinn II, Jón B. Bjarnason Ási, Þórir Magnússon S-Brekku, Gísli Pálsson Hofi, Bjarni Jónsson Haga, Reynir Steingrimsson Hvammi, Auðunn Guðjónsson Marðarnúpi, Magnús Sigurðsson Hnjúki, Ellert Pálma- son Bjarnastöðum, Vigfús Magnússon Skinnastöðum, Guðmundur Jónasson Ási, Grímur Gíslason Blönduósi, Heiðar Kristjánsson Hæli, Jóhannes Torfason Torfalæk II, Lárus Sigurðsson Tindum, Björn Pálsson Ytri-Löngumýri, Haukur Pálsson Röðli, Páll Þórðarson Sauðanesi, Guðni Vigfússon Blönduósi, Sveinn Ellertsson Blönduósi, Guðbjartur Guðmundsson Blönduósi, Hallbjörn Kristjánsson Blöndu- ósi, Haraldur Jónss. pósthúsinu Blönduósi, Bjarni Pálsson Lárusarhúsi Blönduósi, Eggert Guðmundsson Blönduósi, Zóphónías Zóphóníass. yngri Blönduósi, Pétur Pétursson tílönduósi, Ragnar Ihgi Tömas- son, Blönduósi, Grétar Guðmundsson Blönduósi, Sig- valdi Torfason Blönduósi, Guðmundur Kr. Theódórsson Blönduósi, Kristinn Pálsson Blönduósi, Sigríður Þ. Sigurð- ard. Blönduósi, Sigursteinn Guð- mundss. Blönduósi, Valgaður Hilmarsson Fremstagili, Sigurður Þorbjarnars. Geitaskarði, Run- ólfur Aðalbjörnsson Hvammi, Sverrir Haraldsson Æsustöðum, Pétur Guðlaugsson Brandsstöð um, Hannes Guðmundsson Auð- ólfsstöðum, Þórður Skúlason Hvammstanga, Karl Sigurgeirs- son Hvammstanga, Vilhjálmur Guðmundsson Gauksmýri, Guðmundur Karlsson Mýrum III, Þorvarður Júlíusson Söndum, Ragnar Benediktss. Barkarstöð- um, Sigurður Lindal Lækjamóti, Aðalbjörn Benediktss. Grundar- ási, Einar Jónsson Tannastaða- bakka, Adolf Berndsen Skaga- strönd, Jón Jónsson Skagaströnd, Sævar Bjarnason Skagaströnd, Jón S. Pálsson Skagaströnd, Gylfi Sigurðsson Skagaströnd, Bernódus Ólafsson Skagaströnd, Sveinn Ingólfsson Skagaströnd, Jón Ingi Ingvarsson Skagaströnd, Björgvin Brynjólfss. Skaga- strönd, Sveinn Sveinsson Tjörn, Rafn Sigurbjörnsson Hlið, Jónas Hafsteinsson Njálsstöðum, Björn Jónsson Ytra-Hóli. Selja í næstu viku EKKERT skip selur í Þýzkalandi í þessari viku, en f bvrjun næstu viku munu fjögur skip að Ifkind um selja f Bremerhaven og Cux- haven. Netabáturinn Arnar frá Þor- lákshöfn á að seljá á mánudag og þann dag stendur til að skuttogar inn Guðsteinn selji. Á þriðjudag á netabáturinn Snæfugl frá Reyðar firði að selja og einnig skuttogar- inn Rán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.