Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976 15 Sigurður B. Þorsteinsson, læknir: Um (of)notkun fúkalyfja Eftirfarandi grein birtist í tlmaritinu „Hjartavernd“, 1. tbl. 12. árg., sem Hjarta- vernd, landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga ð ts- landi, gefur út. Er hún birt hér með leyfi höfundar. Það er erfitt fyrir okkur yngri lækna að ímynda okkur þá byltingu, sem varð i meðferð bakteríusjúkdóma með tilkomu fúkalyfja. Sjúkdómar, sem áður voru banværi, urðu skyndilega tiltölulega auðlæknaðir. Fyrsta fúkalyfið, penicillin, hafði einnig þann kost að vera tiltölu- lega meinlaust og valda sjaldan aukaverkunum. Það var því ekki furða, að læknar jafnt og almenningur fylltust vissri öryggiskennd og kannski nokkru gáleysi i notkun þessa lyfs. í flokk fúkalyfja hafa á síðustu 2 áratugum bæst fjöl- mörg lyf. Mörg þessara lyfja hafa orðið læknum kærkomin vopn í baráttunni gegn sýking- um, en fá þeirra hafa staðið penicillininu snúning i lágri tíðni aukaverkana. Aukin reynsla í notkun þessara lyfja hefur leitt í Ijós fjölda mismun- andi alvarlegra aukakvilla. Bráður bani getur hlotist af svæsnum ofnæmissvörunum (anaphylaxis) gegn ýmsum fúkalyfjum. Einstöku sinnum eftir töku chloramphenicols hættir mergur framleiðslu á lífsnauðsynlegum blóðkornum. Athyglisvert er, að samband milli þessa sjúkdóms og chloramphenicols varð fyrst vart meðal barna bandarískra lækna sem höfðu verið send sýnishorn af lyfinu í auglýs- ingaskyni. Flest fúkalyf valda röskun á eðlilegri bakteríu- byggð í meltingarvegi, húð, fæðingarvegi. Verður slík rösk- un, þeim mun meiri eftir því sem verkunarsvið fúkalyfsins er breiðara. Afleiðingarnar verða oft ofvöxtur ónæmra baktería, svo og sveppa. Af þessu geta svo hlotist ýmis vandræði, allt frá lítilfjörlegum heyrnatap, aflitun á tönnum niðurgangi til lífshættulegra sýkinga af völdum þessara ónæmu sýkla. Ónæmir sýkla- stofnar eru sérstaklega hættu- legir innan veggja sjúkrahúsa, þar sem sjúkir einstaklingar með minnkaðar varnir gegn sýkingu verða þeim oft auðveld bráð. Sýnt hefur verið fram á, að tíðni slíkra sýkinga stendur í beinu hlutfalli við notkun ýmissa fúkalyfjategunda. Af öðrum aukaverkunum má nefna bráða nýrnabilun, barna, jafnvægistruflanir, margs konar ofnæmisútbrot, svo að nokkur dæmi séu tekin. Flestar þessara aukaverkana eru að sjálfsögðu ekki algengar. Tvær allviðamiklar kannanir á bandarískum sjúkrahúsum sýndu að u.þ.b. 5% af sjúkling- um, sem gefin eru fúkalyf, fá af því umtalsverðar aukaverkanir. Er því augljóst, að ekki tjóir að halda því fram, að fúkalyfja- gjöf sé með öllu hættulaus. Erfitt er að gera sér grein fyrir, hver sé eðlileg fúkalyfja- notkun eins þjóðfélags. Þvf hef- ur þó verið haldið fram, að í vestrænum löndum fái hver einstaklingur bakteríusjúkdóm og þarfnist fúkalyfjagjafar einu sinni á hverjum 5—10 árum. Notkunin hins vegar, byggð á nákvæmustu fáanlegu tölum, er a.m.k. 20 sinnum meiri. Ofnotkunin er því gífur- Ieg. Bæði læknar og al- menningur eiga sök á þessu vandamáli. Margir, og kannski flestir læknar hafa tilhneig- ingu til að ávísa fúkalyfjum til sjúklinga með veirusýkingar, annaðhvort vegna óvissu um eðli sjúkdómsins eða til að fyrirbyggja bakteríusýkingu. Síðarnefnda á sérstaklega við um gamla og veila sjúklinga. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slfk meðferð er ekki aðeins gagnslaus, heldur beinlínis eykur hættuna á sýkingum og þá oft með ónæmum sýklastofn- um, sem erfiðir eru í meðferð. Sjúkdómsgreining er oft óörugg vegna þess, að ræktanir eru ekki gerðar og eins eru niðurstöður slíkra ræktana oft mistúlkaðar. Á þetta einkum við um hrákaræktanir, því að algengt er, að úr hráka ræktist bakteríur, sem þekktar eru að því að valda lungnabólgu, án þess að um raunverulega sýk- ingu sé að ræða. Hafa þá þessar bakteríur tekið sé bólfestu i koki sjúklings og þarfnast slík sýklun (colonisation) ekki neinnar meðferðar. Enn eitt vandamál er röng meðhöndlun sýnis, áður en það kemur á rannsóknadeildina. Sérstaklega er mikilvægt, að settum reglum sé fylgt í töku og meðhöndlun á þvagsýnum þar sem auðvelt er að menga sýnið bakterium frá ytri kynfærum. Læknar eru einnig fórnarlömb auglýsinga lyfjaframleiðendanna. Þær eru ótaldar myndirnar af brosandi börnum, takandi inn nýjustu fúkalyfjamixtúruna, sem koma fyrir auga læknisins í viku hverri eða þá þvagblaðra með tilheyrandi nýrum, sett saman úr steindu sjálflýsandi gleri og með þessu fylgir fagnaðarboð- skapur um lyfið, sem auglýst er. Það er grátbroslegt, að svo vill til, að einmitt þetta sama lyf er að verða ein algengasta orsök bráðrar nýrnabilunar víða um heim. Samkeppni lyfja- verksmiðjanna fer sífellt harðnandi og gætir þess nú töluvert, að sett séu á markað- inn ný lyf, sem í litlu eða engu eru frábrugðin eldri lyfjum, en síðan er eytt milljónum í að auglýsa lyfið og þá oft ekki gætt hófs í fullyrðingum. Verður því sífellt flókn- ara fyrir lækna að átta sig á kostum og göllum hinna ein- stöku fúkalyfja. Það er kannski vegna þess, að meir og meir ber á að notuð séu fúkalyf með meðalstórt eða breitt verkunarsvið, þar sem ódýrari lyf eins og penicillin gerðu sama gagn. Á þetta eink- um við um sýkingar í efri loft- vegum, svo og hálsbólgu. Fúkalyf eru einnig misnotuð á sjúkrahúsum. Sérfræðingar í smitsjúkdómum hafa kannað notkun fúkalyfja bæði á háskóla- og einkasjúkrahúsum í Bandaríkjunum. Reyndist með- ferðin í 2 af hverjum 3 tilfell- um annaðhvort beinlfnis ónauð- synleg eða að röngu lyfi var beitt. Kostnaður sjúkrahþs- anna á fúkalyfjagjöfum er geysihár og fer vaxandi. T.d. kostar fullur dagskammtur af carbenicillini rúmlega 22 þús- und krónur samkvæmt núgild- andi verðskrá. Áður en lagt er út i slíka fjárfestingu þarf að sjálfsögðu góð rök fyrir nauð- syn þessa eða svipaðra lyfja. Ef ofangreindum staðhæfingum um ofnotkun fúkalyfja og hætt- una, sem er því samfara, er trúað, hlýtur sú spurning að vakna, hvað hægt sé að gera til úrbóta. Efla þarf upplýsinga- og kennslustarfsemi fyrir lækna og aðrar heilbrigðisstétt- ir um fúkalyf, um kosti þeirra og galla, svo og upplýsingar um verð hinna einstöku lyfja. Gæti þetta verið verðugt viðfangs- efni fyrir læknafélögin. Sýkla- deild Rannsóknastofu Háskól- ans býr við mikil þrengsli og mætti með bættri aðstöðu stór- auka þjónustuna, a.m.k. á Reykjavíkursvæðinu. Auðvelda ætti læknum að senda viðeig- andi sýni til að sanna sjúkdóms- greiningu og síðan að beita við- eigandi meðferð fremur en hefja handahófsmeðferð. Gætu slík vinnubrögð sparað stórfé með lækkun lyfjakostnaðar. Á sjúkrahúsum má einnig lækka þennan kostnað með nákvæmri skráningu fúkalyfjanotkunar. Kæmi þá í ljós, ef einstakar deildir notuðu óeðlilegt magn einstakra lyfja. Á þetta einkum við fyrirbyggjandi meðferð, sem stundum vill verða vana- bundin. Kröfuharka almennings ái hendur lækninum að ávísa fúkalyfjum er vel þekkt. Þegnar neysluþjóðfélagsins vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn, þegar læknir er kvaddur til sjúklings. Það er auðveldara að láta undan þrábeiðni um fúka- lyf heldur en útskýra fyrir hlut- aðeigandi hvers vegna ekki ber að veita slík lyf. Kannski breyt- ast ekki notkunarvenjur lækna á fúkalyfjum fyrr en almenn- ingur skilur, að oft er læknir beitir þeim mun minna af Iyfj- um sem hann ávísar. í skemmtilegum ritdómi um bók Macdonalds, Handan við sjóndeildarhring, lýsir Jón Þ. Þór undrun sinni á því, að þessi höfundur ritar um papa á Is- landi, brottför þeirra til Græn- lands og írska báta þar. Spyr hann hvaðan maðurinn hafi þessar hugmyndir. Án þess að rekja frekar það sem hann segir í ritdómi sínum, verð ég að lýsa vígi þessu á hendur mér. Er ég var aðal- ræðismaður í New York 1942— 1948, fékk ég margar beiðnir um að flytja fyrirlestra um Is- land bæði í félögum og há- skólum, og reyndi ég að gera það eftir því sem mér vannst tími til. Mun ég því reyna að svara þeim spurningum, sem bók þessi vekur hjá gagnrýn- anda. Ég vil geta þess að auð- vitað talaði ég út frá mínum skoðunum og sannfæringu, en ekki Gustavs Storms, sem nú eru yfir 100 ára gamlar, en margir Islendingar telja að ekki megi hrófla við. I Islendingabók Ara segir í fyrsta kafla: ,,Þá váru hér menn kristnir, þeir es Norð- menn kalla papa, en þeir fóru síðan á braut, af því at þeir vildu eigi vesa hér við heiðna menn, ok létu eptir bækr írskar ok bjöllur ok bagla; af þvf mátti skilja, at þeir váru menn írsk- ir.“ Svo virðist sem papar hafi verið hér í nokkra mannsaldra, skv. írskum heimildum, og talið Norðmenn uppáhaldssyni skrattans. Ekki gátu þeir farið til írlands því það hefði verið að fara i gin ljónsins, enda hafði það ekki verið þeirra heimili í nokkra mannsaldra. Það er óhugsandi að siglingar hafi verið á Breiðafjörð í meira en hundrað ár án þess að skip Dr. Helgi P. Briem: hafi hrakið til Grænlands, eða í námunda við það. Engar sagnir eru um það að þessir flótta- menn hafi komið til írlands. Hinsvegar eru góðar heimildir fyrir því, að þeir hafi farið til Grænlands í Islendingabók (6. kafla): „Þeir fundu þar manna vistir bæði austr og vestr á landi ok keiplabrot ok steinsmíði þat es af þvf má skilja, at þar hafi þess konar þjóð farit, es Vínland allmikillar byggðar á Græn- landi áður en Eiríkur kom.þar. Ef svo er, en hér vík ég frá Ara, tel ég að fengin sé skýring á þeirri ráðgátu, að Eiríkur hafi á þremur stuttum sumrum getað rannsakað landið svo vel að finna langbesta staðinn undir bú á öllu Grænlandi. Hefir sú leit orðið honum miklu auðveldari, ef hann fann keltneska byggð. Gat hann þá farið til höfðingja þeirra, og rekið hann af staðfestu sinni, en við höfum allmargar sagnir af slíkum ofbeldisverkum hér á Um papa á íslandi og Grænlandi hefir byggt ok Grænlendingar kalla Skrælingja.“ Þarna kemur fyrir orðið keiplabrot. Þvi segir Ari ekki brotið skip eða bát? Virðist mér það hljóti að vera vegna þess að hér var ekki um tré-skip eða tré-bát að ræða. Keipull kemur hvergi fyrir nema á þessum stað f fornritunum. Orðið er talið skylt orðinu coble, sem Oxford Dictionary segir að sé bátur með sérstöku lagi, en orðið sé frá Norðimbralandi eða keltneskt, þó með spurn- ingarmerki. Virðist mér sem nokkur ástæða sé til að ætla að hér hafi keltneskir menn farið, ekki írar, heldur Islendingar, af keltneskum ættum, Is- lendingar notuðu áreiðanlega mjög skinnbáta, því í innviði mátti nota birki, en selskinn er ágætt í húfinn. Er síðast getið um skinnbát árið 1660, er maður drukknaði af völtum skinnbát í Borgarfirði (Annáll Sögufélagsins). Menn hafa mjög furðað sig á skipaeign þeirra við Breiðafjörð, er 25 skip fóru til Grænlands með Eirfki rauða. En það voru skinnbátar úr íslensku efni sem menn gátu byggt á nokkrum vikum. Er þar komið ætterni umiaksin, sem Eskimóar eru dáðir fyrir. Um mannavistir og stein- smfði er það að segja að Keltar hafa ætfð verið allra manna mestir listamenn sem stein- smiðir, enda standa hin borg- hlöðnu hús Ira og háir, mjóir turnar frá því fyrir árið 1000. Er þó ekkert bindiefni eða steinlím í húsunum. Þaðan hafa Islendingar fengið kunnáttu í garðahleðslu og byggingu þeirra mörgu borghlöðnu kofa sem hér eru (gangnamanna kofar). Hinsvegar er klömbru- hleðslan, sem ekki þekkist á Norðurlöndum komin með Keltum úr Rínardalnum, þó hún þekkist í nokkrum bygg- ingum á landamærum Eng- lands og Wales. Spöl fyrir neðan bæ Eiríks rauða í Brattahlíð eru tvær gryfjur allstórar, hlaðnar af mikilli list. Getur stærðin bent til þess að þær geti talist vistir eða húsgrunnar sem tjaldað var yfir. Nörlund nefnir þær ekki í bók sinni um útgröftinn, en lík- lega eru þær teiknaðar á kortinu aftast í bókinni, og merktar Eskimóum. En þeir voru farandþjóð og bústaður farandþjóða er tjald en ekki hús eða vistir, Eskimóar hafa aldrei getað lært að hlaða vegg úr steini, þó Islendingar eða Irar hafi getað kennt þeim að byggja snjóhús, sem eru borg- hlaðin, en viðloðunarhæfni snjós er mjög mikil og hann því auðvelt byggingarefni. Tel ég því að gryfjur þessar séu gerðar af Keltum og þurfi ekki fleiri sannanir, en Ari telur vistir bæði austur og vestur á landi, sem bendir til landi, enda var Eirikur lítill jafnaðarmaður. Úr því ég fór að skrifa um þetta mál, þó f fljótheitum sé, vil ég geta þess að ég hefi leitað í fornum og nýjum írskum orðabókum og hvergi fundið þess merki að orðið papi merki munkur, en það hefir einhvern veginn komist inn í íslenska sagnfræði. Það er alstaðar þýtt sem pápiskur maður þ.e. kristinn maður, meðlimur páfa- kirkjunnar. Ég hefi nú reynt að svara helstu spurningum gagnrýn- enda þessarar bókar. Ég hefi ekki orðið var við að aðrir hafi bént á það sem hér segir, og tel ég því að höfundurinn muni hafa heyrt um kenningar mín- ar. Hann notar heldur sterkari eða fortakslausari orð um heim- ildir en ég, en elia virðast mér þessar kenningar liggja ljóst fyrir þegar þær eru athugaðar. Helgi P. Briem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.