Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
A efri myndinni sést Sigurður RE sigla með 950 tonna afla af loðnu
inn í Vestmannaevjahöfn, en á þeirri neðri öslar skipið aftur út á
miðin og daginn eftir var það aftur í Vestmannaeyjahöfn með önnur
950 tonn. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir Jónasson.
Inn og út á miðin
Sigurður RE með mestan loðnuafla
Ríkið hefur ráðið
Friðrik og Guðmund
til skákkennslu
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ hefur með samþvkkt rfkisstjórnar-
innar ráðið stórmeistarana Friðrik Olafsson og Guðmund Sigur-
jónsson til þess að annast skákkennslu í skólum, útvarpi og fjöl-
miðlum. Einnig er ætlunin að þeir tefli fjöltefli víðs vegar um land
eftir því sem um semst. Stórmeistararnir munu sinna þessum
störfum eftir því sem við verður komið milli skákmóta heima og
erlendis.
I bréfi frá ráðuneytinu um
þetta mál segir, að stórmeist-
ararnir hafi verið ráðnir til
þess að annast skákkennslu í
útvarpi og sjónvarpi eftir þvi
sem um semst við aðila og til
þess að fara í skóla víðs vegar
um landið og efna til fjölteflis
til þess að örva áhuga á skák og
veita leiðbeiningar. Höfuð-
tilgangurinn er að efla með
þessum og öðrum hætti skák-
áhuga og skákmennt i landinu
og styrkja einnig nokkuð þessa
tvo ágætu skákmenn.
Laun stórmeistaranna eru
miðuð við hámarkslaun
menntaskólakennara (A—17 í
kjarasamningi BHM). Ráðning-
artimabilið er frá 1. janúar
1976 og fyrst um sinn unz öðru-
vísi kynni að verða ákveðið.
Fundir með farmönn-
um og blaðamönnum
Óveður hélt
Bretum
frá veiðum
ÖVEÐUR hélt brezku togurun-
um frá veiðum í gær og að
sögn Gunnars Ölafssonar í
st jórnstöð Landhelgisgæzlunn-
ar taldist það til undan-
tekninga ef þeir dvfðu trolli í
sjó.
35 brezkir togarar voru við
landið í gær, þar af héldu 29
þeirra sig á friðaða svæðinu út
af Langanesi. 5 freigátur voru
á miðunum, 4 dráttarbátar, eitt
aðstoðarskip og eitt birgða-
skip. Ný freigáta kom á miðin í
gær. Er það gamall kunningi,
Galatea F-18.
Síðdegis í gær voru suð-
austan 8 vindstig víða á miðun-
um og spáð var slæmu veðri.
Nóg að gera
á Sigló
Siglufirði 8. marz.
GOÐAFOSS er hér í dag og
lestar fisk á Ameríkumarkað.
Einnig var Vesturland hér í
dag og lestaði mjöl. Guðmund-
ur. Loftur Baldvinsson og Eld-
borg komu öll með fullfermi af
loðnu. Hefur verið tilfinnan-
legur skortur á mannskap og
vörubílum til að vinna við lest-
un og losun. Vélskólanemend-
ur hafa hlaupið undir bagga
loðnulöndunar eins og unnt
hefur verið.
—m.j.
8000 tonn af
loðnu á land
á Akranesi
Akranesi 9. marz.
NÚ hafa borizt um 800 tonn af
loðnu til vinnslu í Fiskimjöls-
verksmiðjuna. Engin loðna
hefur verið fryst né hrogn úr
henni f þeim fjórum frvstihús-
um sem hér ættu að vera í
fullri vinnslu og stafar það af
verkfalli kvenna. Mjög mikil
og ómæld verðmæti hafa farið
f súginn öllum til óþurftar
vegna þessa ósamkomulags.
Vélskipið Sigurborgin aflar
enn á línu og fékk hún 7 tonn
og 710 kg í siðustu veiðiferð.
V.s. Sæfari aflaði 5890 kg,
einnig á iínu. Vélskipið Rán
kom inn með 4550 kg úr
þorskanetum en ekki var hægt
að draga öll netin vegna
óveðurs.
—Júlíus.
Innbrot í
Hveragerði
Hveragerði 9. marz.
SlÐASTLIÐNA laugardags-
nótt var innbrot framið I
Ahaldahús Hveragerðis-
hrepps. Hvergerðingur varð
manns var, er ók um götur
Hveragerðis á dráttarvél með
átengdri pressu og á keðjum.
Var lögreglan á Selfossi látin
vita að maðurinn stefndi að
Þorlákshöfn og fór hún á móti
dráttarvélinni. Einhverra
hluta vegna fundu þeira hana
þó ekki fyrr en næsta dag í
sandgiyfju við Þorlákshöfn.
Þá var brotin rúða í verzlun
Skeljungs í Hveragerði og stol-
ið þaðan vindlingum. Stórum
grjóthnullungi, sem vó um 1
kg, var kastað inn um rúðuna
og lenti hann inni á miðju
gólfi. Þá var rúða brotin í út-
stillingaglugga, sem Hótel
Hveragerði notar fyrir kvik-
myndaauglýsingar.
— Georg.
Fyrir nokkrum dögum kom tog-
arinn Sigurður með tvo loðnu-
farma til Vestmannaeyja, sinn
hvorn daginn, 950 tonn í hvort
skipti, en áður hafði Sigurður
landað 1960 tonnum í Eyjum í
tveimur löndunum einnig, þannig
að alls er Sigurður búinn að landa
3860 tonnum til vinnslu í Eyjum í
fjórum róðrum. Síðari daginn,
þann 8.3., sem Sigurður landaði í
Eyjum var rok þar með 10—11
vindstigum, en það var ekkert
dregið af í baráttunni um efstu
sætin, því enginn veit nema farið
Morgunblaðið sneri sér í
gær til Sigurðar Jóhanns-
sonar vegamálastjóra, og
innti hann eftir því hvort
möguleiki væri á því að-
setja upp stálgrindverk við
bratta og hættulega vegi,
t.d. veginn við Strákagöng
við Siglufjörð. Sigurður
sagði að þetta væri atriði,
sem Vegagerð ríkisins
hefði mjög haft til athug-
unar en talið óframkvæm-
Drukknaði í
Oddeyrarál
Akureyri, 9. marz.
FROSKMENN fundu lík
Geirs Elvars Halldórssonar
um klukkan 19 í gærkvöldi
í sjónum framan við Odd-
eyrartanga. Hann hafði
farið fram af bryggju í bíl
sínum, sem hafði borizt
15—20 metra frá bryggj-
unni. Engir sjónarvottar
voru að' slysi þessu. Geir
Elvar Halldórsson var
fæddur 25. júní 1951. Hann
lætur eftir sig konu og eitt
barn. —Sv.P.
sé að styttast í loðnuvertíðinni að
þessu sinni.
A mánudagskvöld s.l. var Guð-
mundur kominn með 8730 tonn af
loðnu, Sigurður með 8680 og
Helga Guðmundsdóttir með 8440,
en í gærkvöldi var Sigurður orð-
inn efstur með 9570 tonn, en þá
var hann á leið til Siglufjarðar
með 950 lestir, Guðmundur var þá
kominn með 9480 lestir og Helga
Guðmundsdóttir með 9190, en i
fjórða sæti var Börkur með 8030
lestir.
anlegt. Væri ástæðan fyrst
og fremst sú, að slíkar
girðingar söfnuðu svo
miklum snjó á veginn að
þeir yrðu ófærir mestan
part vetrar, því engin leið
væri að ryðja snjónum yfir
SAMNINGAFUNDUR hefur veriS
boðaSur f dag klukkan 10 með far-
mönnum og fulltrúum skipafélag-
anna og klukkan 14 hefur verið
boðaður samningafundur með blaða-
mönnum og fulltrúum Félags blaða-
útgefenda I Reykjavfk. Á fjölmenn-
um félagsfundi f Blaðamannafélagi
fslands f fyrradag veittu blaðamenn
stjórn félagsins verkfallsheimild, en
hún hefur enn ekki boðað til verk-
falls. Þá hefur sáttasemjari ekki
boðað samningafund með eigendum
frystihúsa á Akranesi og kvennadeild
Verkalýðsfélags Akraness. né heldur
með sjómönnum og fulltrúum út-
vegsmanna á Austfjörðum.
Morgunblaðinu barst f gær yfir-
lýsing framkvæmdastjóra frystihús-
anna á Akranesi. sem er svohljóð-
andi:
„Vegna siendurtekinna frétta i fjöl-
miðlum frá forystu kvennadeildar
Verkalýðsfélags Akraness um mann-
vonsku frystihúsaeigenda á Akranesi,
sjáum við okkur tilneydda að taka fram
eftirfarandi:
1. Talað er um, að uppsögn kaup-
tryggingar hafi verið beitt af óbilgirni
og til hins itrasta. Staðreyndin er, að i
þær. í öðru lagi væru slík-
ar stálgirðingar óhemju
dýrar og þyrftu mikið við-
hald.
Þá ræddi Morgunblaðið einnig i
gær við Jóhannes Þórðarson yfir-
lögregluþjón á Siglufirði um hina
hættulegu vegi, sem eru á leiðinni
til Siglufjarðar. „Það eru víða
Framhald á bls. 27
frystihúsunum 4 hér á Akranesi voru
greiddar vinnuvikur 49—51 árið
1975. Uppsögn kauptryggingar tók
því gildi 1—3 vikur sl ár Vissulega
var oftar sagt upp kauptryggingar-
samningnum en þessar 1 —3 vikur, en
Framhald á bls. 27
Baldvin Tryggva-
son ráðinn spari-
sjóðsstjóri Spari-
sjóðs Reykjavíkur
BALDVIN Tryggvason lögfrœðingur
som verið hefur framkvœmdastjóri
Almenna bókafélagsins undanfarin
16 ár hefur verið ráðinn sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Reykjavfkur og ná-
grennis frá og með 1. marz og hefur
hann látið af störfum sem fram-
kvæmdastjóri AB.
Eins og áður segir hefur Baldvin
veitt Almenna bókafélaginu forstöðu
frá 1960, en áður var hann fram-
kvæmdastjóri fulítrúaráðs' Sjálfstæðis-
félaganna I Reykjavfk. Baldvin
Tryggvason hefur átt sæti í stjórn
Sparisjóðs Reykjavfkur og nágrennis
sfðan 1958 og formaður sparisjóðs-
stjórnar hefur hann verið frá þvf í apríl
1974
A íslenzkum hestum
yfir þvera Ameríku
FJÓRIR Þjóðverjar og einn Aust-
urrlkismaSur ætla I sumar aS taka
þétt I hópreið ð hestum yfir þvera
Amertku en hópreið þessi er farin I
tilefni af 200 ira afmæli Banda-
rlkjanna. Fararskjótar fimmmenn-
inganna verSa Islenskir hestar en
þétttakendur I hópreiSinni verða
fri öllum rlkjum Bandaríkjanna
auk þess, sem nokkrar sveitir
koma erlendis fri. ÁætlaS er aS
ferS þessi taki 100 daga og vega-
lengdin sem farin verður er um
5600 km. íslensku hestarnir, sem
I ferðina fara verSa 10 og hafa
þeir allir dvaliS á erlendri grund
slSustu 3 ir og eru eldri en 10
vetra.
Frumkvöðlarnir að þátttöku is-
lenska hestsins i þessari hópreið eru
hjónin Claus og Ullu Becker, en þau
Hrappur frá Garðsauka
búa I Saarbrúcken I Þýzkalandi og
hafa átt Islenzka hesta slðan 1956.
Auk þeirra hjóna fara I ferð þessa
þeir Lothar Weiland, Johannes Hoy-
os og Walter Feldmann yngri. Hver
þátttakandi hefur til umráða tvo
hesta nefna má að Beckerhjónin
ætla að nota stóðhest sinn Hrapp frá
Garðsauka og son hans, Hrappson, I
ferðinni. Ekki er vitað hvaða aðrir
hestar fara I ferðina, en um slðustu
helgi var farið með 15 islenska
hesta frá Þýzkalandi til San Fran-
cisco á vesturströnd Bandarlkjanna
en þar verða þeir þjálfaðir og síðan
valdir úr þeir tlu, sem I ferðina fara.
Eins og áður sagði eru þetta allt
hestar, sem dvalið hafa erlendis um
nokkurt skeið og hafa náð að aðlag-
ast aðstæðum erlendis auk þess,
Framhald á bls. 27
VARNARGIRÐINGAR SAFNA
SNJÓ 0G GERA VEGIÓFÆRA
— segir vegamálastjóri