Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
15
Opinber stj órnvöld haf a heft
efnahagsstarfsemina svo mikið
— að efnahagslífið getur
ekki sjálft leitað jafnvægis
MIKILVÆGI
ATVINNUVEGANNA
I umræðum um atvinnu- og
efnahagsmál er oft rætt um
undirstöðuatvinnuvegi. Þessi um-
ræða hefur verið til góðs með þvi
að undirstrika mikilvægi atvinnu-
veganna, vilji landsmenn búa við
svipuð lífskjör og nálægar þjóðir.
Vel rekin fyrirtæki, sem skila
hagnaði, skapa undirstöðu at-
vinnu og lifskjara En þessi um-
ræða hefur einnig orðið til ills á
þann hátt að telja almenningi trú
um, að aðeins sumir atvinnuvegir
séu undirstöðuatvinnuvegir en
aðrir ekki. Þetta er alvarlegur og
örlagaríkur misskilningur.
Á siðustu 100 árum hefur orðið
stökkbreyting á atvinnuháttum
þjóðarinnar. Samfara aukinni
verkaskiptingu og sérhæfingu og
vaxandi framleiðni hafa nýjar at-
vinnugreinar fengið aukið mikil-
vægi. Meirihluti þjóðarinnar er
ekki lengur tengdur störfum í
landbúnaði og sjávarútvegi,
heldur vinnur sérhæfð störf í iðn-
aði, verzlun, viðskiptum, sam-
göngum og þjónustu. Þannig
hefur tekizt að breikka verka-
skiptingu þjóðarinnar, auka sér-
hæfingu einstakra greina og örva
framleiðni um leið og undirstöður
atvinnu og lífskjara hafa verið
styrktar. Afkoma þjóðarinnar
byggist því ekki lengur á einum
eða tveimur atvinnuvegum,
heldur víðtækri verkaskiptingu.
Atvinnulífið er líkt og keðja,
þar sem allir hlekkirnir eru jafn
mikilvægir. Keðjan verður aldrei
sterkari en veikasti hlekkurinn.
Þegar þetta er haft í huga, verður
augljóst, að ekki er farsælt að
mismuna atvinnuvegunum. Þeir
þurfa að vaxa og blómgast sam-
hliða, en ekki á kostnað hvers
annars. Ef einhver atvinnuvegur
býr við heft eða skert starfsskil-
ýrði, bitnar það á öðrum atvinnu-
vegum og lífsafkomu þjóðarinnar
í heild. Sá hugsunarháttur verður
að hverfa, að við framleiðum til
þess að framleiða, en i staðinn
verður að koma, að við fram-
leiðum til þess að selja.
Þau lífskjör, sem við tslending-
ar höfum áunnið okkur á síðast-
liðnum áratugum, er árangur
verkaskiptingar og sérhæfingar,
sem hefur orðið möguleg vegna
tilkomu atvinnugreina viðskipta-
lífsins. Ef tslendingar ætla at-
vinnugreinum viðskiptalifsins
annars flokks starfsskilyrði,
verða þeir að sætta sig við annars
flokks lífskjör. Með þeim hætti
getum við vegna eigin aðgerða
orðið frumstæð þjóð, sem lifir við
frumstæð lífskjör.
MARKAÐSHAGKERFIÐ
Starfs- og 'vaxtarskilyrði at-
vinnuveganna eru mjög háð því
hlutverki, sem hinu opinbera er
ætlað að gegna við ákvörðun
framleiðslu og neyzlu. Til eru
tvær leiðir. Annars vegar er það
leið hins frjálsa markaðshagkerf-
is. Þar ákveða einstaklingarnir
sjálfir, hver fyrir sig, hvað á að
framleiða og hver fær hvað.
Verðið er notað til þess að jafna
framboð og eftirspurn þannig, að
óskum neytenda er fullnægt í
réttri forgangsröð eftir því, sem
auðlindir hagkerfisins frekast
leyfa. Þannig tekst frjálsu mark-
aðshagkerfi að hámarka efna-
hagslega velferð þjóðfélagsins,
örva framleiðni, halda verði í lág-
marki, framboði í hámarki og
nýta takmarkaða framleiðslugetu
þjóðfélagsins betur en öðrum
hagkerfum, án þess að skerða
frelsi einstaklingsins. Fyrirtækin
sjálf eru efnahagslega ábyrg fyrir
ákvörðunum sinum á mark-
aðnum. Hið frjálsa markaðshag-
kerfi verðlaunar þá, sem nýta
framleiðsluþættina vel og
hagnast, en refsar þeim fyrir-
tækjum, sem nýta framleiðslu-
þættina illa og tapa.
Andstæða hins frjálsa markaðs-
hagkerfis er hið svokallaða mið-
stýrða framleiðslukerfi, þar sem
hvorki eftirspurn neytenda á
markaðnum né ágóðasjónarmið
fyrirtækjanna er ákvarðandi um
það, hvað framleitt er, heldur er
fyrirtækjunum ætlað að leysa
framleiðsluverkefni samkvæmt
opinberum framleiðsluáætlunum.
Þar ákveða æðstu valdamenn
þjóðarinnar eða valdir fulltrúar
þeirra einir, hvað hverjum þjóð-
félagsþegni sé fyrir beztu. Þessi
aðferð er að verða æ algengari
hérlendis. Aðalgalli hennar er að
valdamenn þjóðarinnar hafa ekki
minnstu hugmynd um, hvað
öðrum er fyrir beztu. Þeir vita
aðeins, hvað þeim finnst, að
öðrum eigi að vera fyrir beztu.
Þetta fyrirkomulag lítilsvirðir
þannig gildi einstaklingsins, gerir
hann háðan duttlungum stjórn-
valda um efnahagslega afkomu
sína. Einstaklingurinn tapar
sjálfsákvörðunarrétti um afkomu
sína. Hann býr við skert lýðræði.
RÍKISVALD,
LAUNÞEGAR,
ATVINNUREKENDUR
A undanförnum árum hefur
stöðugt hallað undan fæti hjá at-
vinnufyrirtækjum í einkarekstri.
Ein af meginástæðum þess er vax-
andi afskipti ríkisvaldsins og
minnkandi athafnafrelsi fyrir-
tækjanna. Um leið gerast opin-
berir aðilar æ umsvifameiri at-
vinnurekendur og fara inn á fleiri
svið atvinnurekstrar. Þetta er
ekki aðeins mál neytenda og
framleiðenda, heldur ekkert sið-
ur launþega, því að stöðugt um-
svifameiri opinber atvinnu-
rekstur hlýtur að hafa mjög rót-
tæk áhrif á hagsmuni þessara
hópa þjóðfélagsins, bæði félags-
lega og fjárhagslega.
Launþegar og atvinnurekendur
hafa skipulagt í kringum sig eigin
baráttufélög, sem hafa það megin-
markmið að tryggja félagsmönn-
um sínum sem stærstan möguleg-
an hlut af þeim verðmætum, sem
verða til i einstökum fyrirtækj-
um. Þessi félagsuppbygging bygg-
ir á þeirri hugmynd, að eigendur
og launþegar hafi fyrst og fremst
andstæðra hagsmuna að gæta.
Afleiðingin hefur orðið sú, að
mikið djúp er staðfest milli
þessara aðila, sem hafa báðir
byggt upp miðstýrð hagsmuna-
samtök, til þess að annast hags-
munagæzlu fyrir félagsmenn
sína. Þessi ágreiningur innan at-
vinnulifsins skapar miklum
fjölda félags- og stjórnmála-
manna embætti og dágóða lífsaf-
komu:
Kjarni þessa máls er ef til vill
sá, að fari lausn ágreinings milli
vinnuveitenda og launþega fram
á einstökum vinnustöðum, þar
sem hann á betur heima, en innan
miðstýrðra hagsmunasamtaka,
myndu stórir hlutar af félagsupp-
byggingu og stjórnmálakerfi
okkar hanga í lausu lofti og án
allrar fótfestu. Margir vel
launaðir embættismenn og stjórn-
málamenn yrðu þar með að leita
sér að einhverju nytsamlegu
starfi.
Það er reyndar mjög forvitni-
legt að velta vöngum yfir, hver sé
grundvöllur þessarar svokölluðu
stéttabaráttu. Það er staðreynd,
að lifskjör launþega eru langtum
minna háð þeim launum, sem
fyrirtækin greiða en áður. Raun-
gildi launa ákvarðast nú að
stórum hluta af þeirri stefnu, sem
ríkið hefur uppi í skatta-, tolla-,
niðurgreiðslu- og tryggingamál-
um. Þetta felur i sér, að launa-
samningar hafa í dag hlutfalls-
lega minni þýðingu fyrir lífskjör
launþega en oft áður.
HAGSMUNAHÓPAR
Almennir launasamningar og
kjaradeilur er fyrst og fremst vel
auglýst og yfirspilað stríð um
rekstrarafgang einkareksturs-
fyrirtækja, sem ríkið er fyrir
löngu búið að hirða. Það er einnig
áberandi að möguleikar fyrir-
tækja til þess að greiða laun, eru
stöðugt háðari þeirri efnahags-
stefnu, sem ríkið fylgir. Ríkið
hefur í vaxandi mæli blandað sér
inn í skiptingu framleiðsluþátt-
anna milli atvinnuvega og at-
vinnugreina. Þetta hefur leitt til
þess, að afkoma einstakra at-
vinnuvega og fyrirtækja er ekki
fyrst og fremst háð því, hversu
vel fyrirtækin eru rekin, eða hvað
þau gætu lagt til þjóðarbúsins í
formi framleiðslugæða í viðtæk-
um skilningi. Afkoman er miklu
frekar háð því, hvaða möguleika
atvinnugreinin eða fyrirtækið
hefur til að setja pólitískan þrýst
ing á ríkið, þannig að stjórnmála-
mennirnir neyðist til þess að taka
tillit til atvinnugreinarinnar,
þegar kökunni er skipt. Aður fyrr
fór skiptingin eftir mælanlegu
framlagi viðkomandi atvinnu-
greina eða fyrirtækja, en nú er
málum þannig komið að skipting-
in fer i vaxandi mæli eftir póli-
tískri þörf.
Þegar á þetta er litið, verður
auðskilið, hvers vegna sumar at-
vinnugreinar hér á landi hafa
gagngert skipulagt starfsemi sína
til þess að hafa sem mest áhrif á
alþingismenn og stjórnmálamenn
almennt. 1 þessu sambandi
verðum við að gera okkur glögga
grein fyrir, að stjórnmálamenn
stjórnast af valdaást ög höfuð-
áhugamál þeirra er að ná endur-
kjöri. Þess vegna hefur það
minna gildi fyrir stjórnmála-
mennina, hvort krafan eða óskin
sé réttmæt eða réttlætanleg. Þeir
hafa fyrst og fremst áhuga á, hve
margir kjósendur standa á bak
við kröfuna. Þegar einhver krafa
kemur t.d. frá launþegasamtökun-
um eða bændasamtökunum, vita
stjórnmálamenn, hve mörg at-
kvæði eru í hættu, ef þeir ekki
verða við kröfu samtakanna. Ef
óskin hins vegar kemur frá kaup-
sýslumönnum, er hún ekki talin
pólitiskt áhugaverð, því að aug-
ljóst er, að á bak við hanastendur
mun fámennari hópur kjósenda.
Það er flestum ljóst, að orsaka-
samhengi stjórnmála og efnahags-
mála er mjög flókið og ekki liggur
ávallt ljóst fyrir, hvað er orsök og
hvað afleiðing.
Hins vegar held ég, að menn
hafi verið mjög sammála um það
öldum saman, að frelsi, jafnrétti
og bræðralag, sé æðsta markmið
mannlegrar viðleitni.
Sú var tiðin að alþýða manna
varð að færa miklar fórnir og
berjast blóðugri baráttu til þess
að nálgast þessi háleitu markmið.
En í dag sýnist mér, að hér á landi
sé það atvinnulífið, sem fyrst og
fremst þarf að setja fram hlið-
stæðar kröfur og vera tilbúið að
berjast fyrir þeim. Á sama hátt og
það var áður fyrr á sviði dóms-
mála og almennra mannréttinda,
sem úrbóta var þörf, er ranglætið
nú mest i almennri stjórn efna-
hagsmála og i viðskiptalífinu. Um
það hefur nú ríkt samstaða meðal
stjórnmálamanna í mörg ár, að
dómsmálaráðherra skuli vera lög-
fræðingur. En er ekki jafn mikil
eða e.t.v. enn ríkari ástæða til, að^
sá ráðherra, sem fara á með yfir-
stjórn almennra viðskipta- og
efnahagsmála sé hagfræði-
menntaður, eða a.m.k. búi yfir
þekkingu á starfsemi viðskipta og
atvinnulifs. Að því hlýtur að
koma, að sú krafa verði gerð til
þess ráðherra.
NAUÐSYNLEGAR
UMBÆTUR
Vegna þess, hversu mjög ríkis-
valdið hefur seilzt inn á verksvið
atvinnulífsins og þar með skekkt
hornsteina lýðræðisins, brenglað
heilbrigða og hagkvæma starf-
semi atvinnulifsins, er verulegra
umbóta og breytinga þörf, tíl þess
að atvinnulifið grundvallist á
frjálsu markaðshagkerfi og búi
við ákjósanlegustu starfsskilyrði
til viðgangs og vaxtar.
Þetta ástand, ásamt þeirri stað-
reynd, að á seinustu tveim áratug-
um hefur heiminum bætzt meiri
þekking en á 6—8 öldum sam-
fleytt þar á undan, hlýtur að sann-
færa flesta um nauðsyn þess að
gera margvíslegar og víðtækar
breytingar. Hér þarf að koma til
bæði hugarfarsbreyting og kerfis-
breyting. Ég mun hér á eftir
minnast á nokkur atriði, þar sem
umbóta og athugunar er þörf.
1. Markaðsverðmyndun vöru
og þjónustu atvinnuveganna.
Bezta aðferð til þess að hafa
áhrif á verðlag í landinu, er skyn-
samleg stefna í peningamálum og
fjármálum hins opinbera. Hér-
lendis hefur þessi aðferð verið
vanrækt en í stað þess hefur hið
opinbera með verðstöðvun, niður-
greiðslum, styrkjum og ákveðn-
um verðmyndunarreglum haft
bein og óæskileg áhrif á vérð-
myndunina. Samkeppni hefur
verið útilokuð, tilraunir til hag-
kvæmni i rekstri eyðilagðar, verð-
skyn almennings brenglað og
afkomu atvinnuveganna stefnt í
hættu. Þessum skollaleik verður
að hætta, en I stað þess þarf
markaðsverðmyndun að fá að
njóta sin I sjávarútvegi, land-
búnaði, verzlun, iðnaði og þjón-
ustu.
2. Markaðsverðmvndun
fjármagns og erlendra mynta.
I stað opinberrar ákvörðunar
hámarksvaxta opinberra lána-
sjóða og fyrirgreiðslu, þarf að
Framhald á bls. 19
Gisli V. Einarsson flvtur setningarræðu sína á aðalfundi Verzlunarráðs Islands.
Ræða Gísla V. Einarssonar við setningu
aðalfundar Verzlunarráðs Islands