Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
PÁLL Björgvinsson getur vfst IftiS hreyft sig i næstunni, fótbrotiS sér
um að fþróttaæfíngar verði að minnsta kosti látnar sitja ð hakanum
GuSmundur Helgi sonur hans hafði mun meiri áhuga á pabba sfnum
heldur en RAX Ijósmyndara sem smellti þessari mynd af.
„Níunda skiptið, sem ég
br|t bein í skrokknum”
Rabbað við handknattleikskappann Pál Björgvinsson
— ÞETTA er nú í níunda sinn sem ég brýt bein f
skrokknum á mér, þannig að ég er orðinn ýmsu vanur,
sagði handknattleiksmaðurinn Páll Björgvinsson er við
ræddum við hann á heimili hans f gærdag. Páll hafði sem
kunnugt er staðið sig frábærlega ! fyrri hálfleiknum gegn
Júgóslövum f landsleiknum á sunnudaginn. Þegar hins
vegar nokkuð var liðið á seinni hálfleikinn varð Páll fyrir
því óláni að fótbrotna og kom það íslenzka landsliðinu
mjög illa.
— Þetta vildi þannig til að
Radienovic reyndi að troðast inn í
vörnina hjá okkur sagði Páll. Ég og
Árni Indriðason vorum til varnar og í
átökunum féll Júgóslavinn, en rak
löppina það hressilega i mig þegar
hann datt að það buldi við brestur
Siðan veit ég nú ekki mikið metra
um þetta atvik, nema hvað að ég sá
að 18 mínútur voru til leiksloka
þegar ég var borinn út úr húsinu.
Úrslitin frétti ég svo á sjúkrahúsið
og það þarf ekki að segja frá þvi að
ég varð fyrir vonbirgðum, því eftir
frábæran fyrri hálfleik liðsins
vonaðist maður eftir sigri.
— Ég var settur í gifs frá tám og
upp að nára á sjúkrahúsinu ?
Júgóslavíu Læknarnir þar sögðu
mér sfðan að ég yrði að vera í því
að minnsta kosti í rúman mánuð
Læknarnir á Slysavarðstofunni hér
sögðu mér hins vegar í dag að ég
yrði að vera i gifsi í einn og hálfan til
tvo mánuði. Já, blessaður vertu
maður verður ekkert með í bikar-
keppninni I sumar og tæpast nokk-
uð i fótboltanum heldur, sagði Páll
DANMERKURFERÐIN
TÓM VITLEYSA
Við ræddum vítt og breitt um
handknattleikinn á síðastliðnum
vetri og þá ekki minnst um málefni
landsliðsins Sagði Páll að leikurinn
í Júgóslavíu hefði verið sérlega góð-
ur og hefðu helztu burðarstoðir
júgóslavneska liðsins, markvörður-
inn og Horvant fyrirliði, hreinlega
gefist upp f fyrri hálfleiknum er
staðan var 8 4 fyrir ísland og fengið
sér sæti á varamannabekknum. í
leikhléi hefði júgóslavneska liðið
náð að þjappa sér nokkuð saman,
en eigi að siður hefði islenzka liðið
haldið forystunni allt undir lok
leiksins
— Ég efast ekki um að ef við
hefðum sömu aðstöðu og þessir
kallar þá væri íslenzka liðið a m k
fimm mörkum betra en það
júgóslavneska og hefði til að bera
þann stöðugleika, sem þarf til að
vera meðal albeztu liða f heimi,
sagði Páll — Júgóslavarnir hafa
verið meira og minna saman síðan
um áramót og flestar vikurnar æft
tvisvar á dag sex sinnum í viku.
— Keppnisferðin okkar i Frakk-
landi og V-þýzkalandi var leikinn á
sunnudaginn var mjög gagnleg Lið-
ið small saman í tveimur síðustu
leikjunum og árangurinn i leiknum á
sunnudaginn þakka ég ekki sízt
þessari ferð Hins vegar verð ég að
segja að það var blóðugt að tapa
leiknum gegn Júgóslögum hér
heima með sex marka mun. Min
skoðun er sú að æfingagerðin til
Danmerkur fyrir þann leik hafi verið
tóm vitleysa
— íslenzku leikmennirnir eru ekki
i það góðri æfingu að við getum æft
eftir mjög ströngu próframmi í viku-
tíma eins og gert var í Danmörku og
ferðast langar vegalengdir á milli
leikstaða, komið svo heim og farið í
erfiðan leik og náð árangri. Við
hefðum þurft góða hvíld eftir þessa
ferð til að árangur ferðarinnar hefði
komið I Ijós. Mfn skoðun er sú að
árangur Danmerkurferðarinnar hafi
fyrst komið í Ijós í jafnteflinu við
Rússa nokkru sfðar.
SÝNING Á
RÖNTGElVMYNDUM
— Þessi leikur í Júgóslavfu sýndi
okkur að við getum náð langt 1
handknattleiknum og vonandi verð-
ur vel búið að landsliðinu f framtíð-
inni, sagði Páll Björgvinsson —
Um árangurinn góða í Júgóslaviu á
ég minnisgrip — rontgenmynd á
brotinu á sköflunqnum. Set hann f
safnið með öðrum röntgenmyndum,
sem einhver benti mér á að ég ætti
að halda sýningu á, sagði Páll að
lokum og brosti.
—áij.
Fram meistari?
Fram svo gott sem tryggði sér
íslandsmeistaratitilinn I 1. deild
kvenna er liðið vann stórsigur á
Val I gærkvöldi. Úrslitin urðu 13:5
fyrir Fram eftir að liðið hafði að-
eins haft eins marks forystu I leik-
hléi, 4:3. Fram á eftir að leika
einn leik og sömu sögu er að segja
um Val og Ármann, en síðast-
nefnda liðið vann FH 15:10 (9:5) I
gærkvöldi. Öll þessi lið eiga eftir
frekar slaka andstæðinga þannig
að gera má ráð fyrir að Fram verði
númer eitt á mótinu, Ármann 2 og
Valur númer 3 en svo neðarlega
hefur liðið ekki farið I mörg ár.
Framstúlkurnar áttu hreinan
stórleik á íslenzkan mælikvarða f
seinni hálfleiknum, héldu knettin-
um og léku upp á markið. Vörnin
var mjög góð og Kolbrún Jóhanns-
dóttir varði eins og berserkur i
markinu. Þá breytti það miklu fyr-
ir Fram að Arnþrúður Karlsdóttir
lék að nýju með liðinu og ógnaði
vel.
Mörk Fram: Guðriður 4, Arn-
þrúður 3, Guðrún, Jóhanna og
Helga 2 hver.
Mörk Vals: Björg Guðmunds
dóttir 3, Sigrún og Ragnheiður 1
hvor.
Danir í lokakeppni OL
DANIR tryggðu sér rétt til þess að leika í úrslita-
keppni Olympfuleikanna í Montreal f handknatt-
leik með því að sigra Spánverja með 23 mörkum
gegn 16 í leik sem fram fór f Arósum um helgina.
Staðan í hálfleik var 15—9. Hlutu Danir 6 stig í
sínum riðli skoruðu 79 mörk gegn 62. Spánverjar
hlutu 5 stig, skoruðu 70 mörk gegn 66, og Hollend-
ingar hlutu 1 stig, skoruðu 59 mörk gegn 80.
I leiknum í Árósum tóku Danir forystuna þegar í
upphafi leiksins og héldu henni til loka. Þeir sem
skoruðu fyrir Danmörku í leiknum, voru: Flemm-
ing Hansen 8, Lars Bock 4, Ole Eliasen 4, Anders
Dahl Nielsen 3, Thor Munkager 3 og Jörgen Frand-
sen 1. Fyrir Spán skoruðu: Jose Albizu 5, Fernando
de Anderes 5, Gregorio Lopez 2, Jose Villamarin 1,
Jose Novoa 1, Juan Jose Uria 1, og Mario Hernand-
es 1.
Fyrir leikinn var mikið skrifað um kröfur Spán-
verja í sambandi við heimsókn þeirra til Danmerk-
ur. Þegar Spánverjar komu til Árósa voru þeir
mjög óánægðir með hótel það sem þeir áttu að búa
á, en það hótel hýsir venjulega þau íþróttalið sem
til Árósa koma. Fór svo að lokum að danska hand-
knattleikssambandið varð að láta undan og koma
gestum sínum fyrir á hóteli þar sem ekki þurfti að
vera nema einn í herbergi, þar var sjónvarp í öllum
herbergum, sundlaug og billardsstofur. Voru Spán-
verjar sæmilega ánægðir með hótel þetta. Þegar
svo kom að því að þeir vildu fara á æfingu fundu
þeir íþróttasalnum allt til foráttu, og linntu ekki
látum fyrr en þeir höfðu fengið annan sal. Það var
aðeins ein krafa Spánverjanna sem Dönum tókst að
uppfylla, þannig að þeir væru ánægðir með. Farar-
stjórar liðsins óskuðu eftir því að leikmönnunum
gæfist tækifæri til þess að fara á klámmynda-
sýningu og klámsýningu, en af slíku mun nóg í
Arósum, þannig að auðvelt var að gera gestunum
til hæfis á þessu sviði.
Mittermaier nær örngg nm heimsbikarinn
Hin 25 ára stjarna frá Ölvmpíu-
leikunum f Innsbruck, Rosi
Mittermaier frá Vestur-
Þýzkalandi, sigraði f svigkeppni
sem fram fór í Copper-fjöllunum
í Kolorado í Bandarfkjunum um
helgina, en keppni þessi var liður
i heimsbikarkeppni kvenna f
alpagreinum á skíðum. Eftir þenn
an sigur hefur Rosi Mittermaier
svo gott sem tryggt sér sigur í
heimshikarkeppninni þar sem
hún hefur hlotið 272 stig f keppn-
inni, en helzti keppinautur henn-
ar sem er Lise Marie Morerod frá
Sviss hefur hlotið 189 stig.
I keppninni í Uopper-f jöllunum
hafði Lise Marie Morerod nokkuð
örugga forystu eftir fyrri ferðina
sem hún fór á 55,34 sek. Mitter-
maier var í öðru sæti á 55,80 sek.
og þriðja var Vestur-Þýzka stúlk-
an Pamela Behr sem fékk tímann
56,36 sek. t seinni umferðinni
sýndi Mittermaier hins vegar
snilli sína svo um munaði og
renndi sér á 51,98 sek. Hún náði
þá ekki bezta brautartímanum í
KR og Fram leika f kvöld f 1. deild
islandsmótsins f körfuknattleik og
fer leikurinn fram f Hagaskólanum.
Hefst villureignin kl. 20.00, en leik
þessum var frestað f byrjun jarnúar.
þeirri ferð; það gerði Monika
Kaserer frá Austurriki sem fékk
tfmann 51,38 sek. og krækti þar
með f annað sætið f keppninni.
Ánnars urðu helztu úrslit þessi:
Rosi Miftermai<‘r.
V-Þýzkalandi 55.80 51,98 1:47.78
Monika Kaserer,
Austurrfki 56,56 51,38 1:47,94
Lise-Marie Morerod,
Framhald á bls. 27
Dregið hefur verið í Happdrætti ung-
lingalandsliðsnefndar KKl’ og kom
upp miði númer 1865 Vinningshafi
láti til sfn heyra á skrifstofu KKÍ I
Laugardal.
KR - Fram í kvöli Happdrætti KKÍ
Stjarnan stefnir nú
beint í aðra deild aftur
STJARNAN úr Garðabæ er á leiðinni upp í 2. deild
eftir eins árs veru í 3ju deildinni. Um síðustu helgi
lék Stjarnan við lið Aftureldingar og unnu Garð-
bæingar 21:16, eftir að staðan hafði verið 13:8 þeim
í vi! í leikhléi. Á þessari mynd er það Logi Ólafsson
— FH-ingur í knattspymu — sem brýzt í gegnum
vörn Aftureldingar. Úti á vellinum má sjá annan
FH-ing, Viðar Halldórsson. Báðir áttu þeir FH-
ingarnir góðan leik á sunnudaginn, Logi gerði
t.a.m. 6 mörk i leiknum. Stjarnan er örugg í úrslitin
í 3ju deildinni og takist liðinu að sigra í síðasta leik
sínum vinnurþað riðilinn með 5 stiga mun.
Stjarnan á þó enn eftir að glíma við sigurvegar-
ann úr b-riðli deildarinnar áður en leiðin í 2. deild
er opin. Hvaða lið kemst úr b-riðlinum í úrslitin er
ekki gott að segja en þar hefst keppnin væntanlega
um næstu helgi. Þar eigast við leiftur frá Ólafs-
firði, Iþróttabandalag Isafjarðar, Dalvíkingar og lið
UlA, sem telja verður sigurstranglegast í riðlinum.
—áij