Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
Sonur okkar. + JÓN GUÐNI,
Sólvallagötu 42. Keflavlk,
lést mánudaginn 8 marz.
Þóranna Erlendsdóttir, Pétur Pétursson.
t
Eiginmaður minn og faðir,
KRISTJÁN ÓSKAR GUÐMUNDSSON.
rafvirki,
Nóatúni 32,
lést i Borgarspitalanum 9 marz
Kristln Jónsdóttir,
Sigurjón Kristjinsson.
t
Eiginmaður minn,
ÞORVALDUR Á. KRISTJÁNSSON,
málarameistari,
Austurbrún 6.
lézt á Landspitalanum 9 þ m
Eyvör Guðmundsdóttir
t
STEFÁN GUÐNASON,
fri Karlsskila.
andaðist 8 þ m
Fyrir hönd vandamanna,
Sigrfður Guðmundsdóttir og
synir.
t
Þökkum innilega öllum, sem veitt hafa aðstoð, samúð eða hlýhug við
andlát og útför,
SIGURÐUR ÓL. LÁRUSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Elliheimilinu Grund.
Vandamenn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
GUÐLAUGAR BIRNU BJÖRNSDÓTTUR,
Heiðargerði 43, Reykjavlk.
Einnig. innilegar þakkir til lækna og starfsfólk taugadeildar Land-
spítalans fyrir einstaka umönnun
Benjamln Jónsson,
Steinar Benjamlnsson, Lilja Hjörleifsdóttir,
Sigurður Benjamlnsson, Steinunn Marinósdóttir,
Elsa Benjamínsdóttir, Ólafur Gunnarsson.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og
útför,
SIGFREÐS GUÐMUNDSSONAR,
Norðurgötu 52.
Akureyri.
Læknum og hjúkrunarliði á Lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri og Borgarspltalanum i Reykjavík, flytjum við okkar innilegustu
þakkir fyrir góða hjúkrun og aðhlynningu I veikindum hans Guð blessi
ykkur öll Sigþrúður Glsladóttir.
GIsli Sigfreðsson, Pðla Bjórnsdóttir,
og barnabörn.
-. .iiíKJUrtW.-sfraitt jn *
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR G. KRISTJÁNSDÓTTUR,
Jóhanna Ellasdóttir,
Kristjana Ellasdóttir,
Laufey Ellasdóttir.
Angantýr Elíasson,
Sigurbjörn Ellasson,
Guðrún Ellasdóttir,
Glsli Eliasson,
og barnabörn.
Kristján Þorvarðsson,
John Benjamino,
Elisa Elfasdóttir,
Sigrfður Björnsdóttir,
Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Ólafur Sigurðsson,
Dagný Jensdóttir,
Páll Sigurjón
Pálsson —Minning
Fæddur 8.3 1919
Dáinn 2.3 1976.
1 dag kl. 1.30 fer fram útför
Páls Sigurjóns Pálssonar frá
Dómkirkjunni. Páll fæddist að
Brekkustíg 17, 8. marz 1919, og
vantaði þvi aðeins nokkra daga á
57. aldursár hans.
Foreldrar hans voru, frú
Maren Jónsdóttir frá Bergi Akra-
nesi, hún lézt 18/8, 1956, og Páll
V. Asmundsson járnsmiður, sem
lifir son sinn, en er nú kominn
yfir áttrætt.
Páll ólst upp í vesturbænum
ásamt þrem systkinum sínum
Kristni, Hjördísi og Guðjóni, sem
öll eru á lífi og búsett hér í bæn-
um.
Páll var i foreldra húsum þar til
hann giftist eftirlifandi konu
sinni Sigrúnu Elíasdóttur ættaðri
úr Hafnarfirði 30/9, 1944, og
eignuðúst þau þrjú börn. Þau
eru: Arndís Elín skrifstofustúlka
hjá Borgarfógetaembættinu í
Reykjavik, Sigrún flugfreyja og
Páll Rúnar sem nú er í mennta-
skóla. Barnabörnin eru tvö, Arnar
og Guðmundur Páll.
Strax á uppvaxtarárum var Páll
vinsæll meðal leikfélaga sinna og
byrjaði hann að vinna strax að
lokinni almennri skólagöngu. Að
öðru leyti aflaði hann sér sinnar
menntunar í skóla lífsins, og
höfum við ekki kynnst neinum
manni, sem lagði sig eins fram, að
þjálfa fallega rithönd og allan frá-
gang á því sem hann lét frá sér
fara.
Páll vann alla tíð almenn skrif-
stofustörf og nú síðast, sem full-
trúi hjá fjármálaráðuneytinu og
var virtur og metinn af vinnuveit-
endum og samstarfsfólki sínu
fyrir vandaða framkomu og
stundvísi. Sama var að segja um
manninn sjálfan, hann var greið-
vikinn svo af bar og mátti ekkert
aumt sjá og má segja að frá hon-
um hafi skinið mannkærleikur.
Eftir giftinguna hófu þau hjón-
in búskap að Kirkjuteigi 14, hjá
yndislegum hjónum þeim Ing-
unni Tómasdóttur og Guðmundi
Þorlákssyni þar til þau fluttust í
eigið hús að Starhaga 6 1952, sem
hann byggði og vann sjálfur að í
mörg ár. Þar kom fram smekkvísi
hans og vandvirkni, því frá-
gangur allur og umgengni var sér-
stakur og sama hvar litið var,
hvort heldur utan húss eða innan,
enda ber heimilið hans einnig
vott um það.
Ahugamál hans voru fyrst og
fremst heimilið og fjölskyldan,
sem hann helgaði líf sitt. Hann
hafði yndi af fagurri list og naut
einnig góðrar tónlistar. Einnig
hafði hann mikinn áhuga á ljós-
myndun og liggur eftir hann
mikið safn mynda bæði landslags-
mynda frá ferðalögum hans
innanlands og utan, svo og fjöl-
skyldumyndir.
Á heimili hans var alltaf gott að
koma, sama gestristnin hvernig
sem á stóð, þar andaði á móti
manni hlýju og yl, og voru þær
stundir ógleymanlegar, sem við
áttum í návist fjölskyldunnar.
Páll var virkur félagi í Odd-
fellowreglunni í yfir 20 ár og
starfaði mikið innan reglunnar að
hugsjónamálum hennar, sérstak-
lega líknarmálum, og missir regl-
an þar góðan starfskraft og félaga
langt fyrir aldur fram.
Hann starfaði einnig mikið inn-
an Sjálfstæðisflokksins og vann
þar ýmis nefndarstörf.
Páll var alla tið heilsuhraustur
og missti varla dag frá starfi, þar
til síðastliðið sumar er hann gekk
undir það sem í dag er kallað smá
aðgerð, en úr því urðu lengri veik-
indi og dvaldist hann um tíma á
Landakotsspítala og Vífilsstöðum.
Hann var búinn að vinna i nokkra
mánuði og gerðu menn sér vonir
um að hann væri kominn yfir
veikindi sín er hann fékk heila-
blóðfall mánudagskvöldið 1. marz
og lést á Borgarspítalanum um
nóttina.
Við og fjölskyldur okkar vott-
um Sigrúnu, börnum þeirra,
barnabörnum ogöllum ættingjum
hans dýpstu samúð. Megi guð
gefa þeim styrk i harmi. Blessuð
sé minning hans.
Oddur Sigurðsson
Sæberg Þórðarson.
Ég hitti vin minn, Pál S. Páls-
son, bókara, í siðasta sinn fyrir
næstliðna helgi. Páll var þá
glaður og reifur eins og jafnan, og
var ekki að sjá að hann kenndi sér
meins. Hann virtist hafa náð sér
að mestu eftir veikindi, sem hann
átti við að stríða s.l. sumar, og
síðustu mánuðina gekk hann
ótrauður til starfa sinna í fjár-
málaráðuneytinu. Ég áttí því sist
von að heyra þá fregn aðeins
þremur dögum siðar, að Páll hefði
látist skyndilega nóttina áður,
langt fyrir aldur fram.
Kynni okkar Páls hófust fyrir
20 árum siðan. A þeim árum var
ég við nám og svo réðist, að við
hjónin fengum til afnota íbúð í
húsi hans við Starhaga. Nábýlið
varð strax eins gott og frekast var
hægt að hugsa sér, og tókust fljótt
náin kynni við Pál, Sigrúnu og
fjölskyldu þeirra. Þær mörgu
ánægjustundir, sem við áttum
saman, skulu þó ekki tíundaðar
hér, en þegar Páll nú er allur fer
ekki hjá því að þær koma upp í
hugann, en viðmót hans
einkenndist af glaðværð og já-
kvæðu lífsviðhorfi, sem ætíð
hefur áhrif á samferðamennina.
Leiðir okkar Páls lágu saman
enn á ný fyrir rúmlega ári siðan,
er hann réðist til starfa sem
bókari í fjármálaráðuneytinu.Páll
leysti þá af í veikindum þess, sem
stöðunni gegndi, og það er ekki
ofsagt, að það hafi verið lán að fá
til starfa jafn vandvirkan starfs-
mann og hann. Þvi miður naut
ráðuneytið starfskrafta hans allt
of stutt.
Þessi stuttu kveðjuorð verða
ekki lengri. Ég bið Guð að blessa
minningu mins látna vinar og að
styrkja hans elskulegu eiginkonu
og fjölskyldu alla i hennar mikla
missi.
Matthías A. Mathiesen.
+
Eiginmaður minn
BERGÞÓR E. ÞORVALDSSON,
Sólheimum 22.
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11 marz kl. 2.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er
bent á llknarstofnanir
Ólafla Sigurðardóttir.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
BALDUR GUÐBRANDSSON,
fiskmatsmaður,
Grundarbraut 10, Ólafsvlk
lést I Landspltalanum að morgni 9. þ.m. Jarðarförin verður ákveðin
síðar frá Ólafsvikurkirkju
Þórunn Þórðardóttir. Hafdls Aradóttir,
Jóhann Jónsson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Steinar Magnússon, Anna Þ. Baldursdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
SIGRÍÐAR GUÐRUNAR FRIÐRIKSDÓTTUR
frð Aratungu.
sem lézt á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 24 febr. s.l
Börn, tengdabörn
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
ÖLVERS GUÐMUNDSSONAR,
NeskaupsstaS.
Matthildur Jónsdóttir og börn.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, .
tengdamóður og ömmu.
GUÐBJARGAR SÆUNNAR JÚLÍUSDÓTTUR,
Arnarhrauni 21, HafnarfirSi,
Einlna Einarsdóttir, Magnús Jónsson,
Pétur Einarsson, Guðrún Einarsdóttir,
Ólöf Einarsdóttir, Sigurjón GuSnason,
Gyða Einarsdóttir, Ingvar Glslason.