Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976 Myndþrykk og myndriss Gunnars Arnar á Loftinu Málverkasýningu Gunnars Arnar í sýningarsölum Norræna hússins, sem mikla at- hygli vakti, lauk fyrir skömmu en ennþá stendur yfir sýning á smærri myndum hans, mynd- þrykkjum (monotypum) og myndrissum á „Loftinu'" að Skólavörðustíg 4, og mun henni ljúka um næstu helgi. Það er vel til fundið af Gunnari að sýna einnig þessa hlið á list sinni en yfir slíkum myndum er ósjaldan umbúða- lausari og léttari blær en yfir stærri og alvarlegri verkum. Gunnar Örn er þó nokkur undantekning' hér, þar sem hann hefur einmitt lagt sér- staka rækt við þessi vinnubrögð f öllum tegundum myndgerðar. Réttilega mætti álykta, að það sé óþægilegt að skoða sýn- ingu á tveim stöðum, sem langt er á milli, en í þessu tilviki er hagkvæmt að Loftið einangrar betur þessa tegund mynda og hin hlýlega stemmning þar hæfir þeim einnig betur, auk þess er Loftið miðsvæðis í hófuðborginni. Gunnar Örn sýnir þar um 40 myndir ýmissa tæknibragða og eru myndirnar margar hverjar allfrábrugðnar málverkunum sem sýnd voru í Norræna hús- inu og á stundum snýst dæmið hér við á þann hátt, að lista- maðurinn viðhefur form- strangari og klassískari vinnu- brögð og sýnir á sér nýja og áhugaverða hlið. Svo er t.d. um hina sérkennilegu mynd unna í Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON krit, sem er nr. 13 á sýningunni, en yfir henni eru plastísk vinnubrögð. Þá er meðhöndlun Gunnars á konuformum í svart- hvítum blæbrigðum þar sem hann styðst við túsk og pensil, á ýmsan veg frábrugðin svipuðum formum í málverkun- um og væri þó réttara að segja, að áhrifin komi öðruvísi til skila, er mynd nr. 7 gott dæmi um það. Meðhöndlun Gunnars á pastel- eða krítarlitum er hér einnig önnur, hvort sem hann styðst við erótisk viðfangsefni eða óhlutbundna uppbyggingu þar sem hann leggur áherzlu á lit- og skynrænan kraft, hér er sláandi dæmi hin erótíska mynd nr. 48. Myndþrykk Gunnars, eða „mónótýpur" eru fjörlega unnar en ákaflega misjafnar að gæðum. Hér kemur fram hve fjölbreytileg tæknibrögð má nota við þessa gerð myndlistar. Er um að ræða myndþrykk sem einungis eru til í einu eintaki og eru angi grafíklistar og býður tæknin upp á mikla og sveigjanlega möguleika Oþrjótandi möguleikar þrykk- tækninnar bjóða þó einnig upp á tilviljunarkennd vinnubrögð, en með þrautseigju og mark- vissum vinnubrögðum má fá nær fullkomið vald á tækninni. Þótt Gunnar hafi, þá er bezt lætur, náð allmiklu valdi á efniviðinum þá gerir maður er svo er komið meiri kröfur til þessa listamanns en hann rís allajafna undir og er þá helzt til ásteytingar, að vinnubrögð virka of laus og árangurinn léttfenginn. Þó kann að vera að val á myndum hafi ekki tekizt sem skyldi og er ég þar ekki fyllilega með á nótum. Því að þótt margt sé vel gert og sumar myndir áhrifaríkar þá orkar sýningin nokkuð órólega á skoðendur. En eitt má vera ljóst, og það er, að myndirnar á sýnihgunni slá því föstu að Gunnar Örn hefur margt í pokahorninu, og að þessi sýn- ing sannfærir enn frekar en sýningin í Norræna húsinu um, að búast megi við ýmsu sér- stæðu frá hendi þessa lista- manns í framtíðinni. Þetta gerir sýninguna forvitnilega fyrir hina mörgu aðdáendur þessa listamanns og jafnframt áhugaverða fyrir þá er fylgja vilja þróun í íslenzkri myndlist. Q Þorsteinn Matthíasson: 1 dagsins önn. Q Eiginkonur og mæður segja frá ævi og störfum. Q Ægisútgáfan. Reykjavík 1975. Það er auðsætt af aðfarar- orðum Þorsteins Matthíassonar í þessari bók, að hann skrifar hana í ákveðnum tilgangi og að honum hefur verið allmikið niðri fyrir, þá er hann vann að henni. Og þó að honum hafi orðið á það fljótræði, að eigna Matthíasi Jochumssyni báðar þær ljóðatilvitnanir, sem birtar eru undir lok aðfararorðanna, er síður en svo, að hann hafi kastað höndunum til skráning- ar á frásögnum kvennanna ellefu, sem eru sögukonur hans, eða til þess, sem hann leggur þar fram frá eigin brjósti. Minnsta kosti fór mér svo, að ég las bókina í eínni lotu og fór síðan vandlega yfir hana, jafnt einstaka þætti sem heild- ina. Ég læt hann sjálfan skýra, hvað varð hvati þess, að bókin varð til. Aðfararorð hans hefjast þannig: „Sú ákvörðun Sameinuðu þjóðanna, að árið 1975 skyldi kallast kvennaár virðist hafa valdið nokkrum geðhrifum hjá talsvert fjölmennum hópi ís- lenzkra kvenna. Af ýmsu, sem fram hefur komið á opinberum vettvangi er engu líkara en hér sé um að ræða einhvers konar herútboð á hendur karlmanna, sem þær telja að setið hafi yfir réttmætum hlut konunnar og meinað henni að njóta hæfni sinnar og mannkosta og þá auðvitað um leið virt að vettugi mannréttindayfirlýsingu í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, sem mælir svo fyrir, að allir menn „án tillits til kynferðis eða Iitarháttar", skuli hafa sama rétt til að lifa frjálsir á þessari jörð." Síðar segir hann: „Það verður naumast um það deilt, að framhald og þróun mannlífs á jörðunni byggist jafnt á karli og konu — lífs- réttur þeirra hlýtur þess vegna að vera sá sami. — Verkaskipt- ing í þjóðfélaginu verður svo að ákvarðast með það markmið í huga að tryggja sem bezt fram- tíðarþroska þeirrar lífi gæddu veru, sem verður til fyrir sam- skipti kynjanna." Ennfremur víkur hann óbeint að réttmæti þeirrar kröfu, að sérhver kona fái ráðið því, hvort hún fæðir fóstur eða lætur eyða því:.....og meðan barnið vex í móðurlífi mun flestum það um megn að segja fyrir til hverra afreka það kann að vera borið." Hann gerir engan veginn lítið úr getu kvenna til að gegna margvíslegum störfum í þágu fjölskyidu og þjóðfélags, en móðurhlutverkið telur hann öllu öðru æðra og veigameira, svo sem fram kemur í þessum orðum hans: , „Enginn dregur í efa, að konur engu síður en karlar, geti verið forstjórar, þingfull- trúar og setið í ráðherrastól. Til þess þarf tiltölulega litla hæfi- leika umfram meðalgreind og þokkalega menntun, sem þó mun ekki ætíð sett sem skilyrði til að hljóta slík embætti. Sjálf- sagt valda margar konur ekki stærra hlutverki og eru þvf á réttum stað við ýmiss konar utangarðsiðju.“ (Leturbr. mín. G.G.H.). Þá segir svo: „Fjölmiðlar láta sízt hjá líða að halda hátt á loft störfum þeirra kvenna sem flest oln- Þorsteinn Matthfasson eftir GUÐMUND G. HAGALÍN bogaskot gefa samfélaginu og mest umsvif hafa á opinberum vettvangi, enda þótt mis"iðri mannlegs lífs varpi stut.dum skugga á frægðarfaldinn. Frá hinum segir færra, sem gert hafa heimilið að starfssviði sínu. Þeirra verk marka þó, án efa, flest gæfusporin í baráttu- sögu mannkynsins til betra lífs . . . 1 þeim þáttum, sem hér eru skráðir má finna svipmyndir úr lífi nokkurra kvenna, sem virt hafa móðurköllun sína og gefið þjóðinni dýrmætan manndóms- arf.“ Eins og áður er getið flytur bókin æviþætti ellefu kvenna. Allar hafa þær gegnt hinu mikilvæga hlutverki eiginkonu og móður, og samtals hafa þær borið í þennan heim 96 börn. Þar eð ein hefur einungis eignazt tvö börn og önnur fjögur, hafa hinar níu fætt og fóstrað níu tugi barna, og verður þá meðaltalið tíu börn! Engar af þessum konum hafa búið við auð og allsnægtir, en engar hafa þær heldur þurft að þola þær þjáningar að vita börn sín líða skort — eða þá lægingu, sem lengstum hefur þótt í því fólgin að þiggja af sveit. Hörðum höndum hafa þær hins vegar allar unnið, en þannig farnazt uppeldi barna sinna, að þeim hefur verið það ljúf skylda að taka þátt í að afla heimilinu bjargar, eftir því sem aldur og geta hefur leyft — og svo reynzt því tengd traustum böndum, eftir að þau hafa farið að heiman og sjálf stofnað heimili. Ævi sína rekja kon- urnar allar af hispurs- og lát- lausri hreinskilni, og svo sem áður hefur verið á drepið, ferst Þorsteini mæta vel að koma æviatriðum þeirra og lífsvið- horfum til skila. Ég læt hjá líða að telja upp þessar ellefu konur og mæður, enda tel ég æskilegt, að fólk kynni sér þær sjálft af bókinni. Hér á eftir vitna ég til ummæla nokkurra af þessum konum og læt ekki nafna getið, en val mitt á tiivitnunum miðast fyrst og fremst við þau ummæli, sem hentar bezt til að sýna í stuttu máli það, sem höfundur hefur viljað leiða í ljós, þá er hann ákvað að skrásetja þessar frá- sagnir. Sú, sem fyrst tekur til máls segir svo, þá er hún hefur lýst allrækilega æviferli sínum: „Mín skoðun er sú, að gott heimili — eða öllu fremur sam- stætt, tillitssamt og tilfinninga- rfkt fjölskyldulíf sé hyrningar- steinn heilbrigðra þjóðfélags- hátta. Því miður held ég að nú sé víða svo komið, að börn og foreldrar þekkja tæpast hvert annað það vel, að vænta megi árekstralausrar sambúðar. Hin óskaplega vinnuergi til að sjá sér og sínu húsi borgið í kapp- hlaupinu við lífshætti náung- ans skapar þreytu og Iífsleiða, sem erfitt er að vinna bug á. Svefninn verður því þrauta- ráðið að kvöldi vinnudags, en samtöl og félagshyggja fær ekkert athvarf til að þróast." Og ennfremur: „Börn eru það dásamlegasta sem til er í ver- öldinni, og ég get ekki skilið þær konur, sem vilja láta eyða því lífi sem vaknað hefur vegna samskipta þeirra við elskhug- ann.“ Húsfreyja á bóndabýli við Breiðafjörð lætur þannig um mælt: „Ég er fullkomlega sátt við þá tilveru, sem hefur gefið mér kost á að vera móðir þessara barna — og þó öllu heldur þakklát. Mín tíu börn eru fædd á 20 árum, og þegar ég hugleiði mitt ævistarf og ber það saman við starf móður minnar, sem á jafnlöngum tíma ól og annaðist 18 börn, er mér ljóst að mitt hlutskipti var ólíkt auðveldara. Nú eru breyttir tímar, sam- hjálp og stuðningur við þá sem erfitt eiga, meiri en áður var. Þess vegna á ég dálítið erfitt með að skilja þær konur, sem vilja afsala sér móðurhlutverk- inu vegna tímabundinna skylduverka sem óumflýjan- lega eru því samfara að gefa nýjum einstaklingi tilverurétt f þessum heimi.“ Tuttugu barna móðir, sem á 16 á lífi, lýkur þannig máli sínu: „Já, þetta er blessaður hópur og við erum þakklát fyrir bað, að forsjónin hefur trúað okkur fyrir svo mikilvægu lífsstarfi. Ég tel að á engan hátt hefðum við getað unnið þjóð okkar meira gagn — og aldrei hefði ég staðið frammi fyrir, svo miklum vanda, vegna vinnu- álags, að ég hefði látið tortíma Framhald á bls. 25 „Ekki veit að hverju gagni barnið verður”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.