Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. r Iumræðum um land- helgisdeiluna við Breta haí'a verið settar fram ýms- ar hugmyndir um, hvernig skuli bregóast við hernaö- arofbeldi Breta á íslands- miðum. Gallinn við margar þessara hugmynda er sá, að bersýnilegt er, að þær skaða okkur sjálfa meira en Breta. Gleggsta dæmið um þetta er þingsályktun- artillaga, sem nokkrir þing- menn Alþýðubandalagsins hafa flutt á Alþingi og ger- ir ráö fyrir því, að settur verði 25% innflutningstoll- ur á vörur, sem við kaup- um frá Bretlandi. Skv. þessari tillögu yróu lagðir nýir skattar á landsmenn, sem nemamunduum 2000 milljónum króna. Á árinu 1975 fluttum við inn vörur frá Bretlandi fyrir um 8 milljarða króna, sem er tæplega 11% af heildarinn- flutningi landsmanna. Ef lagt yrði 25% gjald á þenn an innflutning er augljóst að það mundi jafngilda 2 milljarða króna nýrri skattlagninu, sem kæmi víða við. Sem dæmi um þær vörur, sem við flytjum inn frá Bretlandi má nefna, aö í rúmlega 22% fiskiskipaflota okkar eru vélar frá Bretlandi eða um 227 vélar. Þessi vélakostur þarf á stöðugu viðhaldi að halda þ.á.m. varahlutum. Þess vegna mundi við- haldskostnaður rúmlega fimmtungs bátaflotans aukast mjög verulega, ef farið væri að tillögum þeirra Alþýðubandalags- manna. Þá er mikill hluti af bifreiðaeign landsmanna frá Bretlandi kominn. Ástæóan er ekki sízt sú, aö hin síðustu ár hefur gengi sterlingspundsins verið þannig, að þaö hefur verið hagstæðara aó kaupa bíla frá Bretlandi en t.d. Þýzka- landi. Þessi bifreióafloti þarf einnig á stöðugu við- haldi að halda þ.m.t. vara- hlutum. Verð þeirra mundi hækka svo um munaði, ef lagt yrði á 25% gjald eins og þingmenn Alþýðu bandalagsins leggja til. Það yrði skattlagning sem bif- reiðaeigendur mundu taka eftir og í því sambandi má benda á, að mikið af bif- reiðum, sem notaðar eru sem atvinnutæki, t.d. i landbúnaði, eru brezkar. Þá flytjum við inn frá Bretlandi ótal tæki, hrá- efni til iðnaðar og margt fleira. Þegar eitt ríki gripur tii þess ráðs að leggja inn- flutningsgjald á innflutn- ing frá öðru ríki. af ein- hverjum ástæöum er al- gengt, að svarað sé í sömu mynt. Við íslendingar fluttum út vörur til Bret- lands fyrir um 4,7 mill- jarða á sl. ári og var það um 10% af heildarútflutn- ingi okkar. Ekki er ólíklegt, að Bretar mundu leggja 25% gjald á út- flutning okkar til Bret- lands, ef við legðum slíkt gjald á vörur, sem við kaupum frá þeim. Slíkt gjald í Bretlandi mundi gera vörur okkar ósam- keppnishæfar og því draga úr sölu til þeirra til Bret- lands. Hér er um ýmsar mikilvægar útflutningsaf- urðir að tefla og ekki víst, að auðvelt yrói að finna markað fyrir þær annars staðar. Það gildir einu, hvernig menn velta þessu dæmi fyrir sér. Alltaf verður nið- urstaóan sú, að það erum við Islendingar sem mund- um tapa á slíkum aðgerð- um. Enda má augljóst vera, að vörusala til svo lítillar þjóðar, sem okkar, skiptir nánast engu máli í útflutn- ingi Breta. Þeir mundu ekkert verða varir við það, þótt einhver samdráttur yrði í vörukaupum okkar frá þeim, en við kynnum að verða óþyrmilega varir við það, ,ef samdráttur yrði í útflutningi okkar til Bret- lands. Niðurstaðan í öllum til- vikum er sú, að við mund- um tapa. Kannski skilja menn betur þetta dæmi en mörg önnur vegna þess, aö hér er um beinharða pen- inga að tefla. Og aö því leyti til er ástæða til að þakka þeim Alþýðubanda- lagsmönnum fyrir þennan tillöguflutning, aö hann verður áreiðanlega til þess að opna augu fjölmargra fyrir þeirri staðreynd, að margar þær tillögur, sem talað er um til aðgerða gegn Bretum hitta okkur sjálfa en ekki Breta. Yfir- leitt er það svo um tillögur Alþýðubandalagsmanna í landhelgismálum, að þær skaða okkur meira en and- stæðing okkar. Skýrasta dæmið er tillaga sú, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni um að skatt- leggja íslendinga til að refsa Bretum! Annað dæmi er tillaga kommún- ista um úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu vegna framkomu Breta. Við erum í bandalaginu sjálfra okkar vegna en ekki fyrir Bréta. Þess vegna mundi úrsögn úr NATO skaða okkur meira en Breta. Kommún- istar hafa líka gert að til- lögu sinni að við lokum varnarstöðinni í Keflavík vegna landhelgisdeilunnar við Breta. Þar er sömu sögu að segja. Við gerðum varnarsamninginn sjálfra okkar vegna en ekki fyrir aðra. Lokun varnarstöðv- arinnar mundi skaða okkur og öryggi okkar fremur en Breta. Áður en við grípum til margra þeirra aðgerða í striðinu vió Breta, sem nú er taíað um, skulum við hugsa til enda, hvað fyrir okkur vakir og hvert við stefnum. Við erum ekki í þorskastríði til þess að skaða hagsmuni okkar heldur til þess að vernda auðlindir okkar. Að skattleggja íslendinga til að refsa Bretum! Sr. Árni Pálsson: ÞA munu hinir réttlátu svara hunum og segja: Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan, og fæddum þig, eða þvrstan og gáfum þér að drekka? Og hven- með af hjartans lyst. Einstaka hafa það góða heilsu að þeir geta sótt kirkju að auki, og eru þeir þá hvað tryggustu kirkju- gestirnir. Sr. Arni Pálsson Mínum mmnstu: Mér ær sáum vér þig gest, og hvst- um þig, eða nakinn og klædd- um þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi, og komum til þfn? Og konungur- inn mun svara og segja við þá: Sannlega segi ég yður, svo framarlega, sem þér hafið gjört þetta einum minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það. Matt. 25:37—40. Er ég hóf störf í Kópavogi gerði ég mér strax grejn fyrir því, að hér er rikið með höfuð- stöðvar sínar fyrir vanheila og að þar yrði hluti af starfsvett- vangi mínum. Eins og fyrirrennari minn, sr. Gunnar Arnason, hef ég haft þarna messur. Það eitt gerir að maður kemst fljótt í snertingu við vistfólkið, og kýnnist hugar- ástandi þess. Allir virðast njóta samkomunnar, ótrúlega margir kunna sálma, sem þeir hafa þá lært í uppvexti, og syngja þá Síðan hef ég heimsótt vist- menn á stofnunum. Ég fæ kveðju utan af landi frá að- standendum, sem ekki hafa að- stöðu til að heimsækja sjúkl- inga nema sjaldan, og mörgum þeirra, sem ég heimsæki persónulega kynnist ég allnáið. Andlegt ástand vistfólks er mjög misjafnt eftir aldri og deildum, en það virðist meta þessar komur mikils. Sumir halda þræðinum frá síðustu heimsókn, og finna til þess, ef of langt líður á milli heim- sókna. 1 þessum heimsóknum biðja þau um myndir eða ýmis- legt þessháttar, sem ég gef þeim, lána þeim t.d. sálmabæk- ur, og reyni að komast í pers- ónuleg kynni við þau. Tilfinn- ing þeirra fyrir komu prests á staðinn virðist mjög sterk, og yfír höfuð fyrir persónu prests sem slíks. Ég fann það fljótt á stjórn- endum hælisins, að þeir vildu líka fá prestinn sem oftast í Æskulýðs- og fórnarvika 1976 GuÖ fiarfnast J)újna\ handa! heimsókn, og það má segja, að það sé hollt fyrir starfsfólkið að geta borið sig saman við sem flesta, því stofnunin hlýtur allt- af að verða fremur einangruð, þótt hún sé byggð i þéttbýli. Að stofnunin sé byggð í þétt- býli er raunar hollt fyrir okkur í nágrenninu, því þá vitum við af tilvist þessa fólks, og einnig er mikils vert fyrir vistfólkið að sjá athafnalífið í kringum sig. Tengsl við lífið í þjóðfélaginu eru mikilvæg fyrir betri líðan sjúklinganna, og þá líka þátt- taka í kirkjulífi, og ef við trú- um á virkni Heilags Anda, þá er Hann ekki hvað sist að starfi hjá þessum litlu systkinum okk- ar. F’yrir okkur starfsfólk kirkj- unnar, kirkjukórinn og þau, sem þarna koma, er ekki sist mikilvægt að koma og kynnast aðstæðum fólksins, komast í tengsl við þau vandamál, sem það á við að striða, kjör þess og aðstæður. í sama tilgangi, og í og með til að kynnast starfs- fólkinu og komast i persónuleg kynni við það, tók ég að mér kennslu í siðfræði við þroska- þjálfaskólann, sem er þarna til húsa. Að mínum dómi er þetta stórt heimili, sem Iýtur nokk- urn veginn sömu lögmálum og einkaheimili. Einkaheimili er ekki hægt að ganga inná, eins og hver vill, það hefur vissan rétt til að vernda sig fyrir um- hverfinu. Þeir sem koma þar þurfa að vera tryggir vinir, og koma til að hjálpa og gleðja. Þessi sömu lögmál gilda um Kópavogshæli, og þessvegna er mjög gott tíl þess að vita ef almenningur hefur bænarhugi fyrir þessu heimili, sem vildu styrkja það. Guðsþjónustuformið sem ég hef notað er aðlagað aðstæðum. Þótt þau skilji ef til vill ekki mikið hið talaða orð, þá njóta þau blessunarinnar, þau elska hátignina, sem messan býður uppá, og eru t.d. fljót að finna fyrir því, ef ég er ekki í fullum skrúða. Tala verður á einföldu máli um návist Guðs, og að sungið sé og beðið til Hans. Þannig byrja ég í ávarpi, og talaþá líka um tilefni dagsins. Milli messuliðanna eru sungnir sálmar, yfirleitt öll er- indin, því þau hafa mikið yndi af söngnum og hljóðfæraleikn- um. Við fórum með bænavers, sem þau hafa lært í bernsku, stundum tvö, og gjarnan oftar en einu sinni ef mörg þeirra kunna það vel. Á eftir reyna þau að taka þátt í signingunni. Guðspjallið endursegi ég, og tala út frá því á einföldu máli, segi þeim siðan einfalda sögu, helst stutta og þá kannski tvær. Ég enda með þvi að fara með bæn, sem þau hafa eftir, og faðir vor. Loks tóna ég bless- unarorðin. Önnur bein preststörf eru ekki mörg. Ekki er mikið um jarðarfarir, þar sem megnið af vistmönnum er utan af landi, og venjulega jarðaðir i sinni heimabyggð. Um fermingarheit er ekki að ræða i almennri athöfn. Þetta er fólk sem aðstöðu sinnar vegna á erfitt með að fara að hefðbundnum siðum, en sú blessun sem þau hljóta er auð- vitað fullgild ferming, fyrir þeim, engu að síður. Mig langar að fá að segja, að mér finnst það fólk, sem fer út í störf við þessar stofnanir, af- skaplega merkilegt fólk. Starf- inu fylgir ekki aðeins andleg áreynsla við að setja sig inni persónuleika hvers og eins til þess að geta ráðið í, þegar hann reynir að tjá sig, heldur er óheyrilegt likamlegt álag sem fylgir starfinu líka. Það er áreiðanlegt, að þetta fólk vinn- ur óeigingjarnara starf en flest- ir aðrið. Sem dæmi um það þarf ekki nema benda á þann sjóð, sem starfsfólk Kópavogshælis hefur stofnað sjálft. Þetta er Jeiktækja- og ferðasjóður“, og hefur hann styrkst með því að haldnar eru hlutaveltur og hafðar kaffisölur. Slíkt framtak lýsir betur en mörg orð innræti þess fólks, sem velur sér starfsvettvang meðal þessara systkina okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.