Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
21
Laus við
þyngdaraflið
Chalmers Hamill faðir Dorothy aðstoðar hana við að setja
hlífarnar á skautana. Foreldrar hennar taka mikinn þátt i
áhugamáli hennar, en móðir hennar sem fylgir henni ævinlega á
æfingaferðalögum treystir sér ekki til að horfa á hana í keppni.
+ DOROTHY HAMILL
bandaríska stúlkan sem hlaut
gullverðlaun í skautalisthlaupi
á Olvmpíuleikunum i Inns-
bruck, er nú einnig orðin
heimsmeistari f greininni. Hún
sigraði í heimsmeistarakeppn-
inni, sem fram fór í Gautaborg
í Svíþjóð og lauk nú um helg-
ina. Það var ekki fyrr en f sfð-
ustu keppnisgreininni sem
Dorothy tókst að tryggja sér
sigurinn og voru dómararnir
sammála um að frjálsu
æfingarnar hjá henni hefðu
verið nær óaðfinnanlegar, enda
var einkunnagjöf þeirra í sam-
ræmi við það.
Um Dorothy Hamill hefur
verið sagt að hún geti hvenær
sem er skautað frábærlega vel,
en þegar hún sé upp á sitt besta
sameini hún algjört vald vfir
íþrótt sinni og tignarlega
fegurð. Með miklum hraða og
músíkölskum tilþrifum þýtur
hún eftir fsnum og svffur
mjúklega upp í stökki, Ifður
mjúklega og hiklaust niður aft-
ur f hringi og beygjur eins og
ekkert þyngdarlögmál sé til. Og
það markar ekki f svellið eftir
skautana. „Sérhver hreyfing er
fullkomin, sérhver lfna hrein,“
segir Dick Button, tvöfaldur
gullverðlaunahafi f greininni,
„allt eins og það verður best
gert.“
Samt er þetta alls ekki einber
dans á rósum fyrir Dorothy
3?2-/0-?S
£>‘&MÚKlD mmm
Hamill. Hún er nefnilega
haldin meinlegri sviðshræðslu
og hún líður stöðugt fyrir það:
„Þetta er eins og að fara til
aftöku," segir hún, „sinnar eig-
in.“ En þegar allt leikur i
lyndi, þá er hún f essinu sfnu:
..Ég Þýt áfram og geri erfiðustu
æfingar," segir hún, „áhorfend-
urnir eru þarna hjá manni,
klappa og fagna, ef vel tekst til.
Ég magnast og eflist og svff í
loftinu. Það jafnast ekkert á
við þær tilfinningar sem grípa
mann þegar svona gerist.“ Og
hún heldur áfram: „En f
búningsherberginu lfður mér
óbærilega og ég hugsa sffellt:
Ætli ég detti? Af hverju er ég
að þessu? Ég skal aldrei gera
það aftur."
Foreldrar hennar hafa ævin-
lega tekið mikinn þátt í þessu
með henni. Hún segir: „For-
eldrar mfnir sögðu við mig að
það væri allt f lagi þótt mig
langaði til að snúa mér að
skautafþróttinni, bara ef ég
vildi leggja hart að mér við
það.“ Og hún æfir sjö tfma á
dag, sex daga í viku, allt hefur
orðið að vfkja fvrir íþróttinni.
„Ég veit varla hvað það er að
vera eins og venjulegt fólk,“
segir hún brosandi.
BO BB & BO
(UVAÐ pVKlSTPÚ VERA
AÐ6ERA eÖ05 '/p
C VAR BO EKKI BUIN AÐ
"BANNA PÉR AB FARA
-----X QT I KVOLD !!?
— Minning
Guðlaug
Framhald af bls. 19
ið viða um álfur. Síðasta ferðin
þeirra var sumarið 1974 en þá
fóru þau m.a. til Parísar og ætl-
uðu að fara á eigin vegum. Var
það þvi að ég fór til þeirra nokkr-
um dögum áður en þau héldu af
stað, með kort af Parísarborg svo
og orðabækur, því þau ætluðu svo
sannarlega að standa á eigin fót-
um i hinni miklu borg, hvar ekki
dugar alltaf að geta talað ensku.
Er mér mjög minnisstætt siðasta
kvöldið sem við áttum saman,
tveimur dögum áður en við Krist-
inn fórum frá Islandi, en þá sögðu
þau okkur ferðasöguna og hafði
ferðin tekist i alla staði vel og þau
notið hennar i hvivetna.
Ömetanlegur var sá styrkur er
þau Lulla og Benni veittu
okkur systkinunum við lát
foreldra okkar. Ég vona innilega,
að styrkur sá er Benni veitti okk-
ur þá, verði honum nú endurgold-
inn, svo og ykkur öllum, kæru
frændsystkini.
Ég sakna þess mjög að geta ekki
fylgt Lullu frænku minni síðasta
spölinn, en þakka henni fyrir allt,
fyrr og síðar, ekki síst fyrir bréf-
ið, er hún ritaði mér nú fyrir
jólin, þá fársjúk.
Fari hún í friði.
Cambridge, 12. febrúar 1976.
Sigr. Agústsdóttir.
Mótmæla
viðbrögðum
atvinnurekenda
á Skaga
FJÖLMENNUR fundur haldinn I
Rein sunnudaginn 7. marz 1976
mótmælir þeim viðbrögðum at-
vinnurekenda á Akranesi að
stöðva enn frvstihúsin á aðal
annatíma ársins og halda áfram
vinnudeilu í bænum, þegar flestir
staðir hafa að loknu allsherjar-
verkfalli hafið störf af fullum
krafti.
Fundurinn viðurkennir ekki þá
átyllu, sem þeir bera fram, að
vilja ekki mæta óskum starfs-
kvenna sinna, heldur bjóða þeim
upp á verri samning en áður gilti
um kauptryggingu i fiskvinnu.
Þetta er ekki atriði um kaup,
heldur um almenna virðingu og
mannréttindi.
Fundurinn skorar á alla góða
atvinnurekendur á Akranesi að
viðurkenná óskir kvennanna,
semja strax og leysa þessa ósann-
gjörnu deilu.
Bókamárkaóurinn
Í HÚSI IÐNAÐARINS VID
INGÓLFSSTRÆTI