Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976 25 VELA/AKAIMIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. % Með ykkur í verndun fiskstofnanna Englendingur nokkur hefur sent okkur bréf, þar sem hann lýsir fylgi sínu við aðgerðir íslendinga til verndar fiskstofn- unum, og lætur fylgja úrklippu úr blaðinu Lowestoft Journal í Bret- landi þar sem sagt er frá þvi hvernig fiskur er notaður I bræðslu. Hann segir í bréfinu: Afstaða lslendinga nokkur undanfarin ár varðandi verndun fiskstofnanna við strendur lands- ins er fagnaðarefni. Það er i sam- ræmi við skynsamlegt viðhorf al- mennings í heimipum andspænis hrörnun fiskstofna um allt. Hafnarbærinn, sem ég bý í, Lowe- stoft á austurströnd East Anglia, var þar til fyrir fáum árum helzti síldveiðibærinn. Oft stóð ég niðri við hafnarmynnið og horfði á rek- netabátana kom inn svo hlaðna af síld, að sjór gekk yfir þilfarið. Svo margir bátar komu í einu að markaðurinn yfirfylltist og mikið af fiski var brætt i fiskimjöl eða dempt á jörðina og notað sem áburður. Þetta er helber græðgi manna, sem höfðu það eitt að markmiði að vera aflahæstir, hljóta hin svokölluðu Prunier- verðlaun fyrir mestan afla, burt séð frá þvi hvað úr honum varð. Einustu verðlaunin fyrir erfiði þeirra var svo algert síldarleysi við strendur okkar. Ég sendi ykkur hérmeð úr- klippu úr blaðinu Lowestoft Journal frá þvi i siðustu viku (6. feb.). Þar getið þið séð að sama er að gerast með annan fisk. Engu er likara en að maðurinn sé ákveð- inn I að veiða fisk til þess eins að ná honum, en ekki til að afla þjóð sinni lífsviðurværis. Afstaða Ís- lands er að mínum dómi rétt. Það vekur að minnsta kosti vonir fyrir framtiðina, að einhverjar þjóðir láta sig þetta nægilega miklu varða til að halda fast við það sem gera þarf. Ég er viss um að hér í landi eru margir sömu skoðunar. Svo óska ég íslandi alls góðs og vona svo sannarlega að enginn láti lífið í þessum hættulegu að- gerðum, sem nú eiga sér stað við strendur ykkar. ^ Kolinn í bræðslu Fréttin i blaðinu ber yfir- skriftina „Offramboð af kola: 11 þúsund punda virði fer í fiski- mjöl“. Myndirnar tvær sem fylgja sýna hafnarverkamann standandi í kolahrúgunni um borð, og fiski balana á hafnarbakkanum með kola, sem ekki seldist vegna þess að ekki fékkst lágmarksverðið 22 sagði David vekur í sjálfu sér ekki áhuga minn, þótt það hljómi kannski undarlega. Mig langar meira að vita um athurði sem gerðust hér fyrir löngu. Mig fýsir að vita hvernig á þvi stóð að læknirinn skyldi arfieiða móður mina að þessu húsi og mig langar tii að vita hver skipti voru milli móður minnar og Madeleine Herault. Mig langar til að vita meíra um sjálfan mig og hvað á ég að segja, tilurð mína. Eg veit ekki einu sinni hvað móðir mín var að gera f bænum. Hún bjó ekki hér nema til bráðabirgða og átti sitt lögheimili annars staðar. — Því get ég nú að minnsta kosti svarað, sagði Gautier. — Hún var starfsstúlka á læknastofu Heraults. Hún hafði unnið hjá honum fyrir strlð og þegar fór að gerast erfitt með samgöngur á milli I strfðínu veit ég að hún flutti inn S Heraulthús- ið og bjó þar sem ein úr fjölskyld- unni. Ég var að lesa bréfin aftur áður en ég kom til yðar I morgun og mér sýnist það liggja nokkuð Ijóst fyrir. — M. Boniface gæti vitað eitt- hvað meira. — Það er hugsanlegt. A hinn pund fyrir kittið, því hægt var að fá hollenzkan kola fyrir 16 pund. Segir i blaðinu að Hollendingar greiði með fiskveiðum sínum. 1 fréttinni er skýrt frá einum brezkum togara, sem kom inn með fullfermi af kola. Mestu var mokað á vagna og ekið í fiski- mjölsverksmiðjuna. En mjölið verður þar að dýrafóðri, mest handa nautgripum. Segir i grein- inni að Bretar séu nær eina þjóðin í Vestur-Evrópu, sem sæk- ist eftir kola til manneldis, en ekki borgi sig að fyrir þá sjálfa að veiða hann ef ekki fáist 22 pund fyrir kittið. En þegar mikið komi af kola með afla annarra þjóða skipa er hann boðinn fyrir litið verð á brezka markaðnum. Tals- menn seljendanna hollenzku bera á móti þessu og segja orsökina hið mikla magn af frosnum fiski, sem berst að. Togararnir hollensku fái ekki opinbera styrki og ástæðan sé bara sú, að kolinn, sem fram var boðinn, hafi ekki verið nógu góður. Hvað sem um það er, þá er vonandi að Englendingnum frá Lowestoft verði að trú sinni og að skilningur hans á viðhorfi okkar og staðfestu við að vernda fisk- stofnana standist i framtíðinni. Við freistumst hvorki til að of- veiða eða fara svo illa með fiskinn að bræða hann i dýrafóður. 0 Roskin börn P. A. skrifar: Þulurinn í útvarpinu hikaði, þegar hann las einn morguninn útvarpsdagskrána, og var gert að segja að ákveðinn barnatími væri einkum ætlaður eldri börnum. Var það furða, næst heyrir maður líklega að efnið sé ætlað rosknum börnum. Eins og þulurinn tók fram, þegar hann hafði áttað sig, heitir þetta víst stálpuð börn. Börn geta verið eldri en önnur, sem yngri eru, en þau geta varla borið heitir „eldri börn“. Þetta eru líklega áhrif frá málleysunni „eldri borgarar" eða „eldra fólk“, sem veður uppi hjá þeim, sem ekki skilja að eldri er stigbeyging af orðinu gamall — eldri — elztur. Borgarar og annað fólk er að visu misgamalt og einn getur verið eldri en annar, en eigi að gefa i skyn á hvaða tímaskeiði ævinnar einhver er án saman- burðar við annan; er nóg af góð- um og gildum íslenzkum orðum, svo sem barn, unglingur, full- orðinn, roskinn, aldraður, gamall eða öldungur svo eitthvað sé nefnt. Það er einhver misskilin feimni við réttu íslenzku orðin, sem veldur þvi að mismálhagir menn fara að nota ambögur. Eg vil nota tækifærið til að þakka málfræðingunum, sem hafa á hendi stuttu þættina um íslenzkt mál. Þeir vekja athygli á mörgumambögum. Það var alveg stórkostlegt að heyra eitt kvöldið í þættinum Daglegt mál lesið upp úr að mér skildist tilskipunum frá menntamálaráðuneytinu. Upp- skrúfaðra og óislenzkulegra orða- lag hefi ég varla heyrt, enda varla hægt að skilja hvað var verið að fara með. Þetta var eins og léleg þýðing manns, sem ekki er tamt málið sem þýtt er yfir á. Skyldi vera mikið af slikum plöggum, sem kemur frá þeirri stofnun, er ráða á fræðslu í landinu. HÖGNI HREKKVÍSI — Bókmenntir Framhald af bls. 10 því lífi, sem vaknað hefur í skauti rnínu." Skagfirzk átta barna móðir flettir blöðum sögunnar og segir meðal annars: „Veit nokkur kona, þegar barn verður tii í hennar móður- lífi, til hverra afreka sá einstaklingur kann að vaxa í þróunarsögu mannkyns fái hann að líta ljós veraldar og lifa langa ævi. Stórmenni sögunnar hafa ekki ætíð fæðzt til alls- nægta eða átakalausra lífs- kjara. Þess vegna finnst mér, að sú ein forsenda geti réttlætt fóstureyðingar að í hættu sé líf móðurinnar ellegar fyrirsjáan- leg örkuml hins ófædda barna. Ég hefði engu hlutskipti unað betur þótt í boði hefði verið en því að vera móðir minna góðu barna og vinna tiltrú þeirra og ást með starfi mínu á heim- ilinu.“ Vestfirzk ellefu barna móðir ræðir um kröfurnar til lífsþæg- inda: „Mér finnst að heimilin eigi að skapast smátt og smátt. En því miður er þetta ekki þannig nú. Það er ekki óalgengt að brúðhjónin geti naumast komið sjálfum sér fyrir. Allt er gefið — rúmið, ísskápurinn, sjón- varpið, borð og stólar og svo ótal, ótal margt, sem ég kann ekki nöfn á og nú er talið til nauðsynja — eða ánægju. Þetta finnst mér ekki viðeigandi. Það verður tæplega mikil gleði á þeim heimilum þar sem allt er lagt upp i hendurnar á fólkinu. Ég hef þá trú að því aðeins verði heimilið kært athvarf, að maðurinn og konan og siðan fjölskyldan öll hafi unmð sam- an að gerð þess og sett á það sinn persónulega svip huga og handar ... “ Að lokum: Þrettán barna móðir af Ströndum segir margt eftirminnilegt, en hér koma að- eins nokkrar setningar um lífs- viðhorf hennar: „Mér hefur aldrei fundist ég vera i fjötrum vegna barnaupp- eldis og heimilisanna. Ég gerði mér grein fyrir því, þótt ung væri þegar ég gekk út í hjóna- bandið, að ég tók á mig skyld- ur og bar, ásamt manni mínum, ábyrgð á framtíð heimilisins. Og þá var hin eðlilega verka- skipting sú, að hann sinnti þeim þætti sem snerti aflaföng og aðdrætti en ég annaðist börnin Og þeirra þarfir .. . Það er kannski gamaldags hugsum, en ég hef alltaf fundið, að ég er kona og hef þess vegna viljað lifa samkvæmt því eðli mínu. Ég álít móðurhlutverkið svo stórt og göfugt að hver kona hljóti að vera sæl af því jafnvel í fátækt og basli." Ég sé enga ástæðu til að bæta öðru við vitnisburði þessara lífsreyndu mæðra en þremur Ijóðlínum, sem allir ættu að kannast við: Móðurást blfðasta, börnunum háð, blessi þig jafnan og efli þitt ráð guð sem að ávöxtinn gefur STJORNUN ARFÉLAG ÍSLANDS Stjórnendur fyrirtækja í næstu viku gangast SFÍ og F(l fyrir tveimur 3ja daga námskeiðum fyrir stjórnendur fyrirtækja að Hótel Esju. Leiðbeinendur verða prófessor Palle Hansen og Rene Mortensen, framkvæmdastjóri. Fyrra námskeiðið fjallar um STJÓRNUN OG ARÐSEMI 15 til 17. marz, en hið siðara ARÐSEMISÁÆTLANIR 1 5. til 19. mars. > ' Kapacitets- omkostnínger kapacitets GRUNDLAG Totatkapi Við mælum sérstaklega með þessum námskeiðum vegna þess: — Að arðsemisaðferð Palle Hansen er auðvelt að skilja og nota í rekstrinum án sérstakrar þekkingar í bókhaldi eða rekstrarfræði. — Að kennitölur og útfærsla arðsemisaðferðarinnar gefa stjórnend- um betri möguleika til að taka réttar, arðbærar ákvarðanir og gefa skýringar á orsökum taps* og hvar í rekstrinum kostnaður er orðinn of mikill. — Að námskeiðið miðast við raunveruleikann og er byggt á raunhæfum verkefnum úr viðskiptum og iðnaði. — Að ieiðbeinendur nota nýjustu aðferðir við kennsluna með hjálpartækjum, sem gerir sérhverjum þátttakarida auðvelt að fylgjast með. Nánari upplýsingar og skrðning þátttakenda í síma 82930 og 24473. Stjórnunarfélag íslands Félag ísl. iðnrekenda. EFÞAÐERFRETT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU S3P SlGeA V/öGA £ STtfoKlNN VR4 e>/.Í90 VfÚW ÆTmi T4K4 wmm séRf V//VNUNA í YlOÝáöU yAKI MmQúm Aö SMA AV ~0dPR\9 VfON AL- Cx)'ÓKLlGA ÓWöGGAHVl OYItöéAWiA C K/.4UST0K \\vm \/iTLw<bA vr mta.vlm VKl/fTfKíNN ÖLV SÁKÍ 06 M W ÆTL\ 'Qb £lú\$M6tfA \ K/.Aosíotf ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.