Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK 56. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Wilson varar Sovétmenn við íhlutun í Afríku Lundúnum 12. marz— Reuter HAROLD Wilson, forsætisrád- herra Breta, kallaði í dag sovézka sendiherrann i Lundúnum, Nikolaj Lunkov, á sinn fund, og varaði hann alvarlega við íhlutun kommúnista í málefni Ródesíu og nálægra Afríkuríkja. Wilson sagði sendiherranum, að afskipti hvaða erlendra aðila sem væri yrðu trúlega til þess að spilla fyrir þvi að i þessum löndum kæmist á lýðræði og frelsi, og mundi slfk ihlutun auk þess valda óþarfa blóðsúthellingum og þján- ingum, sérstaklega í Ródesíu og nálægum löndum. Talið er að þessari aðvörun Wilsons sé ætlað að koma í veg fyrir að Rússar og Kúbumenn stuðii frekar en orðið er að aðstoð t.d. Mosambique við þeldökka þjóðernissinna I skæruhernaði þeirra gegn hvítu minnihluta- stjórninni í Ródesíu. Wilson lagði áherzlu á það við sovézka sendiherrann, að brezka stjórnin liti enn alvarlegum aug- um á íhlutun erlendra aðila í Angóla. Bruno Kreisky kanslari Austur- ríkis réðst harkalega á Kúbu- menn í dag fyrir íhlutun þeirra í Angóla og taldi þá hafa sett þar á svið „villimannlega veiðiferð". Þessi ummæli' viðhafði kanslarinn í ræðu um utanríkis- mál á ársþingi jafnaðarmanna. Hann sagði ennfremur, að erlend- ar hersveitir í Suður-Afriku væru jafn óþolandi og suður-afrískar hersveitir utan Suður-Afríku. Um leið fullyrti hann að stríðshætta í Evrópu væri engin, og gagnrýndi Henry Kissinger utanríkisráð- herra Bandaríkjanna harðlega fyrir þau ummæli nýlega að hugsanlega yrði Evrópa öll komin undir stjórn kommúnista innan tíu ára. Kreisky gagnrýndi harð- lega „yfirlýsingar manna, sem hafa mikil áhrif á gang alþjóða- mála en gera sér ekki alltaf grein fyrir afleiðingunum af van- hugsuðum orðum.“ Aziz Al-Ahdab bráðabirgðalandstjóri hersins. Myndin var tekin skömmu áður en hann lýsti þvf yfir að hann tæki sér alræðisvald í landinu og krafðist afsagnar forseta og rfkisstjórnar. Sambúð Líbýu og Egypta versnar Kairó — 12 marz — Reutpr FYRRVERANDI foringi I bvlt- ingarráði Líbýu Omar Meheishi, sem flúði til Egyptalands f fyrra, sagði í viðtali við dagbiaðið Al- Ahram í Kaíró i dag, að Muamm- ar Gaddafhi þjóðhöfðingi Lfbýu hefði gert ftrekaðar tilraunir til að ráða sig af dögum vegna and- stöðu sinnar við stefnu hans. Meheishi heldur þvi fram, að Gaddafhi hafi látið fangelsa yfir 100 herforingja sína af sömu sök- um. Sambúð Líbýu og Egyptalands versnaði að mun við það að Gaddafhi fyrirskipaði í gær brott- rekstur 3000 Egypta frá Líbýu vegna þess að 27 Líbýumenn voru handteknir í Kairó. Sjö þeirra var gefið að sök að vera komnir til Kaíró í því skyni að ráða utanrík- isráðherra Egyptalands, Adbel Framhald á bls. 31. Franjieh og stjórn Karamis eru enn við völd í Líbanon öngþveiti ríkir í borginni Beirut —12. marz — Reuter — NTB RÓSTUSAMT hefur verið í Beirut í dag og öngþveiti ríkir í borginni, enda þótt ástandið sé hvergi nærri eins slæmt og það var fyrir Spánn: Háskóla lokað vegna óeirða Madrid — 12. marz — Reuter HÁSKÖLANUM í Saragossa á Norður-Spáni var lokað í dag eftir átök stúdenta og lögreglu. Stúd- entarnir hafa að undanförnu efnt til mótmælaaðgerða til að leggja áherzlu á kröfur sínar um endur- bætur í menntamálum. Talið er, að í kjölfar þessa atburðar verði um frekari stúdentaóeirðir að ræða í landinu. I átökum i Saragossa- háskólanum beitti lögreglan gúmmikúlum og táragasi gegn grjótkasti stúdenta. vopnahléið, sem gekk í gildi í janúarmánuði. Aziz Al-Ahdab, yfirhers- höfðingi, sem nú hefur tek- ið sér völd sem „bráða- birgðalandstjóri hersins“, krafðist þess í gær að Sulei- man Franjieh, forseti Líbanons, og Rashid Karami, forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, segðu af sér innan sólarhrings, en sá frestur er nú útrunn- inn, án þess að orðið yrði við þeirri kröfu. Óljóst er, hversu mikil völd Ahdabs eru, en stjórnmálaöfl í Líbanon hafa haft hægt um sig í allan dag. Áreiðanleg- ar heimildir herma, að nú Callaghan beiti sér fyrir 100 m innan EBE — eru tilmæli sjómanna sem afla á heimamiðum A FUNDI fulltrúa brezkra fiski- manna, sem veiða á heimamiðum undan ströndum Skotlands, Wal- es og Cornwalls, og þingmanná allra flokka sem sæti eiga í sjáv- arútvegsmálancfnd brezka þings- ins, var samþvkkt samhljóða ályktun s.I. miðvikudag, þar sem þeim tilmælum var beint til Callaghans utanrikisráðherra, að hann beitti sér fvrir því, að Bret- ar fengju 100 milna cinkalög- sögu innan 200 milna auðlinda- lögsögunnar, en Efnahagsbanda- lagið hefur markað þá stefnu að aðildarriki hafi aðeins 12 mflna efnahagslögsögu gagnvart öðrum EBE löndum. Þetta kom fram í viðtali, sem Mbl. átti við James Johnson, þing- mann Verkamannaflokksins, sem er formaður sjávarútvegsmála- nefndar þingsins. James Johnson sagði í samtal- inu, að sér væri kunnugt um, að Harold Wilson hefði i samninga- viðræðum við íslendinga boðizt til að viðurkenna 230 þúsund tonna hámarksafla á Islandsmiðum á ári, og hefði tilboð hans í fram- haldi af því hljóðað upp á 65 þús- und tonna aflaheimild Breta, eða 28% af heildaraflanum. Þess má geta, að í greinargerð Geirs Hallgrimssonar forsætisráð- herra á Alþingi að loknum samn- ingaviðræðum við Breta i febrú- armánuði s.l. kom fram, að tillaga Breta hefði verið 85 þúsund tonna aflamagn á ári, þar af 65—75 þús- und tonn af þorski. sé verið að reyna að finna leið til þess að Franjieh og Karami geti farið frá, en haldið þó virðingu sinni. Hinir stríðandi aðilar í landinu hafa í dag gert tilraunir til að trufla sendingar útvarpsstöðva hvors annars. Herdeildir, sem gengnar eru í lið með Ahdab, hafa stærstu útvarpsstöðina á valdi sínu, og í dag var lesin þar upp yfirlýsing hershöfðingjans þess efnis, að þar sem Franjieh forseti hefði enn ekki orðið við kröfunni um afsögn, yrði að líta svo á að hann væri ekki lengur við völd. Síðar gaf þó fréttastofa, sem einn- ig er undir stjórn Ahdabs, út til- kynningu þar sem forsetinn er eindregið varaður við því að draga afsögn sína á langinn. Fátt fólk hefur verið á ferli i Beirut i dag, en skotbardagar voru víða í borginni langt fram á kvöld. I útvarpstilkynningu Ahdabs í kvöld var sagt, að skot- hriðin væri í tilefni af fæðingar- degi Múhameðs spámanns, sem er á morgun. Ahdab hefur lýst því yfir, að með tregðu sinni við að segja af sér nú þegar, bregðist Franjieh og Karami skyldu sinni við þjóðina og standi gegn því að hægt verði að endurreisa Líbanon. Franjieh forseti sagði í viðtali við fréttamann í dag, að hann hygðist halda í embætti sitt svo lengi, sem auðið yrði, til að verja löglega stjórnarhætti i landinu. Hann dvelst í forsetahöllinni þar sem öfiugt herlið stendur vörð. Meðal þingmanna gætir þéss sjónarmiðs i auknum mæli, að for- setinn eigi að segja af sér, og herma heimildir, að undirskrifta- söfnun fari nú fram meðal þing- manna, þess efnis. Heimildar menn þessir segja, að nú þegar hafi 45 þingmenn ljáð málinu fylgi sitt og sé þar jafnt um að ræða þingmenn úr hópi kristinna manna og múhameðstrúarmanna. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að setja forsetann af, en alls eru þingmenn 99 að tölu. Silvia Sommerlath og Kari Gústav Svfakonungur. Svíakonungur opinberar Stokkhólmi — 12. marz — AP KARL sjötti Gústav, Sviakon- ungur, og Silvia Sommerlath frá Heidelberg opinberuðu trú- lofun sína í Stokkhólmi í dag. Þau hittust fyrst á Ölympíu- leikunum í MUnchen fyrir tæp- um fjórum árum og hafa siðan hitzt að staðaldri. Silvia Sommerlath er' af borgaralegum ættum. Faðir hennar er kaupsýslumaður og bjó fjölskyldan lengi í Brazilíu. Silvia hefur lokið prófi frá túlkaskóla í Heidelberg og hefur siðan starfað á Spáni og við alþjóðlegar ráðstefnur. Fréttamenn hafa sýnt sam- bandi Silviu og Karls Gústavs mikínn áhuga og hafa stundum orðið aðgangsharðir. Þau hafa hins vegar ekkert viljað láta uppi unt hversu alvarlegt sam- band þeirra væri fyrr en nú að Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 56. tölublað (13.03.1976)
https://timarit.is/issue/116418

Tengja á þessa síðu: 1
https://timarit.is/page/1472087

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

56. tölublað (13.03.1976)

Aðgerðir: