Morgunblaðið - 13.03.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.03.1976, Qupperneq 3
Lélegar sölur í Þýzkalandi TVEIR islenzkir togarar seldu afla í V-Þýzkalandi ( fyrradag og var verðid, sem þeir fengu fyrir aflann lágt. Mikið framboð er nú af fiski á Evrópumarkaði og svo mun fiskurinn sem islenzku tog- ararnir voru með, ekki hafa þótt neitt afburðagóður. Júní frá Hafnarfirði seldi 188.5 lestir í Cuxhaven fyrir 184.900 mörk eða 12.4 millj. kr. Meðalverð fyrir aflann var kr. 65.80 pr. kg. I skeyti frá Þýzkalandi segir, að 38 lestir af aflanum, mest karfi, hafi verið ónýt og 42.8 lestir hafi verið seldar á undirboðsverði. Guðsteinn frá Grindavík seidi 191.2 lestir fyrir203 þúsund mörk eða 13.4 millj. kr. Meðalverð pr. kíló var kr. 70.12. Af þessu magni voru 25 lestir dæmdar ónýtar og 17 lestir af karfa seldust ekki. Stokkseyri: Skiptaprósentan allt að 4,5% hærri EFTIR tæplega mánaðarverk- fall sjómanna á Stokksevri tók- ust samningar með þeim og vinnuveitendum í gær. Kröfur sjómanna á Stokkseyri voru fyrst um hærri skiptaprósentu en samið var um milli Sjó- mannasambandsins og L.t.tJ., en fram til þessa hafa sjómenn Framhald á bls. 31. Frétta- ritarinn fann þjófinn ÞJÖFNAÐUR var framinn á ritstjórn Morgunblaðsins á fimmtudaginn. Var kventaska tekin, en í henni voru 2 banka- bækur, ávisanahefti og ýmsir persónulegir munir. Lögregl- unni var tilkvnnt um þjófnað- inn og þegar hún hóf rannsókn málsins kom i Ijós að þjófur- inn hafði tekið 32 þúsund krónur út úr annarri bókinni i Verzlunarbankanum. Bankafólkið gat gefið góða lýsingu á manninum og mundu þá ýmsir starfsmenn ritstjórn- ar eftir manni sem hafði verið að sniglast þar og lýsingin átti við. Meðal þeirra var lögreglu- fréttaritari blaðsins. Varð það að ráði að hann fór á fimmtu- dagskvöld i eftirlitsferð um borgina með rannsóknarlög- reglunni. Meðal annars lá leið- in í Klúbbinn og höfðu menn ekki verið þar lengi þegar fréttaritarinn sá þjófnum bregða fyrir. Rannsóknarlög- reglumaðurinn tók hann til yf- irheyrslu á staðnum enda kannaðist hann við manninn og lá játning fljótlega fyrir. Fékk starfsstúlka ritstjórnar alla sína muni aftur og 10 þús- und krónur, en afganginum sagðist maðurinn hafatýnt. MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 3 30 menn vilja stofna félag um leiguflug milli landa Boða stofnun almenningshlutafélags, ef næg þátttaka fæst meðal fólks ÞRJATlU menn hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að þeir vilji stofna hlutafélag um rekstur leiguflugfélags, sem taki við þar sem rekstri Air Viking sleppir. Einn forvigismanna þessarar hreyfingar, Ragnar Ingólfsson, framkvæmdastjóri, sagði f viðtali við Mbl. f gær að gert væri ráð fyrir að félag þetta tæki við rekstri Air Vikings eða héldi honum áfram, án þess þó að það yfirtæki skuldir fyrirtækisins. Hér væri um að ræða stofnun nýs félags, sem hugsanlega gæti keypt þotur Air Vikins eða þá einhverjar aðrar. Fyrst sagði hann að þessir aðilar vildu fá að vita undirtektir almennings áður en nokkuð yrði gert Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning um þetta mál, en þar segir svo: „Svo sem alkunna er hefur flugfélagið Air Viking h.f. á undanförnum árum flutt um það bil helming þeirra Islend- inga, sem notið hafa orlofsdvalar eriendis. Stór hluti þessa fólks hefði ekki átt þess nokkurn kost að njóta utanlandsferðar, ef flug- félagið Air Viking hefði ekki verið til sem samkeppnisaðili í utanlandsflugi. Þar sem nú er vegið að þessum eina samkeppnisaðila i islenzku millilandaflugi, og við biasir ein- okun á þessu sviði, þá teljum við undirrituð það brýnt hagsmuna- mál almennings, að þegar i stað verði við brugðið og stofnað hlutafélag með almenningsþátt- töku til þess að endurreisa Air Viking h.f. og slá skjaldborg um frjálsa samkeppni i islenzku milli- landaflugi. Frjálsar samgöngur milli landa á viðráðanlegu verði fyrir allan almenning eru Islend- ingum meira virði en flestum öðr- um þjóðum heims, þar sem við búum á eylandi, fjarri öðrum þjóðum. Því höfum við ákveðið að beita okkur fyrir stofnun slíks hlutafélags ef nóg þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta snúið sér til Ragnars Ingótfs- sonar framkvæmdastjóra, Simi 18499 milli klukkan 5—7 s.d., en næstu daga verður opnuð skrif- stofa til undirbúnings félags- stofnun. Einnig eru gefnar upplýsingar í síma hjá Sæmundi Öskarssyni, í síma 81822, milli klukkan 5—7." Þeir, sem rita nöfn sin undir yfirlýsinguna eru: Einar Sigurðs- son útgerðarmaður, Bárugötu 2, Björn Pétursson, stórkaupmaður, Lindarbraut 4, Seltjarnarnesi, Bragi Níelsson læknir, Akranesi, Páll Helgason, kaupmaður Vest- mannaeyjum, Ragnar Ingólfsson, framkvæmdastjóri Ljósheimum 14, Þorsteinn Matthíasson, rithöf- undur Grettisgötu 42, Guðlaugur Bergmann, kaupmaður, Hjarðar- haga 17, Sigurjón Ragnarsson, veitingamaður, Hressingarskálan- um, Agúst G. Hróbjartsson, fast- eignasali, Skipholti 55, Haukur Jacobsen, kaupmaður, Sóleyjar- götu 13, Sæmundur Öskarsson, framkvæmdastjóri, Skeiðarvogi 65, Steingrímur Helgason, stór- kaupmaður, Sólheimum 18, Magn- ús Jónsson, framkvæmdastjóri, Framhald á bls. 31. LISTMUNA- UPPBOÐ NR. 13 mnivERK Asgrímur Jónsson Mynd nr. 73, Túná i Lundareykjadal Vatnslitur — 66,5 x 48 cm. merkt. LISTMUNAUPPBOÐ GUÐMUNDAR AXELSSONAR (MÁLVERK) FER FRAM AÐ HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL, SUNNUDAGINN 21. MARZ NK. KL. 3 E.H. 83 þekkt málverk verða boðin upp. Myndirnar verða til sýnis í Klausturhólum, Lækjargötu 2, frá og með n.k. mánudegi og til uppboðsdags frá kl. 9—6 daglega. LISTMUNAUPPBOÐ Guðmundur Axelsson, Klausturhólar, Lækjargötu 2, sími 19250

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.