Morgunblaðið - 13.03.1976, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.03.1976, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 Á FUNDUM Búnaðarþings, sem lauk á miðvikudag, var samþykkt ályktun um markaðsaðstöðu hrossabænda og segir í ályktuninni að markaður fyrir hross hafi versnað mjög að undanförnu og vart verði séð hvernig hrossabænd- ur fái haldið áfram framleiðslu sinni öllu lengur. Þá er ( ályktuninni vakin á því athygli, hvort ekki sé timabært að fá bændur til að fækka hrossum á meðan jafn þröngt er um hagstæðan markað fyrir afurðir hrossabúanna og fóður og hagar sennilega betur nýttir á annan hátt. Sigurður Haraldsson, formaður Hagsmunafélags hrossabænda, sagði i samtali við Mbl. að hann væri þvi fyllilega sammála að þörf væri á að fækka hrossum og þess í stað yrði að beina spjótunum að þvi að bæta ræktunina. í ályktun Búnaðarþings er stjórn Búnaðarfélagsins falið að ræða þessi vandamál hrossaræktarinnar við Framleiðsluráð landbúnaðarins og landbúnaðarráðuneytið og verði leitast við að finna færar leiðir til þess að bæta rekstrarafkomu þessarar búgreinar Bent er á að í þessum viðræðum verði m a að ræða um aukna aðstoð við markaðs- öflun á útflutningshrossum og sláturafurðum af hrossum og stuðning við tamningastöðvar fyrir útflutningshross. auk mögulegrar fækkunar hrossa Þá er í lok ályktunarinnar minnt á að út- flutnmgur á hrossum hefur á síðustu árum skapað umtalsverðan gjald- eyri, en hlotið litla aðstoð rikisvalds- ins Sigurður Haraldsson, formaður Hagsmunafélags hrossabænda sagði í samtali við blaðið að verð á hrossum til útflutnings hefði verið langt frá þvi að fylgja hækkunum á öðrum útflutningsvörum og t d hefðu gengislækkamr síðustu ára næsta litil áhrif haft til hækkunar verðlags á hrossum Á siðasta ári hefði verð á hrossum staðið í stað auk þess sem mjög lítið hefði verið flutt út af hrossum eða rúmlega 400 en útflutnmgsverðmæti þeirra hefði numið milli 50 og 60 milljónum króna Við þetta bættist síðan að lítill markaður væri nú fyrir hrossa- kjöt og mjög lágt verð á þvi Nú er unnið að könnun á möguleikum þess að flytja úr landi hrossakjöt og hefur einkum verið talað um að flytja kjötið til Hollands og Frakklands en þessi mál eru þó enn á frumstigi Varðandi þann lið í ályktun Bún- aðarþings, sem fjallar um tamninga- stöðvar fyrir útflutningshross sagði Sigurður að það væri eitt brýnasta verkefnið, sem við væri að fást ef Rétt að fœkka hrossum en leggja verður áherzlu á aukna rœktun — segir Sigurður Haraldsson, formaður Hagsmunafélags hrossabænda auka ætti útfluting á hrossum, einnig ætti það að geia leitt til hærra verðs á hrossunum og nefndi hann i þvi sambandi að þeir aðilar, sem keyptu hrossin hér og seldu þau erlendis, yrðu að hafa þau i einn til tvo mánuði í þjálfun áður en þeir gætu selt þau Sigurður Haraldsson sagðist vera sammála þvi að hross í landinu væru orðin of mörg og sérstaklega væri of mikið af lélegum hrossum Nú væru á skýrslum milli 40—50 þúsund hross auk þess sem gera mætti ráð fyrir að hrossin væru nokkru fleiri, en að sínum dómi ætti að vera nægjanlegt að hafa í landinu um 30 þúsund hross og leggja yrði á það áherslu að rækta hrossastofn okkar betur Vandinn væri hins vegar, sagði Sigurður hvernig fækka ætti hrossunum, þvi erfitt væri að skipa mönnum að fella hross sin. Sjálfvirk símstöð í Reykjahlíð Björk, 11. marz. I DAG var opnuð sjálfvirk sím- stöð í Reykjahlíð. Stöðin er gerð fyrir 100 númer, frá 44—100 til 44—199. Búið er að tengja 76 númer við stöðina. Gert er ráð fyrir að fleiri númer verði tengd á næstunói, þannig að hún verði fljótlega fullnýtt. En að sjálf- sögðu verður hægt að fjölga númerum. Símamálastjórn ber að þakka þann áfanga, sem núna hefur náðst, með opnun þessarar sjálf- virku símstöðvar og verður von- andi haldið áfram þannig að allir símnotendur i Mývatnssveit komi sem fyrst í sjálfvirkt símasam- band. Símstöðvarstjóri í Reykja- hlíð er Hrefna Jónsdóttir frá Húsavík. Kristján. Gaf Langholtssöfn- uði 100 þús. kr. Fyrir skömmu afhenti Finnbogi Guðmundsson frá Flatey á Breiðafirði 100 þús. kr. til Lang- holtssafnaðar. Er þessi gjöf til mínningar um konu Finnboga, Þórunni Gunnlaugsdóttur, sem lézt í desember 1974. AUa.YSlNOASIMINN KH: — |R*rí)iinbIntiit) Félagsmálanámskeið BOLUNGARVÍK — ÍSAFJÖRÐUR Dagana 1 8. — 2 1. marz n.k. munu Landssamband Sjálfstæðis- kvenna og Samband ungra Sjálfstæðismanna í samráði við Sjálfstæðisfélögin á ísafirði og í Bolungarvík efna til félags- málanámskeiða sem hér segir: Friðrik Fríða Pétur BOLUNGARVÍK í félagsheimilinu (Sjómannastofu) Fimmtudagur 18. marz Kl. 20:30—22:30 Almenn félagsstörf I: Pétur Sveinbjarnarson Föstudagur 1 9. marz kl 20:30—22:30 ræðumennska I: Friðrik Sophusson Laugardagur 20. marz kl. 14:00—16:00 Fundarsköp og fundarstjórn: Friðrik Sophusson kl. 16:00—17.00 Almenn félagsstörf II: Pétur Sveinbjarnarson Sunnudagur 21. marz kl. 14:00. Ræðumennska II: Fríða Proppé. ÍSAFJÖRÐUR i félagsheimilinu Hnífsdal Fimmtudagur 18. marz kl. 20:30—22:30. Ræðumennska I: Friðrik Sophusson. Föstudagur 19. marz kl. 20:30 — 22:30 Almenn félagsstörf I: Pétur Sveinbjarnarson. Laugardagur 20. marz kl. 1 4:00 — 1 8:00. Ræðumennska II: Friða Proppé. Sunnudagur 21. marz kl. 14:00 Fundarsköp og fundarstjórn: Friðrik Sophusson kl. 16:00—17:00 Almenn félagsstörf II: Pétur Sveinbjarnarson. Þátttaka tilkynnist Jóni Friðgeíri Emarssym, Bolungarvík og skrifstofu Vesturlands, ísafirði, simi 3232. Reykjaneskjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisflokksins i Reykjanes- kjördæmi verður haldinn laugardaginn 27. marz kl. 10 f.h. Fundarstaður og dagskrá auglýst siðar. Skýrslur og árgjöld þurfa að berast nú þegar. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðiskvennafélagið Edda, Kópavogi farið verður í heimsókn til Vorboðakvenna í Hafnarfirði, mánudaginn 15. marz. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishús- inu við Borgarholtsbraut kl. 20. stundvíslega. Látið skrá ykkur í síma 401 59 eða 40421. Stjórnin. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna heldur fund þriðjudaginn 1 6. mars kl. 20.30 að Langholtsvegi 1 24 (í félags- heimili sjálfstæðiskvenna í Langholti). Fundarefni: Ragnhildur Helgadóttir, al þingismaður talar um stjórnmálavið- horfið. Kaffi. Allt sjálfstæðisfólk vel- komið. Stjórnin. Ráðstefna sjálfstæðismanna í Reykjavík: Hvað er framundan í verzlun landsmanna Til þess að leita svars við þessari spurningu hyggst Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík gangast fyrir eins og hálfs dags ráðstefnu um verzlunar- og neytendamál. Ráð- stefnan fer fram á Hótel Loftleiðum, Kristalsal, 17. og 18. marz n.k., miðvikudag frá kl. 17:30 og fimmtudag frá kl. 10:00. Dagskrá: Kl. 17:30 Kl. 18:00 Kl. 19:00 Kl. 19:45 Kl. 20:30 Kl. 21:00 Miðvikudagur 17. marz: Setning: Gunnar Helgason form. Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ávarp: Júlíus Sæberg Ólafsson, form. undirbún- ingsnefndar ráðstefnunnar. Viðskiptaleg tengsl við umheiminn. Jón Magnús- son. — ryrirspumir og umræður — Matarhlé. Fjármál og afkoma verzlunarinnar. borvarður Elíasson. Fræðslumál verzlunarinnar. Valdimar Hergeirs- son. Umræðuhópar starfa. 'C : Til að auðvelda undirbún- ing er æskilegt að þátttaka B _ Bj sé tilkynnt til skrifstofu W Fulltrúaráðsins í síma L y j|| 82963 eða 82900, fyrir mánudagskvöld 15. marz n.k. Ráðstefnugjald er kr. BkaZIHI 2.200 innifalið er matur og kaffi báða dagana auk ráð- stefnugagna. Kl. 10:00 Kl. 1 1:00 Kl. 12:30 Kl. 13:30 Kl. 14:30 Kl. 16:00 Kl. 17 — 19 Kl. 19:00 Kl. 20:30 Kl. 22:30 Fimmtudagur 18. marz: Umræðuhópar Skattamá! og þjónusta er verzlunin innir af hendi fyrir hið opinbera. Hjörtur Hjartarson. — Fyrirspurnir og umræður — Hádegisverður. Verzlunarþjónusta i Reykjavík. Dr. Bjarni Helga- son. — Fyrirspurnir og umræður — Umræðuhópar. Umræðuhópar skila af sér. Fjármagnsstreymi verzlunar — Panelumræður — Stjórnandi: Björn Matthíasson. Matarhlé PANELUMRÆÐUR. Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra, Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og félags- málaráðherra, Matthías Á. Mathiesen fjármála- ráðherra og Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri sitja fyrir svörum. Stjórnandi: Þórir Einarsson. Slit ráðstefnunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.