Morgunblaðið - 13.03.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 13.03.1976, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 Aðalfundur Verzlunarráðs Islands: Stjórn efnahagsmála nægilega tímanlegar ■ áhyggjuefni - aðgerðir ekki diikkar horfur framundan HÉR fer á eftir ályktun aðaifundar Verzlunar- ráðs íslands um efna- hagsmál og skattamál. Skipulag efnahagsmála Aöalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 telur stjórn efna- hagsmála undanfarin ár veru- legt áhyggjuefni. Fundurinn telur, að ekki hafi veriö gætt nægilegrar fyrirhyggju á meðan vel áraði til þess að búa efnahagslífið undir verri tíma Auk þess telur fundurinn að aðgerðir í efnahagsmálum hafi ekki verið gerðar nægilega tímanlega og í þeim mæli, sem þurft hefði. Nú er svo komið, að staða þjóðarbúsins er mjög veik bæði innávið og útávið, en horfur framundan eru dökkar: 0 Kkki eru horfur á batnandi viðskiptakjörum. 0 Gjaldeyrisstaöa banka- kerfisins er neikvæð og batamerki ekki sjáanleg. 0 Verulegs halla má vænta á utanríkisviðskiptunum á þessu ári. 0 Fvrirsjáanlegt er, að tak- markaður árangur næst í baráttunni við verðbólguna á árinu. 0 Hætta er á greiðsluhalla hjá ríkissjóði á árinu. 9 Verulegar erlendar lántök- ur á árinu auka þenslu inn- anlands. 0 Afkoma atvinnuveganna er slæm og engar horfur eru á, að hún fari batnandi. Vegna þess, hve alvarlega horfir í efnahagsmálum og vegna þess, hversu staða þjóðarbúsins er veik, vill aðal- fundurinn áminna stjórnvöld um, að þvi lengur sem dregst að leyfa jafnvægi að skapast í efnahagsmálum, þvi erfiðari verður vandi efnahagsmálanna viðfangs. Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 lýsir það skoðun sína, að verulegt jafnvægi náist aldrei í efnahagsmálum fyrr en stjórnvöld tileinka sér þau sannindi, að frjálst markaðs- hagkerfi er lýðræðislegasta og þjóðhagslega hagkvæmasta skipulagið á starfsemi efna- hagslífsins og jafnframt það hagkerfi, sem leysir bezt mis- vægi i efnahagsstarfseminni um leið og það er það hagkerfi, sem líklegast er, að geti skapað landsmönnum öllum bezt lífs- kjör til frambúðar. Opinber fjármál Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 telur, að gera þurfi umtalsverðar umbætur á fjár- málum hins opinbera: 1) Fjárlagagerð þarf að breyta þannig, að greiðslustaða fjárlaga sé ákveðin fyrst með hliðsjón af efnahags- ástandi á hverjum tima. Ut- gjöld þarf síðan að samræma tekjum og þeirri greiðslu- stöðu, sem ákveðin er. 2) Verkefni hins opinbera þarf að færa sem mest yfir til atvinnulífsins. 3) Sjálfvirkni í opinberum út- gjöldum, með notkun markaðra tekjustofna, þarf að afnema. 4) Tekjuöflun og útgjöldum hins opinbera þarf að haga þannig, að þau hafi jafn- vægisverkandi áhrif á efna- hagsstarfsemina. 5) Greiðsluhalla ríkissjóðs á þenslutimum verður að jafna með iækkuðum út- gjöldum, nýjum sköttum eða almennu lánsútboði. Fjármagns- markaður Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 telur, að gera þurfi umtalsverðar umbætur á inn- lendum fjármagnsmarkaði: 1) Afnema þarf opinbera ákvörðun hámarksvaxta, þannig að verðtryggja megi fjárskuldbindingar, og vextir geti ráðizt af fram- boði og eftirspurn eftir láns- fé. 2) Koma þarf á vísi að verð- bréfamarkaði þar sem kaup, sala og verðskráning við- skipta fjárskuldbindinga getur farið fram. Gjaldeyrismál Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 telur, að gera þurfi umtalsverðar umbætur á verzlun með erlendan gjald- eyri: 1) Markaðsverðmyndun þarf að ráða verði erlendra gjald- miðla. 2) Viðskiptabönkunum þarf að vera heimil verzlun með erlendan gjaldeyri. 3) Koma þarf á framvirkum gjaldeyrismarkaði, þar sem út- og innflytjendur geti keypt og selt erlendan gjald- eyri fram í tímann. 4) Notkun stuttra erlendra vörukaupalána þarf að vera heimil í öllum vöruflokkum. 5) Skriffinnsku við kaup og sölu erlends gjaldeyris þarf að einfalda. 6) Erlenda fjármagnsflutninga þarf að gera frjálsari en nú er. Skattamál Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 telur, að skattlagn- ing atvinnurekstrar hérlendis sé verulega gölluð og þarfnist umtalsverðra umbóta. Fundur- inn telur, að marka þurfi heildarstefnu í skattlagningu atvinnurekstrar, þar sem eftir- talin sjónarmið verði lögð til grundvallar. 0 að skattlagning atvinnu- rekstrar sé hófleg, réttlát og sanngjörn. 0 að skattar séu einfaldir og ódýrir í framkvæmd, bæði hjá hinu opinbera og fyrir- tækjunum, sem greiða þá og innheimta. 0 að atvinnuvegunum og mis- munandi rekstrarformum fvrirtækja sé ekki mis- munað í skattlagningu. 0 að skattar séu almennir, hlutlausir og skekki ekki nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins frá því fyrir- komulagi, sem frjálst markaðshagkerfi ákveður. 0 að verðrýrnun peninga valdi ekki ofsköttun. 0 að af sama skattstofni sé greiddur sami skattur og ekki oftar en einu sinni. 0 að skattgreiðendum sé ávallt Ijóst, hvenær og hversu háan skatt heir greiða hinu opinbera. 0 að skattar séu þannig gerðir, að þeir hafi jafnvægisverk- efni áhrif á efnahagslífið. Búnaðarþing: Könnun á viðhorfum bænda til skipulagningar bú- vöruframleiðslunnar MEÐAL þeirra mála, sem Búnaðarþing hefur fjallað um að þessu sinni er skipulagning búvöruframleiðslunnar með til- liti til framleiðslu, markaðsskil- vrða og nýtingar jarðanna. I sam- tali við Guðmund Jónasson bún- aðarþingsfulltrúa frá Ási í Vatns- dal en hann var einn flutnings- manna tillögu um þessi mál á Búnaðarþingi, kom fram að marg- ir bændur óttast þá tilviljana- kenndu þróun, sem nú á sér stað innan landbúnaðarins. Sagði Guð- mundur að sér virtist næsta lítið tillit tekið til þess, hvað hag- kvæmast væri að framleiða á hverri jörð og æ fleiri bændur hölluðust nú að sauðfjárbúskap, bæði vegna betri afkomu ein- Patty var í háveg- um höfð hjá SLA I)R. JOEL Fort sálfræðingur, sem saksóknarinn í málinu gegn Patriciu Hearst, hefur leitt fram, lýsti því yfir i dag að Patricia Hearst hefði verið öllu nær því aó vera eins konar drottning en ekki óbreyttur liðsmaður í SLA. Hann sagði að SLA hefði náð heims- frægð vegna þeirrar athygli sem beíndist að hreyfingunni eftir að hún náði Patriciu' Hearst á sitt vald og þvi hafi verið komið vel fram við hana í hvívetna. Dr. Fort sagði að Patrica hefði kunnað vel að meta það dálæti sem hún hefði átt að mæta hjá Simbónesiska frelsíshernum og sagðist vera þeirrar skoðunar að hún hefði alls ekki verið neydd til þátttöku í bankaráninu fræga heldur hefði hún gert það af fúsum og frjáls- um vilja. ha'fra sauðfjárbúa og á sauðfjár- búunum væru bændur frjálsari. Samhliða þessu hefur mjólkur- framleiðendum fækkað og þetta leiddi síðan til mjólkurskorts á vissum svæðum landsins. Samþykkt Búnaðarþings um þessi mál vará þá leið, að þingið samþykkti að senda út til stjórna búnaðarsambandanna í landinu spurningalista, þar sem leitað er eftir hugmyndum viðkomandi búnaðarsambands varðandi skipulagningu landbúnaðarfram- leiðslunnar á viðkomandi svæði. Spurt er hvaða búskapargrein henti best viðkomandi svæði, hvort mjólkurframleiðsla sé á óeðlilegu undanhaldi og um aukningu í sauðfjárbúskap og um skilyrði frá náttúrunnar hendi- fyrir sauðfjárbúskap, Þá er leitað eftir skoðunum stjórna búnaðar- sambandanna á lánafyrirkomu- lagi landbúnaðarins og hugmynd- ir um mismunandi verðlagningu búvara á einstökum syæðum og áhrif þess á þróun búvörufram- leiðslunnar. Tillögum sínum eiga stjórnir búnaðarsambandanna að skila fyrir næsta Búnaðarþing. — Tónlist Framhald af bls. 11 þó hún samkvæmt tregðulög- málinu hafi verið tímabundin hindrun. Nú bregöur svo við að nútímínn hefur ekki getað skapað sér stíl, þó einstaka listamenn hafi gert frábær listaverk. Við upphaf þessa timabils voru allar menntastofnanir bundnar list- mati og vinnutækni eldri kyn- slóða og nefndust slík viðhorf ,,Akademisk“. Nýskapandi lista- menn fyrirlitu þessa skólaspeki og leituðu á ný mið. Á hálfri öld, tíma sem mannkynið fetaði leið gegnum vítiselda tveggja heims- styrjalda, hefur svo umskipast,að nú eru nýsmiðir aldamótanna orðnir „Akademiskir" og skólarnir teknir að staðla þessi kerfi til kennslu og framleiðslu tónskálda. Hver verður afstaða ungra tónskálda í framtíðinni til stirðnaðs listmats nútímans. Vex upp af þeim meið eitthvað sem gerir tónlist Tsjaikovskýs og allra nú þekktra tónskálda einskis verða? Svari nú hver fyrirsig. — Mikil aðsókn Framhald af bls. 3 hún um páskana í nýja lista- safnshúsinu á Selfossi. A aldarafmæli Asgríms 4. marz kom rikisstjórnin i heim- sókn á Kjarvalsstaði og skoðaði sýninguna. Og síðla dags heiðr- uðu listamenn í Félagi ísl. lista- manna Asgrím með því að næta þar, en hann mun hafa verið einn af stofnendum félagsins, og virkur félagi meðan hann hafði heilsu til. - Skrúfudagurinn Framhald af bls. 11 Nemendur munu veita upplýsingar um tækin og skýra gang þeirra Skólinn telur mjög mikilvægt að halda tengslum við fyrrverandi nem- endur sína og telur það vera báðum til gagns og ánægju. Þá má búast við að marga fýsi að kynna sér skólann en á síðari árum hefur verið ör þróun á kennsluháttum hans. Dagskrá skrúfudagsins hefst með há- tíðarfundi i hátíðarsal skólans kl 1 3 30 en síðan hefst svo kynning á starfsemi skólans og stendur hún til kl. 1 7.00 Kaffiveitingar verða á vegum kvenfélagsins Keðjunnar. í Vélskólanum eru nú um 400 nem- endur. þar af 350 i Reykjavík — Fórnarvika Framhald af bls. 16 og um margt ágætt, en hvjrt tveggja leiðir þó um of til fálm- kenndra vinnubragða. Höfuðatriðin, sem ganga verður út frá I málefnum vangefinna, eru: Jafnrétti til þeirra samfélagslegu gæða, sem aðrir njóta. og aðhæf- ing þessa fólks að þjóðfélaginu I eins rikum mæli og mögulegt er með skipulegum aðgerðum. f hvoru tveggja varðar það mestu að starfið sé hafið sem fyrst, þvi meiri eru möguleikarnir til sem eðlilegastra lifnaðarhátta, þvi meiri eru þroskamöguleikarnir al- mennt. Um tvennt er að ræða fyrir lög- gjafann: Endurskoðun núgildandi laga eða nýja heildarlöggjöf. Sé litið til Norðurlandanna fer ekki milli mála hvor leiðin er réttari Löggjöfin þar getur varðað okkar veg, en þvi aðeins að um heildarlöggjöf verði að ræða. Má I þvi sambandi minna á löggjöf svia, norðmanna og dana, sem allar hafa leitt af sér miklar breyt- ingar til bóta, einkum hvað snertir menntunarþáttinn og starfsmögu- leikana. Þar hafa heilbrgðis-, mennta-, og félagslegu þættirnir verið samræmdir og skipulega verið að þvl unnið að t.d. mennta- kerfið væri sem minnst frábrugðið hinu almenna menntakerfi: dag- heimili, forskóli, grunnskóli, starfsnám. Hér eigum við mikið verk óunnið. Að vlsu má benda á Itarlegt uppkast að reglugerð um sérkennslumál sem liggur nú I menntamálaráðuneytinu og er beinllnis við þetta miðuð. Okkur skortir heildarstjórn — ábyrgan aðila I stjórnkerfinu, t.d. I félagsmálaráðuneytinu svo sem er hjá dönum, sem hefur heildaryfir- sýn yfir öll þessi mál og sér um samræmingu þeirra og um leið að ekkert þeirra verði útundan. Með samstarfsnefnd þeirra aðila, sem með þessi mál ættu að fara I framkvæmd, mætti ráða hér á nokkra bót, og þó að heildarstjórn væri I ákveðnu ráðuneyti þyrfti það engan veginn að hindra þetta fyrirkomulag. heldur þvert á móti auðvelda samstarfið. En ábyrgur aðili I stjórnkerfinu er nauðsyn. Sér til ráðuneytis gæti sá aðili haft ráðgjafarnefnd, svo sem er á hinum Norður- löndunum. Ráðgjafarþjónusta — ráðgjafar — og greiningarstöð fyrir van- gefna — þarf að komast á sem fyrst. þvi að hvert glatað ár hins vangefna er honum dýrt. Norðmenn hafa t.d. I einstökum fylkjum skipulagt sllka þjónustu og um leið kynnt fólki alla mögu- leika sem fyrir hendi eru. Þá möguleika er suma ekki að finna I dag hjá okkur. Reykjavlk er komin nokkuð á veg, en landsbyggðin á fárra eða engra kosta völ enn þá. f nýrri heildarlöggjöf kæmi þvl vel til greina að skipta landinu I nokkur svæði með tiltölulega rúmri hoimastjórn I málefnum vangefiana, en undir stjórn ráð- gjafarniðstöðvar og ráðuneytis hér I Reykjavtk. Allt eru þetta hugmyndir sem nánar munu raktar I framsögu ásamt fleiru. en mikið má af nágrönnum okkar læra, enda mun löggjöf þeirra gerð nánari skil. f heildarlöggjöf sem sllkri þarf marga að gæta: Heilsugæsla van- gefinna er t.d. mun þýðingarmeiri og viðameiri en annarra. svo sem auðskilið er. Jafnrétti til fyllsta þroska, til starfsmöguleika úti I þjóðfélaginu eða á vernduðum vinnustöðum hlýtur að vera sjálf- sagt markmið. Menntunarþáttinn þarf að stórbæta, og eru þegar uppi tillögur I þeim efnum sem eru ærið verkefni ef framkvæmd þar yrðu. Sá þáttur er auðvitað I nán- um tengslum við atvinnuþáttinn, þ.e. á hvern hátt megi nýta sem best starfskrafta vangefinna I þágu þeirra sjálfra og þjóðar- heildar. Menntunarþátturinn, sem að leiðbeinendum og ráðgjöfum snýr, er skammt á veg kominn enn, en hlýtur þó að teljast frum- forsenda þess að þjálfun og þroska vangefinna verði sem best sinnt. Ráðgjöf til aðstandenda þarf og að stóraukast, tryggt þarf að vera að hinir vangefnu njóti fyllsta réttar I tryggingakerfi okkar og þar verði enginn útund- an. Sú heildarlöggjöf, sem tillaga þessi beinist að, á að vera rúm og af vlðsýni gerð. Hún þarf að tryggja rétt hins vangefna, jafn- rétti við aðra þegna, og hún á að beinast að þvi að koma hverjum og einum sem lengst á þroska- braut — með námi og þjálfun — svo hinn vangefni megi verða sem hlutgengastur I samfélaginu, eigi þar slna fyllstu möguleika. Án samræmds skipulags átaks verður þessu marki seint eða ekki náð. Þvl er þessi tillaga flutt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.