Morgunblaðið - 13.03.1976, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.03.1976, Qupperneq 32
Samkomulag tókst ekki en viðræðum haldið áfram VIÐRÆÐUR fóru fram í Reykja- vík i gær milli sendinefndar frá Færevjum og íslenzkra ráða- manna um undanþágur til handa færeyskum fiskiskipum til veiða innan (slenzku fiskveiðilögsög- unnar. Færeyska sendinefndin, undir forsæti Atla Dam. lög- manns, kom hingað til lands f gær en heldur aftur utan í dag án þess að samkomulag hafi tekizt. Hins vegar er gert ráð fyrir að taka upp viðræður að nýju eftir svo sem vikutíma. Morgunblaðið náði í gærkvöldi tali af Atla Dam, lögmanni, og spurði hann um gang viðræðn- Framhald á bls. 31. Sjónvarpið gerir heim- ildarþætti um Laxness ÚTVARPSRAÐ samþykkti á fundi nýlega að láta sjónvarpið gera allt að 6 viðtals- og um- ræðuþætti um Halldór Laxness og verk hans. Er ráðgert að fá ýmsa menn til að ræða við skáldið um tilorðningu ein- stakra verka hans og fjalla um þau, en að því er Emil Björns- son, forstöðumaður frétta- og fræðsludeildar sjónvarpsins, tjáði Morgunblaðinu er ekki al- veg afráðið hvaða verk Hall- dórs verða tekin til umfjöllun- ar. Hins vegar kvað hann þegar vera farið að vinna við þessa þætti, og væri áformað að gera tvo þætti áður en skáldið færi til útlanda í aprílmánuði. Ásgeir til Barcelona? EINS OG fram hefur komið í fréttum, hefur Asgeir Sigur- vinsson knattspvrnumaður hjá Góð veiði í gærkvöldi: Viðræðufundir við Færeyinga í gær: Q ÞESSAR mvndir eru af miðunum frá því í fvrradag. Þar sést HMS Galatea F-18 en varðskipinu Ægi tókst að snúa á hana og klippa á togvira Ross Kashmir. Virðist það hafa orðið til þess að skipstjörnarmenn freigátnanna umhverfðust í gær. Bretar segja, að Ægi hafi tekizt að klippa vegna þess að Galatea hafi bilað þegar mest á reyndi, en hvort sem það er rétt eða ekki er eins víst að hún sendir frá sér einkennilega reykjarstróka. Hin myndin sýnir þegar HMS Scylla reynir að slá i st jórnborðshlið og stefni Ægis með skut sínum, en sú tiiraun mistókst. Standard Liege fengið tilboð frá nokkrum þekktum knatt- spyrnufélögum i Evrópu. Iþróttasiðan fregnaði, eftir nokkuð ábvggilegum heimild- um i gær, að eitt þeirra væri hið heimsþekkta spænska knattspv rnufélag FC Barce- lona. Asgeir Sigurvinsson vildi ekki staðfesta þetta þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi, en sagði að væntan- iega myndu málin skýrast áð- ur en langt liði. FC Barcelona hefur fyrst og fremst verið þekkt hin síðari ár fyrir þær knattspyrnu- stjörnur sem þar leika, Hol- lendingana Johan Gruyff og Johan Neeskens. Er það margra álit að Gruyff sé bezti Framhald á bls. 31. Verða loðnu- göngurnar 2? GOÐ loðnuveiði var vestur af Snæfellsnesi i gærkvöldi.Cm klukkan 23 voru þrir bátar búnir að tilkynna afla til loðnunefndar og að sögn starfsmanna nefndarinnar voru mjög margir bátar með næturnar úti og margir komnir langt með að fá fullfermi. Loðnan, sem fæst úti af Snæfellsnesi, er með um 20 prósent hrogn og er þvi auðséð að hún er nýgengin á miðin. Fituinnihald loðnunnar er um 6 prósent og er hún þvf mjög gott hráefni til bræðslu. 2 brezkar freigátur sigldu 7 sinnum á Tý og Þór í gaer Seint í gærkvöldi hafði ekki komið í ljós hvort nýrrrar loðnu- göngu var að vænta undan SA- landi. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur sem nú er leiðangursstjóri á rannsóknaskip- inu Árna Friðrikssyni, sagði að þeir hefðu farið með grunnslóð- um austur með landinu og allt austur undir Stokksnes. A þessari leið hefðu þeir ekkert fundið nema hrafl undan Hornafirði og allt vestur að Hálsum. Það er erfitt að segja um hvort ný ganga er á leiðinni austan að. Það hefur komið fyrir að loðna, sem gengur síðla vetrar suður með Aust- fjörðum, gengur ekki saman fyrr en hún er komin að Hrollaugs- eyjum, en stundum hefur það komið fyrir að hún hefur aldrei hlaupið saman. Aðspurður um göngu, sem loðnuskipin fiska nú úr vestur af Snæfellsnesi, sagði Hjálmar að auðsætt væri að hún hefði komið suður með Vestfjörðum og eftir þeim upplýsingum sem hann hefði fengið, þá ætti hún nokkuð langt í hrygningu. Þettaværi hlið- stætt því sem gerzt hefði í fyrra og ef um verulegt magn væri að ræða, gæti orðið góð veiði næstu daga, og jafnvel vikur. Hann sagði að þessi loðna hefði staðið djúpt í dag, en grynnkaði á sér á kvöldin og það benti til þess, að hún ætti eftir að ganga upp á grynningarnar til hrygningar. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un um miðnætti voru fjórir bátar búnir að tilkynna afla til loðnu- nefndar: Sveinn Sveinbjörnsson, Pétur Jónsson, Þorsteinn og Von- in. Ekki munu þeir hafa verið með fullfermi, en áttu allir að landa í frystingu í morgun. Þór töluvert skemmdur og varð að leita hafnar TOGVlRAKLIPPING Ægis í fyrradag virðist hafa orðið til þess að skipstjórnarmenn brezku freigátnanna á miðunum úti af Austfjörðum umhverfðust í gær, og sigldu Juno og Mermaid alls sjö sinnum á varðskipin Tý og Þór. Það miklar skemmdir urðu á Þór að skipið varð að fara inn til Seyðisf jarðar í nótt sem leið enda skipið ílla leikið fyrir. Einnig munu töluverðar skemmdir hafa orðið á freigátunni Mermaid að minnsta kosti. Fyrsta ásiglingin varð klukkan rúmlega 12 þegar Týr var á siglingu um 45 sjómílur úti af Norðfjarðarhorni og stefndi í átt að fjórum brezkum togurum, sem þar voru að ólöglegum veiðum. Kom þá freigátan Juno F-52 á 25—30 sjómílna ferð í átt að varð- skipinu og stefndi Juno á varð- skipið framarlega Setti varðskip- ið þá á fulla ferð aftur á bak en hjá árekstri varð ekki komizt. Skullu bógar skipanna saman, og straukzt varðskipið aftur með freigátunni, sem hélt hraða sinum óbreyttum og sló skut sinum i stefni varðskipsins. Nokkrum mínútum síðar kom Juno aftur meðfram varðskipinu á stjórnborða, snöggbeygði á stjórnborða og sló skutnum aftur i bóg varðskipsins, sem á ný tók aftur á bak og reyndi að sveigja frá með hjálp bógskrúfu sinnar. Þessi árekstur varð þó mun minni en hinn fyrri, en þá urðu nokkrar skemmdir á varðskipinu — frá bóg og aftur undir íbúðir. Eru þær efst urdir bakkanum. Nokkr- ar skemmdir vírtust einnig hafa orðið á herskipinu, t.d. brotnaðí skotpallur og krani smávegis aftan til á skipinu ásamt rekkverki. Júno sigldi síðan á Tý í þriðja sinn um kl. 18.50 en þá sigldi freigátan á stjórnborðsskorstein varðskipsins, sem stendur sem kunnugt er úti við hlið skipsins, og dældaði hann verulega. Skip- herra á Tý er Guðmundur Kjærnested. 1 millitiðinni áttust Þór og freigátan Mermaid F 76 við um 23 sjómílur úti af Hvalbak, þar sem 13 brezkir togarar voru að ólög- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.