Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1976 Spánverjar og Portúgalir: Kaupa af okkur saltfisk fyrir 8 milliarða kr. Stjóm verkamannabústaða. T.f.v. Guðjón Jónsson, Hilmar Guðlaugs- son, Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður, Magnús L. Sveinsson varafor- maður, Páll R. Magnússon, Guðmundur J. Guðmundsson og Gunnar Helgason. Verkamanna- íbúðir í Selja hverfi senn í notkun I GÆR voru sýndar fyrstu fbúðirnar í verkamannabústöðum sem verið er að byggja f Selja- hverfi f Breiðholti f Reykjavfk. lbúðirnar eru allar f f jölbýlishús- um sem eru af tveimur gerðum, ýmist þrjár eða fjórar hæðir á kjallara. Þetta eru samtals 308 fbúðir og er áætlað að þær verði afhentar fullfrágengnar og tilbúnar til fbúðar á tfmabilinu maf 1976 til október 1977. Uti- málun og lóðafrágangi lýkur væntanlega sumarið 1978. Réttur til íbúðarkaupa í þessum verkamannabústöðum er nokkr- um skilyrðum háður. Eru þau eft- irfarandi: 1 fyrsta lagi þarf um- sækjandi að eiga lögheimili í Reykjavík. Þá þarf hann að búa UM SL. áramót voru lslendingar búnir að nota allt það fé, sem Þróunarsjóður Sameinuðu þjóð- anna ætlaði að veita þeim til ým- issa verkefna á árunum 1972— 1976, og raunar 100 þúsundum dollurum betur, þó ár væri eftir af tfmabilinu. Af þeim sökum var ekkert hægt að skera niður af lofaðri aðstoð til tslcndinga, eins og til ýmissa annarra landa, þeg- ar sjóðurinn var kominn með 35 milljón dollara halla og hafði ekki önnur ráð. Þetta tilkynnti Bradford Morse Varðarhátíð- in í kvöld I KVÖLD efnir Landsmálafélagið Vörður til afmælisfagnaðar á Hótel Sögu í tilefni 50 ára afmælis félagsins. Hófið hefst kl. 19. Meðal dagskráratriða erstutt ávarp Geirs Hallgrimssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins; Varðarrabb, þar sem Birgir Kjar- an hagfræðingur rifjar upp atvik úr sögu Varðar; einsöngur og tvísöngur, Sigríður Ella Magnús- dóttir og Magnús Jónsson syngja við undirleik Ölafs Vignis Albertssonar; og gamanmál en þar gerir Ömar Ragnarsson grein fyrir stjórnmálaástandinu. Ragnar Júliusson, formaður Varðar, mun útnefna heiðurs- félaga og sæma þá gullmerki félagins. Afmælishófið stendur fram til kl. 2 og hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. Veislustjóri er Svavar Gests. Líkið var af þýzkum sjómanni RANNSÖKNARLÖGREGLAN f Reykjavík hefur fengið staðfest- ingu á því að líkið, sem kom í vörpu Arnars HU í Grindavíkur- sjó fyrir skömmu, er af þýzkum sjómanni. Hann hét Harry Hun- old, 37 ára gamall skipverji á þýzka togaranum Hendrik Kern. við ófullnægjandi húsnæðisað- stöðu. I þriðja lagi mega tekjur viðkomandi ekki hafa farið yfir ákveðið hámark á árunum 1972, 73 og 74. Verð íbúðanna er nokkuð mis- munandi en þó mun verðið vera undir núverandi byggingarvísi- tölu. 1 ræðu Eyjólfs K. Sigurjóns- sonar, formanns stjórnar verka- mannabústaða, kom fram að kostnaður við að búa i þessum íbúðum væri sem hér segir: 1 eins og hálfs herbergja íbúð kr. 14.400, i 2 herb. íbúð kr. 17.800, i 3 herb. ibúð frá 19.700 kr til 21.400 eftir því hvort um er að ræða þriggja eða fjögura hæða hús og i fjögura herbergja fbúðum kr. 24.000. Þá gat Eyjólfur þess að í þessum tölum væri ekki tekið með 20% eigið fjármagn, sameiginlegt við- hald og fasteignagjöld. Þessar tölur væru þó fastar og með hóf- legri dýrtíð, hækkandi kaupi og batnandi efnahag yrðu þetta lágar tölur þegar lengra væri litið. framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna utanrikisráðherra Is- lands með bréfi að því er Tómas Karlsson fastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði Mbl. er við hringdum til hans í gær. Var áætlað að til þessara verk- efna á Islandi þyrfti 413 þúsund dollara út árið 1976 og þar sem Morse sagði að þróunarsjóðurinn gæti ekki veitt meira, þá hvatti hann íslenzk stjórnvöld til að leggja sjálf fram það sem umfram væri aðstoðina frá S.Þ. Þar sem íslendingar hafa feng- ið sumt af þessari aðstoð gegnum FAO, matvæla og landbúnaðar- stofnunina, og UNITO, Iðnþróun- arstofnunina, og þær stofnanir orðnar samningsbundnar vegna sérfræðinga, sem hingað áttu að fara, samþykktu þessar stofnanir tvær nú 31. marz að veita á árinu 1976 sérfræðiþjónustuna til 8—10 verkefna, sem eru í gangi hér, að því er Tómas tjáði Mbl. Verður þá væntanlega hægt að ljúka þeim út árið. Hvað yrði á árinu 1977, sagðist Tómas ekki hafa fengið nein svör við hjá Þróunarsjóðnum, enda teldu forráðamenn sjóðsins. ekki geta tekið það til meðferðar, þar sem ekki hefði borist svar frá Islendingum um það hvað þeir hugsuðu sér í þeim efnum, þ.e. hvort þeir ætluðu að halda áfram að reyna að fá aðstoð og þiggja hana af Þróunarsjóðnum. Tómas kvað það rétt, eins og Leiðrétting I forystugrein Morgunblaðsins í gær var sagt að samkomulag hefði tekizt milli brezkra stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um 6% launahækkanir, sem hefði verið verulegur þáttur í þeim árangri sem Bretar hafa náð í baráttunni gegn verðbólgunni. Þetta er rangt. Hið rétta er að samkomu- lag tókst um að takmarka launa- hækkanir við 6 sterlingspund á viku. Eru lesendur Morgun- blaðsins beðnir velvirðingar á þessu ranghermi i forystugrein- ínni. Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra óskaði stjórn verka- mannabústaða til hamingju með þennan áfanga og þakkaði þeim gott starf. Jafnframt árnaði ráðherra þeim fjölskyldum sem koma til með að búa í íbúðunum heilla. Borgarstjóri, Birgir Isleifur Gunnarsson, sagði að þessar íbúðir gæfu núverandi leigu- tökum borgarinnar kost á að eignast eigið húsnæði og enn- fremur gæfi þetta þeim sem byggju í heilsuspillandi fbúðum og þeim sem búa í húsum sem þyrftu að hverfa af skipulags- ástæðum kost á að flytja sig um set. Jafnframt sagði borgarstjóri að hann vonaðist til að gott sam- starf milli borgarstjórnar og stjórnar verkamannabústaða mætti haldast áfram jafngott og verið hefði. Ibúðir þessar verða innan skamms auglýstar til umsóknar. fram hefði komið í Mbl, að Þróun- arsjóðurinn hefði orðið að skerða framlög til fátæku þjóðanna sem lofað hefði verið og þau ekki voru búin að eyða, vegna fjárhagserfið- leikanna. I gærkvöldi barst Morgunblað- inu fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu, þar sem sömu upp- lýsingar koma fram. Ásgeir Bjarnason sagði, að á þriðjudag, er málið var tekið fyrir, hefði staðið þannig á, að á dagskrá hefðu einnig verið önnur mál er þurft hefði að ræða. Þá SÖLUSAMBAND fslenzkra fisk- framleiðenda hefur nú gcngið frá samningum á 24—25 þúsund lest- um af saltfiski til Portúgals og Spánar, að verðmæti 7—8 milljarðar króna. Er þetta lang stærsti sölusamningur sem S.I.F. hefur gert bæði hvað tonnatölu varðar og upphæð. Að sögn Tómasar Þorvalds- sonar, stjórnarformanns S.I.F. fóru hann, Helgi Þórarinsson og Friðrik Pálsson í söluherferð og náðist þessi árangur. Meirihluti þessa magns er framleiðsla yfir- standandi vertiðar, en þó er smá- vegis af framleiðslu síðastliðins árs, aðallega þurrfiskur. Tómas sagði að 1 þessum B.S.R.B. og Starfsmannafélag stjórnarráðsins hefur boðað til almenns fundar kl. 15.30 í dag i Þjóðleikhús- kjallaranum til að fjalla um ný- gerða kjarasamninga B.S.R.B. við ríkið. Morgunblaðið hefur frétt að mikil óánægja sé ríkjandi meðal starfsmanna stjórnarráðsins með þessa samninga og komi þar margt til. T.d. er fólk óánægt með að hluti ráðuneyta og starfs- manna þeirra skuli vera undan- þeginn verkfalli ef til verkfalls kemur og telur að öll ráðuneytin ættu að vera á undanþágu, og einnig að ef farið verði í verkfall þá sé gert ráð fyrir því að þeir sem minnst mega sín þurfi að fara f verkfall, en menn í æðri stöðum væri lfka ávallt æskilegt að frétta- menn og ráðherrar gætu verið viðstaddir umræður sem þessar. 1 gær hefði nauðsynlega þurft að ræða nokkur mál og sér hefði samningi væri sú nýlunda að gert væri ráð fyrir sölu á verulegu magni af ufsa, flöttum og söltuð- um á venjulegan hátt, og verðið sem fengist fyrir hann væri all viðunandi. Fram til þessa hafa saltfiskverkendur oft átt f erfið- leikum með að selja saltaðan ufsa, oftast nær hefur hann verið flakáður og saltflökin seld til Þýzkalands, þarsem þau hafa verið notuð i sjólax. Reiknað er með að S.I.F. muni selja eitthvert magn af saltfiski til viðbótar nýgerðri sölu og er það til Italíu og Grikklands. Annars er enn ekki séð hve mikil saltfiskframleiðslan verður að þessu sinni, og verður það vart fyrr en eftir páska. eins og skrifstofustjórar, ráðu- neytisstjórar o.fl. verði áfram í vinnu. Lögreglukórinn: Kökubasar á morgun . HINN vinsæli kökubasar Lög- reglukórsins verður haldinn í Templarahöllinni, Eiriksgötu 5, laugardaginn 10. april klukkan 13.30 Að vanda verður þarna margt girnilegt á boðstólum. I fyrra seldust allar kökurnar upp á hálftfma. ekki tekist að ýta þessu áfram, — „ég hefði viljað fá þetta út úr heiminum fyrir páska, en ég veit ekki hvort það verður hægt." Sagði Ásgeir að i dag yrðu siðustu þingfundir fyrir páska og allsendis óvíst hvort tækist að taka Kröflumálið til umræðu eða ljúka þvi. Aðalfundur Vinnuveitendasambands tslands hófst í Reykjavfk f gær. Formaður sambandsins, Jón H. Bergs, flutti yfirlitsræðu, og framkvæmdastjóri þess, Ölafur Jónsson, flutti skýrslu og lagði fram reikninga. Félagsmálaráðherra Gunnar Thoroddsen, flutti ræðu. Sfðan fór fram stjórnarkjör og þá voru kjörnar starfsnefndir og munu þær starfa áfram fyrir hádegi f dag, en sfðdegis verða lögð fram nefndaálit og þau afgreidd, ásamt fleiri málum, sem fyrir fundinum liggja. íslendingar eyddu umfram sinn hlut frá Þróunarsjóði S.Þ. — FAO og UNITO hlaupa undir bagga Ovíst hvort umræðum um Kröflu lýkur fyrir páska MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við Ásgeir Bjarnason, forseta Sameinaðs þings, í gær og spurði hann hvers vegna umræðum um Kröflumálið svonefnda hefði verið dreift á tvo daga. x Oánægja með samninga ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.